Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 48
Opk) alla daga frá kl. 11.45-23.30. J&elkeiwvt AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. Opiö öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11340 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Lög sett á flugmenn og verkfallið bannað Kjaradómur ákveði laun flugmanna SAMÞYKKT voru lög í gærkvöldi frá Alþingi um kjaradóm í vinnu- deilu Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Flugleiða. Fela lögin í sér að HæstiréUur tilnefni þrjá menn í kjaradóm, sem ákveði fyrir 15. júní nk. kaup og kjör félagsmanna hjá FÍA, sem starfa hjá Flugleiðum. Lög- in kveða einnig á um að Flugleiðum hf. sé óheimilt að segja flugmönnum þeim, sem lögin taka til, upp starfi nema þeir uppfylli ekki lengur lág- markskröfur sem gerðar eru til hæfni flugmanna eða hafi gerst sek- ir um brot í starfi. Lögin gilda til 31. október 1984. Lagasetningin kemur í veg íyrir boðað verkfall flugmann- anna 18., 19. og 20. maí nk. Frumvarp að lögum þessum var lagt fram i neðri deild í gær og mælti Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra fyrir þeim. Fyrri grein laganna var samþykkt með mótatkvæðum þingmanna Banda- lags jafnaðarmanna, en hin síðari samhljóða. í umræðum um frum- varpið í neðri deild sagði formað- ur Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, að Alþýðubandalagið hefði áður staðið að slíkri löggjöf (1981,. innskot Mbl.) og þó slík löggjöf væri ætíð neikvæð myndu þingmenn Alþýðubandalagsins sitja hjá við afgreiðslu frumvarps- ins og greiða götu þess í gegnum þingið. Kjartan Jóhannsson sagði að Alþýðuflokkurinn myndi greiða fyrir framgangi laganna. Ollum væri ljóst að þetta væri neyðar- brauð, „en stundum þurfa menn Luxemburg vill loftferðasamning við Bandaríkin: Áhugi Bandaríkja- manna takmarkaður RÍKISSTJÓRNIN í Luxemborg hefur farið þess á leit við banda- rísk stjórnvöld að teknar verði upp viðræður á milli ríkjanna um gagnkvæma loftferðasamninga, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær hjá bandarísku flugmálastjórninni, CAB (Civil Aeronautical Board), er áhugi Bandaríkjamanna fyrir slíkum samningum takmarkaður, þó svo að viðræðufundir hafi verið ákveðnir í Washington fyrri hluta júnímánaðar. Fulltrúi hjá CAB sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að þessi ósk hefði komið frá stjórnvöldum í Luxemborg fyrir skömmu, en áhugi Bandaríkjamanna fyrir gagnkvæmum loftferðasamning- um við Luxemborg væri takmark- aður. Fulltrúinn sagði: „Við þurf- um auðvitað að ræða þetta á fund- unum með fulltrúum Luxemborg- ar, en við erum ekkert spenntir fyrir svona samningum. Við vitum til dæmis ekki af neinu banda- rísku flugfélagi sem hefur áhuga á að taka upp flugþjónustu við Lux- emborg. Það liggur því alveg ljóst fyrir, að þrýstingurinn um þessar viðræður er af hálfu Luxemborg- armanna en ekki okkar." að éta slíkt brauð,“ sagði hann. Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, lýsti yfir and- stöðu þingmanna bandalagsins við frumvarpið. Við atkvæðagreiðslu í efri deild gerði Stefán Benedikts- son, þingmaður Bandalags jafnað- armanna, grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði að grundvallar- atriði væri, að samningar ættu að vera frjálsir, en auk þess taldi hann aðila deilunnar hafa þvingað löggjafann til þess að taka ábyrgð á kjörum flugmanna með því að þeir lýstu því yfir á fundi hjá sáttasemjara að frekari sáttaum- leitanir væru tilgangslausar. Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra sagði m.a. i framsögu sinni fyrir málinu, að ljóst væri að verkfallsboðun fiugmanna Flug- leiða ein hefði í för með sér víð- tækt og varanlegt tjón í jafnvið- kvæmri atvinnugrein og fiugi og ferðamannaþjónustu. Hann sagði að í samtali sínu við ríkissátta- semjara í gærmorgun hefði komið fram, að ríkissáttasemjari teldi engar líkur á að samningar milli aðila næðust. Hann gerði einnig kaupkröfur flugmanna að um- ræðuefni, sem hann sagði óraun- hæfar, þeim hefði þegar verið boð- ið upp á samninga hliðstæða samningum ASÍ og VSÍ, en ljóst væri að kröfur þeirra lægju langt utan þess ramma. Lögin gera ennfremur ráð fyrir að verkbönn, verkföll, þar með tal- in samúðarvinnustöðvun, eða aðr- ar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála séu óheimil. HorgunblaðiA/ KEE. Hús brennt í Kópavogi Kópavogsbær fékk til liðs við sig nokkra úr slökkviliði Reykjavíkur í gærkveldi til þess að brenna hús við Vogatungu, sem lengi hefur verið bæjaryfirvöldum og Kópavogsbúum þyrnir 1 augum. Héldu ýmsir að hér væri um eldsvoða að ræða, en þetta var sem sagt bruni að yfirlögðu ráði. Viðtalsþáttur um gervihnött ÚTVARPSRÁÐ hefur ákveóið að taka þátt í sameiginlegum viðtals- þætti allra sjónvarpsstöðva í lönd- um Atlantshafsbandalagsins, þar sem George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Michael Heseltine, varnarmálaráðherra Breta, sitja fyrir svörum. Þátturinn verður tekinn upp 24. maf í gegnum gervihnattakerfi og munu frétta- menn frá hverju NATO-ríki fá tvær spurningar til þess að bera fyrir ráðherrana. Sjónvarpið tekur þátt í þessum þætti og verður Bogi Ágústsson þátttakandi fyrir hönd þess og er ákveðið að þættinum verði síðan sjónvarpað i dagskrárlok hinn 25. maí, með íslenzkum texta. Þáttur þessi er gerður f tilefni 35 ára afmælis NATO og verður hann sýndur f öllum aðildarríkj- um þess. Skoðanakönnun Hagvangs um fjárhagsvanda ríkisins: 96 % vilja auka skattaeftir- lit, 60,7 % skatta fyrirtækja — Mikill meirihluti andvígur niðurskurði félagslegrar þjónustu f SKOÐANAKÖNNUN sem Hag- vangur hf. framkvæmdi í aprflmán- uði og Morgunblaðið hefur keypt birtingarrétt á, kemur fram, að 96% þátttakenda telja, að leysa eigi fjár- hagsvanda ríkisins m.a. með auknu skattaeftirliti en einungis 2,8%svara þeirri spurningu neitandi. Þá telja 60,7 %að þennan vanda eigi að leysa með viðbótarsköttum á fyrirtæki en 36,3% eru því andvígir. Rúmlega helmingur eða 58,5% er fylgjandi af- námi niðurgreiðslna í þessu skyni, en 33,7% andvígir og 56,9% vilja niðurskurð á framlögum til verk- legra framkvæmda en 38,6 %á móti. Hins vegar voru aðeins 5% þátt- takenda fylgjandi lausn, sem byggðist á viðbótarsköttum á ein- staklinga, en 93,4% voru andvígir þeirri leið. Aðeins 22,7% töldu, að þennan vanda ætti að leysa með erlendum lántökum en 85,9% voru andvígir því. Mikill meirihluti þeirra, sem spurðir voru lýstu sig mótfallna niðurskurði á þjónustu heilbrigðis- og tryggingakerfisins eða 82,7% en 15,2% svöruðu þeirri spurningu játandi. Mikill meiri- hluti var einnig andvígur gjaldtöku fyrir opinbera þjónustu t.a.m. á sjúkrahúsum eða 76,5% en 20,9% svöruðu þvi játandi. Ennfremur voru 73,3% andvígir niðurskurði á þjónustu skólakerfisins en 22,6% fylgjandi. Könnun þessi náði til alls landsins. Þátttakendur voru 1000 talsins, 18 ára og eldri. Voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reiknistofnun Háskólans, að und- angengnu leyfi Tölvunefndar cg Hagstofu íslands. Svarprósenta af brúttóúrtaki var 86% en af nettó- úrtaki 92,5%. Könnunin fór fram í síma og stóð yfir frá 6.—18. apríl. Sjá ennfremur miðopnu. Mjólkurdrykkir MS: Lækkun ákveðin en fjármögnun ekki „ÞAÐ ER nú alveg óráðið með hvaða hætti þessar verðlækkanir verða fjár- magnaðar," sagði Grétar Símonar- son, mjólkurbússtjóri í Mjólkurbúi Flóamanna er blm. Mbl. spurði hann i gær hvcrnig 20% verðlækkun sú sem ákveðin hefur verið á Kókó- mjólk, Mangósopa og Jóga verður fjármögnuð. Grétar sagði að þaö væri ekkert farið að ræða það ennþá með hvaða hætti 20% lækkun á heild- sölu- og smásöluverði þessara drykkja yrði fjármögnuð, „en þetta er sameiginlegt skipbrot fyrir mjólkuriönaöinn allan," sagði Grétar. Grétar sagði er hann var spurð- ur hvort það væri ekki erfitt að gefa fyrst vilyrði fyrir svo mikilli lækkun og leita síðan fjármögnun- arleiða: „Það kann nú að virðast sem farið sé eitthvað öfugt að, en kannski er með þessu veriö að gefa eitthvað í skyn.“ Grétar sagði að fundað yrði sérstaklega um þetta mál í dag og eftir það gætu hugs- anlega meiri upplýsingar legið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.