Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 Hver er reynsla ann- arra þjóða af bjórneyslu? - eftir Sigurgeir Þorgrímsson Alþingi íslands samþykkti þann 7. maí 1981 þingsályktunartillögu um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. Þar samþykkti Al- þingi að láta nú þegar fara fram athugun á heildarstefnumótun í áfengismálum í samráði við þá að- ila sem afskipti hafa af dreifingu og sölu áfengra drykkja og með- ferð áfengismála og vandamál áfengissjúklinga. Tillögur þessar og greinargerð skyldi senda Al- þingi í sérstakri skýrslu ásamt til- lögum ríkisstjórnarinnar á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Þar sem ekki hefur verið lokið við að fram- kvæma þessa þingsályktunartil- lögu, þó að fyrstu tillögur þessarar nefndar liggi nú fyrir hjá ríkis- stjórninni, vil ég benda á nokkrar staðreyndir af reynslu annarra þjóða af þeim þætti áfengisvanda- málsins sem tengt er neyslu áfengs öls. 1. Sala milliöls var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fengu því til leiðar komið héldu því fram að ölneysla drægi úr neyslu sterkra drykkja. Reynslan varð þveröfug. Ungl- inga- og barnadrykkja jókst gíf- urlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls frá 1. júlí 1977. 2. Á fyrsta árinu eftir milliöls- bannið minnkaði áfengisneysla Svía um 10% miðað við hreinan vínanda. Neysla öls (allra teg- unda) minnkaði um 24% miðað við áfengismagn. 3. Á milliölsáratugnum í Svíþjóð jókst áfengisneysla Svía um 35%. Á sama árabili á íslandi jókst neysla um 26,1%. 4. Félagsmálaráðherra Svía segir m.a. um það mál: „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að á nýliðnu 10 ára tímabili milliöls í Svíþjóð hafi grunnur verið lagður að drykkju- sýki sem brátt mun valda miklum vanda." 5. I Finnlandi var sala áfengs öls Ieyfð 1968. Þá var áfengisneysla Finna minni en annarra norrænna þjóða, að íslendingum undanskild- um. Eftir að sala áfengs öls hófst hefur keyrt um þverbak hvað drykkju snertir þar í landi. Nú drekka Danir einir Norðurlanda- þjóða meira áfengi en Finnar. Margir telja að drykkjuvenjum Finna svipi að ýmsu leyti til drykkjusiða íslendinga. 6. Á tímabilinu frá 1969—1974 jókst áfengisneysla Finna um 52,4%. Á sama tímabili jókst neysla hérlendis um 35% og þótti mörgum nóg. 7. Þegar sala áfengs öls hafði verið leyfð í rúm tvö ár í Finnlandi hafði ofbeldisglæpum og árásum fjölgað um 51% og hinum alvar- legustu þeirra glæpa, morðum, um 61,1%. 8. Danir eru mestu bjórdrykkju- menn meðal norrænna þjóða. Þar eykst og neysla sterkra drykkja jafnt og þétt. Þeir drekka allt að þrisvar sinnum meira en íslend- ingar enda drykkjusjúklingar þar hlutfallslega miklu fleiri. Þar er öldrykkja ekki einungis vandamál á fjölmörgum vinnustöðum heldur einnig í skólum. Ofneysla bjórs er algeng meðal barna þar í landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Meðalaldur við upphaf áfengisneyslu mun u.þ.b. 4 árum lægri en hérlendis. 9. Vestur-Þjóðverjar ásamt Tékk- um neyta meiri bjórs en aðrar þjóðir Evrópu. Þar jókst heildar- neysla áfengis á árunum 1950—1967 um 196%. Á sama tíma jókst neysla hérlendis um 70% og þótti flestum meir en nóg. 10. Þýska blaðið Der Spiegel, sem vart verður vænt um bindindis- áróður, helgar nýlega drykkjusýki unglinga (Jungend Alkoholismus) forsíðu og verulegan hluta eins tölublaðs. 11. Háskólarnir í Hamborg, Frankfurt og Mainz rannsökuðu fyrir nokkrum árum áfengis- neyslu ökumanna og ölvun við akstur í Þýskalandi. Rannsóknir leiddu í Ijós að aðalskaðvaldurinn er bjórinn en um helming allra óhappa á vegunum mátti rekja til hans. Ef við bætast þau tilfelli, þar sem bjór er drukkinn með víni eða sterkari drykkjum, hækka hlutföllin í 75%. 12. f Belgíu er yfir 70% alls áfeng- is, sem neytt er, sterkt öl. Þar eru u.þ.b. 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkjumenn, þ.e. menn sem drekka ekki aðra áfenga drykki en öl. 13. Formaður samtaka æskulýðs- heimilaforstjóra í Stokkhólmi seg- ir: „Öldrykkja er mesta og alvar- legasta vandamál æskulýðsheimil- anna. Auðveldara hefur verið að fást við vandamál af völdum ólög- legra fíkniefna." 14. Vitað er að unglingar og börn hefja áfengisneyslu oft og tíðum með öldrykkju. Hún veldur m.a. því hversu margir unglingar og jafnvel börn þjást af drykkjusýki í ölneyslulöndum. 15. Félagsmálaráðherra Breta gerði í ræðu á árinu 1977 harða hríð að ofdrykkjusiðum þar í landi og bjórkrám. Hvað hann krárnar oft sveipaðar rómantískum ljóma fyrir sjónum þeirra sem lítt þekktu til. Hann benti á að á síð- astliðnum 20 árum hefði öineysla aukist um 50%. Neysla sterkra drykkja hefði hins vegar þrefald- ast á sama tíma og neysla léttra vína fjórfaldast. Á sama tíma og neysla sterkra drykkja eykst um 54% á íslandi eykst hún um 300%, eða tæplega 6 sinnum meira en hér, i Englandi og búa þeir þó síð- ur en svo við skort á bjórkrám eða áfengu öli. 16. Nýjar rannsóknir sýna að því fleiri áfengistegundir sem eru á boðstólum og því víðar þeim mun meira er drukkið. Drykkjusjúkl- ingum fer fjölgandi er drykkja eykst. 17. Jafnslæmt er fyrir drykkju- sjúkling að drekka eina ölkrús og viskístaup. Á þennan sannleika ber að leggja megináherslu. En það er líka jafnhættulegt fyrir barnið eða unglinginn. Og börn eiga áreiðanlega greiðari aðgang að öli en viskíi eða sú er a.m.k. raunin meðal nágrannaþjóða okkar. 18. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir fjölgun drykkju- sjúkra er að draga úr neyslunni. Til þess eru ýmis ráð. Og þótt góðra gjalda sé vert að lækna drykkjusjúka og gefa þeim að nýju þrek og sjálfstraust, er hitt þó mikilvægara að leitast við að koma í veg fyrir að menn verði áfengi að bráð. 19. Addiction Research Founda- tion of Ontario er þekktasta rann- sóknarstofnun í heimi á sviði áfengis- og fíkniefnamála. Stofn- un sú var 1979 samstarfsaðili Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) um þessi efni. Álits ARF hefur verið leitað varðandi ölmálið íslenska og var mat þeirra að ástand þessara mála versnaði stórum ef leyfð yrði hér sala og bruggun áfengs öls. 20. Óheft frelsi áfengisauðmagns- ins til framleiðslu, dreifingar og sölu þessa fíkniefnis mun óþekkt nú á dögum, þó að ýmsir gerist til að halda slíkri stefnu fram. Meira að segja Frakkar hafa komið á ýmsum hömlum og hefur tekist með þeim (en ekki með fræðslunni einni) að minnka drykkju veru- lega. Og nú boðar Frakklandsfor- seti 10 ára herferð gegn drykkju- skap. 21. Ölgerðir eyða hundruðum milljóna króna í áróður, beinan og óbeinan. Óafvitandi gerast ýmsir sakleysingjar áróðursmenn þeirra afla sem hafa hag af því að sem flestir verði háðir því fíkniefni sem lögleyft er á Vesturlöndum, áfengi. Því má bæta við að samtök bruggara greiða hinum lakari blöðum stórfé fyrir að birta stað- leysur um áfengismál, oft undir yfirskini vísindamennsku. Slæðast slíkar ritsmíðar stundum I blöð hérlendis. 22. Ef enginn hefði fjárhagslegan ábata af drykkju annarra og þar með þeim hörmungum, sem af henni hljótast, væri áfengismála- stefna þjóðarinnar raunsærri og heiðarlegri, sbr. baráttu gegn öðr- um vágestum svo sem holdsveiki og berklum. 23. Samkvæmt nýrri könnun, sem samband amtsráða í Danmörku hefur gengist fyrir, kemur í ljós að meðalaldur neytenda kannabis- efna hefur farið hækkandi undan- farin ár eða úr 18—19 árum 1970 í 25—26 ár nú. Við hefur tekið með- al unglinga misnotkun á áfengu öli og pillum og virðist slík ofneysla nú nálgast faraldur og að ýmsu leyti jafnvel erfiðari viðfangs en kannabisneyslan. 24. Þegar gefin var út reglugerð um heimildir ferðamanna til að flytja áfengt öl inn í landið rann- sakaði Sigurður Líndal lögmæti slíkra heimilda. Niðurstaða hans var sú að innflutningur öls væri brot á íslenskum lögum. Að sömu niðurstöðu komst Ólafur W. Stef- ánsson sem málið kannaði fyrir dóms- og kirkjumálaráðherra. 25. Þjóðaratkvæðagreiðsla um mál, þar sem jafnmiklir hagsmun- Sigtirgeir Þorgrímsson „í Finnlandi var sala áfengs öls leyfð 1968. I»á var áfengisneysla Finna minni en annarra norrænna þjóða, að ís- lendingum undanskild- um. Eftir að sala áfengs öls hófst hefur keyrt um þverbak hvað drykkju snertir þar í landi.“ ir eru í húfi og varðandi sölu áfengs öls, er enn vafasamari en var fyrr á öldinni. Samkvæmt rannsókn sérfræðings Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vörðu framleiðendur öls og áfengra drykkja árið 1981 jafn- virði 60 milljarða íslenskra króna til auglýsinga og áróðurs. Mikinn barnaskap þarf til að ætla að ekk- ert af því fé sé notað hérlendis og verði óspart notað í hagsmunabar- áttu þessara afla ef til þjóðarat- kvæðagreiðslu kemur. 26. Árið sem leið voru 860 drykkjumenn og aðrir vímuefna- neytendur lagðir inn á Borge- stads-sjúkrahúsið í Porsgrunn í Noregi. Athugað var sérstaklega hvers konar vímuefna þeir neyttu að jafnaði og vildu helst. Niður- Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum var slitið sl. laugardag en á þessu ári verða liðin 20 ár frá því skólinn tók til starfa, þann 1. október 1%4. í ár luku 12 nemendur prófum I. stigs og 11 nemendur luku prófi frá II. stigi. Hæstur í I. stigi varð Roland Buchholz frá Grindavík með með- aleinkunnina 9,13, annar varð ólafur Þ. ólafsson Vestmannaeyj- um með 8,63 og þriðji Olgeir Sig- urðsson frá Húsavík með 8,53. Meðaleinkunn í I. stigi var 7.75. Hæstur í II. stigi varð Sigurgeir Pétursson frá Vopnafirði með meðaleinkunnina 9,40, annar varð Sigurgeir Jónsson Vestmannaeyj- um með 9,10 og þriðji Einar Sigur- þórsson Vestmannaeyjum með 8,88. Meðaleinkunn í II. stigi var 7,85. Á skólaslitunum voru veittar ýmsar viðurkenningar og verð- laun. Sigurður Einarsson útgerð- armaður gaf barómet sem viður- kenningu fyrir hæstu einkunn í II. stigi og hlaut Sigurgeir Pétursson það. Ur verðlaunasjóði hjónanna stöður urðu sem hér segir: 54% vilja helst áfengt öl. 35% vilja helst sterka drykki. 11 % vilja helst önnur vímuefni en áfengi. Upplýsingar frá Heilbrigðisráði Oslóborgar benda og til þess að áfengt öl sé yfirleitt ekki notað sem svala- drykkur heldur miklu fremur sem vímuefni. Þá sýnir ný bresk rann- sókn, sem fram fór á vegum læknasamtaka, sem vinna gegn áfengisböli og kallast Action on Alcohol Abuse (AAA), að meira en tveir þriðju drykkjumanna í Bret- landi drekka einkum bjór, tæpur þriðjungur sterka drykki. 27. Gunnar Ágren í Stokkhólmi, doktor í féiagslækningum, segir nýlega í blaðaviðtali að hörmu- legar afleiðingar barna- og ungl- ingadrykkjunnar á milliölsára- tugnum séu nú að koma í ljós. Eins og margir muna leyfðu Svíar framleiðslu og sölu svonefnds milliöls á árunum 1965—1977. Á þeim tíma jókst drykkja barna og unglinga gífurlega og meðalaldur þeirra sem byrjuðu fór sílækk- andi. Sænska þingið, sem leyft hafði framleiðslu og sölu þessa varnings 1965 bannaði hvort tveggja 1977 að fenginni dapur- legri reynslu og þurfti ekki þjóð- aratkvæði til. Síðan hefur drykkja unglinga minnkað með ári hverju og meðalaldur þeirra sem hefja að neyta áfengis hækkað verulega. Afleiðingar öldrykkjunnar sem dr. Gunnar Ágren minnist á, eru einkum heilaskemmdir. Þær ger- ast nú miklu tíðari meðal fólks á þrítugsaldri en verið hefur, eink- um þó á meðal þeirra sem komnir eru undir þrítugt. Einkennin eru minnisleysi og ýmsar tauga- truflanir. Lifrarmein (skorpulif- ur) og flogaveiki koma nú oftar fyrir í þessum aldursflokkum en fyrr. Svíar sjá þó fram á betri tíð að áliti dr. Gunnars. Eins og fyrr segir drekka unglingar nú æ minna og byrja seinna en áður var og munu þessar hörmungar vænt- anlega ganga yfir á álíka mörgum árum og milliölsdrykkjan stóð. Dr. Gunnar Ágren telur að til að draga að mun úr tjóni af völdum drykkju þurfi að koma til auknar hömlur á dreifingu þessa vímuefn- is og jafnvel skráning áfengis- kaupa á nafn. 28. 1966—1982 jókst áfengisneysla íslendinga um 34,7%, Dana um 98% og Finna (öl leyft 1969) um 146,2%. Að framantöldu tel ég að vart sé brýnt að bæta fleiri tegundum áfengis á sölulista ÁTVR og vín- söluhúsa í landinu, annars myndi illa fara eins og ofantaldar upp- lýsingar skýra frá. Sigurgeir Þorgrímsson er sagn- íræðinemi við Háskóla íslands. Ástu og Friðfinns Finnssonar voru gefnar skipabækur Fjölva fyrir ástundun og framfarir í námi og hlutu þær þeir Sigurgeir Pétursson og Sigurbjörn Árnason. Rotary-klúbbur Vestmannaeyja veitti verðlaun fyrir hæstu eink- unn í íslensku og hlaut þau Sigur- geir Pétursson. Þá verður honum einnig afhent Verðandaúrið á sjó- mannadaginn. Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð gaf skólanum veglegt safn báta- mynda til minningar um foreldra sína, þau Björn Bjarnason og Ingi- björgu Ólafsdóttur. Hugrún Dav- íðsdóttir gaf til minningar um unnusta sinn, Hjört Jónsson, sem fórst með Hellisey VE., kafara- búning og Tryggingamiðstöðin hf. gaf skólanum annan slíkan bún- ing. Heiðursgestur skólans á skóla- slitum var Sigurgeir Ólafsson, for- seti bæjarstjórnar, og flutti hann nemendum árnaðaróskir. Skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum er Friðrik Ás- mundsson. hkj. Tilboð sem verður ekki endurtekið Gildir til 19. maí ’84. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: Tilboðið veröur ekki endurtekið. Síðasti dagur 19. maí. OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 19.5 frá kl. 10—3 e.h. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum: 12 nemendur luku nú I. stigs prófi Vetttmannaeyjuin. 14. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.