Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 42
42 ÍAM .VI flUBAOirrMMI'? OIOA.IHKUOHOV MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Sigurgeir Guðmunds- son fv. skólastjóri Sigurgeir vai skólastjóri Iðn- skólans í Hafnarfirði á árunum 1957 til 1976. Við samstarfsmenn hans minnumst hans sem ötuls og vandvirks skólastjóra, sem lagði metnað sinn í að mennta og fræða verðandi iðnaðarmenn og efla vit- und þeirra um mikilvægi starfs- ins, ástundunar og skyldurækni. Sigurgeir var ötull brautryðjandi í starfi skólans og lagði sig fram um, að þar yrði stofnað til verk- náms. Árið 1974 rættist draumur hans er verknámsdeild í málm- iðnum var stofnuð við skólann og síðar verknámsdeiid tréiðna. Þegar Sigurgeir tók við skóla- stjórastarfinu var skólinn á tíma- mótum. Honum var þá breytt úr kvöldskóla í dagskóla. Fyrstu árin var skólinn í bóka- safnshúsinu við Mjósund eða til 1972. Nemendum fjölgaði þótt húsnæðið væri lítið og þröngt. En þrátt fyrir þrengslin var rúmt um hugsun og starf og munu margir iðnaðarmenn minnast hlýlega skólavistar sinnar þar og þess samstarfsanda, sem ríkti. Það var ósk Sigurgeirs að byggt yrði myndarlega yfir starfsemi skólans. Til að svo mætti verða fór hann víða um lönd til að kynna sér skóla- og verknámsbyggingar. Með reynsluna og þekkinguna að bakhjarli teiknaði hann skólahús fyrir Iðnskólann. Því miður reis byggingin aldrei þótt grunnurinn hefði verið lagður og steyptur. Sigurgeir mótaði starf skólans í sinni tíð. Hann setti í öndvegi vandað starf, skyldurækni og virð- ingu fyrir faginu. Skólinn hefur uppskorið af starfi hans og býr að þeirri gerð er Sigurgeir mótaði. Við fráfall Sigurgeirs er horfinn litríkur persónuleiki, sem lengi mun minnst. Sigurgeir hefur kvatt jarðvistina og lagt inn á nýja leið. í þeirri ferð fylgja honum kveðjur og óskir um farsæld og um leið vottum við konu hans, börnum og barnabörnum samúð okkar svo og öðrum aðstandendum hans. Samstarfsmenn við Iðnskólann í Hafnarfirði. í dag kveðjum við Sigurgeir Guðmundsson, forstjóra St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Mig lang- ar til að kveðja þann mæta mann og þakka fyrir samstarfið og sam- fylgdina með nokkrum orðum. Kynni okkar Sigurgeirs hófust fyrir um 15 árum, er ég starfaði í Hellisgerði, þá unglingur. í byrjun sumars bar ég óttablandna virð- ingu fyrir þessum mæta manni. Hann kom mér sem unglingi þannig fyrir sjónir. Hann var ákveðinn í fasi, svipmikill, bar ætíð dökk gleraugu og hafði hljómmikla og sterka rödd. En er ég kynntist honum betur er líða tók á sumarið, komst ég að raun um að þessi ótti var ástæðulaus, þetta var aðeins yfirbragðið. Hinn innri maður var að vísu þéttur I lund en tilfinninganæmur og átti stórt hjarta. Hann hafði næmt auga fyrir umhverfinu og fyrir- bærum náttúrunnar og staldraði oft við þar sem aðrir gengu fram- hjá. í byrjun árs 1977 urðum við Sig- urgeir nánir samstarfsmenn, er ég hóf störf hjá St. Jósefssystrum. Þá hafði Sigurgeir tekið við starfi forstöðumanns St. Jósefsspítala árið áður. Þetta voru mikil tíma- mótaár í sögu spítalans, uppbygg- ing hröð og reyndi mikið á hæfni þess er hélt um stjórntaumana. Þeir fóru vel í hendi Sigurgeirs Guðmundssonar. Hann var dygg- ur þjónn St. Jósefssystra og verð- skuldaði traust þeirra, en þær fólu honum alfarið stjórnina haustið 1978, er þær fluttust burt og " hættu störfum á spítalanum. Hann sinnti þessu starfi af mikilli fórnfýsi og má segja að starfið hafi átt hug hans allan og hjarta. Sigurgeir gat verið harður við aðra en gerði líka miklar kröfur til sjálfs sín og þrátt fyrir veikindi er steðjuðu að fyrir nær fjórum ár- um unni hann sér aldrei hvíldar. Hann var trúr og tryggur systrun- um og barðist fyrir hagsmunum þeirra og spítalans fram á síðasta dag. I huga mér á ég margar góðar minningar um þennan mæta mann, sem við nú kveðjum. Marg- ar góðar samverustundir áttum við Sigurgeir. Ekki sjaldan bað hann mig að koma inn á skrifstofu sína og þar var margt rætt í bróð- erni og átti ég því láni að fagna að njóta trúnaðartrausts hans. Hann var góðum gáfum gæddur í ríkum mæli og var hann mér góður kenn- ari. Þrátt fyrir mikinn aldursmun á okkur var hann mér sannur vin- ur. Komið er að kveðjustundu, en þá er oft tregt um orð, svo er einn- ig nú. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Kristín mín, ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar samúð- arkveðjur. Valgerður I dag, fimmtudaginn 17. maí, kl. 15.00 er Sigurgeir Guðmundsson, fyrrum skólastjóri Iðnskóla Hafn- arfjarðar, til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þar sér bærinn á bak öndveg- ismanni, góðum dreng og sönnum Hafnfirðingi. Hér ól hann allan sinn aldur og Firðinum sínum unni hann hugástum og vann hon- um allt það gagn sem hann mátti. Hann átti líka til slíkra að telja, því að móðir hans var Jóna Krist- jánsdóttir, bónda á Hliðsnesi í Bessastaðahreppi, og faðir hans Guðmundur trésmíðameistari og framkvæmdastj. Einarssonar bónda á Auðnum á Vatnsleysu- strönd, en Guðmundur var einn af aðalhvatamönnum og frumherjum málfundafélagsins Magna I Hafn- arfirði, sem stóð að stofnun Hell- isgerðis á sinni tíð, ræktun þar og uppbyggingu þessa víðkunna skrúðgarðs. Sigurgeir fetaði I þessu efni I fótspor föður síns, var mikill Magnamaður, var þar í forustu- sveit og formaður um skeið. — Fé- lag þetta, Magni, var um langt árabil með öflugustu menningar- félögum Hafnarfjarðarbæjar og lét margt gott af sér leiða, en hæst reis vegur félagsins með stofnun, uppbyggingu og ræktun Hellis- gerðis. Guðmundur Einarsson, faðir Sigurgeirs, hafði átt hug- myndina að þessum sérstæða og fagra skrúðgarði. Ásamt öðrum Magnamönnum iét Sigurgeir í for- mannstíð sinni og reyndar alla tíð sér mjög annt um viðhald og við- gang Hellisgerðis. — Eftir for- mennsku sína í Magna var hann I stjórn Hellisgerðis frá 1959. Sigurgeir Guðmundsson stund- aði fjölþætt nám í æsku, hann var jafnvígur á marga hluti, bóklega og verklega og afbragð í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. — Linjuskap og meðalmennsku átti hann bágt með að þola. Sjálfur var hann þeirrar gerðar að bregðast í engu því sem honum var trúað til. Öll hin fjölþættu verkefni sem honum voru falin leysti hann vel og drengilega af hendi. Og ótal- mörg voru þau verkefni, sem hon- um hafði verið treyst fyrir — og í samræmi við þá fjölbreytilegu menntun, sem hann hlaut ungur: Trésmíðanám í Hafnarf., bygg- ingafræðinám í Svíþjóð og Sam- vinnuskólanám. Lengst starfaði hann að byggingarmálum og kennslu í þeim fræðum við Iðn- skóla Hafnarfjarðar frá 1944—’57, en skólastjóri þess skóla var hann frá 1957-76. Iðnskóli Hafnar- fjarðar hafði ætíð verið talinn góður skóli, en ekki varð vegur hans minni við það, að Sigurgeir tók þar við stjórn. f hans höndum hélt skólinn áfram að vera traust stofnun og vaxandi að gæðum og áliti. Stjórn Sigurgeirs á skólan- um var örugg. Sumum fannst hann harður húsbóndi, en öllum kom saman um, að hann væri dugmikill stjórnandi og réttsýnn. Þá er vert að minnast þess að hann lét sér mjög annt um móð- urmálskennsluna í skóla sínum. Hann unni tungunni og bók- menntum þjóðarinnar af öllu hjarta og lét sér mjög umhugað að vekja nemendur sína til meðvit- undar um þá ómetanlegu fjársjóði, sem tungan hefur að geyma, þar sem eru bókmenntirnar, fornar og Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirdinga Þriðjudaginn 15. maí hófst sumarspilamennska hjá deild- inni. Spilað var í tveim 12 para riðlum. Hæstu skor hlutu: A-riðill: Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjörn Eyjólfsson 213 Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 189 Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 187 Guðmundur Thorsteinsson — Guðmundur Ásmundsson 169 B-riðill: Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 187 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 186 Jóhannes Sigurðsson — Sveinn Þorvaldsson 182 Ármann Lárusson — Sveinn Sigurgeirsson 178 Spilað er I Drangey, Síðumúla 35. Keppni hefst klukkan 19.30 stundvíslega. Bridgefélag kvenna Hraðsveitakeppni félagsins lauk mánudaginn 14. maí og þar með vetrarstarfsemi félagsins. Sigurvegari varð sveit Gróu Eiðsdóttur, með henni í sveitinni voru Júlíus Snorrason, Valgerð- ur Eiríksdóttir og Sigurður Sig- urjónsson. Stigahæstar voru eft- irtaldar sveitir: Gróa Eiðsdóttir 2225 Sigríður Ingibergsdóttir 2166 Guðrún Jörgensen 2163 Kristjana Steingrímsdóttir 2161 Alda Hansen 2155 Árnína Guðlaugsdóttir 2149 Guðrún Bergsdóttir 2079 Gunnþórunn Erlingsdóttir 2074 Aldís Schram 2048 Hreyfíll — BSR Bæjarleiðir Sveit Mikaels Gabrlelssonar sigraði I Board a Match-keppn- inni eftir skemmtilega keppni en Iokastaðan varð þessi: Sveit; Mikaels Gabríelssonaí 193 Guðmundar Magnússonar 192 Cyrusar Hjartarsonar 192 Antons Guðjónssonar 190 Bjarnleifs Bjarnleifssonar 189 Flosa Ólafssonar 184 Þórðar Elíassonar 149 Gísla Sigurtryggvasonar 147 Steingríms Aðalsteinssonar 145 Með Mikael spiluðu í sveitinni Tómas Sigurðsson, Jón Heiðar Magnússon og Kristinn Einars- son. nýjar. Sjálfur var hann ekki ein- ungis víðlesinn heldur og vel les- inn I þessum fræðum, eldri sem yngri, og þegar sá gállinn var á honum, kallaði hann gjarnan nemendur saman til þess að flytja þeim bókmenntalegar hugvekjur. Hann var afbragðs vel máli farinn og hafði styrka og hljómmikla rödd, sem lét skýrt og vel í eyra svo að unun var á að hlýða. Fáa þekki ég sem fóru betur með I heyranda hljóði kvæði Arnar Arn- arsonar og annarra góðskálda en Sigurgeir Guðmundsson. Annars var það svo um Sigurgeir, að hann var ekki einasta unnandi ljóðlistar og annarra fagurbókmennta held- ur var hvers konar list honum hugleikin, einkum þó myndlistin. Hafnfirskir myndlistarmenn áttu góðan hauk í horni þar sem hann var. Þótti það á sinni tíð góður menningarviðburður I Hafnar- firði, þegar hann opnaði skóla sinn, Iðnskólann, og bauð hann hafnfirzkum myndlistarmönnum til sýningarhalds á verkum sínum. Nutu ýmsir myndlistarmenn utan bæjar góðs af þessu framtaki hans, þegar þeim var boðið að sýna sjálfstætt eða vera með í samsýningum Hafnfirðinganna. — Margar slíkar sýningar áttu sér stað í Iðnskólanum í stjórnartíð Sigurgeirs og voru þær sem fersk- ur og hressandi blær í annars viðburðalitlu umhverfi á lista- sviði. Auk kennslu og skólastjórnar við Iðnskóla Hafnarfjarðar hafði Sigurgeir lagt gjörva hönd á margt annað og setið í margvís- legum nefndum um lengri eða skemmri tíma. Var starfsmaður hjá trésmiðjunni Dverg í Hafnar- firði í nokkur ár; hjá húsameist- ara ríkisins 1946—’48; teiknistofu landbúnaðarins 1948—’58; í bygg- ingarnefnd Hafnarfj. 1953—’58; í skipulagsnefnd Hafnarfj. frá 1957, form. frá 1961; í Svæðisskipu- lagsnefnd Rvíkur frá 1964; í stjórn Sambands iðnskóla á íslandi frá 1957; í stjórn Iðnskólaútgáfunnar frá 1957 o.fl. Hann var um langt árabil ráð- gjafi systranna við St. Jósepsspít- ala í Hafnarfirði i öllu er laut að viðhaldi og byggingarmálum spít- alans og stjórnaði framkvæmdum þar hin síðustu ár. Bar hann mjög hag spítalans fyrir brjósti og vann honum allt það gagn sem hann mátti og sýndi í því mikla fórn- fýsi. — Tryggð hans við þetta verkefni og óeigingjarnt starf í spítalans þágu hefur verið ómet- anlegt þessari góðu líknarstofnun. Trygglyndi Sigurgeirs var viðbrugðið. Það þekkja vinir hans bezt og hafa reynt hann svo, að trúverðugri vin og traustari hafi þeir ekki átt. Lund hans var stór og geðið ríkt. Ekki olli það samt vinslitum. Ef honum fannst að góðum málstað vegið, hann fyrir borð borinn eða honum spillt, gat hann orðið sár og bitur, talaði þá tæpitungulaust og vandaði þeim ekki kveðjurnar, sem að óþurftar- verkinu stóðu. Ef honum sjálfum fannst sem hann hefði verið skor- inorður og hvassyrtur um skör fram var það honum engin ofraun að brjóta odd af oflæti sínu og rétta fram sáttarhönd. Þetta er ekki á færi margra en aðeins þeirra, sem hafnir eru yfir meðal- mennskuna, — og það var Sigur- geir, í engu var hann meðalmaður. Hvar sem hann fór vakti hann at- hygli fyrir höfðinglegt yfirbragð og fágaða framkomu. Strax við fyrstu kynni vakti hann traust. Hann var ekki allra. Gat verið seintekinn, en reyndist æ betur eftir því sem kynni við hann urðu lengri og varanlegri. Þegar vinir hans þurftu á aðstoð og hjálp að halda, kom glöggt I ljós hvílíkt tryggðatröll hann var. Þá lagði hann ekki liðsinni sitt fram með semingi eða af hálfum huga held- ur gaf sig heilan og óskiptan við að leysa vandann. í þessu sem öðru birtist hversu staðfastur hann var, fastlyndur, og vandur að virðingu sinni. í einkalífi sínu var Sigurgeir gæfumaður. Hann var kvæntur yndislegri konu, Kristínu Magn- úsdóttur bakarameistara í Hafn- arfirði Böðvarssonar. Bjó hún manni sínum og börnum, Bárði og Auði, einkar fagurt og myndarlegt heimili á Sunnuvegi 4 í Hafnar- firði. Þau hjón voru mjög samhent og áhugamál þeirra af líkum toga. Hún unni listum eins og hann og prýða heimili þeirra fögur lista- verk margra hinna eldri meistara íslenzkra í málaralist sem og ým- issa þeirra yngri. Heimili þeirra er sannkallað menningarheimili. Á því heimili hefur oft verið gestkvæmt, enda hjónin með af- brigðum gestrisin og góð heim að sækja. Minningarnar um hinar góðu og notalegu stundir á heimili þeirra hjóna munu um aldur og ævi ylja vinum þeirra um hjarta- rætur. Mikill sjónarsviptir er að Sigur- geir og sárt að sjá á bak góðum vini, en sárastur harmur er þó kveðinn að Kristínu, eiginkonu hans og börnum þeirra, Bárði lækni og Auði og drengjunum ungu, Halldóri og Sigurgeiri, sem báðir voru augasteinar og eftir- læti afa síns. Öll eiga þau okkar dýpstu samúð. Sigurgeiri Guð- mundssyni þökkum við, vinir hans, hin góðu og elskulegu kynni, órofa vináttu og biðjum honum guðs blessunar um alla eilífð. Þorgeir Ibsen Amalía Björns- dóttir — Kveöja Amalía Björnsdóttir lést að morgni dags þann 3. maí í sjúkra- húsi Egilsstaða, 92 ára að aldri. Þó brottför fólks á hennar aldri megi teljast eðlileg, setur mann hljóðan þegar einhver svo nákominn á í hlut. Amalía fæddist 21. des. 1891 á Vaði í Skriðdal. Hún var dóttir hjónanna Björns ívarssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur. Hún var glaðlynd kona og gáfuð með afbrigðum, vinnusöm og búin góð- um mannkostum. Maður Amalíu hét Einar Jóns- son frá Vallaneshjáleigu en hann lést árið 1975. Þau bjuggu mynd- arbúi í Geitdal og var gestkvæmt hjá þeim hjónunum enda gestrisn- in einstök. Átta ára að aldri kom ég fyrst að Geitdal og. var ég þar í 10 ár. Þar var gott að vera, enda voru þau barngóð og hjartahlý og eru margar góðar minningar bundnar við dvöl mína þar. Þeim hjónum á ég margt að þakka fyrir þá alúð og hugulsemi sem þau sýndu mér þau ár er ég dvaldist hjá þeim. Þessi tími var mér dýrmætt veganesti I lífinu enda voru þau hjónin fyrirmynd annarra í hví- vetna. Ég votta aðstandendum og vin- um Amalíu mína innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Hjalti Örnólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.