Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 Séra Garðar Svavars- son — Minningarorð Fæddur 8. scptcmbcr 1906 Dáinn 9.maí 1984 Árið 1927 luku 54. stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þótti þaó há stúdentatala í þá dat;a. En þess ber að geta, að þá komu til prófs frá Akureyri sex nemendur, er fengið höfðu kennslu hjá kennurum Gagn- fræðaskólans þar í námsefni lær- dómsdeildar. Prófraunina stóðust þessir norðanmenn mjög vel. Varð svo skammt að bíða þess, að stofn- aður væri Menntaskólinn á Akur- eyri undir forystu skólamannsins merka, Sigurðar Guðmundssonar. Af stúdentunum 1927 innrituð- ust 4 í Guðfræðideild Háskóla ís- lands ok luku þar prófi. Einn þeirra varð kennari, en þrír urðu prestar, þeir séra Garðar Þor- steinsson, sóknarprestur o(j próf- astur í Hafnarfirði, séra Garðar Svavarsson, lennst sóknarprestur í Laugarnesprestakalli, sem hér er minnst og sá þriðji var sá, er þess- ar línur ritar. Séra Garðar Svavarsson fædd- ist á Búðum í Fáskrúðsfirði 8. september 1906. Foreldrar hans voru hjónin Svavar SÍKurbjörns- son, fyrrverandi kaupmaður á Fá- skrúðsfirði, síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Jóna Bjarnadóttir. Hér í Reykjavík ólst Garðar upp á KÓðu heimili foreldra sinna. Úr barnaskólanum lá leið hans í Menntaskólann og þaðan í Guð- fræðideild. Guðfræðiprófi lauk hann 14. febrúar 1933 meðjjóðri einkunn oj; stundaði síðan framhaldsnám í trúfræði við Uppsalaháskóla. Hann var sóknarprestur á Djúpa- vo(ji fyrstu árin, en sanði af sér embætti 1937 og fluttist til Reykjavíkur. Svo gerðist það, fyrir tilstuðlan Sigurbjörns Á. Gislasonar, sem þá var formaður sóknarnefndar Dómkirkjusafnaðarins, að séra Garðar var ráðinn aukaprestur í Dómkirkjusöfnuðinn. Skyldi starfssvið aukaprestsins vera meðal þeirra, sem fjærst bjuggu frá Dómkirkjunni. En þá var Reykjavík ein sókn frá Seltjarn- arnesi að Elliðaám og Elliðavatni. Hafði nokkur byggðarkjarni myndast í nánd við hið forna býli Laugarnes og að nokkru við Kringlumýrarveg og nágrenni, sunnan Laugavegar, en að öðru leyti var byggðin mjög dreifð. Sjálfsagt hefur séra Garðar starfað í samráði við Dómkirkju- prestana, séra Bjarna Jónsson og séra Friðrik Hallgrímsson, sem þá voru einu þjóðkirkjuprestarnir í Reykjavík. En víst er, að hann gekk að starfi með heilum hug og af áhuga. Hann hóf guðsþjónustur og barnasamkomur í kennslustofu í Laugarnesskóla. Og hann gerði annað. Hann húsvitjaði kostgæfi- lega. Það var nýtt þá i Reykjavík, en það gerðu þá nær allir sókn- arprestar landsins og þótti sjálf- sagt. Er skemmst af að segja, að séra Garðar ávann sér hlýhug heimilanna, ekki síst barna og ungmenna, hygg ég. Einhver kann að hugsa. Hann hefur auðvitað haft bíl. Nei, á þeim árum vissi ég ekki nema um einn sóknarprest, sem átti bíl, en kunna þó að hafa verið fleiri. En séra Garðar fór mikið gangandi eða á reiðhjóli fyrr og síðar. Svo gerðist það 1940 að ákveðið var loks að fjölga prestaköllum og prestum • í Reykjavík. Þá voru stofnuð þrjú ný prestaköll. Hall- grímsprestakall með tveimur sóknarprestum, enda þá langsam- lega fjölmennast, Nesprestakall og Laugarnesprestakall, en það skyldi ná yfir allt svæðið frá Rauðarárstíg að Elliðaám. Séra Garðar var kosinn sókn- arprestur í Laugarnesprestakalli. Má segja, að hann hafi verið vel að því kominn eftir gott starf. Og nú var kosin sóknarnefnd. Skilst mér, að hana hafi skipað mjög áhuga- samir og starfshæfir menn. Kven- félag Laugarnessóknar var stofn- að 6. apríl 1941 og hefur síðan starfað mikið og vel. Fljótlega var farið að hyggja að byggingu Laug- arneskirkju og var kjallari hennar tekinn í notkun til guðsþjónustu- halds og sem félagsheimili 1943 og vígð var Laugarneskirkja 1949. Úr fjarlægð fylgdist ég með starfi starfsbróður míns, séra Garðars, en ég var sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Þegar ég svo varð sóknarprestur í Háteigspresta- kalli í Reykjavík frá 1. nóvember 1952 endurnýjuðust kynnin, og þá var uppörvandi að ræða við sókn- arprestinn í Laugarnesprestakalli. Ég hygg, að séra Garðar hafi á starfsárum sínum og til síðustu mánaða notið góðrar heilsu. Hann lézt af hjartabilun 9. maí. Séra Garðar var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann þrjú börn. Síðari konu sinni, Vivan Signe Aurora fædd Hólm, kvæntist hann 19. júlí 1952. Hefur hún stutt eiginmann sinn dyggi- lega í starfi hans og var um skeið formaður Kvenfélags Laugarnes- sóknar. Við, starfsbræður séra Garðars, kveðjum hann hlýjum huga. Stúd- entar 1927 minnast þakklátum huga hins hreinlynda. og góðvilj- aða drengskaparmanns og góða félaga, sem nú hefur lokið merkri starfsævi. Samúðarkveðjur send- um við ástvinum hans. Jón Þorvarðsson Kveðja frá Kvenfélagi Laugarnessóknar Haustið 1936 hefst merkur þátt- ur í menningarlífi Laugarnesbúa. Þá kemur hingað til starfa ungur prestur, séra Garðar Svavarsson, og byrjar kirkjulegt starf með reglulegum guðsþjónustum og barnastarfi. Fyrst framan af fóru guðsþjónustur fram í Laugar- nesskóla, síðar í kjallara Laugar- neskirkju og svo loks í kirkjunni sjálfri, en hún var vígð 18. des. 1949. Kvenfélag Laugarnessóknar var stofnað 6. apríl 1941. Allt frá fyrstu tíð átti kvenfé- lagið góðan stuðningsmann þar sem séra Garðar var. Til hans var gott að leita, hann var ráðhollur og vildi veg félagsins sem mestan. Ógleymanlegar verða þær stundir er séra Garðar, glaður og reifur, var gestur okkar á jólafundunum, og endaði svo fundinn með því að lesa fyrir okkur jólaguðspjallið. Þá fundum við sannarlega nálægð jólanna. Við áttum því láni að fagna að kona séra Garðars, frú Vivan Svavarsson, var formaður félags okkar um árabil. ógleym- anlegur formaður öllum sem í fé- laginu voru. I 40 ár þjónaði séra Garðar Laugarnessókn. Ég tel það sér- staka gæfu að við fengum að njóta hans svo lengi, ekki síst er mér í huga hve gott séra Garðar átti með að nálgast börn og unglinga. Hann setti vissulega svip á hverfið þar sem hann daglega hjólaði um og talaði við fólkið — ekki síst börnin, enda var gjarnan stór hóp- ur barna í kringum hann. í dagl- egri umgengni var séra Garðar glaðvær en samt virðulegur, léttur í spori og kvikur í hreyfingum. Bjartsýni hans mætti vera mörg- um fyrirmynd. Konu hans, börnum og stjúp- börnum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Hrefna Magnúsdóttir, settur formaður. Séra Garðar Svavarsson fædd- ist 8. september 1906 á Búðum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Bjarnadóttir og Svavar Svavars kaupmaður þar, síðar verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Garðars fluttu til Reykjavíkur er hann var á öðru ári. í Reykjavík ólst hann upp hjá foreldrum sínum og hér átti séra Garðar heima alla sína ævi, að undanteknum þremur árum er hann var prestur á Austurlandi. Eins og komið hefur fram í hug- ljúfum endurminningum hans í útvarpinu var hann sem barn oft í sveit á sumrin. Stúdentspróf tók séra Garðar 1927 og cand. theol. varð hann frá Háskóla íslands í febrúar 1933. Skömmu eftir guðfræðipróf vígð- ist hann til Hofs í Álftafirði og settist að á Djúpavogi. Hofs- prestakalli þjónaði séra Garðar í rösk þrjú ár en flutti þá til Reykjavíkur. Haustið 1936 var séra Garðar ráðinn til að taka að sér kirkjulegt starf í Laugarneshverfi. Þessi ráðning var fyrst aðeins til hálfs árs og á vegum sóknarnefndar og sóknarpresta Dómkirkjusafnaðar- ins. Fyrst var messað í Laugarnes- skóla sem þá var aðeins byggður að hluta til. í Laugarnesi vann séra Garðar brautryðjandastarf. Fólkið fann að þörf var fyrir þetta starf og engum datt í hug að leggja það niður eftir að það var hafið. Séra Garðar var jafnan brenn- andi í andanum og geislaði af lífskrafti. Hann lagði sig fram um að kynnast fólkinu og setja sig í þess spor. Á fyrstu prestskaparár- um sínum í Laugarnesi gekk hann hús úr húsi í þessu skyni. Þá var kreppan illræmda í algleymingi og víða mikill skortur. Öft minntist séra Garðar á þessar heimsóknir og það var auðfundið að þær voru honum minnisstæðar. 1 því sam- bandi komst hann stundum svo að orði: „Veraldargæðin voru þá sannarlega af skornum skammti hjá almenningren hjartalag fólks- ins, það var gott.“ Húsvitjanir prestsins í Laugarnesi vöktu at- Birting afmœlis’ og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmæli.s- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með grcinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig gctið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Móóir okkar og amma. t Móöir okkar, BRYNJÓLFÍNA JENSEN RAKEL VETURLIÐADÓTTIR, frA (safirói Álftamýri 8, andaöist þann 16. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. mai kl. Fyrir hönd vandamanna, 15.00. Magnús Árnason, Karl Árnason, Börnin. Hjalti Hjaltason, Árni Guömundsson t Konan mín. ODDRÚN F. GUÐMUNDSDÓTTIR, Vallarbraut 8, Saltjarnarnoaí, andaöist aö kvöldi 15. mai á heimilí sínu. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna, Jónas Grétar Þorvaldsaon. t Eiginmaöur minn, faölr okkar og sonur, RÓBERT BERGMANN veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. mai kl. 13.30. Lucy Bergmann og börn, Eva Jónsdóttir, Höröur Bergmann, Guölaug Þorsteinsdóttir, Ármann Halldórsson. t Utför RAGNARS KRISTJÁNSSONAR, HAtúni, Djúpavogi, veröur gerö frá DJúpavogskirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Álfheiöur Ákadóttir, Rut Ragnarsdóttir, Eóvard Ragnarsson, Drffa Ragnarsdóttir, ólafur Ragnarsson, KristjAn Ragnarsson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN NÍELS CARLSSON, Laugavegi 39, veröur jarösunginn föstudaginn 18. maí kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Blóm vlnsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans láti liknarstofnanir njóta þess. Kristjana Þórdfs Árnadóttir, Arndís Lilja Nfelsdóttir, Ásgeír Beck Guölaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vlnáttu og samúö vegna andláts og útfarar JÓNASAR S. JAKOBSSONAR, myndhöggvara. Sérstakar þakklr tll Fíladelfíusafnaöarlns í Reykjavík og Betels- safnaöarins í Vestmannaeyjum fyrlr aö heiöra minningu hans. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Guöbjörg Guöjónsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, HLÍNAR HULDU KRISTENSEN, Marfubakka 16. Sérstakar þakklr tll lækna og starfsfótks á göngudeild gelsla og starfsfólks á deild 13 d Landspítala. Karen Aradóttir, Þorbjörn Jensson, Arna Jensdóttir, Valur Sigurösson, Guörún Kristinsdóttir, Ole Haudbc og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.