Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 21 Minningartónleikar um Dorriét Kavanna Minningartónleikar um song- konuna og íslandsvininn, Dorriét Kavanna, sem lést þann 31. des- ember sl., verða haldnir í Háskóla- bíói nk. laugardag og í Skemm- unni á Akureyri á sunnudag. l»ar koma fram ítalska sópransöngkon- an Antonella Pianezzola og Krist- ján Jóhannsson, eftirlifandi eigin- maður Dorriét, og syngja við und- irleik Maurizio Barbacini og Krist- inn Sigmundsson syngur við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Að tónleikunum standa vinir söngkonunnar, aðdáendur og velunnarar og rennur allur ágóði af þeim í Minningarsjóð Dorriét Kavanna. Með stofnun hans er stefnt að því að veita íslensku söngfólki, sem þykir einstaklega efnilegt, aðstoð við að halda til söngnáms hjá viðurkenndum söngkennurum. Verður væntan- lega úthlutað úr sjóðnum í fyrsta sinn á næsta ári. Á blaðamannafundi sem hald- Ágóði tónleikanna rennur til Minningarsjóðs Dorriét Kavanna til styrktar efni- legu íslensku söngfólki inn var vegna tónleikanna kom fram að Flugleiðir, Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, Haukur Jó- hannesson, Bókaklúbburinn Ver- öld og Samband íslenskra sam- vinnufélaga hafa veitt minn- ingarsjóðnum liðveislu sína, auk annarra fyrirtækja, í því skyni að styðja merkilega listviðburði og efla íslenska listamenn til dáða. Minningartónleikarnir um Dorriét Kavanna hérlendis eru þeir þriðju sem haldnir hafa ver- ið til heiðurs minningu hennar. í janúar héldu bandarískir vel- unnarar hennar og vinir minn- ingartónleika í Carnegie Hall í New York og Tónlistarráð Ver- ona á Ítalíu hélt hliðstæða tón- leika. Dorriét Kavanna var af spönsku og bandarísku bergi brotinn og ólst upp á Spáni og í Bandaríkjunum. Hún stundaði leik-, dans- og söngnám í Banda- ríkjunum og hélt síðar til söngn- áms á Ítalíu. Hún lék í fjölda kvikmynda og naut viðurkenn- ingar sem sópransöngkona, sér- staklega fyrir flutnihg sinn á franskri og spánskri tónlist. Dorriét Kavanna kom í fyrsta sinn til fslands árið 1980, með tilvonandi eiginmanni sínum, Kristjáni Jóhannssyni. Upp frá því kom hún margoft til íslands, hélt sjálfstæða tónieika, söng Dorriét Kavanna með Sinfóníuhljómsveitinni og hjá Tónlistarfélaginu. Síðustu tónleikar Dorriét voru í Austur- bæjarbíói í nóvember sl. Þar söng hún ásamt eiginmanni sín- um og hlaut mikið lof fyrir. ís- land var Dorriét afskaplega kært og þegar hún andaðist þann 31. desember í sjúkrahúsi í Bonn í Þýskalandi, lá fyrir um- sókn hennar um íslenskan ríkis- borgararétt. Bankamenn vilja taka þátt í aukinni tækniþróun SAMBAND íslenskra banka- manna gekkst fyrir ráðstefnu dag- ana 9.—10. maí um efnið: „Fræðslumál og tækni“. Markmiðið með ráðstefnunni var að skapa umræður og að móta afstöðu SÍB til þeirra miklu tæknibreytinga, er standa fyrir dyrum hjá bankakerfinu. Þátttakendur á ráðstefnunni voru, auk stjórnar SÍB, fulltrúar úr skólanefnd Bankamannaskól- ans og Reiknistofu bankanna og fulltrúar hinna ýmsu starfs- mannafélaga innan SÍB. Helstu niðurstöður ráðstefn- unnar voru: Aukin tæknivæðing innan bankanna verður ekki umflúin og bankamenn vilja taka þeirri þróun á jákvæðan hátt. Starfsfólk bankanna krefst þess, að fullt tillit verði tekið til óska þess í sambandi við allan undirbúning. SÍB telur, að án verulegrar þátttöku starfsfólks- ins sé sú hætta fyrir hendi, að hinn mannlegi þáttur vinnunnar gleymist og að störfin verði gerð einhæf og vélræn. Nýja tækni eigi að nota til að skapa fjöl- breytni i starfi. Það er skoðun SÍB, að allt starfsfólk bankanna verði að fá sérstaka þjálfun vegna tækni- breytinganna, og að auki beri að auka menntun þess, hvað varðar alhliða bankastarfsemi. Án þessara þátta telja bankamenn að tæknivæðingin verði ís- lenskri bankastarfsemi ekki til framdráttar. (Fréttatilkynning) Aðstandendur tónleikanna. F.v. Kristinn Sigmundsson, söngvari, Vaiur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, Jón Karlsson, framkvæmdastjóri bóka- klúbbsins Veraldar, Hans IndriAason, forstöðumaður norðursvæðis markaðsdeildar Flugleiða, Kristján Jóhannsson, söngvari, og hjónin Antonella Pianezzola og Maurizio Barbacini, en þau koma bæði fram á tónleikunum ásamt Kristjáni, Kristni og Jónasi Ingimundarsyni. Ljósm Mbl./KEE. HÆSTU BANKAVEXTIR ÍDAG! Með innlánsskírteinum Búnaðarbankans tryggirðu þér ávallt hæstu bankavexti á sparifé þitt. Lágmarksupphæð er aðeins 1.000 kr. Innlánsskírteinin fást á afgreiðslu- stöðum bankans um allt land. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS /NNLÁNSSKiRTEíNI «1 NWMKHVMU *<«»lur»tr*U V. Kaykjarfli h"," nkl ""«•«■ n.rm. Ku«»,,nd»dAttur Hroffihé I <<• ■*. n«*yt( javflt nrr,x""* mn ►*••>■***•« ^.n««„a4ra^lkv„uw oQ/im ~— .... ■" - .; «______ **' " nr"~' mmnM * rr*— - -“Crr; rsr sHSí * 1*0-1*?*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.