Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 31 ir honum trúnaðartraust og hvetur hann til dáða. Við það öðlast hann trú á sjálfan sig, andlegur þroski eykst og líf hans allt verður hamingjusamt og bjart. í bókinni eiga sér stað ákveðin átök á milli hins góða og hins illa. Hún er vel og lipurlega skrifuð af manngæsku, og upp- fyllir þau skilyrði sem skemmti- leg barnabók þarf að gera." Bók Indriða, sem er myndskreytt af Þóru Sigurðardóttur, er sex- tánda bókin sem höfundurinn sendir frá sér. Boðvar Guðmundsson gat ekki verið viðstaddur verðlaunaveit- inguna sakir vinnu sinnar er- lendis, en fósturdóttir hans, Kristín Anna Jónsdóttir, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Böðvars. Um þýðingu Böðvars sagði Sigrún Sigurðardóttir svo: „Böðvar Guðmundsson er sendi- kennari við háskólann í Bergen og þekkt skáld, eins og snilldar- góð þýðing hans á þessari bók Davíð Oddsson, borgarstjóri, mfhendir Indrida Úlfssyni verðlaun og viðurkenningarskjal fyrir bestu barnabók- ina 1983, „Óli og Geirí". Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1984: Indriði Úlfsson og Böðvar Guðmundsson hlutu verðlaunin DAVÍÐ Oddsson afhenti á þriðju dag verðlaun og viðurkenningu fyrír bestu fslensku barnahókina 1983 og bestu þýddu barnabókina á sama ári, en verðlaunin eru veitt af Fræosluráði og Reykjavfkur- borg sem „hvatning til þeirra sem axla þá ábyrgð að skrifa fyrir börn, sem lesa bækur með opnum huga og gagnrýnislau8t", eins og borgar- stjóri orðaði það. Verðlaunin hlutu þeir Indriði Ulfsson, skólastjóri á Akureyri, fyrir bók sína „Oli og Geiri" og Böðvar Guðmundsson, skáld og sendikennari í íslensku við háskólann í Bergen, fyrir þýð- ingu sína á bók Roald Dahl, „Kalli og sælgætisgerðin". Þriggja manna nefnd frá Fræðsluráði, skipuð þeim Jennu Jensdóttur, Sigrúnu Sigurðar- dóttur og Braga Jósepssyni, valdi viðurkenningabækurnar og flutti Sigrún Sigurðardóttir ávarp fyrir hönd nefndarinnar áður en verðlaunin voru veitt. Krístín Anna Jónsdóttir, fóstnrdóttir Btfðvars Guðmundssonar, tekur við verðlaununum og viðurkenningarskjalinu fyrir þýðingu Böovars £ „Kalli og sælgætisgerðin", en Bttðvar gat ekki veríð viðstaddur afhendinguna þar sem hann starfar nú erlendis. Ljósm. Mbl/Fríðþjófur. Þar lýsti hún þeim forsendum sem nefndin setti sér í vali á verðlaunabókunum og rakti söguþráð bókanna tveggja. „BÓk Indriða Úlfssonar, óli og Geiri," sagði Sigrún, „fjallar um ungan pilt á grunnskólastigi, sem á við lestrar- og námserfið- leika að stríða. Hann fær sumar- starf hjá góðum manni sem sýn- ber vitni um. í þýðingu sinni fer Boðvar á kostum, enda er honum islensk tunga i blóð borin. Bókin fjallar um fimm krakka. Þau eru Agúst, sem er óttalega gráðugur strákur, Vera, stelpa sem for- eldrarnir hafa spillt, Fjóla, stelpa sem jórtrar tyggjó allan daginn, Mikki, strákur sem hangir alltaf fyrir framan sjón- varpið og Kalli, sem er söguhetj- an. Bókin er vafin ævintýra- ljóma og er viðburðarík, um leið og hún flytur börnum jákvæðan boðskap og vekur þau til um- hugsunar." Samhliða viðurkenningunni hlutu höfundarnir tveir peninga- verðlaun að upphæð kr. 15.000 fyrir bestu barnabókina og kr. 10.000 fyrir bestu þýddu barna- bókina. Bók Indriða Úlfssonar kom út hjá bókaforlaginu Skjaldborg á Akureyri og þýðing Böðvars Guðmundssonar hjá bókaútgáfunni Svart á hvftu. íslenzkt menn- ingarlíf í blóma í New York ÍSLENSKT menningarlíf er í mikl um blóma í New York um þessar niundir. Nú standa yfir þrjár sýn- ingar i íslenskum listaverkum á Manhattan og sú fjórða opnar innan skamms. Hinn 18. apríl opnaði sýningin „Iceland: The Art Revealed" í Franklin Furnace Archives. Sýn- ingin er á bókum með íslenskum myndlistarverkum og stendur til 3. júní nk. Hún verður síðan send víðs vegar um Bandaríkin. Hinn 21. apríl opnaði Louisa Matthíasdóttir sýningu á verkum sínum í Robert Schollkopf Gall- ery. Mótíf myndanna eru íslensk. Sýningin stendur til 16. maí nk. Hinn 4. mai opnaði islensk graf- ík sýningu sem American-Scand- inavian Society stendur fyrir. Á sýningunni eru verk fimm is- lenskra grafíklistamanna. Hún er haldin að Bjoern Lindgren Gallery og stendur til 31. maí nk. Næstkomandi föstudag opna hjónin Vala (Hafstað) og André Enard sýningu á verkum sinum og stendur hún f 4 daga. Leiðrétting UU okkar gull í grein Margrétar Þorvaldsdótt- ur, „Gerum ull okkar gull", í blað- inu í gær féll niður hluti setningar í lok greinarinnar (á undan sið- ustu greinaskilunum). Þar átti að standa: „Það var vegna skorts á sam- heldni að þjóðin náði aldrei rétti sínum gagnvart einokunarversl- uninni, en það var með samstöðu þjóðar að ísland varð frjálst á ný." Biðst blaðið velvirðingar á þess- um mistökum. GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPID Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Heíuröu gert þér grein íyrir því aö milli bíls og vegar eru aðeins íjórir lófastórir íletir. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. Sértu að hugsa um nýja sumarhjólbarða á íólks- bílinn œttirðu að haía samband við nœsta umboðsmann okkar. A HUGSID UM EIGIÐ ÖRYGGI OG ANNARRA FULLKOMIN HJÓLBARDAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRD JAFNVÆGISSTILLING 0| ipi^l /y ¦ ||- PU ERT ORUGGUR A ^ Laugavegi 170-172 Simar 2124028080 fj/ (þfÞDW »JEÆ JV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.