Morgunblaðið - 17.05.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 17.05.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 31 Davíd Oddsson, borgarstjóri, afhendir Indriða (Jlfssyni verðlaun og viðurkenningarskjal fyrir bestu barnabók- ina 1983, „Óli og Geiri“. ir honum trúnaðartraust og hvetur hann til dáða. Við það öðlast hann trú á sjálfan sig, andlegur þroski eykst og líf hans allt verður hamingjusamt og bjart. í bókinni eiga sér stað ákveðin átök á milli hins góða og hins illa. Hún er vel og lipurlega skrifuð af manngæsku, og upp- fyllir þau skilyrði sem skemmti- leg barnabók þarf að gera.“ Bók Indriða, sem er myndskreytt af Þóru Sigurðardóttur, er sex- tánda bókin sem höfundurinn sendir frá sér. Böðvar Guðmundsson gat ekki verið viðstaddur verðlaunaveit- inguna sakir vinnu sinnar er- lendis, en fósturdóttir hans, Kristín Anna Jónsdóttir, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Böðvars. Um þýðingu Böðvars sagði Sigrún Sigurðardóttir svo: „Böðvar Guðmundsson er sendi- kennari við háskólann í Bergen og þekkt skáld, eins og snilldar- góð þýðing hans á þessari bók Bamabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1984: Indriöi Úlfsson og Böðvar Guðmundsson hlutu verðlaunin ber vitni um. f þýðingu sinni fer Böðvar á kostum, enda er honum íslensk tunga í blóð borin. Bókin fiallar um fimm krakka. Þau eru Agúst, sem er óttalega gráðugur strákur, Vera, stelpa sem for- eldrarnir hafa spillt, Fjóla, stelpa sem jórtrar tyggjó allan daginn, Mikki, strákur sem hangir alltaf fyrir framan sjón- varpið og Kalli, sem er söguhetj- an. Bókin er vafin ævintýra- ljóma og er viðburðarík, um leið og hún flytur börnum jákvæðan boðskap og vekur þau til um- hugsunar." Samhliða viðurkenningunni hlutu höfundarnir tveir peninga- verðlaun að upphæð kr. 15.000 fyrir bestu barnabókina og kr. 10.000 fyrir bestu þýddu barna- bókina. Bók Indriða Úlfssonar kom út hjá bókaforlaginu Skjaldborg á Akureyri og þýðing Böðvars Guðmundssonar hjá bókaútgáfunni Svart á hvítu. Kristín Anna Jónsdóttir, fóstnrdóttir Böóvars Guðmundssonar, tekur við verðlaununum og viðurkenningarskjalinu fyrir þýðingu Böðvars á „Kalli og sælgætisgerðin", en Böðvar gat ekki verið viðstaddur afhendinguna þar sem hann starfar nú erlendis. Ljósm Mbl./Fríðþjófur. DAVÍÐ Oddsson afhenti á þriðju- dag verðlaun og viðurkenningu fyrir bestu íslensku barnabókina 1983 og bestu þýddu barnabókina á sama ári, en verðlaunin eru veitt af Fræðsluráði og Reykjavfkur- borg sem „hvatning til þeirra sem axla þá ábyrgð að skrifa fyrir börn, sem lesa bækur með opnum huga og gagnrýnislaust", eins og borgar- stjóri orðaði það. Verðlaunin hlutu þeir Indriði Ulfsson, skólasUóri á Akureyri, fyrir bók sína „Oli og Geiri“ og Böðvar Guðmundsson, skáld og sendikennari í íslensku við háskólann í Bergen, fyrir þýð- ingu sína á bók Roald Dahl, „Kalli og sælgætisgerðin“. Þriggja manna nefnd frá Fræðsluráði, skipuð þeim Jennu Jensdóttur, Sigrúnu Sigurðar- dóttur og Braga Jósepssyni, valdi viðurkenningabækurnar og flutti Sigrún Sigurðardóttir ávarp fyrir hönd nefndarinnar áður en verðlaunin voru veitt. Þar lýsti hún þeim forsendum sem nefndin setti sér í vali á verðlaunabókunum og rakti söguþráð bókanna tveggja. „Bók Indriða Úlfssonar, Óli og Geiri,“ sagði Sigrún, „fjallar um ungan pilt á grunnskólastigi, sem á við lestrar- og námserfið- leika að stríða. Hann fær sumar- starf hjá góðum manni sem sýn- íslenzkt menn- ingarlíf i blóma í New York ÍSLENSKT menningarlíf er í mikl- um blóma í New York um þessar mundir. Nú standa yfir þrjár sýn- ingar á íslenskum listaverkum á Manhattan og sú fjórða opnar innan skamms. Hinn 18. apríl opnaði sýningin „Iceland: The Art Revealed" í Franklin Furnace Archives. Sýn- ingin er á bókum með íslenskum myndlistarverkum og stendur til 3. júní nk. Hún verður síðan send víðs vegar um Bandaríkin. Hinn 21. apríl opnaði Louisa Matthíasdóttir sýningu á verkum sínum í Robert Schollkopf Gall- ery. Mótíf myndanna eru íslensk. Sýningin stendur til 16. maí nk. Hinn 4. mai opnaði íslensk graf- ík sýningu sem American-Scand- inavian Society stendur fyrir. Á sýningunni eru verk fimm ís- lenskra grafíklistamanna. Hún er haldin að Bjoern Lindgren Gallery og stendur til 31. maí nk. Næstkomandi föstudag opna hjónin Vala (Hafstað) og André Enard sýningu á verkum sinum og stendur hún i 4 daga. Leiðrétting Ull okkar gull í grein Margrétar Þorvaldsdótt- ur, „Gerum ull okkar gull“, í blað- inu í gær féll niður hluti setningar í lok greinarinnar (á undan síð- ustu greinaskilunum). Þar átti að standa: „Það var vegna skorts á sam- heldni að þjóðin náði aldrei rétti sínum gagnvart einokunarversl- uninni, en það var með samstöðu þjóðar að ísland varð frjálst á ný.“ Biðst blaðið velvirðingar á þess- um mistökum. VZterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! |llí>r0uijI)Iaí»iíi> GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ Heíuröu gert þér grein íyrir því aö milli bíls og vegar em aöeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aöeins á viöurkenndum hjólböröum. Sértu aö hugsa um nýja sumarhjólbaröa á íólks- bílinn œttiröu aö haía samband viö nœsta umboösmann okkar. HUGSIÐ UM EIGID ÖRYGGI OG ANNARRA FULLKOMIN HJÓLBARDAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Laugavegi 170-172 Símar 21240- UC p _ I240-28080 GOODfÝEAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.