Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
KYNNING á þátttakendum í keppn-
inni um Fegurðardrottningu íslands
1984, eða „fyrri hálfk'ikur" keppn-
innar, eins og kynnir kvöldsins,
Þorgeir Ástvaldsson, komst að orði,
fór fram í veitingahúsinu Broadway
sl. fóstudagskvöld. Auk kynningar á
þátttakendum og ýmiskonar
skemmtiatriða voru tveir fyrstu titl-
arnir í keppninni veittir. „Vinsæl-
ustu stúlkuna" völdu þátttakendur
Elvu Ósk Ólafsdóttur úr eigin hópi
og „Ljósmyndafyrirsæta ársins“ var
valin Berglind Johansen, af Ijós-
myndurunura Jim Smart og Ragnari
Th. Sigurðssyni og Ólafi Haukssyni,
ritstjóra.
Dagskrá kynningarkvöldsins
hófst með borðhaidi, eftir að tekið
hafði verið á móti gestum með
kampavíni. Að því loknu lék
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar
„Tilbrigði við fegurð" og þær
Katrín Hall og Lára Stefánsdótt-
ir, sem báðar eru dansarar í ís-
lenska dansflokknum, sýndu eigin
frumsaminn dans við tónlistina.
Á meðan gestir hússins nutu í
rólegheitum matarins, tónlistar-
Fegurðardrottning íslan^s 1984:
Kynningarkvöld með þátttakendum
Þátttakendur í keppninni um Fegurðardrottningu íslands 1984, í lok kynningarkvöldsins. F.v. Sólveig Þórisdóttir, Magðalena Ósk Einarsdóttir, Jóhanna
Sveinjónsdóttir, Herdís Óskarsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Guðný Benediktsdóttir, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Elva Ósk
Ólafsdóttir og Berglind Johansen. Ljósm. Mbl./RAX.
Framkvæmdastjóri keppninnar, Kristjana Geirsdóttir, færir þátttakendum blómakörfu með kampavínsflösku í lok
kvöldsins. F.v. Kristjana Geirsdóttir, Guðný Benediktsdóttir, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir,
sem valin var vinsælasta stúlkan og Ljósmyndafyrirsæta ársins, Berglind Johansen.
innar og tískusýningar frá Bona-
parte og Garbo, voru keppendur í
óða önn að undirbúa fyrstu inn-
komu sína, þar sem þær komu
fram á bláleitum sundbolum frá
Triump. Var mikið um að vera í
salnum neðan sviðsins í Broad-
way, þar sem hver og ein þurfti að
finna sundbol í réttri stærð, fá
hárið í réttar skorður og leggja
síðustu hönd á förðunina. Með að-
stoð Kristjönu Geirsdóttur, fram-
kvæmdastjóra keppninnar og
veitingastjóra í Broadway, Dúdda
og Matta, hárgreiðslumeistara, og
snyrtisérfræðinganna Erlu Gunn-
arsdóttur og Ölafar Wessman,
endaði hver og ein á þann hátt
sem hún kaus og í þann mund sem
Model ’79 luku tískusýningunni
lögðu stúlkurnar af stað upp á
sviðið þar sem þær komu fram,
ein í einu, á sundbolum.
Að lokinni þessari fyrstu kynn-
ingu á þátttakendum héldu
skemmtiatriðin áfram og JSB,
dansfiokkurinn frá Báru, sýndi
hópdansinn „Staying Alive“ með
tilheyrandi tilþrifum og ljósa-
gangi. Þess má geta að Sóley Jó-
hannesdóttir, danskennari og
dansahöfundur, hefur í tilefni
keppninnar samið dans sem hún
nefnir „Supreme" og verður hann
frumfluttur á krýningarkvöldinu
nk. föstudagskvöld.
Næsta innkoma stúlknanna var
á kvöldkjólum, en þá völdu stúlk-
urnar sjálfar, fengu ýmist aðra til
að sauma þá, keyptu, eða saum-
uðu sjálfar og báru kjólarnir að
vonum vott um fallegan og glæsi-
legan smekk þátttakenda, enda
stóð ekki á undirtektum gestanna.
Sami háttur var á í innkomu
stúlknanna á kvöldkjólum og áð-
ur, þær komu inn á blómum
skreytt sviðið, ein í einu og voru
jafnóðum kynntar fyrir gestum
hússins.
Þegar síðkjóla-innkomunni
sleppti var þó allt ekki búið enn,
því að eftir var að velja „Vinsæl-
ustu stúlkuna" og „Ljósmyndafyr-
irsætu ársins“. Áður en það fór
fram komu stúlkurnar aftur fram
á síðkjólum, en þó ekki fyrr en
söngvararnir Þuríður Sigurðar-
dóttir og Björgvin Halldórsson
höfðu sungið saman lög sem þau
nefndu einu nafni „Tóna um feg-
urðina“. Þegar þau Þuríður og
Björgvin höfðu lokið söngnum var
ekki laust við að nokkur titringur
færi um salinn, enda var þá komið
að afhendingu titlanna tveggja og
flestir gesta sjálfsagt búnir að
móta eigin skoðanir á því í hverra
hlut þeir skyldu koma. Ekki var
annað að sjá og heyra en að gestir
væru ánægðir með val vinsælustu
stúlkunnar og Ijósmyndafyrir-
sætu ársins, þegar Baldvin Jóns-
son, umboðsmaður erlendra feg-
urðarsamkeppna hérlendis, hafði
kunngert þau.
Kynningarblaði með myndum,
nöfnum og almennum uppiýsing-
um um stúlkurnar tíu hafði verið
dreift fyrr um kvöldið, en á bak-
hlið blaðsins var óskað eftir til-
lögum gesta um hvaða stúlkur
þeir kysu sjálfir í þrjú efstu sætin
um „Ungfrú ísland 1984“ og sem
„Ungfrú Reykjavík“. Báðir þessir
titlar verða veittir nk. föstu-
dagskvöld, eftir að sjjö manna
dómnefnd kveður upp sína niður-
stöðu, en dómnefndin mun taka
tillit til ábendinga frá gestum á
kynningarkvöldinu. Dómnefndina
skipa þau Hanna Frímannsdóttir,
ólafur Laufdal, Brynja Nordkvist,
Friðþjófur Helgason, Hans Indr-
iðason, Ólafur Stephensen og
Unnur Arngrímsdóttir.
Þegar vali vinsælustu stúlkunn-
ar og ljósmyndafyrirsætu ársins
lauk var komið miðnætti og vinnu
þátttakenda lokið að sinni, en
gestir hússins stigu dans fram
eftir nóttu við undirleik Hljóm-
sveitar Gunnars Þórðarsonar.
Stúlkurnar tíu fá þannig tæpa
viku til að undirbúa sig endanlega
fyrir krýningarkvöldið 18. maí og
er nokkuð víst að þær hafi meira
en nóg að gera þangað til og liggi
ekki á liði sínu, frekar en þeir
fjölmörgu aðilar aðrir sem koma
við sögu keppninnar, á að gera
lokakvöldið sem glæsilegast.
Dagskrá krýningarkvöldsins
verður með svipuðu móti og
dagskrá kynningarkvöldsins,
nema öllu umfangsmeiri.
Heiðursgestir kvöldsins verða
þrír, þau Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, Steven Stride, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Aston Villa,
og Sarah-Jane Hutt, Ungfrú
heimur 1983, sem kemur hingað
gagngert til að krýna sigurvegar-
ann. Hver hann verður kemur
ekki í ljós fyrr en á miðnætti
föstudagsins 18. maí, en stúlkurn-
ar sem keppa um titilinn eru:
Berglind Johansen, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Guðlaug Stella
Brynjólfsdóttir, Guðný Bene-
diktsdóttir, Guðrún Reynisdóttir,
Heiðdís Jónsdóttir, Herdís
Óskarsdóttir, Jóhanna Svein-
jónsdóttir, Magðalena Ósk Ein-
arsdóttir og Sólveig Þórisdóttir.
Slíkar verkfallsboðanir og verkföll:
Eyðileggja mark-
aði okkar erlendis
segir Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félags veitinga- og
gistihúsaeigenda m.a. um flugmannaverkfallið sem nú vofir yfir
MARGIR þeir sem hafa atvinnu sína
af feröaþjónustu hvers konar eru nú
mjög uggandi um hvaða áhrif verkfall
flugmanna Flugleiða, sem nú vofir að
líkindum yfir á föstudag, laugardag og
sunnudag, og ítrekaðar verkfallsboð-
anir flugmanna muni hafa á þessa við-
kvæmu atvinnugrein — ferðaþjónustu.
Blaðamaður Morgunhlaðsins ræddi lít-
illega við Hólmfríði Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda, um þetta mál.
„Verkfallsboðanir í þessari at-
vinnugrein hafa margvísleg áhrif,“
byrjar Hólmfríður, „og í þessum til-
vikum sem við erum nú að ræða um,
þá er ljóst að Flugleiðir hafa beðið
gífurlegt tjón af verkfallsboðunun-
um. Tjón sem skiptir örugglega
hundruðum þúsunda, ef ekki millj-
ónum. í öðru lagi hefur svona verk-
fallsboðun eða verkfall mikil óþæg-
indi f för með sér fyrir þá sem þurfa
að fara frá eða koma til landsins,
hvort sem um útlendinga eða Islend-
inga er að ræða. Menn velta vöngum
yfir því hvers konar ástand þetta sé,
þar sem nokkrir tugir manna geta
kyrrsett okkur hér eftir eigin geð-
þótta. I þriðja lagi, og það tel ég
raunar vera langalvarlegasta þátt
þessa máls, en hann er sá hvaða
áhrif svona verkfallsboðanir og
verkföll hafa á ferðaþjónustuna í
heild sem atvinnugrein. Verkfalls-
boðanir sem þessar hafa þau áhrif
að ferðamenn hætta við að koma
hingað til lands — þeir þora einfald-
lega ekki að hætta á það, og þar með
missum við af mikilvægri kynningu
'sern við fáum alla jafna eftir að
ferðamenn hafa verið hér hjá okkur,
auk þess sem við missum auðvitað af
þeim fjármunum sem þessir ferða-
menn hefðu eytt hér.
Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmda-
StjÓrí. Morgunblaðið/Júlíux.
Það er rétt að benda á, að tjónið
sem af þessu hlýst, nær ekki ein-
göngu til boðaðra verkfallsdaga,
heldur teygir það sig bæði fram fyrir
og aftur fyrir þá. I sjálfu sér getur
verkfallsboðun haft í för með sér
eins mikið tjón og sjálft verkfallið.
Ég veit ekki hvort fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir því hversu víðtæk
atvinnugrein ferðaþjónusta er. Það
eru ekki bara veitinga- og gistihús
sem verða fyrir tjóni, heldur einnig
ferðaskrifstofur, Úutningsaðilar,
minjagripaverslanir og fleiri, þannig
að það eru fjölmargir aðilar sem
verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni
þegar svona nokkuð gerist."
— Telur þú að áhrif þessa vari til-
tölulega stutt, eða skemmir þetta frá
sér til langs tíma?
„Til langs tíma leiðir þetta til þess
að við töpum því sem við höfum ver-
ið að reyna að byggja upp erlendis.
Því miður, þá er það sem nú er að
gerast ekkert einsdæmi I atvinnu-
greininni. Að undanskildu árinu í
fyrra hafa verkföll og verkfallsboð-
anir verið árviss viðburður í ein-
hverjum geira atvinnugreinarinnar.
Þetta leiðir ósköp einfaldlega til þess
að erlendar ferðaskrifstofur hætta
að nenna að bjóða upp á ferðir til
íslands.
Menn átta sig bara ekki á því
hverskonar atvinnugrein ferðamark-
aðurinn er. Samkeppnin um ferða-
manninn er heimsmarkaður — ein-
hver allra harðasti samkeppnis-
markaður sem um getur, og verkföll
og verkfallsboðanir eru betur til þess
fallin en flest annað að eyðileggja
möguleika þessarar atvinnugreinar."