Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 23 „Heil Hitler, heil Rauff“ Þrír menn lyfta hendinni f nazistakveðju við gröf þýzka stríðsglæpa- mannsins Walter Rauff, er útför hans fór fram í Santiago í Chile á þriðjudag. „Heil Hitler, heil Rauff,“ sögðu mennirnir. Rauff, sem var ofursti í SS-sveitum nazista, er talinn bera ábyrgð á dauða nær 100.000 gyðinga í Austur-Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni. Rannsókn á iáti David Kennedy: Skipun um hand- töku fjögurra Palm Beach, Flórída, 16. maí, AP. GEFIN hefur verið út skipun um handtöku fjögurra manna í tengsl- um við rannsókn á dauða Davids Kennedy, sem fannst látinn á hótel- herbergi í Palm Beach á Flórída 25. aprfl sl. Mennirnir, sem ekki hafa verið nafngreindir, eru sakaðir um ólögmæta sölu eiturlyfja. David Kennedy, sonur Roberts heitins Kennedy fyrrum dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, var 28 ára að aldri þegar hann lést. Líkskoðun leiddi í ljós að hann hafði neytt kókaíns og deyfilyfsins Demereol í óhófi. í hótelherberg- inu fundust einnig 1,3 grömm af kókaini. Lögregla verst frétta af rann- sókn málsins þar til fjórmenn- ingarnir hafa verið handteknir. Lögðu hald á kókainbirgðir Stokkhólmi, 16. maí. AP. SÆNSKA lögreglan kom hönd- um í dag yfir verðmætasta eitur- lyfjafarm sem sögur fara af þar í landi. Þá fundust 50 kflógrömm af kókaíni í vélarrúmi flutn- ingaskips frá Honduras. Fimm skipverjar eru í varðhaldi. Lögreglumenn fengu aðvörun um að eiturlyf væru falin í skip- inu og fóru ásamt tollvörðum um leið og skipið kom til hafnar í Gautaborg. Fundust eiturlyfin eftir litla leit og voru fimm skipverjar þegar handteknir, þeirra á meðal skipstjórinn. Aðr- ir skipverjar voru yfirheyrðir. Ekkert var látið uppi um þjóð- erni hinna handteknu, utan að allir væru þeir suður-amerískir. Fundist hefur meira magn eitur- lyfja á einu bretti í Svíþjóð, en þá var um kannabis að ræða. Þetta er verðmætasti farmurinn til þessa, metinn á 100 milljónir sænskra króna, eða 12,5 milljón dollara. Fundur yarnarmálaráðherra NATO-ríkja: „Sovétmenn munu aldrei semja við sundrað NATO“ Hollenska stjórnin harðlega gagnrýnd fyrir afstöðuna í eldflaugamálinu Briissel, 16. maí. AP. HOLLENSKA stjórnin var í dag harð- lega gagnrýnd á fundi varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsins í Briiss- el fyrir að rjúfa samstöðu NATO-ríkj- anna og var hollenska varnarmála- ráðherranum sagt, að afstaða stjórnar hans kæmi sérstaklega vel Sovét- mönnum, sem reyndu hvað þeir gætu til að reka fleyg í raðir vestrænna ríkja. Formaður hemaðarnefndar NATO seg- ir, að yfirlýsingum Sovétmanna um i nýjar eldflaugar í Austur-Þýskalandi sé fyrst og fremst ætlað að hafa áhrif á fólk á Vesturlöndum. Á fundi varnarmálaráðherra NATO í dag voru flestir ráðherr- anna ómyrkir i máli og deildu hart á hoileusku stjórnina, sem enn hefur ekki getað gert það upp við sig hvort hún samþykkir að koma upp nýjum varnarflaugum í landinu. Wtu margir i ljós þann ótta, að ef Hol- Kallaöur heim Túnisborg, 16. maí. AP. SENDIHERRA Túnis í Líbýu hefur verið kvaddur heim í mótmælaskyni við ítrekaðar staðhæflngar ráða- manna þar, að í Túnis sé griðastaður afla sem vilja upplausn í Líbýu. Grunnt hefur verið á því góða milli Túnisbúa og Líbýumanna upp á síðkastið og greindi útvarpið í Túnisborg frá því í morgun að verið væri að þröngva stórum hóp- um farandverkafólks frá Túnis til að yfirgefa Líbýu. Túnisbúar sem eru við tímabundin störf í Líbýu eru allt að 75 þúsund að tölu. Líbýumenn hafa enn ekki látið lausa úr haldi þrjá þjóðvarðliða frá Túnis sem þeir handtóku á landamærum ríkjanna 8. maí sl. Vinna lögð niður hjá Mercedes Benz Sluttgart, 16. m«{. AP. VERKFALL málmiðnaðarmanna í bfla- verksmiðjum í Vestur-Þýskalandi held- ur áfram og breiðist til æ fleiri fyrir- tækja. í dag var tilkynnt að 32 þúsund verkamenn við Mercedes Benz-bfla- verksmiðjurnar myndu leggja niður vinnu á miðnætti. Vinnustöðvanir þess- ar, sem eru skipulögð skæruverkföll, eru boðaðar í því skyni að knýja á um 35 stunda vinnuviku. Daimler-Benz greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að draga sam- an framleiðslu fyrirtækisins vegna verkfallanna. Audi og BMW hyggj- ast loka verksmiðjum sínum á föstu- dag og Volkswagen, Ford og Opel hyggjast loka í byrjun næstu viku ef verkfallsaðgerðirnar halda áfram. lendingar brygðust kynnu aðrir að fara að dæmi þeirra, t.d. Belgíu- menn. Var Job de Ruiter, varn- armáiaráðherra Hollands, sagt, að afstöðu eða afstöðuleysi stjórnar hans væri hvergi fagnað nema í Moskvu þar sem einskis væri látið ófreistað til að rjúfa einingu vest- rænna ríkja. „Sovétmenn munu aldrei semja við sundrað NATO,“ sagði háttsettur embættismaður í NATO og þykja þau orð lýsa vel afstöðu ráðherranna á fundinum. Hollenska stjórnin hef- ur ekki endanlega hafnað að stsnda við samþykktina frá 1979 en hún óttast, að til stjórnarslita komi ef hún tekur við eldflaugunum. Cor de Jager, hershöfðingi og for- seti hermálanefndar NATO, sagði í dag, að yfirlýsingar Sovétmanna um nýjar SS-22-eldflaugar í Austur- Þýskalandi væru til þess fyrst og fremst að hræða fólk a Vesturlönd- um. Sovétmenn tóku það sérstaklega fram, að nýju eldflaugunum væri beint að Bretlandi, Ítalíu og Vestur- Þýskalandi. Telja að Skinner hafi verið myrtur Lundúnum, 16. maí. AP. Rannsóknarnefnd á vegum breskra stjórnvalda hefur sent frá sér álít um hvernig dauða Dennis Skinner í Moskvu á síðasta ári bar að höndum. Hefur verið látið í veðri vaka að Skinner hafl svipt sig lífl, en nefndin telur manninn hafa verið myrtan og hér sé um njósna- mál að ræða. Skinner, bankafulltrúi fyrir British Midland Bank, hafði starfað í Sovétríkjunum síðan árið 1968. Hann fannst látinn á gangstéttinni fyrir utan fjölbýl- ishús það sem hann bjó í ásamt konu sinni. Þau bjuggu á 11. hæð og virtist hann hafa fallið, stokkið eða verið hrint út um glugga á íbúðinni. Ekkja Skinners hefur látið hafa eftir sér að eiginmaður sinn hafi verið gagnnjósnari, með sambönd bæði hjá KGB og bresku leyniþjónustunni. Sovésk stjórnvöld hafa sagt það útilok- að að Skinner hafi vérið myrtur, lögreglan í Moskvu hafi rann- sakað vettvanginn og ekkert benti til annars en sjálfsmorðs. Rannsóknarnefndin fyrrgreinda er á annarri skoðun, sem fyrr segir, hún telur ekkert benda til þess að Skinner hafi ætlað að stytta sér aldur. Er niðurstaða nefndarinnar sú, að hann hafi verið myrtur. FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI, FELLAN- LEGAR MEÐ FESTINGU, FLEIRI STÆRÐIR ISLENSK FLOGG ALLAR STÆROIR FLAGGSTANGAR- HÚNAR FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFESTINGAR • ÁLSTIGAR 2FALDIR MARGAR LENGDIR • GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAOAR KANTSKERAR GAROHRÍFUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR VATNSÚOARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JAROHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR, GALV. • GARDSLÖNGUR 20 OG 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MED OG ÁN INNLEGGS • ÚTIGRILL GRILLTENGUR — GAFFLAR VIÐARKOL — KVEIKILÖGUR GASFERÐATÆKI OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRUSAR SLÖKKVITÆKI • MINKAGILDRUR MUSA- gg rottugildrur • TIL SJÓSl ANGAVEIOI HANDFÆRAVINDUR MEÐ STÖNG SJÓSPÚNAR OG PILKAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEÐ GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR • SILUNGANET UPPSETT SILUNGANETASLÖNGUR FLOTTEINAR BLÝTEINAR NETAFLOT • BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEDJUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR VIOLEGUBAUJUR ANANAUSTUM SÍMI 28855 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.