Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Sex mörk á Akureyri Akureyri 26. maí. Frá Aöalsteim Sigurgeirssyni, fréttamanni Morgunblaösins „UNDIR venjulegum kringumstæö- um á að vera nóg aö vera meö tveggja marka forystu í hálfleik en KA-menn komu mjog baráttuglaðir í seinni hálfleikinn og voru jafnvel nær sigri en við. Ég er mjög óhress meö mína menn í seinni hálfleikn- um," sagði Björn Árnason, þjálfari Víkings, eftir að liðið haföi gert jafntefli viö KA á grasvelli KA hér í dag, 3:3 — en Víkingur var yfir 2:0 í leikhléi. Leikurinn var nokkuö fjörugur og oft ágætis kaflar í honum þrátt fyrir sunnan rok sem stóö þvert á völlinn. Strax í upphafi fengu bæði liöin ágæt marktækifæri, Siguröur Aöal- steinsson Víkingur átti skot framhjá af markteigshorni og Steingrímur Birgisson fékk svipaö færi hinum megin en Ögmundur varöi vel í horn. Á 15. mín. fengu Víkingar auka- spyrnu rétt utan vitateigshorns, Ragnar Gíslason lyfti lausum bolta inn aö marki — enginn leikmaöur geröi tilraun til aö ná knettinum, sem skoppaöi í stöng og út á völl aftur. Þremur mín. síöar skoruöu Vík- ingar sitt fyrsta mark. Heimir Karls- son braust upp vinstri kantinn, komst inn fyrir vörn KA, lék á Þor- vald markvörð út viö endalínu og renndi boltanum þvert fyrir markiö til Ámunda Sigmundssonar sem skoraöi auöveldlega. Um miöjan hálfleikinn fékk Njáll Eiösson ágætt færi til aö jafna fyrir KA en skot hans frá markteig fór framhjá. Á 30. mín. bættu Víkingar marki við. Heimir Karlsson skoraöi af stuttu færi eftir að Þorvaldur haföi varið vel fast skot eftir þvögu en ekki haldiö bolt- anum. Staöan í hálfleik því 2:0 Vík- ingum í vil. KA-menn mættu tvíefldir til leiks eftir hlé og sóttu mun meira, en þaö voru Víkingar sem sáu um aö minnka muninn á 55. mín. Sigurður Aöalsteinsson fékk boltann rétt inn- an við eigin vítateigslínu fyrir miðju marki og ætlaöi að renna honum til Ögmundar markvaröar en hnitmið- aö skot hans lenti í markhorninu án þess aö Ögmundur ætti möguieika á að verja! Stuttu síöar átti Steingrím- ur Birgisson þrumuskot á Víkings- markiö af stuttu færi en boltinn small í þverslá og út. KA — Víkingur 3:3 Á 66. mín. jafnaöi KA. Þorvaldur Örlygsson tók hornspyrnu og Hafþór Kolbeinsson stökk hæst allra og skallaöi í þverslá og niöur þar sem Bjarni Jónsson var mættur og pot- aöi boltanum í netið. Fimmtán mín. síöar náöu Víkingar forystu á ný og var Ómar Torfason þar aö verki meö góðu skoti af 15 metra færi eftir fyrirgjöf Amunda. En KA-menn gáfust ekki upp og sjö mín. fyrir leikslok skoruöu þeir. Njáll gaf góöa sendingu fyrir mark Víkings og Hinrik Þórhallsson skall- aöi í netiö af stuttu færi. „Þaö heföi veriö algjör klaufaskapur aö skora ekki úr þessu færi," sagði Hinrik eftir leikinn. „Víkingar voru friskari í fyrri hálfleiknum en viö í þeim seinni. Viö áttum fleiri færi í leiknum en máttum þakka fyrir stigið eftir að hafa verið 0:2 undir í hálfleik," sagöi Hinrik. Þegar á heildina er litið má segja aö jafntefli hafi veriö nokkuö sann- gjörn úrslit, en KA var þó nær sigri eftir að hafa sýnt mikla baráttu og oft á tíöum ágætan leik i síöari hálf- leiknum. i stuttu mali: Islandsmótið 1. deild KA-völlur KA-Vikingur 3:3 (0:2) Mörk KA: Siguröur Aöalsteinsson. sjálfsmark á 55. mín., Bjarni Jónsson á 66. mín. og Hinrik Þórhallsson á 83. mín. Mörk Víkings: Amundi Sigmundsson á 18. mt'n., Heimir Karlsson á 30. min. og Ómar Torfason á 80. min. Dómari var Þóroddur Hjaltalin. Hann dæmdi mjög vel og þurfti ekki að nota spjöldin. Ahorfendur: 603 Einkunnagjcfin: KA: Þorvaldur Jónsson 6, Ormarr Örlygsson 6, Friðfinnur Hermannsson 6, Bjarni Jónsson 5, Bjarni Jóhannesson (vm. á 70 min.) 4. Erlingur Kristjánsson 6, Njáll Eiösson 6, Steingrimur Birgisson 7, Gústav Baldvinsson 6, Hinrik Þór- hallsson 7, Hafþór Kolbeinsson 7, Þorvaldur Ör- lygsson 5, Stefán Ólafsson (vm. lék of stutt). VIKINGUR: Ögmundur Kristinsson 6, Unnsteinn Karason 5, Ragnar Gislason 6, Kristinn Guð- mundsson 6, Maqnus Jónsson 6. Andri Marteinsson 7, Kristinn Helgason 6, Ómar Tor- fason 6, Amundi Sigmundsson 7, Sigurður Aðal- steinsson 5, Heimir Karlsson 7. Elnar Einarsson (vm. á 70. mín.) 4, Gylfi Rútsson (vm á 63 mín.) 4. • Bragi Björnsson hefur hér sveiflaö hægri fætinum af snilld og boltinn er á leiðinni í netiö hjá Friörik Friðrikssy Ólafsson er of seinn til varnar. Eina mark leiksins í Kópavogi á sunnudag staðreynd — og stigin þrjú til Fram. Páll sá um Þórsara — tryggði Þrótti sigur með þremur mörkum Morgunblaðið/Guðmundur • Steingrímur Birgisson átti góðan leik með KA gegn Víkingum. Hór er hann á fullri ferð með boltann. „EG ER auðvitað ánægöur með sigurinn, en við vorum seinir í gang. Viö vorum heppnir aö vera ekki 2:0 undir eftir fimmtán mínút- ur, en eftir fyrsta markið brotnuðu peir alveg. Eftir það var spurningin ekki hvort við ynnum heldur hve stór sigurinn yrði," sagði Páll Ólafsson, Þróttari, eftir að liðið hafði sigraði Þór, 3:0, í 1. deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudag, en Páll skoraði öll þrjú mörk Þróttar í leiknum. Staðan í leikhléi var 2:0. Eins og Páll sagöi voru Þróttarar heppmr aö vera ekki 2:0 undir snemma í leiknum. Reyndar eftir fyrstu fimm mín. Strax á fyrstu mín. björguðu Þróttarar á línu — Kristján Kristjánsson Þórsari fékk sendingu inn í teig. Guömundur varöi skot hans vel og varnarmenn hreinsuöu frá. Þróttarar áttu í miklum vand- ræöum með Kristján á vinstri vængnum í fyrri hálfleik. Á fjóröu mín. komst Halldór Askelsson einn inn fyrir Þróttarvörnina, skaut fram- hjá Guömundi en boltinn hafnaöi í stönginni — Halldór fylgdi ekki á eftir þannig að varnarmaöur gat hreinsaö frá. Á níundu mín. átti Halldór svo skot yfir markið af stuttu færi — og allt virtist benda til þess aö Þórsarar kafsigldu Þrótt. Þórsarar léku mjög vel úti á vellinum og sköpuöu sér góö færi, en boltinn vildi ekki í netiö. Eftir fyrstu fimmtán min. fóru Þrótt- arar svo aö sækja í sig veörið — Haukur Magnússon átti þrumuskot í hliðarnetiö eftir horn en Þórsarar fengu einnig færi: Halldór skallaöi framhjá eftir fyrirgjöf. Á 24. min. kom fyrsta markiö. Páll Ólafsson skoraöi þvert gegn gangi leiksins meö föstu skoti af stuttu færi. Páll skoraöi svo aftur á 32. mín. Júlíus Juhusson gaf fyrir, Páll markvöröur Guölaugsson ætlaði aö grípa fyrirgjöfina en náöi ekki knett- Þróttur — Þór 3:0 inum, boltinn barst til Hauks Magn- ússonar, sem skaut á markið, en variö var á línu, Páll Ólafsson náöi boltanum og skoraöi örugglega. Þar meö rotaöi hann Þórsliöiö endan- lega — það átti sér ekki viöreisnar von eftir þetta mark þrátt fyrir ágæt- an vilja. Þriöja mark Páls kom svo á 65. mín. Nafni hans Guölaugsson í Þórsmarkinu færöi honum þaö á silfurfati — sparkaöi út, beint til Páls, sem lék nokkra metra áfram inn í teiginn og skoraði örugglega í fjærhorniö. Eins og áöur sagöi léku Þórsarar mjög vel fyrsta stundarfjóröunginn en þaö er ekki nóg. Leikir vinnast ekki nema mörk séu skoruð. Liöið hefur nú tapaö tveimur leikjum i röö 0:3 þrátt fyrir aö fá dauöfæri til aö skora úr. Leikmenn liösins sýndu aö mikið býr í þeim — og takist þeim aö stilla falibyssurnar þurfa þeir ekkert aö óttast. En ef ekki... Þróttarar hafa braggast mikið að undanförnu. Þeir eru sterkir en sein- ir í gang. Þeir voru heppnir aö fá ekki á sig mörk í byrjun eins og fram kom, en eftir aö Páll hafði komiö þeim á sporiö voru þeir betra liðiö og sigurinn sanngjarn. Þróttarar geta nú sjálfsagt spilaö betur en þeir geröu þarna þrátt fyrir sigurinn. Þeir áttu í vök að verjast í upphafi, en þaö voru svo Þórsarar, sem gáfu mikiö eftir, frekar en aö Þróttarar hefðu leikið einhverja snilldar- knattspyrnu. i stuttu máll: Laugardalsvöllur 1. deild Þróttur—Þór 3:0(2:0) Mörk Þróttar: Páll Olafsson þrjú (24 . 32. og 65 min.) Gul spjöld: Daði Harðarson, Þróttl, og Sigurður Pálsson, Þór. Ahorfendur: 417 Dómari: Guðmundur Haraldsson og haföi hann góð tök á leiknum Einkunnagjöfin: Þróttur: Guömundur Erlingsson 6, Arnar Friöriksson 6, Kristján Jónsson 7, Ár- sæll Kristjansson (meiddist, lek of stutt), Bjorn Björnsson (vm. á 15. min.) 6, Jóhann Hreiöars- son 6, Asgeir Eliasson 6, Daði Harðarson 6, Pét- ur Arnþórsson 6, Páll Úlafsson 8. Júlíus Július- son 6, Haukur Magnússon 6. Þór: Páll Guölaugs- son 4, Sigurbjörn Viðarsson 5, Magnús Helga- son 5, Óskar Gunnarsson 6, Árni Stefánsson 5, Jónas Róbertsson 6, Guöjón Guðmundsson 6, Kristján Kristjansson 6, Júlíus Tryggvason 5, Sigurður Pálsson (vm. á 61. min) 4, Halldór As- kelsson 6, Einar Askelsson (vm. á 70. mín.) 4, Óli Þór Magnússon 5. __QL| Hræðilc „Við áttum ekki annað skilið," sagöi Sveinbjörn Hákonarson, Skagamaður, eftir að baráttuglaöir Keflvíkingar höfðu lagt íslands- meistarana aö velli, 2:1, á grasvell- mum á Akranesi á laugardag eftir aö hafa leitt 2:0 í hálfleik. Sigur Keflvíkinganna kom flatt upp á hina 850 áhorfendur leiksins, sem að meginhluta til voru heimamenn, en hann var sanngjarn þegar i allt er litið. Mörkin, sem Keflavík skor- aöi, voru pó bæöi með allra ódýr- asta móti. Fyrra mark gestanna kom strax á 8. mínútu. Einar Á. Ólafsson tók þá aukaspyrnu viö vinstra vítateigs- hornið. Hann spyrnti fremur lausum knetti upp í vindinn, yfir varnarvegg Akurnesinga. Engin hætta virtist á feröum en öllum til mikillar furöu sigldi knötturinn fram hjá Bjarna Sigurðssyni í markinu í nærhornið. Nokkur snúningur var á knettinum og þá kann Bjarna að hafa fipast vegna nærveru eins sóknarmanna IB lík m in Ef 4C hf hli Þ£ kr af ek lei ue lei K< a<" sk b£ af m sý all hé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.