Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984 33 Skagaströnd: Rausnarleg- ir styrkir Nkagaslrund, 23. mai. NÚ nýverið afhentu Skagstrend- ingar hf. og Hólanes hf. Umf. Fram styrki til starfsemi félagsins. Umf. Fram var stofnað 1926 og félagar nú í dag eru um 140 tals- ins. Á vegum félagsins fer fram fjölbreytt og þróttmikið starf, en þar ber hæst alhliða íþróttastarf. Á hverju vori gengst Fram fyrir þreföldu víðavangshlaupi þar sem keppt er í átta flokkum. Þátttak- endur í hlaupunum á þessu vori hafa verið um 80 í hverju fyrir sig. Einnig er á hverju vori hjólreiða- keppni og áætlað er að standa fyrir einhvers konar keppni á vélhjólum í sumar sem er ný- breytni í starfsemi félagsins. í sumar verður eins og undanfarin tvö ár haldið leikja- og starfs- námskeið fyrir krakka. Á slíku námskeiði eru á dagskrá leikir, hjólreiðaferðir, gönguferðir, kofa- smíðar, gróðursetning o.fl. og hef- ur þegar verið ráðinn maður til að sjá um námskeiðið í sumar. í vetur var stofnuð skiðadeild innan félagsins. Skíðadeildin áformar að reisa skíðaskála í sumar í grennd við skíðalyftuna sem er hér rétt ofan Við bæinn. Teikningar af skálanum liggja fyrir og er áætlað að framkvæmd- ir hefjist við bygginguna nú á næstu vikum. Er það von skíða- deildarinnar að hér rísi skíða- miðstöð héraðsins en engin að- staða hefur verið fram að þessu við lyftuna til að taka á móti fólki. Til að halda uppi jafn þrótt- miklu starfi og Umf. Fram gerir þarf mikið fjármagn. Margar leið- ir eru farnar til að afla þeirra pen- inga sem til þarf en stærsti hlut- inn kemur i formi styrkja tveggja fyrirtækja. Útgerðarfyrirtækið Skagstrend- ingur hf., sem rekur togarana Arna og örvar, og hraðfrystihúsið Hólanes hf. afhentu nú nýlega 75 þúsund krónur hvort til starfsemi ungmennafélagsins. Þetta er fjórða árið í röð sem Skagstrend- ingur og Hólanes styrkja Umf. Fram svo myndarlega sem nú og má segja að seint verði fullþakk- aður sá skilningur og velvilji sem stjórnendur þessara fyrirtækja sýna ungmennafélaginu. Undanfarin fjögur ár hefur Lár- us Æ. Guðmundsson verið for- maður Umf. Fram á Skagaströnd. ÓB. Orkusparnaðar- sýning á Ólafsvík olafsTík. 21. maí. VERKEFNASTJÓRN um orkusparnaö gengst þessa dagana fyrir sýningu í Grunnskólanum í Ólafsvfk á ýmsu því er að orkusparnaði lytur. Alls eru það 25 aðilar sem sýna vörur sínar eða veita almennar upplýsingar. M.a. má nefna að Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins sýnir æskilegan frágang á húsum að utan-, bæði steinhúsum og timburhúsum, hvort sem um er að ræða nýsmíði eða endurnýjun. Orkustofnun er með ýmsar gagn- legar upplýsingar um orkunotkun á heimilum, m.a. í formi orku- spilsins. Húsnæðismálastofnunin veitir þarna m.a. upplýsingar um lán til orkusparandi aðgerða. Síð- ast en ekki síst sýna framleiðend- ur og seljendur ýmissa byggingar- efna og tækja vörur sínar, svo sem ýmsar gerðir ofna og ofnastill- inga, varmadælur, einangrunar- efni og klæðningar, gluggabúnað o.fl. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, form. húsahitun- arnefndar SSVK, opnaði sýning- una í fjarveru ráðherra. Hann gat þess m.a. að sýning þessi væri einn liðurinn í þeim aðgerðum og áróðri sem í gangi væru til að spara dýra orku í landinu. Væri þar haft að leiðarljósi að í þessum efnum færu alveg saman þjóð- hagsleg hagkvæmni og bætt af- koma þeirra sem orkuna nota. Sýning þessi er vel sótt og voru m.a. fjölmargir sveitarstjórnar- menn af Snæfellsnesi viðstaddir opnunina. Helgi. Götudrengir í Bfóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga Götudrengi, sem gerð er af Francis Ford Coppola. Myndina gerði hann í framhald i af Utangarðsdrengjum, en báðar eru myndirnar byggðar á sög- um eftir S.E. Hinton. Myndin segir frá Rusty-James (Matt Dillon) sem lifir í skugga eldri bróður síns. Sem táningur var hann mikill klíkuleiðtogi og götusérfræðingur, og hnífabar- dagar voru daglegir viðburðir. Eins og Utangarðsdrengir fjall- ar þessi mynd um syni götunnar. Þeir eru meðlimir í klíku sem hef- ur illt orð á sér, fátækir drengir sem í augum efnaðri borgara tákna aðeins vandræði. Leikstjóri er Francis Fbrd Coppola, en aðalhlutverk eru í höndum þeirra Matt Dillon, Mick- ey Rourke og Diana Scarwind. . * ^g^ 1 "** / Í| • (\tA ; V* ' J sr/% : ^L, - ú Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. afhendir Lánisi Æ. Guðmundssyni 75 þús. kr. styrk til Umf. Fram. Ingibjörg Kristinsdóttir gjaldkeri Umf. Fram tekur við framlagi Hóaness hf. úr höndum stjórnarformannsins Sigurjóns Guðbjartssonar MEGUM VWBENDAÞÉRÁ T.F.m TTLSKATIA- IÆKKUNAR Þann 29. mars sl. samþykktí Alþingi tvenns konar breytingar á skattalögum. i Fyrirtæki og einstaklingar sem hafa tekjur af atvinnurekstri geta nú dregið 40% frá skattgjaldstekjum til að leggja í fjárfestingar- sjóð. Sé það gert fyrir 1. julí nk. lækka skattar af tekjum á árinu 1983. 2 Einstaklingar sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar síðar geta nú lagt fé inn á stofnfjárreikning og þannig notið skattfríðinda. I báðum tilfellum er það skylda að legg'a fé inn á sérstaka bankareikninga. CJtvegsbankinn er reiðubúinn að taka við greiðslum inn á þessar tvær tegundir reikninga nú þegar. Innistæðurnar eru verðtryggðar og bera hæstu vexti sem í boði eru af slíkum reikningum. Ráðgjafinn í CJtvegsbankanum veitir nánari upplýsingar. Spyrjið eftir honum á næsta afgreiðslustað bankans. ÚTVECSBANKINN EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.