Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 . .«¦¦¦-¦¦' %m &... Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði ásamt ellefu afkvæmum. íslensk hesta- mennska í hnotskurn a Hestadogum -*" -WfT f'7«fcH»f irtf" í Garðabæ & Jl WÉ^M# fll fl H Ljósmyndir Vaidimar Kriatinsaon. Hestar Valdimar Kristinsson Fyrir um það bil tíu ánim var hald- inn aðalfundur hjá hestamanna- félaginu Andvara og msilu á þann fund fimm manns. Var þessi fundur haldinn í Land-Rover jeppa og má telja að á þessum tíma hafi framtíð félagsins ekki veriö björt. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnio og eru félagar nú um hundrað og fimmtíu. Eins og kunnugt er af fréttum gekkst félagið fyrir svokölluðum Hestadög- um 18.—20. maí og brutu þar með blað í sögu hestasýninga hérlendis. Áður hefur verið haldinn Dagur hests- ins sem ýmsir aðilar gengust fyrir í tvígang á Melavellinum og í fyrra héldu Andvaramenn Dag hestsins og hefur það sjálfsagt verið góður undir- búningur fyrir Hestadaga. Það sem gerir Hestadaga frábrugðna áður- nefndum sýningum er í Tyrsta lagi að hestakostur var mikið betri nú og meira kapp lagt á að fá hesta víðsveg- ar að og í öðru lagi var boðið upp á sýningu innanhúss þar sem bókstaf- lega allt sem viðkemur hestum, hesta- mennsku og hestamönnum, var sýnt. Hindrunarstökk, vin- sælt sýningaratriði Þegar fjalla á um Toppsýning- una, sem var tvímælalaust vinsæl- asti liðurinn, er erfitt að ákveða hvar skal byrja, svo gott sem þetta flest allt var. Fyrstir á sýningunni með hindr- unarstökk voru þeir Sigurbjörn Bárðarson á Háfeta frá Kirkjubæ, Sveinn Hjörleifsson á Eldi frá Hreðavatnsskála, Erling Sigurðs- son á Hannibal frá Stóra-Hofi og Ragnar Björgvinsson á Val frá Stórufellsöxl. Þeir Sigurbjörn og Sveinn settu að því er sagt var ís- landsmet í hæðarstökki 1,22 m. Þ6 að hindrunarstökkið hafi verið eitt vinsælasta sýningaratriðið er það skoðun undirritaðs að tímabært sé að láta hér staðar numið með hindrunarstökk á islenskum hest- um. Hindrunarstökk hefur verið keppnisgrein í áraraðir en því aldr- ei verið sinnt sem skyldi og meira að segja léleg þátttaka í því á ís- landsmótum. Ekki hefur verið þjálfað fyrir þessa keppnisgrein heldur taka menn þá hesta, sem þeir telja að geti stokkið, rétt fyrir mót eða sýningu og þeir þjálfaðir með miklum bægslagangi og meir af kappi en forsjá. Ekki var laust við að manni fyndist þessi sýning bera keim af slíkum vinnubrögðum þótt oft sæi maður góð tilþrif og fallega útfærð stókk. Voru það helst þeir Sveinn og Sigurbjörn sem það gerðu. Áður en við hverfum frá hindrunarstökkinu má geta þess að EvrópuraeisUrinn Hans Georg Gundlach sýnrli gæðinginn Tígul frá Holti. sýnd var söðulreið. Hér er það Freyja Hilmarsdóttir á Sörla frá Húsafelli. wm Skeið eins og það gerist best, Leistur frá Keldudal Gæðingurinn Eldjárn frá Hvassafelli var í góðu Eyjólfur ísólfsson á Fylki frá Bringu, en Eyjólfur og Sigurbjörn Bárðarson. formi og virtist ekki gefa föður sínum, Náttfara hafði veg og vanda af skipulagningu sýningarat- 776, neitt eftir. Knapi er Albert Jónsson. riða utanhúss, og fórst honum það vel úr hendi. i»i !• *i Þrír kunnir klárhestar frá vinstri talið: Guðmundsson. það er viðurkennd staðreynd að ís- lenski hesturinn er ekki hentugur í hindrunarstökk þó undantekningar finnist, og í ljósi þess og hins, að það má telja fullreynt að menn nenna ekki að þjálfa af viti fyrir hindrunarstökk, þá telur undirrit- aður betur heima setið en af stað farið. Góð frammistaða tamningamanna Sýning Félags tamningamanna var mjög góð og skemmtilega út- færð og því betri sem oftar var sýnt. Byrjaði sýningin á því að menn hituðu hestana upp og voru bæði menn og hestar kynntir um leið. Eitt er þó aðfinnsluvert, en það Vængur frá Kirkjubæ og Ingimar Ingimarsson, Kristall frá Kolkuósi og Gylfi Gunnarsson, Goði frá Ey og Trausti Þór var þegar einn tamningamaðurinn teymdi hest inn á svæðið og lét hann hlaupa í taumhring. Eitt af undirstöðuatriðum í frumtamningu er að trippin teymist við hlið manns, en þarna var hesturinn beinlínis dreginn inn á svæðið og er mér þó kunnugt um að hesturinn teljist fulltaminn. Að öðru leyti var sýningin mjög góð og er gott til þess að vita að félagið hafi á að skipa jafn góðum sýningarmönnum og raun ber vitni. Hreggviður Eyvindsson var með sýningaratriði sem kallast „leikur við taum" en þar hljóp hann með hestinn Fróða frá Kolkuósi í taumi og lét hann ganga á bæði brokki og tölti. Hreggviður reið Fróða einnig í sýningu FT sem hér var minnst á og vakti hesturinn mikla athygli fyrir mikinn og sérstæðan fótaburð og er hér greinilega á ferðinni yfir- burðahestur sem væntanlega á eftir að láta að sér kveða í keppni á kom- andi sumri. Einnig má minnast á reiðmennsku Hreggviðs en hann hefur sýnt miklar framfarir siðast- liðið ár og er hann oðum að skipa sér á bekk með fremstu reið- mönnum landsins. Lengi lifir í gömlum glæðum Sýning afrekshesta var það atriði sem hefur sjálfsagt vakið mesta eftirvæntingu því þessir gömlu eða réttara sagt fyrrverandi topphest- ar, hafa lifað lengi í hugskoti manns og nú gafst tækifæri á að sjá þá á nýjan leik, og það sem meira er, alla saman. Hestarnir sem sýnd- ir voru eru Hrímnir frá Hrafnagili, Hlynur frá Akureyri, Kristall frá Kolkuósi, Eldjárn frá Hvassafelli, Vængur frá Kirkjubæ, Þorri frá Höskuldsstöðum og Goði frá Ey, allt stórglæsilegir hestar hver á sinn hátt, sem vakið hafa eftirtekt og aðdáun á undanförnum árum. Það mun þó á engan hallað þó full- yrt sé að glæsilegasti hestur Hesta- daga var Hrímnir frá Hrafnagili og knapi hans og eigandi, Björn Sveinsson, sýndi mjög fágaða og ör- ugga reiðmennsku — reiðmennska sem ýmsir gætu tekið sér til fyrir- myndar, í það minnasta á sýningum sem þessari. Virtust menn á einu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.