Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Landsþing JC á íslandi DAGANA 30. maí til 3. júní verður haldið 23. landsþing JC-hreyfingar- innar á íslandi. Þingið er að þessu sinni haldið á Bifröst í Borgarfírði. Þangað sækja fulltrúar og gestir alls staðar að af landinu, auk er- lendra gesta. Reiknað er með að um 350 manns heimsæki Borgar- fjörð þessa dagana. Á þinginu eru málefni hreyf- ingarinnar rædd, ákveðin eru verkefni fyrir næsta starfsár, haldin námskeið o.fl., auk lands- stjórnarskipta. í tengslum við þingið verður haldið sérstakt „mini-þing" fyrir börn og gestum þingsins gefinn kostur á að taka börn sín með sér. Það er JC Vík, Reykjavík, sem sér um þingið að þessu sinni. Fræösla um stóma Myndin er tekin í hinu nýja húsnæði bókaverslunar Snæbjarnar Jónssonar í Hafnarstræti 4. Vinstra megin er Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, og hægra megin Sigurður Guðmundsson, stjórnarformað- lir. Ljósm. Mbl. Júlins Bókaverslun Snæbjarnar í endurbættu húsnæði BOKAVERSLUN Snæbjarnar Jóns- sonar hefur opnað í njju húsnæði að Hafnarstræti 4. Verslunin var stofnsett 3. des- ember 1927 af Snæbirni Jónssyni skjalaþýðanda og er því á 57. ald- ursári. Allt frá árinu 1970 hafa bókaverslanir Snæbjarnar verið tvær, í Hafnarstræti 4 og 9, en nú hafa þær verið sameinaðar í einu húsnæði að Hafnarstræti 4. Af þeim sökum hefur húsnæði versl- unarirmar nú verið stækkað um helming. í tilefni af opnun nýju verslun- arinnar verður kynning á völdum listaverkabókum frá Phaidon Press, og verða þessar bækur á sérstöku kynningarverði. í versl- uninni verða einungis í boði ensk- ar og íslenskar bækur, auk kennslubóka á öllum tungumálum. Hið nýja húsnæði bókaverslun- ar Snæbjarnar Jónssonar var sýnt blaðamönnum fimmtudaginn 24. HINN 29. maí er væntanleg til landsins Mariann Bruce sem er sér- fróð um meðferð stóma (colo-, ileo- og urostomiu) og leiðbeinir hjúkrun- arfræðingum og stómaþegum í Nor- egi á vegum norska krabbameinsfé- lagsins. Tilgangur heimsóknarinnar er að bæta úr brýnni þörf fyrir fræðslu um stómameðferð og hér mun Mariann hitta bæði hjúkrun- arfræðinga og stómaþega í þessu skyni. Fyrst fer hún til Akureyrar og verður á Fjórðungssjúkrahúsinu miðvikudaginn 30. maí. Fundur með hjúkrunarfræðingum verður þar eftir hádegið. Á uppstigningardag mun Mari- ann hitta norðlenska stómaþega í Hótel Varðborg á Akuryri en koma eftir það til Reykjavíkur. Fer hún þar á sjúkrahúsin bæði fyrir og eftir helgina en laugar- daginn 2. júní verður hún á fundi með stómaþegum á Hótel Loftleið- um í framhaldi af aðalfundi Stómasamtakanna. Síðasta dag heimsóknarinnar, miðvikudaginn 6. júní, heldur Mariann fyrirlestur fyrir hjúkr- unarnema í Hjúkrunarskóla ís- lands við Eiríksgötu en eftir há- degið verður fundur með hjúkrun- arfræðingum á sama stað. Það eru Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Stómasamtökin sem standa fyrir heimsókn Mari- ann Bruce í samvinnu við norska Krabbameinsfélagið og með að- stoð þess. Frétt frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Stómasam- tökunum. Nýtt tímarit, „Mannlíf' NYTT TIMARIT, Mannlíf, mun hefja göngu sína í júnímánuði næstkomandi. Það er útgáfufé- lagið Fjölnir hf. sem gefur ritið út. Tímaritið Mannlíf mun eins og nafnið bendir til verða fjölbreytt alhliða rit um mannlífið á líðandi stund, eins konar spegill samtíð- arinnar, þar sem fjallað verður um mannleg samskipti, félagsleg fyrirbæri, menningu og listir, lífsstíl, tísku og tækni, efna- hagsmál, stjórnmál og strauma á alþjoðavettvangi. Kunnáttumenn á ýmsum sviðum munu fjalla um viðkomandi máiaflokka og birt verða viðtöl og fréttir af þvi sem efst er á baugi hverju sinni. Frétt- ir verða af þekktu fólki, bæði inn- lendu og erlendu, og skyggnst verður bak við tjöldin á fjölmörg- um sviðum þjóðlífsins. Kappkost- að verður að vanda mjög til allrar útgáfu, jafnt í efnistökum sem út- liti. Herdís Þorgeirsdóttir hefur ver- ið ráðin ritstjóri Mannlífs. Herdís er stjórnmálafræðingur að mennt. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla ís- lands, MA-prófi í alþjóðastjórn- málum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston 1982 og MALD-prófi frá sama skóla 1983. Auk þess hefur hún stundað nám í Frakklandi og Bretlandi. Herdís er fyrir löngu kunnur blaðamaður. Hún starfaði á Morg- unbiaðinu og nú síðast á Dagblað- inu Vísi, þar sem hún skrifaði m.a. greinar um alþjóðastjórnmál. Áformað er að Mannlíf komi út annan hvern mánuð og kemur fyrsta tölublað út í lok júnímánað- ar. Ritið mun verða tæplega 100 blaðsíður í venjulegu tímarits- broti. Upplag fyrsta tölublaðs verður 10 þúsund eintök, og hefur útgáfufélagið Fjölnir hf. þegar farið þess á leit við Verslunarráð Nú klæðast starfsmenn Landsbankans á Akranesi nýjum vinnubúningi — dökkhláum að lit. Akranes: Starfsfólk Landsbankans kaupir sér einkennisföt Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Mannlífs. íslands að ritið verði með í upp- lagseftirliti ráðsins og Sambands ísl. auglýsingastofa. (FrétUtilkynning.) STARFSFÓLK Landsbankans á Akranesi befur tekið sig til að keypt einkennisfatnað, dökkbláan að lii. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir, bæði meðal starfsfólks og viðskipta- vina," sagði Eva Þorkelsdóttir, einn forvígismanna þess að starfsfólk keypti sér einkennisfatnað. „V io vonumst til að Landsbankinn taki að minnsta kosti þitt í kostnaði, því fyrir utan að fólk er smekklega klætt, þi er þetta öryggisatriði fyrir bankann," sagði Kva. „Við leituðum tilboða og geng- um til samninga viö Ultima í Kjörgarði, sem saumaði karl- mannsfötin, og Módelmagasín, sem saumaði fatnaðinn á konurn- ar. Prjónastofan Peysan prjónaði peysur og skyrtur fengum við hjá G.A. Pálsson," sagði Eva. Verð á hverjum klæðnaði er um 9 þúsund krónur. í klæðnaði karla eru jakkaföt, tvennar buxur, þrennar skyrtur, peysa og 2 hálsbindi, hjá konunum buxur og pils, jakki, skyrtur og bindi. Þannig geta kon- ur valið milli buxnadragtar eða venjulegrar dragtar. Sakharov: Undirskriftarsöfnun um land allt FRÉTTIR berast nú hvaðanæva úr hinum vestræna heimi um mótmæli gegn meðferð Sovétstjórnarinnar á hjónunum Andrei Sakharov og Yel- enu Bonner. Um þessar mundir er að hefjast hér á landi söfnun undir- skrifta, þar sem skorao er á sovésk stjórnvöld að veita þeim frelsi úr einangrun og fararieyfi til Vesturlanda. Að vonum hafa viðtökur manna hér á íandi verið mjög góðar og fjölmargir viljað leggja þessum málstað liosinni sitt. Hinn 7. maí var Sakharov fluttur frá heimili sínu eftir að hafa verið í hungurverkfalli í fimm daga til að undirstrika ósk þeirra hjóna um fararleyfi til Vesturlanda fyrir Yelenu Bonn- er, sem þjáist af hjartasjúkdómi. Svo er raunar einnig um Sakh- arov, en ekki er vitað með vissu um afdrif hans, þó ætla megi, að hann hafi verið fluttur á sjúkra- hús. Víst er hins vegar, að heilsu þeirra beggja hefur hrakað mjög að undanförnu, og er nú svo komið, að óttást er um líf þeirra. Andrei Sakharov er kunnastur andófsmanna í Sovétríkjunum. Hann hefur af óbilandi kjarki og þrautseigju barist fyrir að mannréttindi væru virt í heima- landi sínu og jafnframt verið talsmaður friðsamlegra sam- skipta þjóða í milli. Hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1975, en var meinað að veita þeim við- töku. Hann hefur sætt sívaxandi ofsóknum af hálfu sovéskra stjórnvalda, sem loks sendu hann í einangrun í hinni lokuðu borg Gorkij snemma árs 1980. Þar mun líf hans hafa verið martröð líkast enda sendimenn leynilögreglunnar KGB jafnan á næstu grösum. Sumir menn búa yfir slíku þreki, að jafnvel miskunnarlaus- asta ofbeldi megnar ekki að buga þá. Slíkur maður er Andrei Sakharvo. En nú þegar óttast er um líf hans og eiginkonu hans krefjast borgarar lýðræðisríkj- anna lífs og frelsis þeim til handa í nafni mannúðar og mis- kunnar. (Frétt úr undirbúningHnefnd.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.