Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984
47
Morgunblaðid/ ól.K. Mag.
Bænaguðsþjónusta
í Breiðholtssókn
BREIÐHOLTSSÓKN sem nær
vfír Bakka og Stekki, reisir nú
kirkju í Mjóddinni. Síðastliðinn
sunnudag var haldin bænadags-
guösþjónusta í kirkjubygging-
unni.
Var hún til að minna á verk-
efni sem framundan eru og til
að safna fjárframlögum. Að
sögn séra Lárusar Halldórsson-
ar sóknarprests ganga fram-
kvæmdir seint sökum fjár-
skorts, en rétt eins og aðrar
kirkjur landsins er hún reist
fyrir frjáls framlög einstakl-
inga. Álíka samkomur hafa
verið haldnar að vori og hausti
frá því fyrsta .skóflustungan
var tekin. Þær hafa verið ágæt-
lega sóttar og nokkurt fé safn-
ast. Áætlað er að vígja kirkj-
una næsta haust, en ekki er vit-
að hvenær hún verður fullgerð.
IttttgtmÞlftfeib
Nokkur spjöld voru á lofti, öll með vinalegum kveðjum frá nemendum. Morgunblaðia/Ól.K. Mag
Skólastjórinn, Jón Freyr Þórarinsson, gengur brosandi frá.
Vori fagnað í Laugarnesskóia
SUNNUDAGINN 27. maí stóð for-
eldra- og kennarafélag Laugar-
nesskóla fyrir vorfagnaði. Hófst
hann með gróðursetningu á skóla-
lóðinni. Þá tóku foreldrar og nem-
endur saman höndum og prýddu
skólalóðina trjám. Eftir hádegið
tók skólahljómsveitin nokkur lög
og haldið var í skrúðgöngu um
nágrennið. í kringum skólann var
farið í ýmsa leiki. Loks var grillað
úti og sungið við gítarundirleik.
Nú stendur til að breyta skóla-
lóðinni þannig að innkeyrsla
verði aðeins norðan megin við
skólabygginguna. Þannig dregur
úr slysahættunni sem skapast
þegar stórir bílar aka inn á
leikvöllinn sunnan megin við
húsið. Teikningar af breyting-
unni eru eftir Auði Sveinsdóttur.
Þátttaka var mjög góð í fagn-
aðinum og allir skemmtu sér
konunglega, jafnt ungir sem
aldnir, að sögn aðstandenda vor-
fagnaðarins.
Búningarnir voru margvíslegir á vorfagnaðinum
og allir voru í sólskinsskapi.
ILJI
Armuli 8, simi 86080
Bláskógar
NÝKOMIÐ
Skrifborö
Skatthol
Hornskápar
Lampaborð
Símaborð
Hljómtækjaskápar
Bókaskápar
Tevagnar
Hagstætt
verð