Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 flltotQm Utgefandi nfrlðfrft hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Ólafur Jóhannesson Olafur Jóhannesson var stjórnmálamaður sem hafði lag á því að beina mál- um til þeirrar áttar að það væri að lokum undir honum komið að höggva á hnútinn. Hann vildi halda öllum dyr- um opnum á meðan andstæð sjónarmið voru að mótast og skýrast. Þá hafði ólafur oft og tíðum hægt um sig en lét síðan til skarar skríða af þunga og varð tæplega hagg- að eftir að hafa tekið ákvörðun og kynnt hana opin- berlega. Til marks um þetta er hvernig hann náði sam- komulagi í síðara sinn sem hann var forsætisráðherra um lögin um stjórn efna- hagsmála sem síðan eru jafn- an kölluð Ólafslög. Vegna þess að ólafur lagði sjaldan spilin á borðið fyrr en á síð- ustu stundu skapaðist oft um hann stjórnmálaspenna á meðan hann var ráðherra 1971 til 1983. Ekki fór heldur á milli mála að hann réð því sem hann vildi innan Fram- sóknarflokksins þau ár sem hann fór þar með for- mennsku, 1968 til 1979. í stjórnmálasögu líðandi stundar hefur áttundi áratug- urinn verið kenndur við Framsóknarflokkinn. Á þeim áratug var ólafur Jóhannes- son „sterki" maður flokksins og stóð í stafni hvort heldur tekist var á um efnahagsmál eða landhelgismál. Sem dómsmálaráðherra beitti hann sér fyrir margvíslegum lögbótum meðal annars því að Rannsóknalögregla ríkisins var sett á fót 1977. Lesendum Morgunblaðsins er ljóst að blaðinu líkaði ekki allt sem gerðist í stjórnmál- unum á framsóknaráratugn- um. Líklega var blaðið þó síst sammála þeirri stefnu ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannesson- ar, 1971 til 1974, að gera ís- land varnarlaust í áföngum. Þau áform náðu ekki fram að ganga og þegar Ólafur Jó- hannesson varð utanríkisráð- herra í ársbyrjun 1980 sýndi sig strax að hann ætlaði siður en svo að láta aftur að vilja Alþýðubandalagsins í varnar- og öryggismálum. Raunar gerðist sá sögulegi atburður þegar Ólafur myndaði annað ráðuneyti sitt síðsumars 1978 að kommúnistar settust í fyrsta sinn í ríkisstjórn sem hvorki hafði þá stefnu að hrófla við aðildinni að NATO né hreyfa við hernum. í emb- ætti utanríkisráðherra ávann Ólafur Jóhannesson sér virð- ingu allra lýðræðissinna með því að standa fast gegn öllum firrum alþýðubandalags- manna. Fyrstu árin eftir lagapróf vann Ólafur Jóhannesson lengst af lögfræðistörf fyrir Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Frá 1947 var hann í aldarfjórðung prófess- or við lagadeild Háskóla ís- lands. í Háskólanum skilaði hann ævistarfi sem sérhver kennari þar getur verið full- sæmdur af. Hann samdi vís- inda- og kennslurit í stjórn- lagafræði og stjórnarfarsrétti sem lögð eru til grundvallar við kennslu enn þann dag í dag og verða vafalaust svo lengi sem ekki verður gjör- breyting á íslenskum stjórn- arháttum. Alþingi íslendinga verður svipminna við fráfall ólafs Jóhannessonar. Hann var aldursforseti þingsins og hafði vegna stjórnmála- reynslu og yfirburða þekk- ingar á stjórnlögum meiri sýn en aðrir þingmenn yfir þau grundvallaratriði sem ráða mestu um réttan framgang mála á þingi. Framsóknarflokkurinn kveður nú öflugasta forystu- mann sinn um árabil. Innan flokksins lagði ólafur Jó- hannesson áherslu á að hann væri miðflokkur en ekki vinstri flokkur. Verður fróð- legt að sjá hver tekur það merki upp núna. í síðustu kosningum var Ólafur Jó- hannesson eini frambjóðandi Framsóknarflokksins sem náði kjöri í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi þar sem tæplega 60% þjóðarinnar býr. Þar er nú skarð fyrir skildi. Á síðasta ári kom út af- mælisrit helgað Ólafi Jóhann- essyni sjötugum. Meðal þeirra sem í bókina rita er Ágúst Þorvaldsson, flokksbróðir ólafs og samþingsmaður um langt skeið. Ágúst segir mcðal annars: „ólafur Jóhannesson á það sameiginlegt með fremstu stjórnmálamönnum íslendinga fyrr og síðar að vinna lífsstarf sitt og ná sigr- um með vopnum mannvits, sanngirni og samningum. Söguþekking hans, lögspeki, hófsemi og þjóðhollusta hafa gert hann sigursælan." Morg- unblaðið þakkar ólafi Jó- hannessyni samfylgdina með því að árétta þessi orð. VORMYNDIR ÚR SV Sauðburður stendur nú yfir víðast hvar á landinu, sums staðar er hann nærri búinn sveitinni hafa j en í harbýlli sveitum að hefjast. Þetta er mikill annatími hjá sauðfjárbændum, yfírleitt vel. Þ sérstaklega þar sem ær bera á húsi. Folöldin eru einnig að fæðast og börnin í Hreppum á döj Þau Árni Þór Hiln lömbum í hlöðunni Katrín Jónsdóttir á Högnastöðum með nýkastað folald. Hulda Hrönn Stefánsdóttir í Hrepphólum sýnir Ijósmynt tvö forustulömb. Craig Sherry, 1. stýrimaður á Rainbow Hope: „Ætli lausnin verði ekki einhvers konar málamiðlunu „FERÐIN gekk í einu og öllu að óskum. Viö fengum fínt veður en reyndar var mikil þoka þegar nær dró landinu. Þegar við höfðum siglt í tvo sólarhringa tilkynntum við, að ætlunin væri að leggjast að bryggju hér í Njarðvík kl. 6 að morgni þess 28. Siglingin tók 9 sólarhringa en áætlun okkar stóðst fyllilega enda er Rainbow Hope gott sjóskip," sagði Craig Sherry, 1. stýrimaður á skipinu, er blm. Mbl. ræddi viö hann, þar sem skipið lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Lestun og losun var þá í fullum gangi og ráðgert var að skipið héldi áleiðis til Bandaríkjanna síðdegis í dag. Ekki fullfermi Rainbow Hope var ekki með full- fermi í þessari fyrstu ferð. Sagðist Sherry ekki vita nákvæmlega hversu mikill farmurinn hefði verið í tonnum talið en tæplega 90% alls lestarrýmis hefði verið nýtt. Skipið er aðeins fjögurra ára gamalt, hét áður Amazonia, og hafði legið ónot- að á annað ár þegar ákvörðunin um íslandssiglingarnar var tekin. Ell- efu manna áhöfn er á Rainbow Hope. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að skipið nái ekki að standa sig i slæmum veðrum þegar kemur fram á vetur. Það hefur fengið að reyna ýmislegt á stuttri ævi. Annars verð- ur tíminn bara að leiða það í ljós hvort við fljótum eða sökkvum," sagði Sherry brosmildur. — Hver er afstaða þín til lag- anna umræddu frá 1904, þar sem segir að séu bandarísk skip fyrir hendi til þess að annast flutninga fyrir herinn skuli þau hafa for- gangsrétt á þeim? „Ég hef í raun afskaplega lítið að segja um þessi lög. Lög eru lög og á meðan þau eru í gildi ber að fylgja þeim. Við Bandaríkjamenn erum mjög gjarnir á að fylgja öllum lög- um og reglugerðum til hins ýtrasta og ætlumst þá til þess að aðrir geri slíkt hið sama. Hvað óánægju ís- lensku skipafélaganna varðar get ég vel skilið hana. Auðvitað reynir hver og einn að halda í sitt, en menn geta ekki búist við að fá að sitja að sínu samkeppnislaust eins og reynd- in hefur verið með Eimskipafélagið lengst af.“ — Eruð þið þá ekki að komast í þá sömu aðstöðu, þ.e. að sitja einir að flutningunum? „Vissulega má segja svo. Við er- um hins vegar að gera það af því að bandarísk lög kveða svo á um að sé bandarískt skip reiðubúið að annast þessa flutninga skuli það fá þá. Sjáðu til, íslendingar myndu vafa- lítið hugsa nákvæmlega eins ef þeir væru með herstöð í Bandaríkjunum. Þeir myndu tæpast sætta sig við að bandarísk skip önnuðust flutninga þangað. Flytjið þið ekki t.d. allan ykkar fisk sjálfir til Bandarikj- anna? Ég hef líka haft spurnir af því, að bæði Hafskip og Eimskip séu með erlend leiguskip og erlendar áhafnir í þokkabót. Hér er því ekki verið að vernda atvinnu íslenskra farmanna. Svo við víkjum aðeins að herstöðinni í Keflavík má e.t.v. segja að Bandaríkjamenn njóti þar velvildar íslenskra yfirvalda en hinu ber hins vegar ekki að neita, að vera hersins hér skapar ykkur at- vinnu sem þið getið illa verið án. Þetta er spurning um samkomulag. Báðir aðilar njóta góðs af þessu fyrirkomulagi." Engin fyrirstaða — Áttu von á því að Rainbow Hope haldi uppi siglingum til fs- lands um ókomna framtíð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.