Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984
25
Ha-'FERÐABÍLAR ,
TEi\n JSWlSSONfl.F I
SÍMflV: 4023? • 7SS8B
Morgunblaöiö/Júlíus.
(ssyni, fyrrum félaga hans hjá Fram, sem nú ver mark Breiöabliks. Loftur
Fram
Þrjú stig til
— eftir sigur á Blikunum í Kópavogi
Frammarar náðu sér í þrjú
stig í 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu þegar þeir sigruöu
Breiöaviik 1—0 á Kópavogsvelli
á sunnudaginn. Það var Bragi
Björnsson sem skoraði eina
mark leiksins í fyrri hálfleik eftir
góða sendingu frá Kristni
Jónssyni. Blikarnir skoruðu að
vísu eitt mark í leiknum en það
var dæmt af vegna rangstæðu
og voru leikmenn þeirra ekki
ánægðir með þann dóm en
tókst þó ekki að hnika ákvörðun
Eysteíns dómara.
Leikurinn fór fremur rólega af
stað. Bæði liðin virtust óörugg og
mikið var um ónákvæmar send-
ingar. Fyrsta marktækifærið
fengu heimamenn og var það
Guömundur Baldursson sem
skaut af markteigshorninu en
nafni hans í marki Fram átti ekki í
miklum erfiðleikum meö að verja
laust skot hans. Skömmu síðar
mistókst rangstöðuaðferð Blik-
anna og þrír Frammarar komust
einir inn fyrir vörn þeirra en fyrr-
verandi félagi þeirra úr Fram,
Friðrik Friðriksson markvörður,
bjargaöi meö góöu úthlaupi.
Á 24. mín. fengu Breiðabliks-
menn gullið tækifæri til að ná for-
ustunni. Sigurjón Kristjánsson og
Jóhann Grétarsson komust þá
báðir í gegn um vörn Fram, sem
svaf illilega á verðinum, en í staö
þess að skjóta átti Sigurjón mis-
UBK — Fram
0:1
heppnaöa sendingu á Jóhann og
besta færi leiksins þar með farið
forgörðum. Ef menn skora ekki
úr slíkum færum er ekki von á
góðu. Þau gerast vart betri.
Eftir markspyrnuna sem Fram
fékk barst boltinn til Kristins
Jónssonar á vinstri vængnum,
hann gaf langa sendingu inn á
vítateig Blikanna þar sem Bragi
fékk nógan tíma til að athafna sig
og skjóta. Boltinn fór í hliðarnetið
án þess að Friðriki markmanni
tækist að verja. Frammarar
komnir með forustuna þrátt fyrir
að Blikarnir hefðu átt betri færi í
leiknum.
Ingólfur Ingólfsson sem kom
inná sem varamaður í upphafi
síðari hálfleiks átti nokkur mark-
tækifæri en það vantaöi ætíð
herslumuninn, nema á 70. mín.
þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf
frá Guðmundi Baldurssyni en það
mark var dæmt réttilega af eins
og áður segir. Breiðabliksmenn
sóttu heldur meira en tókst þó
ekki að skapa sér nein teljandi
marktækifæri. Þegar um 10 mín.
voru eftir af leiknum komst Guð-
mundur Steinsson einn inn fyrir
vörn UBK eftir mistök í vörninni
en laust skot hans fór langt fram-
hjá.
Ingólfur fékk síðan besta
marktækifærið í síðari hálfleikn-
um þegar um fimm mínútur voru
eftir. Hann fékk boltann allt í einu
aleinn á markteig eftir horn-
spyrnu en skot hans var mátt-
laust og Guðmundur varöi það.
Leikurinn í heild var fremur
slakur. Frammarar voru heldur
beittari en tókst illa að skapa sér
marktækifæri. Blikarnir sakna
greinilega markaskorara síns frá
því í fyrra, Siguröar Grétarsson-
ar, og svo er Jón Oddsson
meiddur og það virðist ekki vera
neinn í liðinu sem þorir að skjóta.
Hjá Fram vantaöi Guðmund
Torfason og setti það svip sinn á
sóknina.
Einkunnagjöfin. UBK: Friörik Friöriksson 6,
Benedikt Guömundsson 6. Ómar Rafnsson 5,
Loftur Ólafsson 6, Ólafur Björnsson 6, Vignir
Baldursson 6, Þorsteinn Geirsson 5, Ingólfur
Ingólfsson (vm. á 49. mín.) 6, Johann Grétarsson
6, Heiöar Heiöarsson 5, Jón Einarsson (vm. á 46.
min.) 5. Guömundur Baldursson 6. Sigurjón
Kristjánsson 6. FRAM: Guömundur Baldursson
6, Þorsteinn Þorsteinsson 6, Trausti Haraldsson
5, Ómar Jóhannsson 6, Sverrir Einarsson 6,
Kristinn Jónsson 6, Bragi Björnsson 5, Guö-
mundur Steinsson 7, Þorsteinn Vilhjálmsson 5,
Einar Björnsson 5, Örn Valdimarsson (vm. á 57.
min.) 5, Steinn Guöjónsson 6.
I STUTTU MÁLI:
Kópavogsvöllur 1. deild
UBK — Fram 1 —0 (1 — 0)
Mark Fram skoraöi Bragi Björnsson á 25. mín.
Gult spjald: Steinn Guöjónsson í Fram.
Dómari var Eysteinn Guömundsson og dæmdi
hann ágætlega Hann mætti þó, eins og fleiri,
láta leikinn ganga meira, ekki eltast viö smábrot
þegar sá brotlegi hagnast á því.
Áhorfendur: 1037
— sus
Snilldarmarkvarsla Stefáns
— bjargaði KR-ingum frá tapi gegn Valsmönnum
VALSMENN vortl ftvo Rnnnnrlan a c Innn on á hrnint ótri'ilon
• Stefán Jóhannsson
VALSMENN voru svo sannarlega
óheppnir aö sigra ekki í leik sínum
við KR á laugardaginn, en liöin
geröu markalaust jafntefli. Valur
var mun betri aðilinn f leiknum og
átti skiliö sigur en þaö er sjaldnast
spurt aö því í knattspyrnunni.
Markalaust jafntefli þrátt fyrir
mýmörg marktækifæri.
Bæöi liöin hófu leikinn af miklu
kappi og skiptust á um aö sækja og
fengu bæöi nokkur sæmileg færi
strax í upphafi. Valsmenn náöu þó
fljótlega tökum á leiknum og héldu
þeim þaö sem eftir var. Sóknarþungi
þeirra var mikill og geta KR-ingar
Valur — KR
0:0
þakkaö markveröi sínum, Stefáni
Jóhannssyni, fyrir stigið því hann
varöi hreint frábærlega allan leikinn
en aldrei þó betur en á 15. mínútu.
Jón Grétar átti þá gott skot, sem
Stefán varöi snilldarlega, en missti
knöttinn út í teiginn þar sem Hilmar
Sighvatsson var einn og óvaldaöur.
Hann skaut föstu skoti alveg út viö
stöng en á hreint ótrúlegan hátt
bjargaði Stefán enn einu sinni.
Stórkostleg markvarsla og gerist
hún vart betri.
Þrátt fyrir mörg tækifæri og
þunga sókn tókst Valsmönnum ekki
aö skora, mest vegna frábærrar
markvörslu Stefáns en undir lok fyrri
hálfleiks munaöi þó ekki nema hárs-
breidd. Ingvar átti frábæra sendingu
á Jón Grétar, sem skaut ágætu
skoti, en á síöustu stundu tókst Jak-
obi Péturssyni aö bjarga í horn.
i síðari hálfleiknum var nokkurt
jafnvægi með liöunum fyrstu mínút-
urnar en síöan náöu Valsmenn und-
ega ódýr mörk er IA tapaði
ÍBK, sem geröi sig heimakominn og
líklegan til aö pota í boltann innan
markteigs. Náöi þó aldrei til knattar-
ins.
Síöara markiö var enn ódýrara.
Eftir fyrirgjöf fyrir mark Akraness á
40. mínútu, þar sem varnarmenn
heimamanna voru í miklum meiri-
hluta, uröu Júlíusi Pétri Ingólfssynl á
þau hrapallegu mistök aö renna
knettinum í eigiö net. Ætlaöi aö gefa
aftur til Bjarna, sem var einfaldlega
ekki þar sem Júlíus hugöi.
Knattspyrnulega séö var fyrri hálf-
leikurinn ákaflega slakur. Er undirrit-
uöum til efs aö Akurnesingar geti
leikið öllu verr en þeir geröu þá.
Keflvíkingar, sem hafa ágætu liöi á
aö skipa, komu meisturunum í opna
skjöldu strax í upphafi meö feikilegri
baráttu og unnu flest návígi. Barátta
af þessu tagi er nokkuð sem Skaga-
menn mega reikna meö aö önnur liö
sýni gegn þeim í mótinu. Þar hafa
allir allt aö vinna. Þegar líöa tók á
hálfleikinn fór mótlætiö aö fara í
skapiö á Skagamönnum enda gengu
þeir oft í rangstööugildru Keflvík-
inga.
Skagamenn höföu allsnarpan
vind í fangiö í síöari hálfleik en þaö
voru Keflvíkingar sem réöu feröinni
framan af. Þáttaskil uröu hins vegar
á 58. mínútu. Jón Leó Ríkharösson
kom þá inn á í staö Heimis Guö-
mundssonar hjá Skagamönnum.
Það var eins og viö manninn mælt;
kraftur og hraöi Jóns Leós reif
Skagamenn upp og þeir náðu undir-
tökunum í leiknum.
Þrátt fyrir aö ráöa gangi leiksins
þaö sem eftir lifði tókst heimamönn-
um aðeins aö skora eitt mark á 84.
mínútu. Var Smári Guöjónsson þar
aö verki eftir hornspyrnu. Skoraöi
meö föstu skoti í þaknetiö af stuttu
færi. Smári haföi skömmu áöur
komiö inn á fyrir Sigþór Ómarsson.
Áöur en jöfnunarmarkið kom
höföu Keflvíkingar sloppiö naum-
lega. Á 64. mínútu tókst þeim aö
hreinsa frá á marklínu og aftur á 76.
mínútu. Var þar Guöjón Guöjónsson
aö verki eftir skalla Jóns Leós eftir
hornspyrnu. Endurtók Guöjón þar
meö afrek sitt frá því á 28. mínútu
leiksins. Var þaö reyndar í eina sinn-
iö, sem mark ÍBK komst í hættu í
fyrri hálfleik. Á mínútunni fyrir mark
Skagamanna haföi mark Keflavíkur
sloppiö ótrúlega eftir hornspyrnu.
í Ijósi þessa mætti e.t.v. segja, að
Akurnesingar gætu hafa jafnað met-
in en þaö hefði ekki veriö sann-
gjarnt.
Óhætt er aö segja aö dagur
Skagamanna hafi ekki veriö á laug-
ardag. Svo aö segja allir léku undir
getu. Þaö var helst Árni Sveinsson
sem hélt haus svo og Jón Leó, sem
vakti óskipta athygli. Ef miö er tekiö
af þessum leik gæti hann gert stóra
hluti fyrir þetta lið. Hraöi hans gæti
gert hann aö skeinuhættasta kant-
manni landsins ef hann er rétt
spilaður upp.
Hjá Keflavík var þaö liðsheildin
sem réö ríkjum. Þorsteinn þó óör-
uggur í markinu lengst af. Vörnin
hins vegar mjög örugg. Tengiliöirnir
böröust vel og frammi voru þeir
Helgi Bentsson og Ragnar ,Mar-
geirsson stórhættulegir.
! stuttu mali Akranetvöllur, 1. deild.
Akranes — Keflavik 1:2 (0:2)
Mark Akranesa: Smárj Guöjónsson á 84. min-
útu.
Mörk Keflavikur: Einar Á. Ólafsson á 8. minútu
og Július Péfur Ingólfsson (sjálfsmark) á 40. min-
útu.
Dómari: Friögeir Hallgrimsson og stóó hann sig
mjög vel
Áhorfendur: 850
Einkunnagjöfin Akranet: Bjarni Sigurösson 5,
Guöjón Þoröarson 5. Jón Asketsson 5, Siguröur
Lárusson 5, Siguröur Halldórsson 5, Heimir
Guömundsson 4, Svetnbjörn Hákonarson 6, Júli-
us Pétur Ingólfsson 5, Sigþór Ómarsson 5. Guö-
björn Tryggvason 5, Arnl Sveinsson 6, Jón Leó
Rikharósson (vm) 6, Smári Guðjónsson (vm) 5.
Keflavik: Þorsteinn Bjarnason 5, Guójón Guö-
jónsson 7. Óskar Færseth 6. Valþór Sigþórsson
6. Gisli Eyjólfsson 5. Siguröur Björgvinsson 6,
Einar Á. Olafsson 6, Magnús Garöarsson 5, Sig-
urjón Sveinsson 5, Ragnar Margeirsson 7, Helgi
Benfsson 7, Kristinn Jóhannsson (vm) 5.
— SSv.
irtökunum en þeim tókst ekki að
skora frekar en fyrri daginn. Berg-
þór átti skalla í slá og ótal fleiri
marktækifæri mætti telja. Undir lok
leiksins varöi Stefán þrívegis mjög
vel og kom þannig i veg fyrir aö
Valsmenn skoruöu sitt fyrsta mark í
mótinu og fengju þannig þrjú stig.
Besti maður vallarins var Stefán í
marki KR og var hann eini KR-ingur-
inn sem átti góöan leik. Allir aðrir
léku undir getu og er langt síöan
undirritaöur hefur séö KR-liöiö eins
slakt og á laugardaginn. Engin bar-
átta og virtust leikmenn frekar
áhugalitlir um aö krækja sér í þrjú
stig.
Öðru máli gegndi um Valsliðiö.
Þetta er án efa besti leikur þeirra i
langan tíma og ef þeim tækist aö
skora mörk yröu þeir án efa í topp-
baráttunni. Bestur í liöi Vals var
Ingvar Guömundsson. Hann átti
margar gullfallegar sendingar og
baröist mjög vel á miöjunni. Grímur
Sæmundsen og Bergþór Magnús-
son áttu einnig mjög góöan leik. Allt
liöiö baröist mjög vel og er þetta
besti leikur hjá liði í íslandsmótinu,
sem sést hefur í Laugardalnum í
sumar.
Einkunnagjöfin. Valur: Stefán Arnarson 7,
Guömundur Kjartansson 7, Þorgrimur Þrá-
insson 7, Guöni Ðergsson 7, Grimur Sœ-
mundsen 8, Ingvar Guömundsson 8, Bergþor
Magnússon 8, Guömundur Þorbjörnsson 7,
Valur Valsson 7, Jón Grétar Jónsson 5, Hilmar
Sighvatsson 7.
KR: Stefán Jóhannsson 9, Jakob Pétursson
4, Stefán Pótursson 6, Ottó Guömundsson 5,
Gunnar Gislason 5, Agúst Már Jónsson 4, Sæ-
björn Guömundsson 6, Hannes Jóhannsson 5.
Björn Rafnsson 5, óskar Ingimundarson 4.
Sverrir Herbertsson 4, Willum Þór Þórsson
(vm. á 65. mín.) 4, Erling Aöalsteinsson (vm. á
80. min.) lék of stutt.
I stuttu máli:
Laugardalsvöllur 1. deild.
Valur — KR 0—0.
Dómari var Helgi Kristjánsson og haföi hann
góö tök á leiknum. Engin spjóld sáust þrátt
fyrir nokkuö fastan leík.
Áhorfendur: 462.
— sus.