Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐÍD, ÞRÍDJUDAGUR 29. MAÍ "Í984 o r 19 ina, sem hann réð að var skrifuð, og lokið var við árið 1977. Sú bók er væntanleg á næstunni hjá Menningarsjóði. Höfundi þeirrar bókar finnst að vel hefði mátt svo fara, að Ólafur hefði séð verkið á prenti, en við það verður ekki ráðið úr þessu. En þjóðhátíðarnefndin 1974 kveður í dag góðan foringja sinn á forsæt- isráðherrastóli með virðingu og þakklæti og biður honum blessun- ar og vottar samúð aðstandendum hans. Það voru einkum undirritað- ur og Matthías Johannessen, formaður þjóðhátíðarnefndar, sem höfðu samráð við Ólaf Jó- hannesson og áttu við hann sam- skipti fyrir hönd nefndarinnar. Það samneyti gleymist ekki. Indriði G. Þorsteinsson Kynni mín af Ólafi Jóhannes- syni hófust ekki fyrr en 1979. Ég hafði eins og aðrir fylgst með stjórnmálaferli hans og oft dáðst að hæfni hans til að sjá betur en aðrir í gegnum hinn pólitíska vef. Moldviðri stjórnmálanna byrgði honum «kki sýn á kjarna hvers máls. Þegar mest á reyndi var hann sterkastur. Það var í kosningabaráttunni 1979 að ég kynntist Ólafi persónu- lega. Frá fyrstu stund sýndi hann mér vinsemd og hlýju. Ég átti þess kost að fara með honum á marga vinnustaði og fann þá hvað það var, sem olli þeirri virðingu og því trausti, er menn báru til hans. Því réði framar öðru, að hann kom til dyranna eins og hann var klædd- ur: vitur, glöggskyggn, vilja- sterkur, glettinn, en umfram allt góðviljaður. Uppgerð var ekki til í fari hans. Á kveðjustund þakka ég vináttu hans og hiýju. Til ólafs var alltaf hægt að leita leiðsagnar í flóknum málum og ráðhollur var hann með afbrigðum. Dóru, dætr- unum og öllum ástvinum hans færi ég einlægar samúðarkveðjur. 1 laraldur Ólafsson Kveðja frá Félagi ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík Með ólafi Jóhannessyni er genginn einn mikilhæfasti stjórn- málamaður íslendinga. Er síðasti áratugur — oft nefndur framsóknaráratugur — kemur til umræðu þá gleymist oftar en vera skyldi að geta þess, að hann er eitt mesta framfara- skeið i sögu þjóðarinnar. Aldrei hefur verið jafnmikil uppbygging — jafnt til sjávar og sveita — á jafnstuttum tíma á íslandi. Aldrei hafa þjóðartekjur á mann aukist jafnmikið á jafnstuttum tíma. Engum einum manni er það eins mikið að þakka og Ólafi Jóhann- essyni að þessari uppbyggingu skyldi hrundið í framkvæmd. Var þar snúið við þeirri óheillaþróun frá áratugnum áður; er stórir hóp- ar fólks fluttust úr landi vegna atvinnuleysis. Stærstu gæfuspor Ólafs J6- hannessonar er hann tók fyrir ís- lensku þjóðina tengjast þó e.t.v. útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Það kom líka í ljós er olíukreppan mikla lagðist með fullum þunga á efnahagslíf Vesturlanda — með tilheyrandi verðbólgu og annarri óáran — að íslendingum veitti ekki einum af auðlindum hafsins í kringum landið. Öllum má því vera ljóst að ekki mátti tæpara standa að byrja útfærsluna. En þetta framtak ríkisstjórnar ólafs Jóhannessonar 1972 snerti einnig aðrar þjóðir enda er nú viður- kennt á alþjóðavettvangi að efna- hagslögsaga skuli vera, ekki bara 50, heldur 200 sjómílur. Um mannkosti og hæfileika ólafs Jóhannessonar skal því einu bætt við það sem felst í framan- sögðu — og það sem komið hefur fram á öðrum vettvangi — að nær einsdæmi er að einn maður skuli á starfsferli sínum hafa farið með hluta af öllum meginþáttum ríkis- valdsins; löggjafarvaldi, dóms- valdi og framkvæmdavaldi en að auki einn af handhöfum forseta- valds i fjarveru forseta sem for- sætisráðherra og segir þetta meira en mörg orð. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík þakkar fyrrverandi formanni sínum og alþingismanni samfylgdina og fyrir sitt leyti gifturík störf fyrir Framsóknar- flokkinn, landið og þjóðina og óskar honum velfarnaðar á öðrum tilverustigum. Frú Dóru Guðbjartsdóttur og öðrum aðstandendum er vottuð virðing og dýpsta samúð. í valinn er fallinn mikill stjórn- málaskörungur, Ólafur Jóhannes- son alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, og verður hann borinn til grafar í dag. Hvað vakti fyrir ólafi að vinna svo mikið innan félaganna í Reykjavík, bæði ungra sem eldri, á þessum tíma? Ég hef oft hugsað um það, og mín skoðun er sú, að á þeim tíma hefur honum fundist að þörf væri að styrkja störf Fram- sóknarflokksins á þéttbýlissvæð- inu. Ólafs Jóhannessonar verður best minnst sem manni með hnyttin stutt tilsvör og brosið fræga. Hann var ætíð mjög varkár í tilsvörum. Þegar hann var spurð- ur sem forsætisráðherra árið 1978, hvað hann byggist við af sínum meðráðherrum var svarið jafn stutt og laggott, „Nýir vendir sópa best." Fyrir hönd Framsóknarfélags- ins í Reykjavík, stjórnarinnar svo grein hans alla tíð var ríkisréttur, bæði stjórnlagafræði og stjórnar- farsréttur, en að'auki kenndi hann þjóðarétt og alþjóðlegan einka- málarétt. Fyrstu árin var réttar- far einnig viðfangsefni hans og síðar eignarréttur og veðréttur á annan áratug. Að auki hafði hann á hendi kennslu viðskiptanema í lögfræði um skeið. Kennslan ein var því viðamikið verkefni, en Ólafur var starfsmaður mikill og hóf þegar í stað, er hann kom að Háskólanum, að rita kennslubæk- ur og lagabækur handa almenn- ingi. Tvær af kennslubókum hans eru veigamikil vísindarit, sem í nokkra áratugi hafa einnig verið handbækur allra þeirra, sem hafa viljað leita sér vitneskju um laga- reglur um íslenska ríkisstarfsemi. Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og Ólafur Jóhannesson á fundi í skrifstofu forseta í Stjórnarráðshúsinu. Kynni okkar Ólafs hófust ekki að ráði fyrr en hann gaf kost á sér til alþingiskosninga hér í Reykja- vík haustið 1979. I kosningunum í desember á því sama ári náði Framsóknarflokkurinn glæsi- legum kosningasigri, og ekki síst hér í Reykjavík og voru tveir menn kosnir á þing héðan. Má það mikið þakka dugnaði Ólafs og því trausti sem hann naut og hafði áunnið sér meðal þjóðarinnar, bæði sem heiðvirður og ráðvandur stjórnmálamaður. Á Framsóknar- áratugnum frá 1971—1981 sýndi Ólafur sem ráðherra bæði þrek og styrk auk þeirrar þekkingar sem hann haföi, til að færa landhelg- ina út frá 12 mílum í 200 sjómílur. Ef Ólafs hefði ekki notið við hefðu þessi mál sjálfsagt ekki náðst á þeim tíma sem þau gerðu. f ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen, sem mynduð var eftir al- þingiskosningarnar 1979, gegndi Ólafur starfi utanríkisráðherra jafnframt þingstörfum. Án kjöl- festu Ólafs mun Gunnari líkast til ekki hafa tekist að halda ríkis- stjórn sinni saman, jafnerfið og hún var. Það er mikill missir að þessum tveim stjórnmálaskörung- um, á svo skömmum tíma, og að þeim var ekki gefinn lengri tími til að miðla af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Þegar Framsóknarfélag Reykja- víkur leitaði til Ólafs Jóhannes- sonar, hvort heldur var um að ræða almenn stjórnmálaviðhorf hverju sinni eða halda tækifæris- ræðu á einhverjum síðbúnum skemmtunum, var hann ætíð reiðubúinn þrátt fyrir miklar ann- ir. Þegar ég leitaði til ólafs fannst mér hann ætíð taka málaleitun minni einstaklega vel. Þegar litið er til baka er það sjálfsagt vegna þess að hann gegndi formennsku í Framsóknarfélagi Reykjavíkur á sínum tíma, rétt í lok stríðsins. Þá hafði hann unnið sem lögfræðing- ur um nokkurra ára skeið. Ólafur hætti formennsku einu ári síðar vegna þess að hann þurfti að fara utan til fram- haldsnáms í Svíþjóð, árið 1945-46. og allra félagsmanna, vil ég þakka Ólafi Jóhannessyni fyrir öll þau fórnfúsu störf, sem hann hefur innt af hendi. Einnig vil ég votta eiginkonu, frú Dóru Guðbjarts- dóttur, dætrum og öðrum ættingj- um innilegustu samúð. Valdimar K. Jónsson formaður FR Stjórnmál og lögfræðistörf voru aðalviðfangsefni dr. Ólafs Jóhann- essonar. Þessir tveir þættir voru tengdir, ekki síst þannig, að ólaf- ur beitti sér á þing- og ráðherra- árum sínum fyrir ýmsum réttar- bótum, sem hann skildi þörfina fyrir betur en margir aðrir vegna lagakunnáttu sinnar. Hann var fæddur norður í Fljótum, en hélt ungur á menntabrautina og lauk embættisprófi í lögum 1939 með glæsilegum vitnisburði. Ekki verð- ur fullyrt, hvenær áhugi á stjórn- málum og lögum vaknaði, en eftir stúdentspróf stefndi hann um skeið að öðru ævistarfi. Varla hef- ur hann þó talið, að illa hafi til tekist, enda líklegt, að í sveitinni hafi hann kynnst því, sem síðar varð viðfangsefni hans. Talaði hann með virðingu um lagakunn- áttu hreppsstjóra, og má vel vera, að valdsmenn og stjórnmálamenn hafi snemma vakið athygli ólafs og áhuga. Fyrstu árin eftir lagapróf starf- aði Ólafur Jóhannesson hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, en var þó um skeið í fullu starfi í viðskiptaráði. Veturinn 1945—6 fór hann til framhaldsnáms í logfræði í Stokkhólmi, og snemma árs 1947 tók hann við prófessors- embætti því við lagadeild, sem dr. Gunnar Thoroddsen hvarf þá frá, þar eð hann hafði verið kjörinn borgarstjóri í Reykjavík. Olafur var síðan óslitið lagakennari allt til 1971, er hann varð forsætis- ráðherra, en lausn frá kennara- embætti fékk hann eigi að fullu fyrr en 1978. Ólafur varð, er hann kom að lagadeild, að taka að sér mikla og erfiða kennslu, svo sem þá þótti ekki umtalsvert. Aðalkennslu- Er næsta athyglisvert, hve mikl- um fræðistörfum Ólafur fékk lok- ið á fyrri hluta kennaraára sinna, en eftir það tóku þingstörfin svo mikið af tíma hans, að hann hlaut að láta sér nægja að kanna og rita um annars konar afmörkuð lög- fræðileg verkefni eftir það. Aðalrit Ólafs Jóhannessonar eru Stjórnarfarsréttur — almenn- ur hluti, sem kom út 1955, og Stjórnskipun íslands, sem kom út prentuð 1960, en hafði áður birst fjölrituð að hluta. Báðar þessar bækur hafa verið gefnar út á ný í endurskoðuðum útgáfum, sem kennarar við lagadeild hafa séð um, dr. Páll Sigurðsson og dr. Gunnar G. Schram. Fyrri bókin, Stjórnarfarsréttur, fjallar um stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyti og ríkisstofnanir, gerðir þeirra og ábyrgð starfsmenn hins opinbera, valdbeitingu þeirra og eftirlit með störfum þeirra. Þetta mikilvæga réttarsvið hafði í nær 20 ár verið kennslugrein við lagadeild, þegar bók Ólafs kom út. Við kennsluna hafði verið stuðst við rit eftir danska prófessorinn Poul Ander- sen, sem var og er hin merkasta heimild, en var alla tíð erfitt til notkunar við lagakennslu hér á landi. Bók Ólafs bætti því úr brýnni þðrf laganema, en var einnig gagnmerkt brautryðjánda- verk. I samtali við höfund þessara lína á síðasta vetri vakti ólafur máls á því, að hann hefði viljað gera mun betur, þegar hann samdi stjórnarfarsréttinn. Þessi orð voru óþörf, því að bókina má með sanni kalla stórvirki í íslenskri lögfræði. Hitt kann að hafa verið tilefni þessara orða að þær rann- sóknir, sem Ólafur hóf, en varð síðar að hverfa frá vegna annarra verkefna, þurfa að verða öðrum hvatning til að sinna þessu mikil- væga réttarsviði, sem varðar hag allra. Annað aðalrit Ólafs Jóhannes- sonar, Stjórnskipun tslands, fjall- ar um megindrætti stjórnskipun- arinnar og æðstu handhafa ríkis- valdsins. Bókin er, gagnstætt hinni fyrri, byggð á grunni ran- nsókna og rita fyrirrennara Ólafs á kennarastóli, enda þótti sjálfs- agt, að bók um þetta efni, samin á íslensku og að öllu miðuð við ís- lenskar aðstæður, kæmi út skömmu eftir að lagakennsla hófst hér á landi í byrjun aldar- innar. Auk þeirra stóru rita. sem nú hefur verið getið, samdi Olafur Jó- hannesson rit um skiptarétt og kyrrsetningu og lögbann. Þá samdi hann fyrir almenning bók um Sameinuðu þjóðirnar og stórt yfirlitsverk, Lög og rétt, sem prentað hefur verið þrisvar sinn- um og er almennt upplýsingarit um íslenska réttarskipun. Greinar hans um lögfræði eru fjölmargar og um ýmis efni, en þó einkum ríkisrétt. Greinarnar eru taldar í Lögfræðingatali og Skrám um rit háskólakennara og verður að vísa í þessar heimildir. Nefna verður þó eina grein um ríkisrétt. Mann- réttindi, sem prentuð var í Samtíð og sögu 1951. Um önnur efni eru t.d. greinin Fjártjón og miski frá 1947 og greinin Fáein orð um bú- fjármörk frá 1962. Sýna heiti rit- gerðanna, að ólafur skrifaði um ýmis efni. Þess er fyrr getið, að Ólafur Jó- hannesson kom miklu í verk á fræðasviðinu. Meginhugmyndir hans um val viðfangsefna og vandamála voru hefðbundnar. Reynslan hefur sýnt, að þar fór hann rétta leið, og tryggðin við hefðirnar að þessu leyti hefur stuðlað að því, að kennslubækur hans hafa jafnframt orðið traust- ar handbækur, sem þeir vitna til, sem ræða vilja með rökum um réttarreglur um ríkið og starfsemi þess. Umfjöllun um einstök atriði, könnun heimilda og ályktanir, er að sjálfsögðu verk Ólafs og lýsir skoðunum hans. Þar kemur fram, að hann var íhugull og varfærinn í lagaverkum sínum, en gekk ótrauður til glímu við margvísleg og erfið álitaefni. Meirihluti þeirra lögfræðinga, sem nú starfa hér á landi, hefur lesið kennslu- bækur hans í ríkisrétti í lagadeild, og svo mun um fleiri en þann, sem þetta skrifar, að þeir þurfa ekki að rifja upp atvik margra hinna síð- ustu daga í starfi, áður en það rifj- ast upp, að til umræðu hafi verið skoðun Ólafs Jóhannessonar á einu atriði eða öðru, sem máli skiptir í ríkisrétti. A þeim árum, er Ólafur Jóhann- esson var prófessor en ekki þing- maður, sat hann oft í Hæstarétti sem varadómari. Dæmdi hann í um 180 málum. Ýmis önnur lög- fræðistörf hafði hann með hönd- um á þessum tíma og síðar, t.d. samdi hann lagafrumvörp, og fylgja mörgum þeirra ítarlegar greinargerðir, t.d. um jarðhita- réttindi. Eftir að Ólafur Jóhannesson settist á þing 1959 flutti hann ým- is niál, sem horfðu til umbóta á lagasviðinu. Hann var dómsmála- ráðherra jafnframt því að vera forsætisráðherra 1971—74 og áfram dómsmálaráðherra allt til 1978. Á þessum árum bar hann aðalábyrgðina á því, að leitað væri leiða til réttarbóta í dómsmálum, og lét hann ekki sitt eftir liggja. Má þar til nefna, að hann skipu- Iagði starf að endurskoðun rétt- arfarslöggjafar. Árangur þess varð m.a. lagabreyting 1976, sem fól í sér, að rannsóknarlögregla ríkisins var sett á fót. Einnig er þess að geta, að í ráðherratíð Ólafs var ýmsu varðandi refsingar breytt, bæði lagareglum og fram- kvæmdaháttum, t.d. var komið nýrri skipun á afgreiðslu beiðna um náðanir, reynslulausnir o.fl. Á þessum árum voru sett ný og ítar- leg Iög um þinglýsingar, eignar- námsframkvæmd, hjúskap, ætt- leiðingu, trúfélög og hlutafélög. Auk þessa var unnið að undirbún- ingi laga um ýmis málefni þó að það leiddi ekki til lagasetningar fyrr en síðar eða hafi enn ekki gert það. Þá er vert að minna á, að dómsmálaráðherrann er yfirmað- ur Landhelgisgæslunnar. Varð Ólafur af þeim sökum að taka mikilvægar ákvarðanir, þegar landhelgismálið var til meðferðar, en því máli sinnti hann að sjálf- sögðu einnig sem forsætis- Sjá bls. 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.