Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Ólafur Jóhannesson fyrr- verandi forsœtisráðherra ráðherra og með óðrum hætti. Hófundur þessara orða minnist þess ekki, að hafa nokkru sinni átt tal við Ólaf Jóhannesson um stjórnmál, og mun hér ekki fjalla um þann þátt starfa hans. Ekki verður hér heldur fjölyrt um þá vinsemd, sem greinarhöfundur naut hjá Ólafi þann aldarþriðj- ung, sem kynni stóðu. Mér er í fersku minni, þegar ég kom heim til þeirra frú Dóru Guðbjartsdótt- ur á heimili þeirra við Aragötu í fyrsta sinn. Síðan eru rúmlega 30 ár. Líklega eru 3 mánuðir síðan ég kom þangað í síðasta sinn. f fyrra skiptið var ég í hópi ungra laga- nema og professorinn var í miðju kennslustarfi sínu og fræðistarfi, afkastamikill og átti eftir að sinna hinum æðstu embættum. í vetur hafði heilsu hans hnignað, en hann var engu að síður velviljaður og áhugasamur og vildi vinna sem best verk, sem hann hafði tekið að sér á lögfræðisviðinu. Öll þessi ár, sem liðu milli hinnar fyrstu og síðustu heimsóknar, sýndi hann mér hugulsemi og vináttu, sem ekki gleymist. Líkt munu margir hugsa á útfarardegi hans. Blessuð sé minning hans. Þór \ ilhjálmssnn Fyrir skömmu var ég svo lán- samur að geta unnið að og leyst örlítið verkefni fyrir manninn sem öll þjóðin saknar og kveður í dag, Ólaf Jóhannesson. Allir þekkja þá tilfinningu og stolt sem því fylgir að fá að endur- gjalda vinum aðstoð þeirra, upp- örvun og alúð. Þegar ólafur þakkaði mér greiðann, gerði hann það með sínu hægláta og rólega fasi, og sagði síðan: „Það duga ekki orð." Frá honum voru þessi orð mér ómetanleg, svo vænt þótti mér um að fá tækifæri til að liðsinna hon- um — sterka manninum, sem allt- af vann fyrir aðra. Það er kveðjustund. Á hugann leita minningar og minningabrot. Svipmyndum bregður fyrir — allt frá því lítill drengur hélt sig í hæfilegri fjar- lægð frá lærðum manni, nemandi naut kennslu öruggs fræðara, samherjar ræddu þjóðmál af áhuga, ungur maður naut liðveislu og ráðgjafar í lífi og starfi, og að lokum samstarf um ólafsbók. Það er svo ótal, ótal margs að sakna, það er svo ótal, ótal margt að þakka. En það duga ekki orð. Jafnvel sterkustu stofnar falla, og nú er fallinn sá stofn sem svo margir, heil þjóð, studdist við. Litlir drengir — augasteinar afa síns — hafa hann ekki lengur til að rabba við og tefla. Dætur sakna trausts og ráðholls föður. Sárast saknar þú, elsku Dóra, en ég veit að þú átt sjálf þann styrk og ró, sem einkennt hefur ykkar farsæla líf. Leó E. Löve Oft berast manni fregnir um fráfall mætra manna og góðra vina, fregnir, sem vekja söknuð og trega, ekki síst þegar góðir ná- grannar falla frá, mitt í störfum og athafnalífi daganna, og maður átti ekki von á svo skjótum um- skiftum. Ekki er að efa, að fráfall ólafs Jóhannessonar, fyrrv. prófessors og ráðherra, hefur vakið slíkan söknuð í hugum margra. Með hon- um er horfinn á braut mikilhæfur forystumaður í íslensku þjóðlífi, maður, sem öll þjóðin treysti og virti og gat litið upp til, sakir mannkosta, festu og drengskapar. Margir munu minnast Ólafs sem háskólakennarans og mikilvirks fræðimanns á því sviði. Þá munu margir minnast hans, sem for- ystumanns á stjórnmálasviðinu og þar naut hann virðingar og trausts langt út fyrir raðir sinna eigin flokksmanna. En við sem bjuggum í næsta nágrenni við Ólaf, á Aragötunni, minnumst hans sem góðs nágranna, þökkum honum, konu hans og fjölskyldu fyrir öll góð samskifti um þrjá áratugi. Á þau samskifti hafa ekki fallið neinir skuggar. Ljúfmennska og stilling ólafs er alkunn. Hann bar aldrei tilfinn- ingar sínar utan á sér, hvort held- ur var um að ræða persónulega reynslu eða mótlæti, sem varð á vegi hans, eða þegar öldurnar risu hátt í stjórnmálabaráttunni, eins og svo oft vill verða. Stjórnmálamenn eru oft um- deildir, ekki síst í hita baráttunn- ar, og svo er um ákvarðanir þeirra og einstók verk. En menn gleyma því stundum, að þessir menn eiga eins og aðrir áhyggjustundir og verða oft að heyja sína innri bar- áttu, þegar taka skal ákvarðanir, sem snerta fjölda fólks að meira eða minna leyti og geta orðið óþægilegar fyrir marga. Stjórn- málamenn þurfa því engu síður en aðrir, sem ábyrgðarstörfum gegna, á andlegum styrk og skiln- esson. Hann féll á fullri ferð starf- andi í fylkingu forsjármanna þjóðar sinnar, búinn fyrir löngu að vinna sér orðstír sem „aldrei deyr", þ.e. stendur skráður á spjöldum sögu vorrar svo lengi sem íslensk tunga verður töluð. Mætti sú saga verða bæði núlif- andi og öðrum sem á eftir koma og vilja gerast forystumenn okkar litlu þjóðar til lærdóms og eftir- breytni; Ólafur bar nefnilega hag annarra a.m.k. ekki minna fyrir brjósti en sinn eiginn. Um það geta þeir borið vitni sem þekktu hann best allt frá skólaárunum. Strax í skóla vann hann sér traust og hylli skólasystkina sinna, kennara og skólameistara, allra, er mér óhætt að segja, sem kynntust honum að nokkru marki. Auðvitað eignaðist hann einhverja andstæðinga bæði þá og síðar en enga er ég fullviss um sem gátu brugðið honum um ódrengskap, eigingirni eða óheiðarleik af neinu tagi hvorki í opinberu lífi né einkalífi. Ég nefni aðeins eitt í fari hans sem athyglisvert var og laðaði menn að honum, og er þó af nógu að taka, en það var hvað honum var ótamt að tala um sálfan sig og sín einkamál en var aftur þeim strax, að missirinn væri ekki bara okkar framsóknarmanna heldur svo margra annarra — íslend- ingar höfðu misst einn sinna mæt- ustu sona. Fannst þá, sem oft fyrr, hversu almennrar virðingar og trausts Ólafur Jóhannesson naut meðal þjóðarinnar. Okkur, sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Olafi Jóhannessyni, kemur þetta ekki á óvart. Við fundum oft þessa sérstöðu, sem Ólafur hafði meðal almennings, t.d. í kosningabarátt- unni 1979. Það var ánægjulegt að starfa í þeirri kosningabaráttu, allir voru svo samstilltir og já- kvæðir með ólaf í broddi fylk- ingar. Einnig var alveg einstakt að fylgjast með samstarfi þeirra hjóna, Ólafs og Dóru Guðbjarts- dóttur. Allan tímann meðan kosn- ingabaráttan stóð mættu þau saman klukkan átta á morgnana og á meðan ólafur fór á vinnu- staði vann Dóra á kosningaskrif- stofunni. Á kvöldin fóru þau síðan saman á ýmsa smærri fundi. Það er ómetanlegur styrkur hverjum þeim, sem stendur í slíkri baráttu, að makinn starfi með. Það er fáum gefið eins og Ólafi og Dóru að vera svo heilsteyptar Um borð í varðskipi, f.v. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ólafur og Sigurður Árnason, skipherra. ingi að halda í sínum vandasömu störfum. ólafur Jóhannesson kunni vel að meta alla hlýju og vinsemd í sinn garð, það fundum við ná- grannar hans ekki síst. í reynslu- skóla lífsins hafði hann öðlast vit- urt hjarta, og því gat hann gefið öðrum viturleg ráð, af góðvild og skilningi. Á því er enginn vafi, að með fráfalli Ólafs hefur þjóðin misst einn sinna bestu sona, margir tryggan vin og góðan nágranna. Við, sem erum hér næstu ná- grannar þeirra hjóna, vottum frú Dóru, konu hans, og fjölskyldu þeirra innilegustu samúð okkar. Minning Ólafs Jóhannessonar verður okkur öllum kær og ákveð- in hvatning til góðra verka. Sú mynd hverfur ekki héðan úr ná- grenninu. O.skar J. Þorláksson Fáein kveðjuorð skólafélaga Fyrir hartnær hálfri öld brautskráðust tuttugu og tveir stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri, þar af ein stúlka. Þessi hópur hefur reynst harla lífseigur og farsæll og samheldinn. Þótt nokkuð sé nú farið að halla undan fæti og við afskrifumst nú ört úr flokki fullgildra manna eru æði margir enn í fulu fjöri, a.m.k. and- lega, og sinna sínum áhugamálum og jafnvel fyrri störfum meira eða minna. Fjórir góðir drengir voru áður horfnir af sjónarsviðinu eftir vel unnið dagsverk en í dag kveðj- um við þann úr hópnum sem þau afrek hefur unnið er varpa ljóma, ef svo má segja, á þennan stúd- entaárgang úr MA, Ólaf Jóhann- mun betri hlustandi, einlægur, ráðsnjall og hjálpsamur þótt hann væri störfum hlaðinn. Alla tíð fylgdist hann með líðan hvers og eins okkar og bar hag okkar fyrir brjósti. Félagslyndi Ólafs þekkj- um við best, skólafélagar, sem höfum haldið tryggð hver við annan og hist þegar tækifæri hafa gefist ásamt mökum okkar og þar hafa ólafur og Dóra ekki látið sig vanta ef annir hafa ekki hamlað. Gott hjónaband er eitt af því farsæla í okkar hópi og í hjóna- bandinu fann Ólafur mestu ham- ingju lífs síns. Heimilið var hans paradís á jörð. Þar lifðu þau hjón- in sínar unaðsstundir en líka þyngstu sorgarstundir, svo þungar að þar þurfti meira en meðal- mennsku til að láta ekki bugast, missa ekki trúna á lífið og um leið á hin ósýnilegu máttarvöld sem gefa okkur von og hrekja burtu óttann við hið óþekkta. Við skólafélagar minnumst Ólafs með þakklæti fyrir sam- fylgdina og einnig nokkru stolti yfir að hafa fengið tækifæri til að vera vinir hans. Mætti ósk okkar vera sú að geta yfirgefið þetta líf eins æðrulaust og hann þegar þar að kemur. Við hugsum nú með djúpri samúð til Dóru og dætr- anna og drengjanna hans afa. Friður sé með honum. Skúli Magnússon Snemma sunnudagsmorguninn 20. maí sl. barst mér sú harma- fregn, að Ólafur Jóhannesson hefði látist um nóttina. Við fram- sóknarmenn í Reykjavík höfðum misst foringjann okkar, en á viðbrögðum fólksins skildist mér persónur og vandaðar að allri gerð, að breytast ekkert við það að hefjast til æðstu metorða og halda alltaf hógværð sinni og látleysi án þess þó að glata nokkurri virð- ingu. Helsta einkenni þeirra var að vera eins við alla, háa sem lága, enda endurspeglaði heimilið þessa eðlisþætti þeirra. Heimilið var Ólafi griðastaður í önn dagsins, sem hann vissulega kunni að meta. Eins og frægt er, sagðist Ólafur hafa samið „Olafslögin" við eldhúsborðið heima. Þegar ég tók fyrst sæti á Al- þingi, sem varamaður Ólafs Jó- hannessonar, þótti það mjög sér- stakt, að hann mælti siálfur fyrir varamanni sínum. Olafur var formaður kjörbréfanefndar og vildi hann greinilega vera óruggur um, að „stelpan" yrði tekin gild og sleppti því ekki sinni föðurhendi af mér fyrr en ég var samþykkt. Hann vissi sem var, að fyrstu sporin eru oft erfið og vildi því sjálfur setja mig inn í hlutverkið. Ég hefi lítillega vikið að sam- starfi þeirra hjóna, en svo sam- ofnar eru minningarnar þeim báð- um að erfitt er í mínum huga að skilja þar á milli. Það má segja að við félagskonur í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík höfum kynnst Ólafi best í gegnum samstarfið með Dóru. Ólafur virti starf konu sinn- ar í félaginu okkar og mætti með henni á félagsfundum, t.d. jóla- og spilafundum. Að sjálfsögðu var hann oft frummælandi á fundum hjá okkur. Á síðasta jólafundi var ólafur eini herrann með okkur og lék á als oddi, þannig að gestir okkar á fundinum tóku eitt sérstakt auka- lag fyrir hann. Þessi litlu dæmi sanna þá gagn- kvæmu virðingu, sem þau báru hvort fyrir öðru, og að þau skynj- uðu einnig að öll störf eru í sjálfu sér jafn mikilvæg. Engin félagasamtök og engir flokkar geta starfað árangursrikt án þess að hver og einn félagi leggi sitt af mörkum. En það eru fáir, sem helga alla sína starfskrafta málstaðnum, en það gerðu þau hjón svo sannarlega fyrir Fram- sóknarflokkinn. Við framsóknarkonur í Reykja- vík kveðjum Ólaf Jóhannesson með sárum söknuði en minningar um mikilhæfan mann og samstarf liðinna ára mun lifa í hugum okkar. Við vottum Dóru, dætrum, barnabörnum, tengdasyni og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Sigrún Magnúsdóttir Látinn er einn merkasti stjórn- málamaður á þessari öld. Hans munu eflaust margir minnast og mjög að verðleikum. Ólafi voru falin mörg og mikil ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu, sem hann rækti og leysti með miklum sóma. Hann var enda stálgreindur og mesti fróðleiksmaður á sviði lögfræði og raunar í öllum grein- um. Hann var þjóðhollur forystu- maður á örlagastundum. Hann var forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og dóms- og kirkjumála- ráðherra. A Alþingi sat hann um áratugi og mörg og góð voru nefndastörf hans. Undirritaður var ekki flokksbróðir ólafs, en ég mat störf hans mikils og það var reisn yfir öllum hans gerðum. Ég kunni vel að meta störf hans að þjóðmálum, þar sem heill fóstur- jarðarinnar sat í fyrirrúmi. Hafi hann heila þökk fyrir. Hans mun lengi minnzt sem þjóðskörungs. Ég sendi konu hans og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar á þesari sorgarstund. Blessuð sé minning Ólafs J6- hannessonar. Jóhann Þórólfsson Við andlát Óiafs Jóhannessonar fer ekki hjá því að í huga minn komi margar minningar um hann og samskipti okkar á lífsleiðinni. Veit ég vart hvar skal byrja né hvar skal standa þegar ég nú sest niður til þess að minnast hans með örfáum orðum því af svo miklu er að taka. Kynni mín af Ólafi hófust þegar ég var ungur drengur heima á Hvolsvelli. Faðir minn var þá kaupfélagsstjóri þar en Ólafur framkvæmdastjóri félagsmála- deildar Sambands ísl. samvinnu- félaga og dvaldi hjá okkur í eftir- litsferð nokkra daga. Er mér enn minnisstætt hversu mér fannst maðurinn glæsilegur en þó miklu fremur hitt hve hann var alúðlegur við mig, svo ungur sem ég þá var ræddi hann við mig eins og fullorðinn mann um skóla- göngu mína og framtíðaráætlanir. Eftir þessi stuttu kynni fylgdist ég með frama hans álengdar og gladdist með sjálfum mér yfir því hversu vel honum farnaðist allt það er hann tók sér fyrir hendur, án þess þó nokkurn tíma að búast við því að okkar kynni yrðu nán- ari. Það fór þó allt á annan veg, því að af einhverri undarlegri tilvilj- un fór ég að hafa afskipti af stjórnmálum, en slíkt var mér þó mjög á móti skapi fram eftir öll- um aldri. Veruleg samvinna milli okkar Ólafs hófst árið 1968 er hann varð formaður Framsóknarflokksins en ég varaformaður og hélst sú skip- an alla hans formannstíð eða til 1979. Óþarft er að taka fram að allan þennan tíma var samvinna okkar náin en ekki skal það frekar rakið hér. Frá mínu sjónarmiði var Ólafur Jóhannesson alveg óvenju heil- steyptur og fjölgáfaður maður. Það var því gott að vinna með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.