Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Úrslitakeppni NBA: Lakers unnu fyrsta leikinn Botlon 27. maí- AP. KAREEM Abdul-Jabbar skoraði 32 stig, þar af 23 í fyrri hálfleikn- um í dag, er Los Angeles Lakers sigradi Boston Celtics 115:109 í fyrsta leik liöanna í sjö leikja úr- slitakeppni þeirra um „heims- meistaratitilinn" í körfuknattleik eins og Bandaríkjamenn kalla meistarakeppni sína. Liöin mæt- ast í mesta lagi sjö sinnum — það lio sem fyrst vinnur fjóra leiki veröur meistari. Jabbar, sem orðinn er 37 ára er stigahæsti leikmaöurirtn í sögu at- vinnumannadeildarinnar, átti mjög góöan leik gegn Celtics. Þetta var fyrsta tap Celtics á heimavelli sín- um í tíu leikjum, en sigur Lakers var öruggur. Liöiö haföi ávallt for- ystu í leiknum, og Celtics komst aldrei nær þeim en fjórum stigum. James Worthy skoraöi 20 stig fyrir Lakers og „Magic" Johnson 18. Kevin McHalle geröi 25 stig fyrir Celtics, Larry Bird 24 og Dennis Johnson 23. Guðjón í Stjörnuna Akurayri, 25. maí. Frá Aðalttaini Sigur gmmyni, rrétlamanni Morgunbtaóun*. ALLAR líkur eru á því að Guðjón Guðmundsson, knattspyrnumað- ur úr Þór, leiki handknattleik með Benni með besta markið MARK Benedikts Guðmundsson- ar, UBK, gegn KR í vikunni var kjöriö „Mark umferðarinnar" af dómurum, eins og komið hefur fram í Mbl. munu dómarar velja besta mark hverrar umferöar 1. deildarinnar. í haust mun síöan það besta af þeim átján, sem va'- in veröa, valiö mark ársins. Bene- dikt fær viðurkenningu frá SEIKO fyrir leik Breiðabliks og Fram í Kópavoginum á morgun. — SH. Þrír frá KSi í Ziirich Ellert Schram, formaöur KSÍ, og stjórnarmennirmr Gunnar Sig- urösson og Helgi Daníelsson sátu afmælisþing FIFA í ZUrich í Sviss fyrir nokkrum dögum og horfðu á landsleik Vestur-Þjóðverja og ít- ala — liðanna sem léku til úrslita í síðustu heimsmeistarakeppni. Þjóðverjar sigruöu 1:0 í afmælis- leiknum. SH. Fimmtudags- mót hjá FH Fimmtudagsmót veröur haldið næstkomandi fimmtudag, þaö er fimmtudaginn 31. mars. Keppt verður í eftirtöldum greinum. Karlar og Konur: 100 m hlaup og spjótkast. 2 mílur og kringlukast karla, 1 míla kvenna. Mt'la kvenna og 2 mílur karla eru liður í Stjörnu- hlaupum FH. Keppnin fer fram á Kaplakrika- velli og hefst klukkan 16. Vænt- anlegir keppendur eru beðnir að mæta tímanlega, síðasti skrán- mgarfrestur er kl. 15.30. HSK styrkir ólympíufara Héraðssambandið Skarphéö- inn hefur veitt íþróttamönnunum Vésteini Hafsteinssyni, kringlu- kastara, Tryggva Helgasyni, sundmanni og Þrani Hafsteins- syni, tugþrautarmanni, styrki að upphæð 27 þúa. hverjum vegna þétttðku í Ólympíuleikunum í sumar. Eins og kunnugt er hafa Vé- stoinn og Tryggvi veriö valdir í Olympiulið íslendinga en nú er Ijóst aö Þráinn keppir ekki á leik- unum vegna meiðsla. Hann fer nú samt á leikana, þvi hann veröur aðstoðarmaður frjálsíþróttamann- anna þar. Stjörnunní úr Garöabæ næsta vetur. Guðjón lék handknattleik og knattspyrnu með FH áður en hann fluttist hingaö noröur — og var góöur handknattleiksmaöur. Hann varö aö hætta æfingum vegna meiösla í hendi. Ekki er ákveöiö hvort Guðjón verður með Þór í knattspyrnunni aftur næsta sumar. Þó gæti vel far- iö svo. Fyrsti sigur eftir „upprisu" íþróttafélagið Leiknir í Breiöholti tekur nú þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu á ný, í 4. deildinni. Félagiö var „rifiö upp úr öskustónni" eins og forráöamenn þess sögöu á fundi fyrir alllöngu, og er mikill kraftur í starfinu. Á dögunum lék knattspyrnulið félagsins sinn fyrsta leik í 4. deildinni eftir „uppnsu" og stgraði þá Gróttu 3:0. Hér má sjá knattspyrnumenn Leiknis. Sigurður sigraói og var líka með besta skor KEPPNIN um Arneseon-skjöldinn fór fram í Grafarholti á dogunum. Keppendur voru 67 og úrslit urðu þessi: 1. Sígurður Péturss. 71+ 3 = 68 2. Einar L. Þorisson 75+ 7 = 68 3.-4. Kristinn Ólafss. 80+10 a 70 3.-4. Hörður Morthens84+14 = 70 Besta skor: Sigðurður Póturs- son 71. Á laugardag hófst keppnin um Hvítasunnubikarinn. Þátttakendur voru 48. Úrslit uröu þessi i högg- leiknum: 1. Halldór Bragason 89+23 = 66 2. Karl 0. Karlsson 77+ 9 = 68 3. Hörður Guðm.son 98+28 = 70 Besta skor Karl Ó. Karlsson 77. Á sunnudag fór fram Maímót unglinga. Úrsllt uröu þessi: Með forgjöf: 1. Gunnar Grímsson 65 2. Böövar Bergsson 65 3. Ragnhildur Siguröardóttir 69 An forgjafar: 1. Gunnar Sigurösson 82 2. Jón H. Karlsson 83 3. Eirikur Guömundsson 83 Þá var haldið opiö öldungamót á sunnudag. Keppendur voru 31, og þar á meöal fjórar konur. Leikn- ar voru 18 holur á rauðum teigum. 1. Magnús Guðm.son NK88+20 = 68 2. Óli B. Jónsson NK 87+18 = 69 3. Albert Þorkelss. GB 90+21 = 69 Besta skor Þorbjörn Kjærbo GS 77. Fylkír sigraði SÚ prentvilla var hjá okkur á dög- unum að Stokkseyri hefði sigraö Fylki 1:0 i bikarkeppni KSÍ. Hið rétta er að Fylkir sigraði 4:1. Af- sakið. Dunlop-tennis- mótið 31. maí OPNA Dunlop-tennismótiö 1984 fer fram dagana 31. maí til 3. júní nk. Mótið er haldiö á vegum tenn- isdeildar ÍK og Austurbakka hf. Keppnin fer fram á útivöllum þeim sem tennisdeild ÍK hefur til umráða viö Vallargerði í vestur- bæ Kópavogs. Keppt veröur í karlaflokki (A og B), kvennaflokki, unglingaflokki og flokki öölinga. Einnig veöur keppt í tvíliöaleik karla. Aö þessu sinni veröur keppt í tveimur nýjum flokkum. Þátttakandafjöldi í hverj- um flokki veröur að vera minnst átta. Tilkynna þarf þátttöku fyrir kl. 17.00 miövikudaginn 30. maí. Þátttaka tilkynnist til stjórnar tenn- isdeildar ÍK, i símum 42542 eöa 53191. Verölaun í mótinu eru öll gefin af Austurbakka hf., en þau eru mjög vegleg, og samanstanda af vörum til tennisiðkana. Knattspyrnu- skóli Fram KNATTSPYRNUSKÓLI Fram verður starfræktur nú í sumar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hvert námskeiö stendur í tvær vikur og skiptist í tvo hópa eftir aldri: Eldri hópur kl. 9—12, fædd 1972, 1973 og 1974. Yngri hópur kl. 13—16, fædd 1975, 1976, 1977 og 1978. Námskeiö veröa sem hér segir: A. 4. júnítil 15. júní B. 18. júní tll 29. júní C. 2. júlí til 13. júlí D. 16. júlí til 27. júlí. Athugiö aö námskeiöin veröa it'ka á föstudögum. Aöalkennari veröur Sigurbergur Sigsteinsson, iþróttakennari, og honum til aöstoöar verður Gylfi Orrason. Jafnframt munu ýmsir þekktir knattspyrnumenn koma i heimsókn, þar á meöal landsliös- mennirnir Marteinn Geirsson, Trausti Haraldsson og Guðmundur Baldursson. Þá mun þjálfari meist- araflokks, Jóhannes Atlason, einn- ig líta við. Verö á hverju námskeiði er 550 krónur. Innritun fer fram í Fram- heimilinu viö Safamýri alla virka daga kl. 13—14 og eftir kl. 17. Upplýsingar i síma 34792.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.