Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 29. MAÍ 1984 39 Kotungsháttur og öfund — eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Frá því á menntaskólaárum mín- um hefur myndlist átt huga minn öðru fremur. Fátt er hægt að hugsa sér ömurlegra en vistarverur, sem engin listaverk skreyta. Mér hefur ekki verið nóg aö njóta einn þeirrar örvunar, sem góð myndlist getur veitt og því ekki getað stillt mig um að láta aðra á stundum taka þátt í gleði minni t.d. með gjöfum til heil- brigðis- eða menningarstofnana. Með slíkum gjöfum hefur mér og verið í huga að vinna listinni í land- inu. Þá hefur mér þótt gott til þess að vita, að á seinni árum hefur það færst í vöxt að listaverk séu notuð til gjafa við sérstök eða hátíðleg tækifæri. — Það er einnig tví- mælalaust til ávinnings fyrir list- ina. Nú hefur það hins vegar gerst, að það á að teljast til vanvirðu að fá málverk að gjöf og reynt að gera þá, sem stuðlað hafa að gjöf nokkurri, og þiggjandann einnig torgryggilega gagnvart þjóðinni. Hér er bæði kotungsháttur og öf- und, ef ekki meinfýsi að baki. Fara þar þingmenn í hópi þeirra lítil- sigldari meðal alþingismanna í fararbroddi. Meðal þeirra einn fyrrverandi fjölmiðlamaður, sem vann sér helst til ágætis að vera það, sem NT stærir sig af, þ.e. „ágengur" í orðsins verstu merkingu. Skrif í þessu endur- fædda blaði framsóknarmanna um mál þetta eru meðal þess skuggalegasta, sem sést hefur í seinni tíð. Það segir sig sjálft, að þeir menn, sem stóðu að því að ætla að heiðra þennan ágæta samlanda okkar, gerðu það vegna þess að þeir vissu hve frábært verk hann hafði unnið á þeim sviðum. — Mér er og kunnugt um, að löngum þeg- ar venjulegir opinberir starfs- menn nutu hvíldar og næðis í skauti fjölskyldu um helgar, var hann óþreytandi að störfum. Slíkt geta misvitrir þingmenn ekki skilið né vitað, frekar en svo margt annað. Enginn, sem þekkir til virkjunarmála okkar, mun neita því, að umræddur maður hefur verið öðrum fremur drif- kraftur í virkjunarmálum þjóðar- innar og reynst þar framsýnn og ráðhollur. Má í því sambandi minna á Búrfellsvirkjun og það, sem henni hefur fylgt. Þeir samn- ingar voru án efa hagstæðir á sín- um tíma, enda þótt verð á raf- magni til okkar hafi ekki reynst eins hagstætt síðar af ástæðum, sem ekki verða raktar hér. Þá má ekki gleyma því að þótt við höfum orðið að sökkva okkur í skuldir Búrfellsvirkjun. Á myndinni sést meginhluti hins mikla listaverks Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. „En þá er þess að minn- ast, að það var einmitt á þessum slóðum, sem fólk, og þar með kenn- arar, þóttist þess um- komið að geta kennt nóbelsverðlaunaskáld- inu okkar að skrifa á ís- lensku." vegna mannvirkja þessara, þá munum við eignast þau öll skuld- laus á næsta áratug vegna tilkomu álverksmiðjunnar í Straumsvík. — 35 ár í sögu einnar þjóðar er stuttur tími, en það er sá tími, sem um er að ræða. Þá hefur ál- verksmiðjan í Straumsvík verið Hafnarfjarðarbæ dæmalaus lyfti- stöng. Þessu getur hvert barn átt- að sig á. — Þá má ekki gleyma þeim árangri, sem samt hefur náðst í baráttunni við verðbólg- una. Hefði hún ekki verið stöðvuð væri allt komið á kaldan klaka hjá okkur, en slíkt er því miður ósk sumra. Samt er það eitt verk, sem þess- um manni verður ekki fullþakkað, en það var þegar hann átti frum- kvæðið að því, að Sigurjón ólafs- son myndhöggvari var fenginn til að skreyta Búrfellsvirkjun með list sinni. Listaverk, sem verður þeim báðum til ævarandi sóma og listunnendum til stöðugrar gleði. Mér eru minnisstæð orð Sigurjóns Ólafssonar, er hann sagði mér frá því, að honum hefði verið falið Starfsmenn Sovéska sendiráðsins: Vilja efla tengsl við Stúdentaráð „Það er rétt að einn starfsmanna sendiráðs Sovétíkjanna kom að máli við mig og við áttum vinsamlegar samræður," sagði Stefán Kalmans- son, formaður Stúdentaráðs, er hann var inntur eftir því hvernig sam- skiptum stúdenta og Sovéska sendi- ráðsins væri háttað, en Morgunblað- inu er kunnugt um viðleitni sendi- ráðsins að koma þar á fastri skipan. „Ástæða þess að hann hafði samband við mig var að kanna hvort áhugi væri fyrir hendi af hálfu Stúdentaráðs að sækja æskulýðsmót 1985 í Moskvu. Einn- ig bauðst hann til að útvega okkur allar upplýsingar um Sovétríkin, utanríkismál o.fl." Aðspurður sagðist Stefán hafa gert sendi- manninum ljóst að meirihluti Stúdentaráðs væri mótfallin um- ræðum og ályktunum um þjóðmál og utanríkismál á fundum ráðsins og yrði öllu slíku vísað frá. „Hann var bæði undrandi og greinilega vonsvikinn og bað mig um skýr- ingar á þessari afstöðu, sem ég og gerði. Annars var ég mest hissa á því hversu gott vald hann hefur á íslenskri tungu og hve vel hann þekkti mína einkahagi," sagði Stefán að lokum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága! verk þetta, en hann eignaði hug- myndina sérstaklega umræddum manni. Hann sagði þá: „Það þarf stórhug, dirfsku og listrænt innsæi til þess að láta sér koma slíkt til hugar. Slikir menn eru alltof fátíðir með þjóðinni, hjá okkur rís varla nokkur upp úr meðalmennskunni." Af þeim slóðum þar sem meðal- mennskan hefur blómastrað sem mest berast nú þær fréttir að ver- ið sé að safna undirskriftum til þess að skora á þiggjandann að skila gjöfinni. Hvílíkt hugarfar. En þá er þess að minnast, að það var einmitt á þessum slóðum, sem fólk, og þar með kennarar, þóttist þess umkomið að geta kennt nób- elsverðlaunaskáldinu okkar að skrifa á íslensku. Undirskrift að skjali er ábyrgð- arverk og því fleiri sem skrifa undir þeim mun minnkar ábyrgð hvers og eins, þannig má telja skjal með fleiri en fimm undir nánast marklaust því þar kemur múgsefjun til skjala. Svo mun ein- mitt vera í umræddu tilviki, þar sem sá vitgrennsti í hópnum ræð- ur ferðinni. Menn þeir, sem voru að verki við um að heiðra þann mann, sem hér um ræðir, voru að þakka óvenju- legum manni, sem skagar upp úr meðalmennskunni og er því illa þokkaður meðal þeirra. Hann hef- Gunnlaugur Þórðarson ur átt mikilvægan þátt í verðmæt- asköpun í þágu allrar þjóðarinnar. Sú viðurkenning sem fólst í lista- verkagjöfinni var hreint smáræði miðað við þau verðmæti, sem um er að tefla, og það er rétt viðmið- un. Hér er og um sérstakan vel- unnara lista og menningar að ræða. Hins vegar er fjöldi venjulegra embættismanna og þingmanna, meira að segja í toppstöðum, sem aðeins þramma í gangrimlahjóli vinnunnar í meðalmennsku og hugmyndaleysi, jafnvel áratugum saman, ef þeir ekki blátt áfram þvælast fyrir og eiga engar viður- kenningar skilið. Það er líka við- miðun. Það væri illt, ef fólki, sem hvorki kanna að meta myndlist né vel unnin verk, á að takast að vinna listinni í landinu ógagn í smásálarskap sínum og koma í veg fyrir skynsamlega og viðeigandi ráðstöfun á almannafé. Dr. Gunnlaugur Þórdarson er hæstaréttarlögmaður í Kcvkjavik. Aquaseal þéttiefni ásökkla Aquaprufe olíublendi mjög gott á sökkla þar sem mikill raki eöa vatnsagi er í jarðvegi. Efnið er með 10% gúmmíblöndu og er því mjög teygjanlegt og sterkt. Ver steypuna gegn raka. Aquaseal 5 er vatnsblendi hentugt á sökkla þar sem raki er ekki mikill í jarövegi. Efniö má bera á þótt steypan sé rök. Ver steypuna gegn raka. Rétt ráð gegn raka II OLIUVERSLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5-REYKJAVÍK SlMI SÖLUDEILD 24220 (RÁÐGJÖF) SÍMI BIRGÐASTÖÐ 33533 (PANTANIR)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.