Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 29

Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 77 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tíffítlíi Frammistaða stjórnarinnar Friðfinnur Finnsson skrifar: Heill og sæll Velvakandi! Segja má að við aldamótamenn höfum lifað stóran kapítula úr Is- landssögunni sem við höfum fylgst með eftir bestu getu. Þá er margt sem kemur í hugann þegar litið er til baka eftir því sem minnið nær og ekki síst þegar maður er svo heppinn að hitta jafnaldra sína og spjalla um fortíð og nútíð. Ég var einn af þeim mörgu sem létu í ljósi álit sitt á núverandi ríkisstjórn þegar hún var mynduð svo nú fer vel á því að segja til með hvernig manni finnst hún hafa staðið sig. Mér finnst hún hafa staðið sig býsna vel á mörgum sviðum, ekki síst þegar hún spilaði út tromp- ásnum í fyrsta spili og hóf mark- vissa sókn gegn verðbólgu, með þeim árangri sem þjóðin öll fagn- ar. En með því að setja lög um af- nám samningsréttar og kaupbind- ingar held ég að heppilegra hefði verið að þeir sem hefðu 25 þúsund á mánuði eða meira fengju enga kauphækkun, hún yrði að bíða betri tíma. Én það sem við þetta sparaðist gengi til þeirra lægst launuðu því þeir hafa allt of lítið kaup og vinna þar að auki öll verstu verkin. Við þá lægst laun- uðu á að gera vel og betur má ef duga skal. Eg sagði í greinarkorni, sem birtist um svipað leyti og stjórn- armyndunin varð, að allt væri undir því komið að innan stjórn- arinnar ríkti einhugur sem þróað- ist af heiðarleika, sjálfsvirðingu, orðheldni og óeigingjörnum til- löguflutningi. Mér virðist sem þetta hafi tekist og innan stjórn- arinnar ríkti einhugur um hennar áform. Sparsemi hefur ætíð verið talin dyggð og við hana var aldamóta- kynslóðin alin upp. Ríkisstjórnin hefur líka hvatt þjóðina til spar- semi á öllum sviðum, og er það vel, en til þess að verulegur árangur náist þarf ríkisstjórnin að ganga fram fyrir skjöldu og spara. Við sem munum nokkuð aftur í tímann minnumst þess þegar ráðherrar voru ekki nema fjórir eða fimm og þá virtist þjóðarskút- unni samt reiða ágætlega af. Núna eru þeir orðnir tíu og flestir þeirra hafa aðstoðarmann. Ekki efast ég um að margt sé orðið betra en það áður var en með öllum þeim tölv- um og tilfæringum sem nú eru komin til hagræðingar mætti fara að fækka í ráðherraliðinu. Úr því farið er að ræða um ráðherrana er stutt í það að ræða um fríðindi þeirra og bílastyrki. Ráðherrarnir eru með háar tekjur og eru ekki neinir gustukamenn og eiga að sjálfsögðu að kaupa sína bíla á fullu verði eins og aðrir. Auk þessara fríðinda eru tíu bíl- stjórar á fullum launum við að keyra þá fram og til baka, gætu ekki ráðherrar keyrt sína bíla sjálfir en hafðir væru tveir, þrír bílar til sendiferða. Um þetta er rætt meðal þeirra sem vilja að menn séu samkvæmir sjálfum sér í einu og öllu. Fyrir nokkru las ég um það í blaði að ráðherrar hefðu rétt á að fá bíl tollfrjálsan einu ári eftir að þeir létu af embætti. Það er svo best að hver svari því fyrir sig hvort ráðherrar síðustu ríkis- stjórnarinnar hafi unnið til þess. Þegar ljóst var að draga þyrfti um 40% úr veiðum á helsta nytja- fiski okkar íslendinga og aflinn yrði þá ekki nemá helmingur þess sem hann var fyrir tveimur árum síðan var ljóst að okkur var mikill vandi á höndum. Þá var tekið upp kvótakerfið sem svo mjög er um- deilt en eitthvað verður að gera því framundan er mikill vandi. Eftir því sem maður les nú nýlega um kvótaskiptinguna norðan- og sunnanlands virðist koma skáhallt réttlæti. Hvernig hefði verið að byrja vertíðina 15. febrúar eins og til stóð, sleppa veiðum í mesta skammdeginu fyrst ekki mátti veiða meira en þetta. Það er mikið talað um fjárlaga- gatið sem ríkisstjórnin glímir nú við með Albert í fararbroddi. Þeg- ar ríkisstjórnin tók við var sagt að verðbólguhraðinn hefði verið um 130% og erlendar skuldir næmu um 60% af þjóðarframleiðslunni, sem sagt allt í grænum sjó. Mér hefur heyrst að sameigin- legt álit fólks á ríkisstjórninni sé að hún hafi á sínum stutta ferli komið því í framkvæmd að hafa fullkomna stjórn á efnahagsmál- unum. Og í ljósi þess hver aðkom- an var má það kallast gott. Nú ætti þjóðin að geta hafið nýja sókn í átt til aukinna lífs- gæða og það mun takast ef þjóðin ber gæfu til að standa sarnan um þá ríkisstjórn sem hún kaus með yfirburðum. Það er trú mín að ef íslenska þjóðin ber gæfu til að starfa eins vel í hálfa öld í viðbót og hún hef- ur gert á fyrri helmingi þessarar aldar, verður eftirsóknarvert að búa á íslandi. En aldrei má þjóðin gleyma hin- um fleygu orðum skáldsins, að hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Þurfum sífellt að hlusta á bítla og popp Sjónvarpsáhorfandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég opna sjónvarpið skömmu fyrir klukkan 20 á kvöldin og hvað heyri ég þá? Það er ekki „Fögur er vor fósturjörð", „Is- land, Island vort ættarland" eða „Ég vil elska mitt land“. Nei, það er ekki aldeilis íslenska þar á ferð. Þess í stað fáum við sífellt að hlust á bítla og popp, garg og væl á erlendum tungumálum utan úr heimi. Svo koma fréttir, sem að mestu eru fluttar á ís- lensku af ágætum þulum en þeg- ar taiað er við erlenda menn þyrfti að túlka það á íslensku máli eða láta textann líða hægar yfir skjáinn. Síðan koma kvikmyndir, sem eru að visu fáar til menningar- auka en allt of margar eru þær, sem eru til skammar fyrir ís- lenskt menningartæki. Að láta sjást klám og glæpamyndir er fyrir neðan allar hellur. Það sem vantar er meira af íslensku skemmtiefni og fróðleik um land og líf. Það sem gott er, er þakkarvert. Meira af íslenskum söng og tal- máli, en minna af ofbeldi. Við eigum geysimikið úrval af rúmum og nú bjóðum við þér alveg sérstök tilboðskjör Meðan birgðir endast RUM MEÐ DÝNU Undir 10.000, 2.000 út gr. 1.000 á mán. 10.000—15.000, 3.000 út. gr. 1.500 á mán. 15.000—20.000, 4.000 út gr. 2.000 á mán. Yfir 20.000, 5.000 út gr. 2.500 á mán. Hilda Úrvalið af fururúmum er geysilega gott. Á mynd- inni sérðu tegund Hilda. Verð með dýnum kr. 19.910. Náttborö verö kr. 2.860. Daisy með dýnum kr. 23.590. Dolly er fallegt hentugt hjónarúm þar sem her- bergið er frekar lítiö. Verð með dýnum kr. 17.210. Taktu eftir verðinu á þessu setti. Allt settið kr. 14.780 m/dýnum. HUSGACNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK « 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.