Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 31
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984 79 HAMAR OG DRAUMUR Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson I»ór Eldon: DAUÐAUÓÐIN 11 dauðaljóð. Myndir: Björk. í)tg.: Medúsa 1984. Þór Eldon er í hópi súrrealískra skálda og myndlistarmanna sem kenna sig við Medúsu. Ljóð eftir hann hafa birst áður, en ekki í sjálfstæðri bók fyrr en nú. Dauða- ljóðin nefnist bókin og verkar eðli- lega á þá sem hafa gert sér grein fyrir að flest ljóð fjalla um dauð- ann. Annars eru Dauðaljóðin full af lífi eins og vera ber þegar ungt skáld á í hlut. Dæmi um lifandi ljóð er til dæmis björk: stígðu mig að eðjunni þar sem mikil hús velta fram úr þoku og gul augu deyja í endalausum samförum. Þetta ljóð Þórs Eldons er at- hyglisvert framlag til íslenskra ástaljóða. Súrrealísk tákn leyna sér ekki: eðja og hús sem velta fram úr þoku. í þessu ljóði eins og svo mörgum öðrum er speglað líf á mörkum draums og veruleika, en einnig eru í bókinni ljóð sem líkj- ast martröð. Dæmi er lárétt stell- ing: á nóttunni er ég fölur karfi og syndi inní þér og leggst undir voldugar dælur og hitna líkaminn er drasl lárétt stelling hefur séð til þess niðurstaða: menn eru án höfða breiðstrætin liggja á hliðinni og það er einhver að dansa við mig. Þetta ljóð er innihaldsríkt, gef- ur að vísu meira í skyn en það segir, ort í frjálsræðisanda hugar- flugsins. Síðasta línan er einkar skemmtileg, afhjúpar þann sem lífið Ghefur gert varnarlausan og leikur á að vild. Skáldið dansar ekki við einhvern heldur er ein- hver að dansa við skáldið. í upphafi bókarinnar er lesand- inn kynntur fyrir skuggadrengn- um sem er í senn sá sem ort er um og yrkir ljóðin. Þessi drengur er heillaður af sinni eigin mynd. Hann er eins konar Narkissus. í lokaljóði bókarinnar snýr hann baki við hinum sjáanlega heimi og hótar því að skapa „aðra rauðari, aðra kaldari" sól. Ljóðið kallast rétt ákvarðanataka. Þótt ljóð Þórs Eldons séu súrrealísk lætur hann sér samt ekki nægja endalausar Þór Eldon gælur við fallegt myndmál. Hann vill breyta, „fer í loftin/ með ham- ar og draum". En enn sem komið er vekur mesta athygli á hve ferskan og óvæntan hátt hann dregur upp myndir og gefur þeim skáldlegt líf. f Dauðaljóðunum er líka áber- andi hve mikið er lagt upp úr fág- un, því að segja ekki of mikið. Hnitmiðun er einkennandi fyrir þau og stingur stundum í stúf við æskulegt andrúmsloft. Vissulega er sumt til marks um ómótaða lífssýn. En það út af fyrir sig ber ekki að Iasta hjá ungu skáldi. Dauðaljóðin sem eru reyndar þrettán, ekki ellefu, eiga það skilið að vekja eftirtekt. Þau eru myndskreytt af Björk og eru riss- myndir hennar ljóðunum trú þótt þær séu mun lausbeislaðri. Stendur þeirri fyrstu að baki Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Headpins Line of Fire Polydor/Fálkinn Þrátt fyrir að þessi önnur plata kanadísku rokksveitar- innar standi frumraun flokks- ins nokkuð að baki er ég enn þeirrar skoðunar, að rokkið hjá Headpins sé betra en flest það sem maður heyrir á svipaðri línu vestanhafs. Líklegt er að menn viti lítil deili á Headpins-sveitinni og er því ekki úr vegi að kynna hana lítillega. Sem fyrr er hún skip- uð þeim Darby Mills/ söngur, Brian McLeod/ gítar, Ab Bry- ant/ bassi og Bernie Aubin/ trommur. Söngur kvinnunnar er hress sem fyrr og sömuleiðis gítarleikur McLeod á köflum, en allar útsetningar bera þess nú merki, að ætlunin er að ná eyrum útvarpsstöðvanna í rík- ari mæli en áður. Hrjúfleikinn er reyndar ekki allur á bak og burt, fjarri því, en keyrslan ekki sú sama og óbeislaða og á fyrstu plötunni. Line of Fire er annars mjög sterk heild, þ.e. ekkert laganna er neitt áberandi slakara en hin. Þrjú standa nokkuð upp úr að mínu mati, Mine All Mine, I Know What You’re Thinking og I’ve Heard It All Before. Hin lögin fimm eru öll svipuð að styrkleika og gefa plötunni ágætan heildarsvip, en þó ekki eins sterkan og á fyrstu skíf- unni. Hljóðfæraleikur á plötunni er með miklum ágætum og „sándið" er skemmtilega „þétt". Enn undrast maður hvernig þetta atriði tekst að sniðganga svo að segja á öllum íslenskum hljómplötum. Það er helst að Þursarnir hafi náð þessu á Gæti eins verið. McLeod á heið- urinn af útkomunni á þessum vígstöðvum sem og á flestum öðrum er lúta að Headpins. Hann er nefnilega potturinn og pannan í öllu saman. Þótt Line of Fire sé um margt traustur gripur fer það ekki leynt, að Headpins er kom- in á þá braut, sem svo gott sem allar bandarískar rokksveitir feta fyrr en síðar. Næsta plata mun því væntanlega skera úr um hver stefnan verður og þá um leið hvort tónlistin tekur einhverjum breytingum. Það verður hún að gera því þessar tvær fyrstu plötur hafa verið of keimlíkar. Ultravox á uppleið á ný Ultravox Lament ('hrysalis/Steinar Ultravox var í mínum augum á sínum tíma sú sveit, sem bar höfuð og herðar yfir allar aðrar nýbylgjusveitir Breta á árunum 1980—82. Eftir plötuna Rage in Eden var eins og flokkurinn hreinlega hyrfi af sjónarsvið- inu og platan Quartet vakti litla eftirtekt þegar hún kom út. Lament heitir sú nýjasta frá fjórmenningunum með Midge Ure í broddi fylkingar og ég er illa svikinn ef hún verður ekki til þess að hefja nafn Ultravox til vegs og virðingar á ný. Þótt hér megi enn finna áhrif frá Vienna, plötunni sem færði Ultravox heimsfrægðina, hafa eldri hlutir að langmestu leyti vikið fyrir nýrri hugmyndum. Yfirbragðið er fjarri því að vera eins kuldalegt og þá og sum laganna nálgast það að flokkast undir dægurpopp. Lament er vissulega skref fram á við hjá fjórmenningun- um og það stórt, en þó er platan ekki nógu heilsteypt. Fjögur laganna eru áberandi sterkari en hin fjögur, þ.e. afgangurinn, og úr verða of miklar andstæð- ur til þess að platan nái því að geta talist heilsteypt. Hins veg- ar er sterkari hlutinn hinum veikari yfirsterkari og minn- ingin um Lament er því já- kvæð. Bestu lög plötunnar eru One Small Day og A Friend I Call Desire. í báðum þessum lögum er gítarinn meira áberandi en annars staðar á plötunni og undirstrikar rækilega, að meiri notkun hans hefði gefið Lam- ent enn sterkara yfirbragð. Dancing with the Tears in My Eyes og titillagið, Lament, eru einnig skemmtileg. Ultravox á sér fáa líka þegar kemur að notkun og beitingu hljómborða og alls kyns tækni- bragða. Þetta eru menn sem kunna að beita tækninni af smekkvísi og það er einmitt þar sem skilur á milli hinna góðu og slæmu í tölvupoppinu/ný- bylgjunni eða hvað menn vilja kalla þessa tónlist. Það er ekki nóg að eiga allar græjurnar, það verður að. kunna að beita þeim. Gamall sannleikur og nýr. P M Gódcin dag inn / 5 fyrír veiöimanninn Kaststangir: Hericon, DAM, Shakespeare Fluglínur Verö frá kr Veiðisett: Stöng, hjól, lína og spúnn Verö frá kr. 680 LUiJLUiJJII Grensásvegi 50 — 108 Reykjavik — Sími 31290

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.