Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 251. þáttur Maður er nefndur Jón Jón- asson (1876—1914). Hann var kennari og skólastjóri síðast í Hafnarfirði. Hans er fyrr getið í þáttum þessum, enda hafði hann mikinn áhuga á mál- vöndun. Sama árið og Jón dó kom út eftir hann bæklingur Leiðréttingar nokkurra mállýta, prentaður í Gutenberg. Svo segir í formála: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve gjarnt mönnum er á að skemma móðurmál sitt með ýmis konar orðskrípum, útlendum og innlendum; gera það sumir af fordild og hé- gómaskap, aðrir í hugsunar- leysi og margir sökum fáfræði — af því að þeir hafa eigi lært að greina gott mál frá illu. Gleðilegt er það, að á síðustu árum virðist hafa aukist áhugi á því að vanda málið. Eg hefi heyrt ýmsa óska þess, að gefin væri út leiðbeining um það, hvað koma eigi í stað hins ranga máls; þeir segjast oft ekki finna eða muna hin réttu orð, er á þeim þarf að halda. Það er til þess að reyna að verða við þessum óskum, að eg hefi tínt saman orðasafn það, er hér fer á eftir. Eg veit vel, að í það vantar mörg orð, sem þar hefðu þurft að vera, og liggja til þess ýmsar orsakir. Fyrst og fremst er eg ókunn- ugur í mörgum héruðum landsins og veit því eigi um þær málvillur, er þar tíðkast; í öðru lagi hefi eg sjálfsagt gleymt mörgum málvillum, sem eg hefi heyrt. Af ásettu ráði hefi eg að mestu leyti sleppt þeim orðskrípum, sem tíðkast í máli einstakra stétta, svo sem meðal sjómanna, iðn- aðarmanna o.fl. Sömuleiðis er sleppt flestum orðskrípum, sem tíðkast við spilamennsku, leika og ýmsar skemmtanir aðrar. Þyrfti að taka þetta allt fyrir sérstaklega, en það er mikið starf og vandasamt. Lengi mætti halda áfram, ef semja ætti skrá yfir öll þau orðskrípi og dönskuslettur, sem þeir nota, er kærulausir eru um móðurmál sitt, eða svo heimskir og hégómlegir, að þeim þyki fremd að því að tala öðruvísi en aðrir. Yrði það stór orðabók." ★ Hér fara á eftir allmörg dæmi úr bæklingi Jóns Jónas- sonar. Má margt af þeim læra, og það m.a. hvaða „orðskrípum og dönskuslettum" hefur verið útrýmt og hvað enn er við að glíma af því tagi: adressa utanáskrift, heimilis- fang; adressubréf fylgibréf (með sendingum) afhald mætur, góður þokki; vera í afhaldi vera vel þokkað- ur, mikils metinn, kær afleggjari græðikvistur; auka- vegur, afvegur, hliðargata afsendari sendandi afstands afgangs afvæta afæta (uppspretta, er étur — þ.e. þíðir — af sér) agitera róa undir (t.d. við kosn- ingar), safna atkvæðum, styðja (mann eða mál), fylgja agta virða; börnin agta ekki kennarann börnin virða ekki kennarann akkorð samningur; akkorðs- vinna ákvæðisverk aksjón uppboð; aksjónsgóss uppboðsmunir allareiðu nú þegar, næstum því an: það gengur ekki an það blessast ekki, stoðar ekki, það má ekki svo til ganga; það kem- ur an upp á það er undir því komið angefa kæra, ljósta upp apaspil bjánalæti, skrípalæti appilera áfrýja, skjóta máli til æðra dóms artugur hlýðinn, þægur; artar- legur ræktarsamur, hugulsam- ur asfalt jarðbik assúrera tryggja, votryggja; assúrans votrygging, ábyrgðar- félag augabrýr augabrýn, augabrúnir aur eyrir; eg á ekki einn aur í buddunni eg á ekki einn eyri i buddunni axel möndull, öxull, ás axía hlutabréf, hlutur; axíufé- lag hlutafélag álnavís í álnatali, í álnum ári ár (á bát; ári er sunnlenzk málleysa) áttahringur áttæringur (skip með 8 árum) Fleira verður ekki tínt til í bili úr þessum bæklingi. At- hyglisvert er að Jón Jónasson notar orðmyndirnar votryggja og votrygging, þar sem nú er venja að segja og skrifa vá- tryggja og vátrygging. Orð- myndir Jóns eru í meira sam- ræmi við þróun málsins, því að vá breytist undantekningarlít- ið í vo í nútímamáli (framvirkt hljóðvarp). Gamla myndin lifir aðeins í örfáum dæmum, svo sem: Nú er vá (= hætta) fyrir dyrum. ★ Páll Helgason á Akureyri kom að máli við mig og fræddi mig á því, hver væri höfundur vísu sem ég birti í síðasta þætti. Hann sagði öruggt að höfundurinn væri Sigfús Bjarnason frá Grýtubakka í Suður-Þingeyjarsýslu. Páll hafði vísuna í þessari gerð: Sólin lætur sólskinið svíða mannagreyin, bara til að venja þá við velgjuna hinumegin. P.s. í síðasta þætti skekktist nafn. Jóninna Sigurðardóttir breyttist í Jónína. P.p.s. Enska sögnin defrost er rétt þýdd á íslensku með þíða eða affrysta, ekki afþíða, eins og stundum heyrist. Morgunblaöið/Vilbcrg. Byggt á Skagaströnd Þessir ungu athafnamenn, Óskar Ingi Þórsson (Lv.) og Viggó Maríusson, létu rigninguna á Skagaströnd ekkert á sig fá og gengu ötullega til verks við að reisa sér „spýtuhús“ í miðju kassafjalaþorpi sem yngsta kynslóðin á Skagaströnd hefur komið upp í sumar. 16767 Opiö kl. 1—4 Fossvogur Ca. 200 fm raöhús á tveimur hæóum -.«ö bílskúr. Mjög falleg eign. Sólvallagata 160 fm 5 herb. íbúö á 2. hæö í steinhúsi. Svalir. Verö 3000 þús. Hafnarfjöröur Mjög vönduö 140 fm sérhæö i nýlegu steinhúsi. Bílskúrsréttur. Veró 2,5 millj. Nýbýlavegur Ca. 100 fm íbúö á 2. hæó á rólegum staó fyrir neöan götu. 45% útborgun eöa skipti á minni íbúö. Bilskúrsréttur. Eskihlíó Rúmlega 100 fm 4ra herb. íbúö á 3. hæö. Verö 1800 þús. Sléttahraun 4ra herb. ibúð á 2. haBð. Bilskúrsréttur. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Verö 1750—1800 þús. Krummahólar Falleg 3ja herb. ibúö í lyftuhúsi ca. 85 fm. Verö 1550 þús. Selfoss Fallegt 130 fm einbýli ásamt bílskúr noröan árinnar. Hugsanleg eignaskipti. Sumarhús viö Stokkseyri ásamt 5% hektara lands sem liggur aó vatni. KvöM- og helgars. 22428. Einar Sigurðsson, hri. Laugavegi 66,'tími 16767. 685009 685988 Símatími í dag kl. 1—3 2ja herb. Miðbærinn Vönduö, ný íbúö á 1. hæö. Bílskýti fylgir íbúöinni. Veró 1650 þús. Fossvogur Ibúð á jaröhsaö í góðu ástandl. Sár- garöur. Nýtt gler. Laus strax. Holtsgata Rúmgóö íbúó á efstu hæö. Laus strax. Verö 1350 þús. Snorrabraut Rúmgóö íbúö á 2. hæö. Svalir. Ekkert áhvilandi. Laus strax. Háaleitisbraut Rúmgóö ibúö á 1. hæö. Laus strax. Verö 1.5—1,6 millj. 3ja herb. Asparfell Rúmgóö íbúö á 7. hæö. Sv.svalir. Góö- ar innr. Laus strax. Verö 1600—1650 þús. Leirubakki Glæsileg íbúó á 1. hæö Sérþvottahús. Góöar innr. Aukaherb í kjallara. Verö 1750 þús. Goöheimar íbúö á jaröhasö í þríbýllshúsl, rúmir 70 fm. Verö 1550 þús. Hringbraut íbúó á 2. hæö. Nýtt gler. Laus strax. Ekkert áhvílandi. Verö ca. 1500—1550 þús. Orrahólar Sérstaklega rúmgóö íbúó, parket á gólfum, gluggi á baói, herb. á sérgangi. Stórar svalir. Útsýni. Laus fljótlega. Furugrund Vönduö íbúö, ca. 90 fm. Suöursvalir. Útsýní. Veró 1,8 millj. Laus fljótlega. Rétt viö Hiemm ibúö á 1. hæð i góöu steinhúsi. Losun samkomulag Varö aöeins 1450 þús. Ugluhólar Ibúö í þriggja hæöa húsi meö bilskúr. Verö 1750—1800 þús. 4ra herb. Blikahólar 117 fm íbúö á 2. hæö. Ákv. sala. Verö 1.8 míllj. Leirubakki 4ra—5 herb. íbúö á efstu hæö í enda. Sérþvottahús, gluggi á baói, aukaherb. í kjallara. Verö 2,0—2,2 millj. Safamýri Endaíbúð á 2. haað. Tvennar svallr. Ný innr. og tæki i eldhúsi. Góöur enda- bilskur. Ekkert áhvilandi. Verö 2,6 mlllj. Kaplaskjólsvegur ibúö á efstu hæó. Gluggi á baöi. Suöur- svalir. Útsýni. óinnr. ris fylgir íbúöinni Laus í nóvember. Eskihlíð Rúmgóö íbúö i góöu ástandi á 1. hæö. Tvær góöar stofur, rúmgott eldhús, gluggi á baöi. Hagstætt verö. Losun samkomulag. Seljahverfi Endaibúö á 3. hæö Sérþvottahús. Bílskýli. Verö 2 milij. Sérhæöir Kópavogur Fyrsta hæö i þríbýllshúsl, ca. 130 fm. Sár inng. Bílskúrsréttur Verö 2.8 mlllj. Noróurmýri 115 fm hæö í þríbýlishúsi. Laus strax. Ekkert áhvílandi Verö 2 millj. Borgarholtsbraut Efri haBÖ í tvíbýlishúsi, ca. 110 fm. Sér- hiti. Stór bílskúr. Suóursvalir. Verö 2,5 millj. Langholtsvegur Ca. 100 fm hæó, talsvewrt endurnýjuö. Bílskur Verö 2,3 millj. Kjöreignyi gg Ármúla 21. Dan. V.S. Wiium lögtr. Ólafur Guömundsson sölustjóri. Kríatján V. Kriatjánsaon viöskiptafr. 29555 Ath.: Nýtt heimilisfang Bólstaðarhlíö 6 Opiö frá 1—3 2ja herb. íbúöir Æsufell. 2ja herb. 65 fm íb. á 4. hæö. Verö 1350 þús. Laugarnesvegur. 2ja herb. 60 fm íb. í kjallara. Lítiö niöurgrafin. Sérinng. Laus nú þegar. Verö 1200 þús. Gaukshólar. 2ja herb. 65 fm fb. á 3. hæö. BHskúr. Verð 1500—1550 þús. Austurbrún. 2ja herb. 50 fm ib. á 2. hæð. Verö 1350 þús. Þangbakki. 2ja herb. 65 tm ib.» 6. hæó. Verö 1350 þús. Vesturberg. góo 60 tm ib. a 6. hasó. Mikiö útsýni. Veró 1250 þús. 3ja herb. íbúöir Laugarnesvegur. 3ja herb. 90 fm íb. á 4. hsBö. Verö 1600 þús. Efstíhjalli. 3ja herb. 110 fm íb. á 2. haBÖ. Sérþvottahús í íbúöinni. Æskil. makaskipti á 2ja herb. íb. meö bílsk. eöa bílsk.rétti. Hellisgata. 3ja herb. 90 fm íb. á 2. hæö. Æskil. skípti á 2ja herb. íb. Asgaröur. 3ja herb. 80 fm íb. á 3. hæö. Stórar suöursv. Verö 1500 þús. Furugrund. 3ja herb. 90 fm íb. ásamt bílskýli á 7. hasö Verö 1800 þús. 4ra herb. og stærri Langabrekka. 4ra herb 100 fm sérhaBö. Mjög vönduö ibúö auk þess 60 fm bílskúr. Saunabaó. Mjög vönduö eign. Bein sala eöa skipti á 3ja herb. íb. helst meö bílskúr í Reykjavík. Vesturberg. 4ra herb. no tm íb. á jaróhaBÖ. Vandaóar Innr. Parket á gólfum. Verö 1800 þús. Þingholtin. 135 fm lb. á 2 hæó- um. Verö 2.2—2.3 mlllj. Asbraut. 4ra herb. 110 fm ib. á 2. hæö. Bílskúrsplata. Veró 1850 þús. Engihjalli. 4ra herb. 110 fm íb. á 1. haaö. Verö 1850 þús. Engjasel. 4ra herb. 117 fm ib. á 2. haBÖ ásamt bílskýli. 18 fm stórt auka- herb. í kj. Verö 2,2 millj. Mögul. aó taka 3ja herb. ib. uppí hluta kaupverós. Mávahlíö. 4ra herb. 120 fm íb. á 2. haBÖ. öll mlkiö endurn. Bílsk.réttur. Verö 2.6 millj. Rauöalækur. 4ra-5 herb. 130 fm sérh. á 1. haBÖ. Bílsk róttur. Veró 2,8 milij. Mögul. sk. á mlnni íb. í vesturbæ. Þinghólsbraut. 5 herb 145 tm íb. á 2. hæó. Verö 2 mfllj. Krummahólar. 4ra herb. no fm íbúö á 5. hæö. Suöursv. Mögul. skiptí á 2ja herb. íb. Gnoöarvogur. góö no tm ib. á efstu hæö í fjórb. Verö 2150 þús. Kríuhólar. Glæslleg 127 tm Ibúð I blokk Mjög fallegar Innráttlngar Einbýlis- og raöhús GrettÍSgata. 135 fm elnbýll a 3 hæöjm. Verð 1800 þús. Kópavogur. 200 fm elnb. á 2 hæöum i austurb. Kópav. Mögul. skiptl á minni eign eöa eignum. Kambasel. Glæsil. 170 fm raöh. á 2 haBöum ásamt 25 fm bílsk. Verö 3,8—4 míllj. Espilundur. Mjöggott 150tmhús á 1 hæö. Stór bilsk. Góöur garöur. hrt«lyii>l>n EIGNANAUST*^ Bólstaðarhlíð 6, 105 Reykjavík. Simar 29555 — 29558. Hrolfur Hjaltason. vióskiptafraBÖingur Hafnarfjöröur Hef kaupanda aö 2ja herb. íbúð í Norðurbæ, svo og 3ja herb. íbuö í eldra húsnæöi. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Strandg. 28, Hafnarfiröi. Sími 50318 — 54699. Fasteignir til sölu Til sölu viölagasjóöshús i Mosfellssveit. Raöhús viö Hraunbæ í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö. 3ja herb. stórglæsil. íbúö við Orrahóla. 2ja herb. íbúö viö Austurbrún. 2ja herb. íbúð vlö Hraunbæ. Laus nú þegar. Vantar 4ra—5 herb. íbúð í vesturbæ. Upplýsingar í stma 18163.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.