Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984
15
\
Yitzak Shamir
Navon og Peres stinga saman nefjum.
landið í hendur hryðjuverka-
mönnum ef þeir kæmust til valda.
Þessi málflutningur Sharons féll í
góðan jarðveg hjá þeim sem voru
á fundinum og var hann ákaft
hylltur. Kona nokkur hrópaði
mótmæli við yfirlýsingum hans,
nærstaddir gáfu konunni snarlega
á’ann og bentu henni á að halda
sér saman. Ezer Weizman, sem er
einnig fyrrverandi varnarmála-
ráðherra, hefur komið á óvart, í
upphafi kosningabaráttunnar
virtist flokkur hans eiga erfitt
uppdráttar, en Weizman þykir
hafa rekið kosningabaráttuna
klókindalega og í dálítið amerísk-
um stíl sem greinilega hefur
mælzt vel fyrir hjá mörgum.
Stjórnmálasérfræðingar segja,
að það muni ekki sízt vera fyrir
áhrif Yitzak Navons, að Verka-
mannaflokkurinn hefur rekið mun
hljóðlátari kosningabaráttu nú en
áður. Shamir forsætisráðherra og
Likud hafa átt í vandræðum með
að gera harðar atlögur og mál-
efnalegar gegn Verkamanna-
flokknum vegna þeirrar kosn-
ingastefnu sem hann hefur fram-
fyigt.
Það var Likud-bandalaginu
einnig fjötur um fót í upphafi
kosningabaráttunnar, að upp kom
mikil sundurþykkja milli Frjáls-
lynda flokksins og Herut-flokks-
ins, sem eru kjarni bandalagsins.
Þessar deilur leiddu meðal annars
til þess að Menachem Savidor, for-
seti þingsins, fékk ekki sæti á
framboðslistanum. Savidor er
virtur og skeleggur stjórnmála-
maður og þótti mörgum sjónar-
sviptir að þvi að honum skyldi
hafnað. Þótt það hafi ekki verið
viðurkennt nema á einhverskonar
rósamáli, er lítill vafi á því að ein
helzta ástæðan fyrir þessu var af-
staða Savidors til Líbanon-máls-
ins. Hann hefur verið ákafur tals-
maður þess að Likud-bandalagið
og stjórnin fyndi leið til þess að
ísraelskir hermenn færu frá
Suður-Líbanon. Savidor hefur
einnig margsinnis lýst því yfir, að
hann hafi verið mjög andvígur því
að ísraelar fóru inn í Beirut árið
1982. Hann hefur haldið því fram
að þeir hafi átt að stöðva fram-
sókn hersins eftir að PLO-skæru-
liðar höfðu verið hraktir frá
Suður-Líbanon.
Enn eru svo stuðningsmenn
Likud að vona, að kraftaverkið
gerist: að Begin komi fram í
dagsljósið og lýsi yfir afdráttar-
lausum stuðningi við Likud. Þeir
vonuðu einnig að Begin yrði fáan-
legur til að vera á lista bandalags-
ins þó ekki væri nema til mála-
mynda, en svo varð ekki. En þögn
Begins verður æ háværari eftir
því sem nær dregur kosningunum
og þrátt fyrir allt myndi það án
efa verða Likud til ótrúlega mikils
framdráttar ef Begin léti frá sér
heyra. Þau símaviðtöl sem blaða-
menn hafa reynt að hafa við hann
upp á síðkastið hafa verið heldur
rýr í roðinu og hann hefur að
minnsta kosti fram til þessa ekki
fengizt til að gefa neinar yfirlýs-
ingar, sem mætti túlka Likud til
stuðnings.
Það er án efa rétt mat, sem
margir sérfræðingar hafa sagt, að
þessar kosningar séu örlagarik-
astar þeirra sem hafa farið fram i
36 ára sögu Ísraelsrikis. Aldrei
hefur annað eins ástand rikt i
þessu landi, aldrei hefur verið jafn
mikið í húfi fyrir framtið rikisins
og þjóðarinnar allrar, að næsta
stjórn takist af viti og einurð á við
þann mikla vanda sem er að keyra
landið i kaf i öllu tilliti.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir VAL INGIMUNDARSOií
Felipe Gonzáles, forsætisráðherra Spánar, sætir vax-
andi gagnrýni flokksbræðra sinna, en stjórn hans
hefur nú verið við völd í rúmlega eitt og hálft ár.
Mótmæli eru tíð í Baskahéruðum Spánar, hermdar-
verk aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, valda
stjórninni miklum erfíðleikum.
Stjórn Gonzálesar á
undir högg að sækja
MARGT BENDIR TIL þess að sviptingar séu framundan í spænskum
stjórnmálum. Ríkisstjórn sósíalista, sem nú hefur verið við völd rúmlega
eitt og hálft ár, á undir högg að sækja, og andstaðan gegn forsætisráð-
herranum. Felipe Gonzáles, vex meðal sósíalista sjálfra.
ó kom fram í nýlegri skoð-
anakönnun að um 40% þjóð-
arinnar telja að forsætis-
ráðherrann hafi staðið sig vel í
starfi, sem þykir nokkuð gott
miðað við vinsældir annarra
stjórnmálaleiðtoga í Vestur-
Evrópu um þessar mundir. En
þrátt fyrir umtalsvert fylgi með-
al þjóðarinnar snúa æ fleiri
skoðanabræður Gonzálesar á
vinstri væng stjórnmálanna baki
við honum. Hvað kemur til?
„Er Gonzales sósíalisti?“
Segja má að afstaða stjórnar-
innar til þriggja umdeildra mála
eigi þar mikla sök: aðildar Spán-
ar að NATO, sparnaðarráðstaf-
ana í efnahagsmálum og endur-
skipulagningar iðnaðar. Margir
sósíalistar telja forsætisráð-
herrann hafa færst svo langt til
hægri i stjórnmálum, að eitt
blað þeirra sá sig knúið að birta
grein undir fyrirsögninni: Er
Felipe Gonzáles í raun sósíal-
isti?
Það er a.m.k. ljóst, að ýmislegt
hefur breyst frá því sósíalistar
komust til valda. Hvern hefði
t.d. órað fyrir því í fyrra, að and-
stæðingar NATO mundu fylkja
liði á götum Madrídar og bera
kröfuspjöld með mynd af Gonz-
ález, þar sem hann situr á hné
Ronald Reagans Bandaríkja-
forseta?
Mikid atvinnuleysi
Þetta er í raun táknrænt fyrir
vaxandi óánægju sósíalista með
stjórnina og ekki síst forsætisr-
áðherrann. En hér erum við
komin að sama vandamáli og
hrjáð hefur margar vinstri
stjórnir í Evrópu á þessari öld:
Þær rísa ekki undir þeim kröfum
sem gerðar eru til þeirra.
Dæmin eru nærtæk: Mikil
óánægja er nú með stjórn Mitt-
errands í Frakklandi af svipað-
um ástæðum og á Spáni. Báðar
þjóðirnar eiga við geysilega
efnahagserfiðleika að stríða, og
því hafa ríkisstjórnir sósíalista
neyðst til að grípa til harkalegra
sparnaðarráðstafana. En þar
með fá sósíalistar þá upp á móti
sér sem veittu þeim brautar-
gengi í kosningum.
Stefnuskrá flestra sósíalista-
flokka á Vesturlöndum miðast
við að uppræta efnahags- og
þjóðfélagsóréttlæti, en þegar
sósíalistar komast til valda reka
þeir sig oft og tíðum á vegg: Það
reynist erfiðara að breyta kerf-
inu en gagnrýna það. Stjórn
Gonzálesar hefur t.d. staðið að
óvinsælum kjaraskerðingum, og
atvinnuleysi, sem nú er um 17 af
hundraði, hefur aukist i tíð
stjórnarinnar þrátt fyrir loforð
um hið gagnstæða. Þótt þjóðar-
framleiðsla hafi aukist um tvo af
hundraði á árinu, er ólíklegt að
atvinnuleysið minnki í bráð.
í kosningabaráttunni hétu
sósíalistar því að á einu kjör-
tímabili mundu þeir sjá til þess
að 800 þúsund ný atvinnutæki-
færi kæmu til sögunnar. Reynd-
in hefur hins vegar orðið önnur:
í kjölfar gagngerðrar endur-
skipulagningar á iðnaði, sem
miðar að því að auka hagkvæmni
og afköst, sigldu uppsagnir
starfsfólks. Gott dæmi þess er
skipaiðnaðurinn. Að sögn stjórn-
arinnar er ætlunin að um 9.600
manns í skipaiðnaði fari fljót-
lega á eftirlaun; enda þótt við-
komandi starfsmenn hafi enn
ekki náð tilskildum aldri. Verka-
lýðsfélögin ganga enn lengra og
fullyrða, að svo kunni að fara að
um 40 þúsund manns missi at-
vinnuna í skipaiðnaði vegna
ráðstafana stjórnarinnar.
Varnartnál í deiglunni
Stefna Gonzálesar í varnar-
málum hefur einnig sætt gagn-
rýni sósíalista. Það var yfirlýst
markmið stjórnarinnar í upp-
hafi kjörtímabilsins, að Spánn
segði sig úr NATO, en enn hefur
ekkert bólað á þeirri ákvörðun. í
raun hefur loðmulla og stefnu-
leysi einkennt athafnir stjómar-
innar í þessu máli; enda má líta
svo á að hún sé þar tvístiga. Þó
lýsti Gonzáles yfir því fyrir
skemmstu að afstaða stjórnar-
innar til aðildarinnar að NATO
yrði kunngerð nú í haust.
Annað vandamál, sem stjóm-
in stendur nú frammi fyrir, er
starfsemi aðskilnaðarhreyfingar
Baska, ETA. Stjórnin hefur leit-
ast við að bregðast af hörku við
hermdarverkum ETA, en þó er
vafasamt að henni verði veru-
lega ágengt í baráttunni gegn
samtökunum nema með stuðn-
ingi Frakka. Ástæðan er sú að
hermdarverkamennirnir leita
tíðum skjóls í Frakklandi, þar
sem þeir eru taldir undirbúa
hermdarverk á Spáni. Hefur það
komið spænsku stjórninni afar
illa að Frakkar hafa hingað til
sýnt þessu máli lítinn áhuga.
Svikin loforð stjórnarinnar
Einn þingmaður spænskra
sósíalista, Pablo Castellano, sem
heyrir vinstri armi flokksins til,
sagði í viðtali við bandariska
blaðið The New York Times, að
stefna stjórnarinnar hefði í höf-
uðatriðum breyst: „Við erum
ásakaðir fyrir að vera draum-
óramenn og rauðliðar, en það
eru ráðherrarnir sem hafa
breyst, ekki við. Þeir hafa ekki
tekið á bankakerfinu, eins og
þeir lofuðu, og ætla að koma á
sambandi við Israel." Castellano
segir ennfremur i þessu viðtali
að andstæðingar Gonzálesar
meðal sósialista ætli ekki að
segja sig úr flokknum, en það sé
ljóst að þeir muni ekki gefast
upp í baráttunni við stjórnina.
Einn ráðherra i stjórn Gonzál-
esar hefur viðurkennt, að mikill
munur sé á því að vera í stjórn-
arandstöðu og ríkisstjórn. Hann
segir að spænska stjórnin hafi
orðið að framfylgja harðri efna-
hagsstefnu, sem eigi lítið skylt
við sósíalisma, en þó sé ljóst að í
hinum válynda heimi stjórnmál-
anna sé ekki unnt að fram-
kvæma háleitar hugsjónir.
Hér erum við einmitt komin
að kjarna málsins: Margir sósí-
alistar minnast þess með eftir-
sjá er flokkurinn var í stjórnar-
andstöðu á valdatíma Francós.
Þá var heiminum skipt í tvennt:
gott og illt. En nú hafa veður
skipast í lofti. Nú er viðkvæði
öfgasinnaðra hægri manna á
Spáni: „Á dögum Francós vegn-
aði okkur betur.“ Sumir óánægð-
ir sósíalistar hafa snúið þessu
við og sagt: „Á móti Francó
vegnaði okkur betur.“
(Rewt á The New York Times
og The Goardiui)