Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JtJLÍ 1984 29 Minning: Guðfinna Sigurðar- dóttir Mófellsstöðum Fædd 30. maí 1894 Díin 30. júní 1984 í dag er til moldar borin Guð- finna Sigurðardóttir, sem um langt árabil var húsfreyja að M6- fellsstöðum í Skorradal. Hún fæddist að Brúsastöðum i Hafnar- firði fyrir rösklega niútíu árum, en ólst upp að Húsanesi á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hennar voru Geirlaug Eyjólfsdóttir og Sigurð- ur Ásmundsson. Guðfinna fór ung að vinna fyrir sér við ýmis algeng störf, i Reykjavik, suður með sjó og víðar. Þrítug giftist hún Vilmundi Jóns- syni frá Mófellsstöðum og tóku þau við búsforráðum þar. Hann er látinn fyrir 25 árum. Margrét, móðir Vilmundar, og þrjú af niu systkinum Vilmundar, sem upp komust, áttu heimili sitt á M6- fellsstöðum alla ævi, þau Júlíana, Guðmundur og Þórður, sem var landsþekktur maður fyrir smíðar sínar, þótt blindur væri. Guðfinna og Viímundur eignuðust fjögur börn, Sigurjón, sem dó ungur, Margréti, Bjarna og Þórð, sem nú búa á Mófellsstöðum. Auk þess átti hjá þeim heimili, sem barn og unglingur, Guðrún Fanney Björnsdóttir. Fjöldi fólks var lengst af viðloð- andi á Mófellsstöðum ýmist við störf eða leiki og var heimilið því umsvifamikið öll búskaparár þeirra hjóna. Sumarið 1930 réðist að Mófells- stöðum niu ára gamall snún- ingastrákur, fyrir atbeina Dag- bjartar systur Vilmundar. Hún hafði hlynnt að drengnum sjóveik- um á leiðinni milli Borgarness og Reykjavíkur. Þannig atvikaðist það að heill ættbogi hefur í tímans rás dvalið á Mófellsstöðum. Drengurinn hét Guðlaugur Ein- arsson og varð seinna hæstarétt- arlögmaður í Reykjavík. Eftir að dvöl hans á Mófellsstöðum lauk voru þar systkini hans, seinna börn og systkinabörn og enn seinna barnabörn. Æska manna gegnir margvís- legu hlutverki í lífi þeirra. Jafn- framt því að þá eru lögð drög að mótun skapgerðar ungs einstakl- ings, lagðar línur í lffsviðhorfi hans og afstöðu til annarra manna, er honum, ef vel tekst til, gefinn aðgangur að uppsprettu einlægrar hlýju og gleði til að bergja af seinna, þegar erfiðleikar og sorgir sækja að. Þeir sem voru svo lánsamir að fá að slíta barnsskónum á Mófellsstöðum hafa sótt kjark og þrek í minn- ingarnar þaðan, þegar hart hefur verið í heimi. Á Mófellsstöðum var ég hvert sumar, frá þriggja ára aldri og þar til ég varð 15 ára, einn vetur að auki og flest jóla- og páskafrí. Ég sat oft á bekknum í eldhús- inu á Mófellsstöðum, smástelpa, og horfði á Finnu inna af hendi margvísleg eldhússtörf. Hún var ákaflega góð matmóðir, bakaði firnagóð brauð og pönnukökur, allur matur varð bragðgóður í höndunum á henni. Hún kunni þá list að stjórna án átaka, þó var hver hlutur á sinum stað og allir gerðu orðalaust það sem þeir voru beðnir um. Heimilið á Mófellsstöðum var alla mína tíð þar mannmargt og umsvifamikið, þó var eins og alltaf væri þar nóg pláss. 1 þá daga kom fólk sjaldnast að sunnan öðruvísi en að gista, það voru aldrei vand- ræði með að hýsa fólk á Mófells- stöðum. Rafmagn kom fremur seint í Skorradalinn og þess vegna eru mér í barnsminni alls kyns vinnu- brögð sem nú eru víðast hvar af- lögð. Til dæmis var þvotturinn þveginn á bretti, soðinn og rullað- ur, mjólkin skilin í skilvindu og kjöt soðið niður í stórar krukkur. Koksvélin í eldhúsinu var alltaf heit og mér líða seint úr minni haustkvöldin, þegar tekið var að húma og olíuljósið brá notalegum bjarma á sólbrennd andlit okkar, sem sátum viö eldhúsborðið og biðum eftir að Finna gæfi okkur kvöldbitann, áður en gengið var til náða. Það var ekki aðeins hlýjan frá koksvélinni sem yljaði og veitti öryggi, heldur hugarþel þessa góða fólks sem þarna hlúði að sínu heimilisfólki. Það var mik- ið lán fyrir mig og bræður mína, Einar og Kristján, að alast upp undir handarjaðrinum á Guðfinnu Sigurðardóttur og hennar fjöl- skyldu. Starf húsmóður í sveit á þessum árum var ótrúlega umfangsmikið, það skildi ég ekki þá, en lífið hefur sýnt mér fram á þann sannleik. Eg veit núna hvert starf Finna innti af hendi öll þessi ár og var hún þó orðin fullorðin kona þegar ég man fyrst eftir henni. Matseld, þrifnaður og þjónustu- brögð, allt var þetta ærinn starfi en samt hafði Finna ráðrúm til að sinna blómunum sínum. Enga konu hef ég þekkt sem ræktaði fegurri stofublóm. í stofunni, þar sem hurðin var alla jafna höfð aft- ur, voru bækur heimilisins geymd- ar. Þar voru í hillu „Heilsurækt og mannamein", „Kapitola", og bæk- ur Sabatinis, sem ég var að glugga í meðan fólkið lagði sig. Þar voru líka ýmsar bækur sem bitastæðari þykja, en þessar voru mér hug- stæðastar þá. Þegar ég hugsa til þeirra vaknar minning um óljósan ilm allskyns skrautjurta sem báru fögur blóm fyrir natni og hlýju húsmóðurinnar sem oft lauk eril- sömum degi við að hlúa að þeim og vökva. Sú kona er lánsöm sem hverfur svo úr þessu jarðlífi að hennar er minnst þegar ilmi fagurra blóma bregður fyrir vit. Guðfinna var einnig lánsöm vegna þess að hún átti góðan mann sem unni henni mikið og börn sem báru hana á höndum sér eftir að heilsu hennar hrakaði þegar aldurinn færðist yf- ir. Hún var lánsöm vegna þess að Fæddur 24. september 1910. Dáinn 4. júlí 1984. Þegar lítið barn fæðist er aðeins eitt víst: Það á eftir að deyja. Allt annað er mönnum hulið. Og þann- ig var það norður í Skjaldabjarn- arvík á Ströndum, þegar hjónun- um Guðjóni Kristjánssyni og Önnu Jónsdóttur fæddist sonur þann 24. september 1910. Það hef- ur ekki hvarflað að neinum hvert lífshlaup litla sonarins yrði, enda hefur flest gerbreyst frá því sem var fyrir 74 árum. Sonurinn, sem hlaut nafnið Guðmundur, var fjórða barn for- eldra sinna. Elstur var Jónas Kristinn f. 16.4.1906, þá Þorsteinn f. 30.10. 1907 og Eiríkur Annas f. 25.11. 1908. Síðar fæddust Krist- ján Sigmundur þ. 16.11. 1911, Anna Jakobína þ. 6.10. 1913, Guð- mundur óli þ. 20.12. 1914, Pálína Sigurrós þ. 13.11.1919 og Ingigerð- ur Guðrún þ. 9.4. 1923. Árið 1923 fluttust þau Guðjón og Anna búferlum frá Skjalda- bjarnarvík og byggðu upp jörðina í Þaralátursfirði á Hornströndum, en jörðin hafði verið í eyði í nær tvo áratugi. Baldur Sveinsson kennari og skólastjóri á ísafirði, síðar blaðamaður í Reykjavík, hafði keypt Þaralátursfjörðinn og mun hafa hugsað sér að koma þar á fót síldarsöltun. Hann vissi sem var að Þaralátursfjörður er líf- höfn þegar inn er komið. Hitt var verra að innsigling er ekki hrein og vandratað ókunnugum. Því fór svo að síld var aldrei söltuð í Þaralátursfirði. Fáir munu þeir vera sem finnst hún bar gæfu til þess að reynast samferðafólki sínu vel. Ég veit að ég mæli fyrir munn bræðra minna, systra og dætra, sem áttu eins og ég æskuár á Mó- fellsstöðum, þegar ég flyt þakkir fyrir það sem Guðfinna Sigurð- ardóttir á Mófellsstöðum og henn- ar fólk hefur fyrir okkur gert. Guðrún Guðlaugsdóttir. „Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður. Vinsæld er betri en silfur og gull“ Þar sem Vatninu sleppir og Dal- urinn opnast til vesturs eru Mó- fellsstaðir í Skorradal. Bærinn stendur undir Mófellinu en ofar því gnæfir Skarðsheiðin í svar- blárri tign. Allt þetta er óbreytt, nema það, að öðlingskonan Guð- finna Sigurðardóttir, húsfreyja að Mófellsstöðum síðustu sex ára- tugi, hefur kvatt þennan jarðn- eska heim. Hún lézt þann 30. júnf sl., komin þá fyrir skömmu á tí- ræðisaldur. Guðfinna fæddist að Brúsastöð- um í Hafnarfirði 30. maí 1894, dóttir hjónanna Sigurðar Ás- mundssonar og síðari konu hans, Geirlaugar Eyjólfsdóttur. Al- systkin hennar voru þrjú, Lárus, sem lézt á unga aldri, Karolína, búsett í Reykjavík, og Sigurlaug, húsfreyja að Litla-Kambi í Breiðuvík. Börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi voru þau Guðmundur og Margrét, sem flutti til Vestur- búsældarlegt í Þaralátursfirði. Unnt er að finna þar hið þokka- legasta tjaldstæði ef vel er leitað, en hitt er með ólíkindum hvernig hægt er að koma þar fyrir heilu búi. Beggja vegna fjarðarins er undirlendi ekkert, en fyrir botni fjarðarins aurar, þar sem jökulá úr Drangjökli fellur fram. Enda var Þaralátursfjörður á liðnum öldum oftar í eyði en í byggð. Að fornu mati var jörðin talin 6 hundruð að dýrleika, en þegar nýtt mat var lögfest 1861 hafði verðgildi jarðarinnar fallið svo, að hún taldist aðeins 0,7 hundruð og var þá lægst metna lögbýlið á ís- landi. Og hafa menn það til marks að borga þurfti sérstaklega fyrir hundahreinsun ef hundaeigandi átti ekki 1 hundrað í jörð. Eða með öðrum orðum: Þaralátursfjörður bar ekki einu sinni hund. Það er því næsta ólíklegt hve vel fjöl- skyldunni farnaðist í Þaraláturs- firði. Þar var hlutur Guðmundar ekki minnstur. Hann sá sem var að hefðbundinn búskapur yrði ekki rekinn í Þaralátursfirði. Hér yrði annaö að koma til. Þegar fjárpestin gaus upp á 4. áratugnum varð strax mikil eftir- spurn eftir girðingarstaurum. Á Hornströndum er reki óþrjótandi, og strax árið 1934 hóf vitaskipið Hermóður að safna þar reka á vegum Mæðiveikinefndar. Vegna þess hve Þaralátursfjörð- ur er þröngur í fjarðarkjaftinum er reki þar enginn. Það þurfti því að færa út kvíarnar. Árið 1934 keypti Guðmundur hálfa Smiðju- heims. Gott samband var milli þessara systkina. Þá er að geta þess, að þau Sigurður og Geirlaug ólu upp Svanfríði Sigurðardóttur, en með þeim fóstursystrum, Guð- finnu og henni, var einkar kært. Þegar Guðfinna var á fyrsta ári fluttist fjölskyldan frá Hafnar- firði að Garðakoti i Staðarsveit á Snæfellsnesi, en síðan að Húsa- nesi í Breiðuvík, þar sem hún dvaldi sín æsku- og unglingsár. Af Snæfellsnesi lá leiðin suður til Reykjavíkur og i Garðinn, en á þessum stöðum vann hún fyrir sér við ýmis störf, sem til féllu, þar til hún réð sig sem kaupakona til Mó- fellsstaða i Skorradal skömmu eftir 1920. Þessi vistráðning átti eftir að skipta sköpum um framtíð Guðfinnu, því að frá Mófellsstöð- um fluttist hún aldrei, gekk að eiga son Mófellsstaðahjóna, Vil- mund Jónsson, 6. desember 1924. Bjuggu þau góðu búi og bættu þessa ágætu jörð til mikilla muna. Vilmundur var maður hreinskipt- inn og drengur góður í hvívetna. Hann andaðist árið 1959, en Guð- finna hélt áfram búskap á jörð- inni, ásamt börnum sinum, til efsta dags. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Elztur þeirra var Sigurjón, f. 19/6 1925, vélvirkjanemi. Hann lézt 23/3 1948, öllum harmdauði, Margrét, f. 12/11 1926, Bjarni, f. 27/8 1928, og Þórður, f. 22/9 1931. öll eiga börn- in það sammerkt að hafa í ríkum mæli erft kosti ágætra foreldra. Ekki mun ofmælt þótt fullyrt sé, að Mófellsstaðaheimilið hafi um langan aldur verið annálað fyrir gestrisni og greiðasemi öll- um þeim til handa, sem um garð hafa gengið. Þau hjónin, Guðfinna og Vilmundur, voru einstaklega samhent í þessum efnum sem öðr- um. Fór enginn til Mófellsstaða bónleiður til búðar, né gerir enn. Er augljóst að búsýsla innan- stokks á mannmörgu heimili og óvenjumikill gestagangur hefur gert miklar kröfur til húsfreyju, en hún var þeim vanda vaxin og man ég ekki til þess, að hún hafi borið sig upp undan slíku. Einhvern veginn er það svo, að við andlát þess sem manni er kær rifjast upp þeir mannkostir, sem helzt hafa markað lifsstefnu og vík af Ögurkirkju ásamt Bolung- arvikurmönnum, og næsta ár tók hann á leigu allt Bjarnarnes og Barðsvík. Rekinn var hirtur og dreginn í Þaralátursfjörð og unn- inn þar. Voru sex menn í vinnu á vorin nótt og dag við að handsaga staura, sem urðu 3.000 talsins árið 1935. Þess má nærri geta hvílíkt erf- iði sögunarvinnan var. Notuð var stórviðarsög og unnu tveir við hana. Útbúnar voru sérstakar trönur og stóð annar maðurinn uppi en hinn undir. Það varð Guð- mundi því uppljómun er hann sá í fyrsta sinn vélflett plönkum. Það var á Eyri f Ingólfsfirði þar sem unnið var við að setja upp síldarplan á vegum ólafs Guð- mundssonar. Jónas bróðir Guð- mundar var þar í vinnu og Guð- mundur sá að þessa aðferð yrði hægt að nýta við að saga rekann. Að vísu þyrfti stærra blað, og kom það í hlut Hákons Bjarnasonar skógræktarstjóra að útvega það. Vélin sem fengin var til að drífa sagarblaðið var 1 cylinders Bol- inder-vél, sem verið hafði ljósavél í Hnffsdal. Hjálpaði Jónas við að setja hana upp. Þetta var f fyrsta lífsmáta hins látna. Párandi fáein orð um þessa sérstöku velgerðar- konu mína kemur mér fyrst í huga í þessu sambandi fölskvalaus góð- vild Finnu til alls og allra, manna sem málleysingja. Manngreinar- álit var henni framandi hugtak, sem raunr hefur aldrei fundizt í orðabók Mófellsstaðaheimilisins. Er slíkt kostur, því miður allt of sjaldgæfur, en verður ekki metinn að verðleikum. Þrenninguna reglusemi, orðheldni og heiðar- leika hafði Guðfinna ætíð að leið- arljósi. Kom þetta ekki sízt fram í samskiptum hennar við þau fjöl- mörgu börn, vandalaus og vanda- bundin, sem hún á löngum lífsferli ól upp að meira eða minna leyti. Að ganga á bak orða sinna var í hennar augum synd, gagnvart börnum stórsynd. Eins og hér er að vikið dvöldu fjölmörg börn að Mófellsstöðum, aðallega yfir sumartíma, og nutu þá hand- leiðslu Guðfinnu. Með orðum sín- um og öllu líferni innrætti hún þeim þá lífsspeki, að jákvætt við- horf til umhverfis og samferða- manna væri vegurinn til ham- ingju, en þó fyrst og fremst, að einlæg trú á Guð og breytni í sam- ræmi við kenningar Jesú, væri undirstaða alls. Er það trúa mín, að þessi einfalda en fullkomna lífsspeki hafi ornað mörgum þeim á lífsleiðinni, sem nutu hand- leiðslu Guðfinnu á viðkvæmum æsku- og unglingsárum. Þrátt fyrir vaxandi heilsuleysi á síðustu æviárum auðnaðist henni sú mikla gæfa að geta dvalið til æviloka á þeim stað, sem hún hafði kjörið sinn starfsvettvang. Sýnir þetta samheldni fjölskyld- unnar. Væri betur að sem flestir fengju að njóta slíks. „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir/ himninum hefur sinn tíma Að fæðast hefur sinn/ tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ Ég kveð. Hún vissi vel: „... að ég trúi því að látnir lifi í ljósi ofar vorri þekking, annars væri allt svo myrkt og ógnarblekking." Guð blessi minningu hennar, börnin hennar og Mófellsstaði í Skorradal. Kristinn Einarsson sinn sem vél var notuð til að saga rekavið á Hornströndum. Stærri vél fékk Guðmundur 2—3 árum síðar, og var það Scandia-bátsvél úr Svaninum sem strandað hafði. Og með þessum hætti voru að minnsta kosti fjórir menn í vinnu á vorin við að saga reka, og afköstin urðu 6—7 þús- und staurar á ári auk rengla. Mest var eftirspurn eftir staurum 1934—40 þegar mæðiveikin gekk yfir, og þegar stríðið skall á marg- faldaðist verðið. Guðmundur tók við búsforráð- um af föður sínum árið 1938 og hélt bú til 1946 er hann fluttist vestur á ísafjörð. Fór Þaralát- ursfjörður þá í eyði og hefur ekki byggst síðan. Starfssaga Guðmundar frá Þaralátursfirði verður ekki rakin hér öllu lengur. Aðeins skal minnt á síðustu umsvif hans við hvalveiðistöðina á Brjánslæk. Þar hafa hann og félagar hans staðið sig svo vel við hrefnuveiðar að oft hafa þeir fengið að veiða til við- bótar við kvóta sinn það sem aðrir gátu ekki fullnýtt af sinum kvóta. Nú er það svo að flestir hætta störfum eins og það er kallað þeg- ar þeir hafa náð sjötugsaldri. Þetta átti ekki við Guðmund. Hann hélt ótrauður áfram starfi sínu. Og það var á miðjum starfsdegi þann 4. júlí sl. að slys varð. Vegir Guðs eru órannsakan- legir. Og þetta er ekki fyrsta slysið því um þessar mundir eru liðin rétt þrjátíu ár síðan bróðir Guð- mundar og nafni, Guðmundur óli, fórst við bjargsig í Hornbjargi. Guðmundur kvæntist ungur Láru Einarsdóttur, sem lifir mann sinn. Þeim varð fimm barna auðið. Dýpstu samúðarkveðjur sendi ég þeim öllum, svo og öðrum ástvin- um Guðmundar. Blessuð sé minn- ing Guðmundar Guðjónssonar frá Þaralátursfirði. Steingrfmur Jónsson. Minning: Guðmundur Guðjóns- son frá Þaralátursfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.