Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 37 2803-6477 skrifar: Velvakandi. Er hægt að kalla það áróður og óhróður þegar launafólk á mölinni kvartar yfir því að ein stétt þjóðarinnar skuli árum saman framleiða óseljanalega vöru, sem það er síðan skyldað til að borga. Þessar vörur eru framleiddar í rándýrum vinnslustöðvum, þar sem ekkert er til sparað og aug- lýstar eins og þær væru í harðri samkeppni við innflutning, sem er þó bannaður með lögum. Arsfjórðungslega koma hækk- anir á landbúnaðarvörum, sem eru langtum hærri en hækkanir á kaupi almennings og stafa að flestra dómi af illa reknum fyrirtækjum samvinnuhreyf- ingarinnar, sem sífellt fjárfestir í alltof stórum og dýrum vinnslustöðvum, samanber nýju mjólkurstöðina í Reykjavík ofl. Háar upphæðir eru greiddar til niðurgreiðslu landbúnaðarvara. Að fleygja pening- um í landbúnaðinn Sú réttmæta gagnrýni sem kom- ið hefir fram er ekkert annað en nauðvörn neytenda á erfiðum tímum. Er það nokkuð undarlegt þó fólk sé hneykslað á því að vera ætlað á einu ári að greiða 900 milljónir í niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum og 500 millj. í út- flutningsbætur, sem er það sama og fleygja þeim út i loftið meðan láglaunafólk berst í bökkum með að hafa í sig og á. Gagnrýni á þessi mál, er svo sannarlega ekki rógur, þetta eru blákaldar stað- reyndir sem koma harkalega við pyngju launafólks. Valur Arnþórsson, sem fyrir fáum árum byggði stærstu mjólkurstöð landsins til að framleiða í óseljanlega osta og smjör til útflutnings, talaði fag- urlega um það á sambandsfund- inum í Bifröst að verið væri að laga landbúnaðarframleiðsluna að markaðnum. í Hagtíðindum stendur þó að mjólkurkúm í Eyjafirði hafi fjölgað um eitt hundrað á milli áranna 1982—83. Mjólkandi kýr í Eyja- firði, þar sem er sáralítill mark- aður, eru nú komnar yfir 5.000, og er Eyjafjörður því miður eitt mesta vandamál landbúnaðar- ins, og þar með þjóðarinnar allr- ar, og verðugt verkefni fyrir kaupfélagsstjórann að leysa áð- ur en hann hættir störfum. \ Engin stétt getur leyft sér að framleiða endalaust vöru sem enginn vill kaupa og krefjast þess að við hin borgum. Slíka ósvífni verður að stöðva. Lokaorð um vopna- burð lærisveinanna Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar. Heiðraði Velvakandi. Boðorðið þú skalt ekki mann deyða, er ekki í samræmi við það, að Jesús hafi leyft lærisveinum sínum að bera vopn. „Hinn vopn- aði kristur hefur lengst af ráðið ríkjum í kristninni,” segir Kol- beinn Þorleifsson í ágætri grein sinni. Þessu líkar eru kennisetn- ingar margra trúarflokka — að guð hafi kallað þá til forystu og þeim sé leyfilegt að framfylgja boðum hans og trú með vopna- valdi og myrða menn sem þeir sjá sér mótfallna og sama hefur gerst í kristnu samfélagi. Vítislogar og allskyns árar voru uppvaktir í hugskoti fólks til að hræða það frá vondum verkum. Það voru sem sagt reyndar margskonar aðferðir til að stefna fólki til guðstrúar. í Gamla testamentinu er sagt frá mönnum sem þóttust fá kall frá Guði til að fara með hernaði gegn ættkvíslum og stundum jafn- vel útrýma þeim og enn telja menn sig hafa beinlínis skipun frá Guði og fullt leyfi frá Guði til að drepa og pynta náungann. Eitt dæmið er Khomeni, írans, sem er hreinn morðingi og fullur trúar- ofstækis. Við höfum fjölda dæma um það að maðurinn tekur sér vald sem enginn á hér í heimi, af einskæru mikilmennskubrjálæði og ímyndaðri köllun frá guði. Ég vil þakka þeim J. Habets, Benjamin J. Eirikssyni og sr. Kolbeini Þorleifssyni fyrir góð svör, einnig Velvakanda fyrir sinn þátt. Af þeim svörum sem ég hef fengið við spurningu minni og minni bestu vitund, dreg ég þessa ályktun: Lærisveinamir, flokkur sem Jesú valdi sér til fylgdar, voru búnir að gefa það í skyn, að þeir væru tilbúnir að láta lífið fyrir hann, einkum þó Pétur, sá sem brá sverðinu. Nú var síðasta tækifærið að sýna það í verki. Þeir vissu að nú væri að því komið að meistari þeirra yrði handsamaður og tek- inn af lífi, enda var hann búinn að undirbúa þessa stund dyggilega. Vopnaviðskipti voru ekki leyfð og þeir yfirgáfu hann og flúðu. Það er á valdi mannkynsins að skapa paradís á jörðu, Guð gaf þeim eft- ir það hlutverk. Það reynist erfitt að bæta fyrir fyrstu syndirnar, þrátt fyrir komu og starf frelsara okkar og allt það sem hann vildi kenna okkur. Læt ég hér lokið umræðu um vopnaburð lærisveina Jesú Krists og þakka enn þeim sem hlut áttu að máli. Skrifiö eöa hringiö til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipii, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggia hér í dálkunum. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM w lnlKIv\ OG EFNISMEIRA BLAÐ! Martröð bullandi taps Um gjaldþrot Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga og íslenzkar endur- tryggingar Skuldabyröi þróunaríkja Hjátrú Heimsókn til Madeira „Þaö sem þjóöin þarf... “ Rætt viö Ragnar H. Ragnar skólastjóra á ísafiröi Ást viö fyrstu sýn Madame Mitterrand Veröld Fýsnin til fróöleiks og skrifta Rætt viö Kristmund Bjarnason fræöimann á Sjávarborg Sumarsalöt í þættinum Matur og matgerö Hvernig veröur lífiö á 21. öldinni? Háborg íslenzkrar menningar Krossgáta Rakarar — kunna þeir aö raka? Reykjavíkurbréf/Á drottins degi/ Myndasögur/Fólk á förnum vegl/ Úr heimi kvikmyndanna/ Velvakandi/ Dans-bíó-leikhús/ Fasteigna- markaöurinn/ Hugvekja/ Útvarp & sjónvarp/ Peningamarkaðurinn/ Dag- bók/ Minningar Sutitwdagurinn byrjar á sídum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.