Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984
Ferraro yaraforsetaefni:
Jákvæð viðbrögð
í Bandaríkjunum
Marcunise, (ulfu, 13. júlí. AP.
„ÞETTA ER hreint út sagt frábært,“ sagdi Rosa Ferraro Andrisani, 93
ára gömul frænka Geraldine Ferraro, sem er nýútnefnd sem varaforseta-
efni Walter Mondales. Ættingjar Ferraros á Ítalíu föngnuðu ákaft og
skáluðu í kampavíni þegar fréttir af útnefningunni bárust, en faðir
Ferraros ólst upp í þessum litla bæ rétt norður af Napólí.
Viðbrögð við vali Mondales voru Kennedy, öldungadeildarþingmað-
yfirleitt jákvæð í Bandaríkjunum,
en blaðafulltrúi Ronald Reagans,
forseta, sagði að George Bush
teldist nú samt hæfari varafoseti
en Geraldine Ferraro vegna mik-
illar reynslu í utanríkismálum.
Konur fögnuðu þó þessu takmarki,
sem markar timamót í stjórn-
málasögu Bandríkjanna, þar sem
konur hafa aldrei komist jafn
langt og nú. Jafnvel Elisabeth
Dole, sem á sæti í stjórn Reagans,
kallaði val Ferraros „merkilegt
skref".
Demókratar voru að vonum
ánægðir með val Mondales og
Gary Hart, sem um tíma var tal-
inn koma til greina sem varafor-
setaefni, sagði að það væri mikil
framför fyrir konur í bandarísk-
um stjórnmálum. Edward M.
ur, studdi Ferraro frá byrjun og
sagði að tími væri til kominn fyrir
demókrataflokkinn að hugsa al-
varlega um framboð kvenna til
forseta og varaforseta.
Stjórnmálafræðingar telja ekki
að kvenvaraforsetaefni breyti
mikilu fyrir möguleika Mondales í
nóvember, en búast þó við að kjör-
sókn aukist um a.m.k. 2—4%. Þeir
telja að ítalskur uppruni hennar
og að hún er heitttrúaður kaþól-
ikki, komi miklu frekar til með að
auka fylgi Mondales.
Ferraro og Mondale hófu kosn-
ingabaráttu sína í Elmore, Minn-
esota, heimabæ Mondales, í dag og
fara svo til Kaliforniu til að undir-
búa sig fyrir landsfund demó-
krata, sem hefst á mánudag.
Kyndill til viðgerðar
Verkamenn að vinnu við kyndil Frelsisstyttunnar í New
York, eftir að hann var tekinn niður til viðgerðar. Miklar
viðgerðir og endurbætur hafa farið fram á Frelsisstyttunni
að undanförnu og er þeim hvergi nærri lokið enn. Fara þær
fram í tilefni 100 ára afmælis Frelsisstyttunar.
IRA-með-
limur skot-
inn til bana
Londonderry, N-írUndi, 13. júlí. AP.
Óeinkennisklæddur lögreglu-
maóur skaut til bana mann og hand-
tók þrjá aóra, sem grunaðir eru um
aóild að hryðjuverkasamtökum
írska lýðveldishersins og taldir eru
hafa komið fyrir sprengjum í verk-
smiðju í litlum bæ á N-lrlandi.
Við leit í verksmiðjunni fundust
fjórar sprengjur sem mennirnir
höfðu komið fyrir og sagði lögregl-
an að verksmiðjan hefði fuðrað
upp ef sprengjurnar hefðu sprung-
ið.
í Londonderry fleygðu IRA-
meðlimir um 300 bensínsprengj-
um að lögreglu i 13 klukkustunda
óeirðum, sem dvínuðu snemma á
föstudag. Alls hafa 38 manns látið
lífið í óeirðum á N-írlandi á þessu
ári.
Alkirkjuráðið:
Emilo Castro
kjörinn fram-
kvæmdastjóri
Genr, 12. júlí. AP.
SÉRA Emilio Castro frá Uruguay var
í dag kjörinn framkvæmdastjóri Al-
kirkjuráðsins á arlegum fundi 150
manna miðstjórnar ráðsins, sem
haldinn var í Genf.
Talið er að Castro, sem er 57 ára
að aldri, hafi fengið atkvæði fleiri
en tveggja þriðju hluta full-
trúanna.
Fyrirrennari Castros var séra
Philip Potter, sem var kunnur
formælandi sjónarmiða þjóða
þriðja heimsins. Castro flúði frá
Uruguay fyrir tólf árum vegna
andstöðu við stjórnvöld, en álitið
er að hann muni ekki fylgja jafn
pólitískri stefnu og fyrirrennari
hans og leggja meiri áherslu á trú-
arleg efni.
Maxwell kaup-
ir Daily Mirror
Lomlon, 13. júlf. AP.
Blaðakóngurinn Robert Maxwell
hefur keypt breska dagblaðið The
Daily Mirror, fyrir um fjóra og hálf-
an milljarð íslenskra króna.
Maxwell, sem eitt sinn var þing-
maður Verkamannaflokksins,
hafði lengi haft hug á að festa
kaup á The Daily Mirror, eina
blaðinu sem stutt hefur dyggilega
við bakið á Verkamannaflokknum.
Maxwell er talinn harsvíraður í
viðskiptum og hættir ekki fyrr en
takmarki hans er náð, sem kom
heldur betur í ljós er hann keypti
The Mirror, sem er gefið út í um
3,3 milljónum eintaka á dag.
Rússar veita
írökum lán
ParÍH, 13. nálfi. AP.
SOVÉTRÍKIN hafa ákveðið að veita
írökum langtímalán upp á um 2
mílljarða bandarikjadala, á mjög
viðráðanlegum kjörum.
Varaforsætisráðherra íraks,
Tariq Aziz, sagði að her-, stjórn-
og fjármálasamskipti Iraka við
Sovétríkin væru nú komin í eðli-
legt horf og írak myndi héðan í
frá kaupa vopn sín frá Rússum.
FLUOHDEÁIit
sérfræóinganna
liggurfyrk
FLUORjDE
lecay pi'evel
impri
/Sterkar/ í/nur'
hjá rnérpýða
.Sferkar/ fennur
\hjá pén ,
Fluoride Plus Signal 2 er
framleitt í samræmi við eina
blönduna sem sérfræðinga-
hópurinn, sem minnst er
á hér við hliðina, rannsakaði.
í henni er þó 40% meira af
flúorupplausn.
Sérfræóingar í tannvernd og
tannsjúkdómum hafa fengið verk-
efni fyrir Alþjóólegu heilbrigóismála-
stofnunina (WHO). Þeir hafa staó-
fest aÓ vissar tannkremsblöndur
draga úr tannskemmdum. (Sjá:
Bulletin of World Health Organis-
ation, 60 (4): 633-6381982).
o.
l'vcV*'*
XPSIG 55