Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984 íslensk vátryggingarfélög eru mjög háð erlendum endurtrygg- ingamarkaði að því er varðar dreifingu á áhættu sinni af hinni innlendu starfsemi. Raunar er það svo, að útilokað er að reka trygg- ingarfélag hér á landi, nema þau geti keypt sér endurtryggingu er- lendis, og hafa félögin staðið að slíkum viðskiptum með mismun- andi hætti og í misjafnlega mikl- um mæli, eftir því um hvers konar tryggingar er að ræða og hversu áhættan er mikil. í sumum tilfell- um geta félögin aðeins tekið á sig örlítið brot af áhættunni og verða því að hafa tilbúna samninga við erlenda aðila til að tryggja það sem eftir er af áhættunni og fyrir það eru greiddar ákveðnar pen- ingaupphæðir. Á máli trygg- ingarmanna eru viðskipti þessi nefnd úttryggingar og hægt er að velja um mismunandi leiðir í þess- um efnum. Hinn endurtryggði hluti áhættunnar er í fæstum til- fellum tryggður hjá einum aðila heldur fjölmörgum, sem geta verið dreifðir víða um heim. Á sama hátt hafa íslensk trygg- ingarfélög tekið að sér endur- tryggingar erlendis frá, svokallað- ar inntryggingar, og oft er um að ræða gagnkvæma samninga, þ.e. að íslensku tryggingarfélögin tryggja ákveðinn hluta hjá erlend- um tryggingarfélögum og taka samsvarandi hluta á móti. Samn- ingar þessir eru oftast gerðir fyrir milligöngu miðlara, sem nefndir eru „brokers" á fagmálinu, þ.e. menn sem koma þessum við- skiptum á. Viðskiptin ganga þá þannig fyrir sig, að tilboða er leit- að eða þau berast erlendis frá, í flestum tilfellum er um að ræða „broker" í London sem sendir tel- ex, eða jafnvel kemur í eigin per- sónu með tilboð og kannar hug- myndir hinna fslensku aðila. Síð- an fer hann með þessar upplýs- ingar á markaðinn og gengur því næst frá samningum. Yfirleitt hafa úttryggingar ís- lenskra tryggingarfélaga gengið snurðulaust fyrir sig, þótt dæmi séu um að hin erlendu trygg- ingarfélög hafi ekki staðið í skil- um, t.d. vegna gjaldþrots. öðru máli gegnir hins vegar um inn- tryggingarnar og það var einmitt sá þáttur viðskiptanna sem varð banabiti Endurtryggingarfélags Samvinnutrygginga, og raunar hafa fleiri íslensk tryggingarfélög lent í kröppum dansi á þvi hála svelli og engan veginn séð fyrir endann á þeim viðskiptum. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Starfsemi íslenskra tryggingar- félaga á sviði inntrygginga hófst á árunum eftir 1960 og náði hámarki um og eftir miðjan síðasta áratug. Ástæðan fyrir því að félögin fóru að taka þátt í þessum viðskiptum var m.a. sú, að á árunum fyrir 1970 var illa kreppt að starfseminni hér heima, m.a. vegna þess að bílaið- gjöldin voru of lág, en þau voru inni í vísitölu framfærslukostnaðar og stjórnvöld höfðu mikla tilhneig- ingu til að halda þeim niðri. ls- lenski markaðurinn er smár í snið- um og til að reyna að vinna á móti því tapi, sem þarna var ár eftir ár, fóru félögin að líta til hins erlenda markaðar og þóttust menn þar sjá möguleika á miklum hagnaði með tiltölulega lítilli áhættu. Á pappír- unum leit dæmið ákaflega freist- andi út, og því til viðbótar virtist reynsla félaga, sem hér höfðu þá starfað á þessum markaði um nokkurt skeið, lofa góðu. En siðan, þegar íslensku félögin fara inn á þennan markað af þunga, á árun- um upp úr 1970, er greinilegt að markaðurinn er á niðurleið og ið- gjöld fara lækkandi. Nokkrar sveiflur höfðu verið í þessu fyrir 1970 og menn áttu almennt von á að ástandið myndi lagast, en svo hefur ekki orðið allt fram á þennan dag. Er líða fór á áttunda áratuginn fóru að vakna alvarlegar efasemdir um gæði þessara viðskipta og þegar kemur fram á árin 1977 og 1978 fer mönnum almennt að verða ljóst, að þetta eru hættuleg viðskipti og vond. Draumurinn um hinn mikla AF INNLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN GUÐJÓNSSON Frétt Morgunblaðsins um gjaldþrot Endur- tryggingafélags Samvinnutrygginga, sem birt var í blaðinu fyrir skömmu, hefur að vonum vakið mikla athygli. Er það bæði, að um er að ræða eitt mesta gjaldþrot hér á landi á seinni árum og eins hitt, að í hlut á eitt af dótturfyrirtækjum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Gjaldþrotamálið eitt og sér er þó aðeins brot af stærra um- fangi, sem teygir angana víða og leiðir óneit- anlega hugann að stöðu íslenskra trygginga- félaga gagnvart viöskiptaaðilum erlendis, einkum með tilliti til endurtrygginga. Og vissulega vaknar sú spurning, hvort mál þetta verði til að rýra það traust, sem vá- tryggingarfélög hérlendis njóta og verða að njóta á erlendum endurtryggingamarkaði. En hvernig er þessari starfsemi háttað og hvað var það, sem raunverulega gerðist á hinum alþjóðlega tryggingamarkaði og varð til þess, að Endurtryggingafélag Samvinnu- trygginga var lýst gjaldþrota? I eftirfarandi pistli verður reynt að leita svara við þessum spurningum og drepið á nokkur atriði er kunna að varpa Ijósi á þau lögmál, sem gilda og viðhöfð eru í tryggingaviðskiptum. MARTROÐ BULLANDI TAPS Um gjaldþrot Endurtryggingafélags Samvinnu- trygginga og íslenskar endurtryggingar hagnað snerist upp í martröð bull- andi taps og hófst þá hatrömm barátta til að snúa dæminu við. Sú barátta stendur enn, og eru félögin þar misjafnlega vel á vegi stödd. En óhætt er að fullyrða, að þau vátryggingarfélög, sem villst hafa í myrkviði þessara viðskipta, kapp- kosta nú að koma sér út úr vand- ræðunum og áhugi á áframhald- andi viðskiptum á þessu sviði er ekki lengur fyrir hendi. Skýringar á því að svona fór eru sjálfsagt margar og mismunandi. Ein er sú, að iðgjöldin voru of lág, sem stafaði m.a. af því að sam- keppnin fór sívaxandi á hinum er- lenda endurtryggingarmarkaði og sífellt fleiri aðilar fóru að hasla sér völl í þessum viðskiptum. Einnig má benda á, að ávöxtunarmögu- leikar á fjármunum voru mjög góð- ir í heiminum, og erlendir endur- tryggjendur gerðu sér grein fyrir, að það borgaði sig að stunda þessi viðskipti, jafnvel þótt fyrirsjáan- legt væri að iðgjöldin dygðu ekki fyrir tjónunum, því fjármunatekj- urnar, sem þau gátu haft, gerðu meira en að bæta það upp. Hins vegar var það undir hælinn lagt, hvernig þessi mál gengu á Islandi, og hérlendum aðilum gekk oft illa að ná inn iðgjöldum og hingað bár- ust þau ekki á sama tíma og til annarra aðila, sem voru t.d. staddir í London. Milligöngumenn og „brokerar" sátu þá gjarnan á þess- um peningum, svo lengi sem þeir gátu og höfðu af þeim tekjur. Og þar komum við að öðru atriði í þessu sambandi, að vitaskuld hefur það skipt talsverðu máli við hverja samið var á hinum erlenda endur- tryggingamarkaði. Þar hafa starf- að margir „vafasamir pappírar", eins og einn heimildarmanna Morgunblaðsins komst að orði, þ.e. menn, sem hafa látið sig hag- kvæmni samninga engu máli skipta, heldur eingöngu hugsað um að hirða umboðslaunin. Ljóst er, að hér hefur einnig komið til ókunnugleiki íslenskra vátryggingarmanna á eðli þessara viðskipta og margt bendir til að ís- lenski markaðurinn hafi verið mis- notaður og hingað hafi borist áhættur og samningar sem voru slæmir. Á hér vel við svar eins af viðmælendum blaðsins, er hann var spurður hvers vegna hans félag hefði sloppið tiltölulega vel miðað við marga aðra: „Okkur hefur allt- af fundist grunsamlegt, að „broker- ar“ í London eða á meginlandinu skuli síma eða skrifa til íslands og bjóða viðskipti, sem þeir gætu gengið frá á sínu markaðssvæði, sem óneitanlega bendir til, að þetta séu slæmir samningar, sem endur- tryggjendur eða tryggingarfélög, sem stóðu þeim nær, vildu ekki taka þátt í.“ Annar lét svo um mælt, að mikl- ar breytingar hefðu orðið á hinum erlenda tryggingamarkaði frá því hann byrjaði í þessu á sjöunda ára- tugnum. „Ef einhver aðili úti í London sagði eitthvað var staðið við það. Það hvarflaði aldrei að mönnum að verið væri að plata þá. Því miður er þetta liðin tíð og ís- lenskir tryggingamenn gerðu sér ef til vill ekki grein fyrir þeim breyt- ingum sem þarna urðu á, eftir 1970. Inn á þennan markað hafa komið menn, sem hafa látið allt önnur sjónarmið ríkja en áður tíðkuðust og það traust, sem var fyrir hendi á alþjóðatryggingamarkaði, hefur beðið gífurlegan hnekki. I rauninni má segja, að á tímabili höfum við verið eins og auðtrúa fífl gagnvart þessum mönnum." Tryggingaviðskipti eru ákaflega sérhæft svið, sem krefjast mikillar sérfræðilegrar kunnáttu, og sá grunur læðist að mönnum, að (s- lenskir aðilar á þessu sviði hafi ekki reynst vandanum vaxnir og látið óprúttna peningamenn hlunnfara sig. Raunar benda fram- angreind ummæli til þess og aðilar, sem kunnugir eru á þessu sviði, hafa fullyrt, að nokkuð hafi skort á sérfræðilega kunnáttu íslenskra tryggingamanna og nægir þar að vitna í orð Erlends Lárussonar hjá Tryggingaeftirlitinu í blaðaviðtali nýverið: „Ég held einmitt að vand- ræði islensku tryggingafélaganna á þessu sviði Iiggi í því, að það er skortur á þessari sérfræðiþekkingu hér heima.“ GJALDÞROTAMÁLIÐ Gjaldþrot Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga er alvarleg- asta dæmið um, hversu illa tókst til með viðskiptin á sviði inntrygg- inga. í frétt Morgunblaðsins föstu- daginn 29. júní sl. er haft eftir skiptaráðanda, Ragnari H. Hall, að hér sé á ferðinni eitt umfangs- mesta gjaldþrotamál hér á landi á sfðustu árum. í fréttinni segir ennfremur að hinn 16. janúar sl. hafi tryggingamálaráðherra skipað félaginu skilastjórn að tillögu Tryggingaeftirlitsins og lét skila- stjórnin gera upp árið 1983. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem skip- uð er skilastjórn i máli sem þessu hér á landi. Samkvæmt frétt Morg- unblaðsins varð niðurstaðan sú, að a.m.k. 23 milljónir króna vantaði upp á að félagið ætti fyrir skuldum. Taldi skilastjórnin enga möguleika á að félagið gæti siaðið við skuld- bindingar sínar og lagði til að endurtryggingafélagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Við sáum ekki leið út úr þessu," sagði Valgarð Briem hrl., formaður skilastjórnar- innar, í samtali við blaðamann Mbl. „I þessu máli eru margir óvissuþættir og það gæti tekið nokkur ár að fá botn í það. Víst er að hlutaféð nægir engan veginn fyrir skuldum og enginn veit hvaða kröfur gætu enn komið fram í dagsljósið." Tryggingaeftirlitið metur á hverju ári stöðu tryggingafélag- anna, samkvæmt sérstakri reglu- gerð þar að lútandi. Þar er gjaldþol og greiðsluþol félaganna metið þar sem fullnægja þarf vissum lág- markskröfum. í þessu tilfelli reyndist Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga ekki fullnægja þeim kröfum. Samkvæmt lögunum fékk félagið frest til að gera endur- bætur en tókst ekki að gera það innan þess frests, sem settur var af ráðherra, og þrautalendingin var því að leggja til að skipuð yrði skilastjórn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru bókfærð iðgjöld fé- lagsins á árinu 1982 samtals 58,5 milljónir króna, þar af um ein milljón vegna innlendra viðskipta og 57,5 milljónir króna vegna er- lendra viðskipta. Bókfærð tjón námu samtals 61,5 milljónum króna, þar af 0,6 milljónir vegna innlendra endurtrygginga og 60,9 milljónir vegna erlendra endur- trygginga. Að kröfu Tryggingaeft- irlitsins lagði félagið fram bráða- birgðaársuppgjör fyrir 1982 í maf 1982 og var Sveini Jónssyni, lög- giltum endurskoðanda, falið að vinna að mati tryggingasjóðsins. Upplýst var, að I þeim trygginga- sjóði sem áætlaður var í bráða- birgðaársuppgjöri væri ekki fólgið sérstakt álag fyrir óvissu, hvorki vegna viðskipta tengdum fyrir- tækjunum SIRSA og Accolade, né vegna annarra skuldbindinga, en það munu einkum hafa verið við- skiptin við þessi tvö fyrrgreindu fyrirtæki, sem skiptu sköpum í ör- lögum Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga. Að fengnu áliti endurskoðandans taldi Trygginga- eftirlitið að verulegar líkur væru á, að tryggingasjóðurinn nægði ekki til að mæta skuldbindingum fé- Iagsins, auk þess sem þar var ekki gert ráð fyrir, að tap yrði á SIRSA og Accolade-viðskiptunum og raun- ar var þeirra að litlu getið f áætl- unum félagsins. Ofan á þetta bætt- svo, að tryggingasjóður félagsins var mjög lágur sem hlutfall bók- færðra iðgjalda, eða aðeins um 89 prósent. Við útreikninga á gögnum frá félaginu kom m.a. í ljós, að út- koma trygginganna á árinu 1982 var neikvæð um 1,6 milljón banda- ríkjadollara, þrátt fyrir hið lága mat tryggingasjóðsins í árslok 1982. Sérstaka athygli vakti, að um 37 prósent bókfærðra tjóna á árinu 1982 voru vegna tryggingaársins 1979, en það ár virðist áhættutaka félagsins hafa farið úr böndunum og langt fram úr þvi sem heimilt var og bolmagn félagsins leyfði. Ýmislegt fleira kom í ljós, sem ekki er unnt að rekja hér f smáat- riðum, en fullljóst þótti án frekari útreikninga eða athugana, að tryggingarsjóður félagsins væri alltof lágur, og að hann stæði eng- an veginn undir þeim skuldbind- ingum sem félagið ætti fyrir hönd- um að mæta á næstu árum, ekki síst þegar þess væri gætt, hversu afkoma á erlendum endurtrygg- ingamarkaði hefði verið slæm und- anfarin ár og með tilliti til hinnar miklu viðskiptalegu óvissu vegna SIRSA og Áccolade-viðskiptanna auk óvissu vegna annarra sam- ninga. Við þetta bættist, að höfuð- stóll félagsins, samkvæmt árs- reikningi, var neikvæður um 10,1 milljón króna, en ljóst var þá þeg- ar, að sú fjárhæð var mun hærri. Tryggingaeftirlitið sendi frá sér greinargerð um málið í nóvember- lok 1983 og í niðurstöðu er þess get- ið, að tryggingasjóður Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga hafi verið stórlega vanmetinn í árs- reikningi félagsins fyrir árið 1982 og öll rök hnígi að þvf, að fjárhæð- in skipti tugum milljóna króna. Ennfremur eru þar ftrekaðar fyrri kröfur Tryggingaeftirlitsins um að skipuð verði skilastjórn f félagið, sem taki ákvörðun um framhald og málsmeðferð, og segir þar m.a., að með hverjum deginum, sem líði án þess að það verði gert, aukist þeir erfiðleikar, sem félagið eigi fyrir höndum f þessu flókna máli. í niðurstöðu greinargerðar Trygg- ingaeftirlitsins segir ennfremur, að hvarvetna þar sem lög séu f gildi um vátryggingarstarfsemi, myndi tryggingarfélagi, sem svo er ástatt fyrir, óheimilt að ráðstafa fjár- munum sfnum að eigin vild án fhlutunar opinberra aðila enda hlyti það að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Auk ábyrgðar, sem það kynni að skapa fslenskum stjórnvöldum og öðrum, yrði það íslenskri vátryggingar- starfsemi mikill álitshnekkir og til óbætanlegs tjóns og myndi rýra það traust stórlega, sem vátrygg- ingarfélög hérlendis njóta og verða að njóta á erlendum endurtrygg- ingamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.