Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984 23 HVAÐ GERÐIST? Endurtryggingafélag Samvinnu- trygginga hf. var stofnað árið 1971 og var því fyrst og fremst ætlað að annast inntryggingar, en einnig sá það að nokkru leyti um úttrygg- ingar fyrir Samvinnutryggingar. Frá 1971 til 1974 var einn fram- kvæmdastjóri yfir öllum félögun- um þremur, þ.e. Samvinnutrygg- ingum, Líftryggingafélaginu And- vöku og Endurtryggingafélaginu. Árið 1974 var þessu skipt og tók þá Jón Rafn Guðmundsson við And- vöku og Endurtryggingafélaginu, en Hallgrímur Sigurðsson var ráð- inn framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga. Hallgrímur sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fyrsta ár- ið, sem hann var með Samvinnutr- yggingar, hefði Endurtryggingafé- lagið séð um úttryggingar fyrir Samvinnutryggingar og einnig séð um þá samninga, sem félagið fékk í staðinn. Brunatryggingar hér á landi höfðu þá gefið mjög góða niðurstöðu og var Samvinnutrygg- ingum boðið í staðinn endurtrygg- ingasamningar frá ákveðnum fé- lögum erlendis. Síðan skildi leiðir jafnt í ljós og þar eru aðilar, bæði „brokerar" og endurtryggjendur, sem kannski beinlínis er ekki hægt að kalla glæpamenn, en eru vægast sagt afar varhugaverðir. Slíkir menn hugsa eingöngu um eigin hag og láta sig engu skipta hvort samn- ingarnir eru góðir eða vondir eða hvort einhverjir fari illa út úr þess- um viðskiptum. Þessi starfsemi er þó öll innan ramma laga, en eina áhugamál þessara manna er að fá sem mest út úr þessu og það gera þeir með því að taka að sér sem flesta samninga og þeim er ná- kvæmlega sama hvort þeir eru góð- ir eða slæmir. Það sem gerist er það, að Endurtryggingafélagið lendir i netinu hjá svona mönnum og má þar einkum nefna fyrirtækin SIRSA og Accolade. Eins og málin standa í dag má segja, að viðskiptamagn Endur- tryggingafélagsins skiptist i þrennt. Það er sá hluti viðskipt- anna, sem félagið var með áður en samið var við þessi „underwriting agency“ og hinsvegar þeir hlutar sem tengjast SIRSA og Accolade. Menn vita svona nokkurn veginn hér er um stórar fjárhæðir að ræða og verið vissir um að geta ráðið við það. En það er auðvitað ekkert vit, að ætla sér að borga upphæðir, sem enginn veit hverjar verða. Heiðar- legir menn úti i London létu i ljósi þá skoðun, að jafnvel þótt við ætt- um peninga til að greiða þessar upphæðir, þá væri það ekkert vit. Við hefðum enga möguleika til að sleppa út úr þessu nema láta félag- ið fara á hausinn. Hefðu Sam- vinnutryggingar og Sambandið hins vegar tekið ákvörðun um að borga þetta, sem var ákaflega sterk tilhneiging til að gera, þá er spurn- ingin hvort það hefði ekki verið mjög vítavert gagnvart skjólstæð- ingum okkar. Þeir peningar hefðu raunverulega verið teknir frá ís- lenskum skattborgurum, viðskipta- vinum Samvinnutrygginga á Is- landi, til að borga tryggingar er- lendis, sem menn vissu ekkert hvernig til var stofnað." Engin ástæða er til að draga i efa, að Hallgrimur skýrir hér af einlægni frá sínum sjónarmiðum í þessu máli. Hinu er þó ekki að leyna, að ýmislegt er enn á huldu varðandi mál þetta og ekki allir á Höfuðstöðvar Samvinnutrygginga i Reykjavík. Morgunblaðift/Július. og um það segir Hallgrímur m.a.: „Við Jón urðum ósammála um hvernig að þessum samningum skyldi staðið og eftir að ég hafði verið hér i um það bil eitt ár skildi leiðir. Eftir það sáu Samvinnu- tryggingar sjálfar um sínar út- tryggingar og það sem kom í stað- inn fyrir brunatryggingarnar. Þá var Endurtryggingafélagið einung- is eftir með inntryggingar, en þetta voru yfirleitt litlir bitar og þeir voru kannski eitt af 100 eða 200 endurtryggingafélögum í einhverri áhættu. Þannig gekk þetta fram til ársins 1978, en þá tekur Jón ákvörðun um að semja við fjögur svokölluð „underwriting agency", sem eru þekkt fyrirbæri á trygg- ingamarkaðinum, og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að gera slíka sam- ninga, nema hann tekur þessa ákvörðun án þess að bera það undir stjórnina. Þetta var algjör stefnubreyting í störfum félagsins og fól í sér, að þessum aðilum var þar með gefið umboð til að taka þær ákvarðanir, sem framkvæmdastjórinn tók sjálfur áður, þ.e. að ákveða og semja um endurtryggingar félags- ins. Og það verður auðvitað að telja það óeðlileg vinnubrögð, að fram- selja prókúru eða umboð til ann- arra aðila, nema bera það undir stjórnina, sem veitti umboðið i upphafi. Að öðru leyti má segja, að samningar við þessi „underwriting agency" séu ekki óalgeng á þessum markaði, nema það er auðvitað ekki sama við hvern slíkur samn- ingur er gerður. Þegar ég, fyrir rúmu ári, tók við félaginu til að reyna að komast til botns í hvað þarna væri um að vera, komst ég að niðurstöðu, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður, að tryggingamarkaðurinn I London virðist vera í mörgum þrepum. Efst uppi eru strangheið- arlegir menn, og við höfum yfirleitt ekki þekkt neitt annað. En þegar neðar dregur kemur ýmislegt mis- hvað umfangið er mikið varðandi SIRSA, en hafa ekki minnstu hugmynd um hvað það er mikið i Accolade-málinu. Við vitum að á gamla hlutann er komið rúmlega 26 milljón króna tap og hjá SIRSA eru um 20 milljónir í innheimtu hjá lögfræðingum úti í London, sem litlar líkur eru á að innheimtist, þannig að það eru komnar þarna i kringum 40 til 50 milljónir. Omögu- legt er að segja til um hvað bætist við. í gamla hlutanum er um hálf milljón, sem tengist islenskum tryggingafélögum og stjórn Sam- vinnutrygginga hefur þegar tekið ákvörðun um að greiða, þannig að hér innanlands verður enginn fyrir tjóni vegna þessa máls. Að öðru leyti göngum við ekki inn í þetta gjaldþrot, enda getum við það ekki.“ Um það, hvort komið hefði til álita hjá Samvinnutryggingum eða Sambandinu að taka á sig skuld- bindingar Endurtryggingafélags- ins til að firra félögin hugsanlegum álitshnekki vegna þessa máls, sagði Hallgrímur m.a.: „Viðskiptalega eru skörp skil á milli Samvinnutrygginga og Endurtryggingafélagsins og að því leyti kemur þetta gjaldþrot ekki við Samvinnutryggingar. Það er auðvitað slæmt, að nafn okkar skuli tengjast svona máli, en allir sem til þekkja, vita hvað hér er á ferðinni. Ég hef talað við alla þá aðila, sem skipta okkur máli er- lendis, og skýrt þessi mál, því auð- vitað vaknaði sú spurning, hvort þetta myndi skaða hagsmuni okkar varðandi endurtryggingarnar er- lendis. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að þetta mun ekki skaða Samvinnutryggingar á þess- um markaði og þaðan af síður önn- ur islensk vátryggingarfélög. Varðandi spurninguna um það, hvort komið hefði til álita að borga það sem þarna vantaði upp á, má segja, að auðvitað hefði það komið til greina, ef menn hefðu vitað hvað eitt sáttir með þessa málsmeðferð af hálfu Samvinnutrygginga og Sambandsins. Margir viðmælendur Morgunblaðsins, sem tengjast ís- lenskri tryggingastarfsemi, töldu hættu á, að mál þetta kynni að skaða hagsmuni íslenskra vátrygg- ingarfélaga erlendis og einn kvað svo sterkt að orði, að þetta gjald- þrot væri áfall fyrir íslenska vá- tryggingarstarfsemi út á við. Ann- ar taldi það reginhneyksli af hálfu Samvinnutrygginga að skilja Endurtryggingafélagið eftir á köld- um klaka á þeim forsendum, að hér væri um tvö óskyld félög að ræða. Taldi hann engan vafa á, að þeir erlendu aðilar, sem hefðu átt við- skipti við Endurtryggingafélagið, hefðu litið til „móðurfélagsins", Samvinnutrygginga og Sambands- ins, og gert samningana í trausti þess að Endurtryggingafélagið væri undir verndarvæng „stóra bróður". Og framhjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið að stjórn- armenn þessara félaga eru hinir sömu: Formaður stjórnar Endur- tryggingafélagsins var Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, og með honum í stjórninni sat m.a. Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Sambandsins. Þess má einn- ig geta, að heimildir Morgunblað- sins herma, að þeir Erlendur og Valur hafi ekki verið á eitt sáttir, varðandi það, hvort Sambandið ætti að taka á sig skellinn eða ekki. ÁSÖKUNUM VÍSAÐ TIL FÖÐURHÚSA Ummæli Hallgríms Sigurðssonar í fyrrgreindri frétt Morgunblaðsins og ítrekuð eru hér að framan, um þátt Jóns Rafns Guðmundssonar í þessu máli, hafa einnig vakið mikla athygli. Eru fá dæmi þess hér á landi, að einn maður hafi verið krossfestur jafnrækilega opinber- lega, að því er virðist til að varpa ábyrgð af herðum stjórnar félags- ins. Skiptir þá litlu máli, hvort Jón Rafn hefur gert einhver mistök í starfi sínu eða ekki. Spurningin er eftir sem áður: Hvar voru stjórn- armenn Endurtryggingafélagsins á meðan á þessu stóð? Jón Rafn Guðmundsson hefur starfað fyrir Samvinnutrygg- ingarfélögin frá því árið 1947, en í mars 1983 lét hann af störfum sem framkvæmdastjóri Andvöku og Endurtryggingafélagsins að eigin ósk, og var þá ráðinn trygginga- ráðgjafi fyrir Sambandið og Sam- vinnuhreyfinguna. Jón Rafn hefur þetta um málið að segja: „Þegar ég las fréttina í Morgun- blaðinu föstudaginn 29. júní, þar sem haft er eftir Hallgrimi Sig- urðssyni, að ég hafi „gert alla samningana án samráðs við stjórn- ina“, datt mér í hug þessi vísa: ViljirAu svívirða saklausan mann, sejjðu þá aldrei ákveðnar skammir um hann. Láttu þad bara í veóri vaka, aó þú vitir að hann hafi unnid til saka. Það hvarflaði að mér að svara þessum ísmeygilegu ásökunum þá strax, en ég ákvað að biða um stund, því Hallgrímur Sigurðsson myndi láta meira fylgja á eftir, enda hefur það nú komið á daginn. I stuttu máli vil ég vísa á bug sérhverri aðdróttun um að hafa ekki borið undir stjórn félagsins einhver þau mál, sem undir hana féllu. Samkvæmt samþykktum fé- lagsins var aðaltilgangur þess að taka að sér hvers konar endur- tryggingar hér á landi og erlendis. Þetta þýðir, að hinn daglegi rekst- ur snerist um þetta atriði. Hlut- verk framkvæmdastjóra í hlutafé- lagi er m.a. skilgreint þannig í lög- um um hlutafélög frá 1978, að hann eigi að annast daglegan rekstur. Það var því í samræmi við þetta hlutverk, að ég tók þátt í samning- unum við SIRSA og Accolade, enda engin venja og engin skylda að bera slíka samningsþátttöku undir stjórn félagsins. Hvorki venja, samþykktir félagsins né landslög standa til slíks. Ég endurtek, að tryggingatakan var hluti af hinum daglega rekstri félagsins. Samningar þeir, sem hér um ræðir, voru gerðir algjörlega í góðri trú. Upplýsingar okkar um aðilana voru jákvæðar og m.a. höfðum við um árabil átt góð við- skipti við stjórnarformann Accola- de. Það sem gerðist í sambandi við SIRSA og Accolade var það, að auk brota á samningunum og taps i stað hagnaðar, varð iðgjaldamagn þeirra miklu meira en áætlað hafði verið. Þetta átti ekki við um hina „agency“-samningana, en þátttak- an í öðrum þeirra var tekin 1978 og hinum 1976. Það sem Hallgrímur segir um „brokera" þá, Sedgewick, sem Sam- vinnutryggingar skipta við í Lon- don er alrangt, ef marka má fréttir úr tryggingatímaritum þaðan. Þeir hafa rekið „agency“-viðskipti sem hafa valdið vandræðum og heiðar- leiki tveggja framkvæmdastjóra þeirra, sem báðir stýrðu á sínum tíma viðskiptum við Samvinnu- tryggingar, hefur verið dreginn í efa í sambandi við greiðslur frá slíku „agency". Hallgrímur segir Morgunblað- inu, að við höfum orðið ósammála og leiðir hafi skilið eftir eins árs samstarf. Þetta er einhliða frásögn og túlkun. Sannleikurinn er sá, að hann bjó sér til algjöra mála- myndaátyllu til að slíta samstarf- inu og taka þar með bakbeinið úr Endurtryggingafélaginu, og þetta gekk hjá honum átölulaust af hendi stjórnar félaganna. Keimlík voru vinnubrögð hans nokkrum árum síðar, en þó öllu verri, þegar hann bar ósannar sakir á starfsmann Andvöku, sem varð til þess, að slysatryggingar þess félags voru fluttar yfir til Samvinnutrygginga. Það er sorgleg staðreynd, að Hallgrímur skildi ekki þörfina á því, að tryggingafélög samvinnu- manna á íslandi ynnu saman og styddu hvert annað, og hann virtist tilbúinn að stefna öllu í óefni, ef hann fengi ekki þau völd sem hann sóttist eftir. Þannig reyndi hann á allan máta að bregða fæti fyrir þau félög, sem ég veitti forstöðu, og leggja steina í götu starfsfólks sem hjá mér starfaði. Hann gekk jafn- vel svo langt, að segja félögunum upp húsnæðinu og samstarfi um póst- og símaþjónustu og fleira. Mér er tjáð, að í sjónvarpsfrétt- um 29. f.m. hafi það verið haft eftir Hallgrími, að engin tengsl séu á milli Samvinnutrygginga og Endurtryggingafélagsins. Þetta er fáránlegt og hlýtur að vera sagt gegn betri vitund. Stjórn félaganna er skipuð sömu mönnum og fyrr- nefnda félagið á megnið af hlutafé þess síðarnefnda. Mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar Hallgrímur Sigurðsson gefur í skyn að ég hafi sniðgengið stjórn félaganna. Þar kastar hann grjóti úr glerhúsi. í því sambandi vil ég einungis, til viðbótar við það sem ég hef áður sagt, nefna þrjú atriði af ótal mörgum: Þrátt fyrir ákvæði samþykkta félaganna um, að samráð skuli haft við stjórnina um ráðningu deildarstjóra, ræður hann þá á eigin spýtur. í október 1981 sendi hann kvörtun til trygg- ingamálaráðuneytisins út af Tryggingaeftirlitinu. I það skiptið hörmuðu bæði formaður og vara- formaður þessi bréfaskrif og lýstu því yfir, að þau hefðu verið gerð án nokkurs samráðs við stjórnina. Þann 5. september 1980 var gerð sameiginleg stjórnarsamþykkt allra félaganna, sem miðaði að þvi að sætta aðila innbyrðis og koma á meiri samhæfingu í rekstri félag- anna. Hallgrimur hunsaði þessa samþykkt og kom gjörsamlega í veg fyrir að hún kæmist í fram- kvæmd, þrátt fyrir hátíðlegar yfir- lýsingar hans um einarðlega fram- kvæmd hennar. Það er því ekkert undarlegt, þótt ég efist um, að hann hafi borið undir stjórnina, það sem hann lætur Morgunblaðið hafa eftir sér. Ég vil þakka Morgunblaðinu fyrir að gefa mér kost á að tjá mig um ummæli Hallgríms, en að lok- um vil ég segja þetta: Að fenginni margra ára reynslu, hef ég það álit á Hallgrími, að hann sé einstaklega lítið samvinnusinnaður og ein- staklega erfiður i samstarfi. Ég hélt, að þegar ég yfirgaf orustuvöll- inn í tryggingafélögum samvinnu- manna, væri ég að gera rétt með hagsmuni samvinnuhreyfingarinn- ar fyrir augum og að nú fengi ég frið fyrir Hallgrími Sigurðssyni. Svo virðist ekki eiga að verða, en verði ekki lát á aðdróttunum og ágangi hans í minn garð, á ég þann kost einan að leita til dómstólanna og beiðast rannsóknar á því, hvaða iðju hann hefur stundað á þessu sviði allt frá 1975 og hvað honum hefur gengið til þess. Þá mun allur sannleikurinn i þessu máli koma í ljós, og ég efa ekki, að samvinnu- menn á íslandi hafi áhuga á því.“ GÓÐUR SKÓLI Eins og getið er í upphafi, hafa flest tryggingarfélög hér á landi stundað viðskipti á sviði inntrygg- inga og vitað er, að mörg þeirra hafa tapað gífurlegum fjárhæðum á þessum viðskiptum. Ef til vill má segja, að munurinn á þeim og Endurtryggingafélagi Samvinnu- trygginga sé sá, að önnur félög ætla að standa þetta af sér og berj- ast, í stað þess að gefast upp. Þessi félög hafa nú gert viðeigandi ráð- stafanir til að losa sig út úr þessum viðskiptum, og eru sum vel á veg komin í þeirri baráttu. tslenskir tryggingamenn eru nú reynslunni rfkari og fer því vel á að gera orð eins þeirra að lokaorðum þessarar umfjöllunar: „Fyrir þau félög, sem standa þetta af sér, sem verða vonandi sem allra flest, þá hefur þetta orðið þeim góður skóli, þótt skólagjöldin hafi verið dýr. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að ís- lensk vátryggingarstarfsemi á eftir að njóta þessa tímabils að því marki, að menn eru reynslunni rík- ari. Og ég á ekki von á því að svona mistök endurtaki sig aftur.“ Srcinn Guójónsson er blaðamaAur á Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.