Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 38
QP 38 kcof t itYi ?r crTTn*<TrTTMT>rTT!a rrrn r raijrinaAM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 - ríkur þáttur í daglegri tilveru okkar! Eru íslendingar hjá- trúarfullir? Trúum viö því að það sé óláns- merki að ganga undir stiga, missa salt á borð- ið eða ef svartur köttur skýst yfir götu á leið okkar? Fæst okkar trúa þessu beinlínis, en, svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig, þá er mér ekkert um það gefið að mæta svörtum ketti og er skapi næst að snúa við verði þeir á vegi mínum. Og ég sé enga ástæðu til að ganga undir stiga ef ég mögu- lega kemst hjá því. Þessu er vafalaust líkt farið um margt fólk: skynsemin segir því að það sé fáránlegt að taka mark á bábiljum af þessu tagi, en samt, ef það kostar ekki mikla fyrirhöfn, þá er engin ástæða til að „storka ör- lögunum“. Þegar allt kemur til alls þá gæti verið eitthvað til í þessu! Til að grennslast fyrir um það hversu hjátrúarfullir íslendingar raunverulega eru, gerðum við það af strák okkar, undirritaður og Friðþjófur Helgason ljósmyndari, að setja upp stiga í Tryggvagöt- unni, lágum síðan í leyni í sjón- færi og fylgdumst með því hversu margir gengu undir stigann og hve margir lögðu lykkju á leið sína. Ýmsa tókum við tali til að forvitn- ast um hvers vegna viðkomandi annað hvort skeytti engu um stig- ann og gekk beint undir, eða sneiddi fyrir hann. Stiganum var þannig fyrir komið að auðveldara var að ganga undir hann en krækja fyrir. Þetta gerðum við til að tryggja það að þeir sem kræktu fyrir stigann hefðu til þess aðra ástæðu en þá eina að komast leið- ar sinnar. Niðurstaðan var í aðalatriðum sú að um 60 af hundraði gengu beint undir stigann, á móti 40 af hundraði sem lögðu lykkju á leið sína. Sumir þeirra sem kræktu fyrir stigann nefndu hjátrúna sem ástæðuna, aðrir sögðust einfald- lega hafa vanið sig á þetta, og enn aðrir kváðust ganga hugsunar- laust framhjá stiga eða undir, eft- ir því hvort lægi betur við. Þá var það athyglisvert aö ýmsir höfðu aldrei heyrt um þessa hjátrú get- ið. Hins vegar virðist hræðslan við að mæta svörtum köttum vera nokkuð rík í fólki og eins sögðust margir aldrei byrja á nýju verki á mánudögum. Og meira en annar hver maður sem við tókum tali Texti: Guðm. Páll Blessuð konan hefur hellt niður salti, en reynir að bjarga sér í horn með því að fleygja hluta saltsins með hægri hendi yfir vinstri öxl. Hjátrú getur snúist einkennilega upp í andstæðu sína: í Bretlandi er til klúbbur sem heitir einfaldlega „Klúbbur 13“. Meðlimir hans hittast reglu- lega á föstudögum til að snæða saman og sitja alltaf 13 til borðs. Markmið klúbbsins er að brjóta n.iður forboð, og hér sýna tveir félagar ótvírætt hugrekki sitt með því að taka sér stöðu undir stiga. Hestaskeifan er vinsælt lukkumerki yfir dyrum, og er talið best að hún sé negld upp með sjö nöglum. Þarna vísar skeifan niður, en það þykir betra að hún snúi til lofts svo hikkan renni ekki úr skeifunni. Það er eins með hana og aðra hluti, hún lýtur þyngdarlögmálinu. Hér gerir kona sig líklega til að spenna upp regnhlíf innandyra, en vinkona hennar bjargar málunum á elleftu stundu. hafði það fyrir sið að banka á tré og segja upphátt „7—9—13“ til að blíðka goðin. Hvað er hjátrú? Hjátrú er í hnotskurn trú á að yfirnáttúrulegt samband sé á milli einhverrar athafnar eða atburðar og framtíðarinnar, þegar reynslan sýnir okkur að ekkert orsaka- samband ríki þar á milli. Það er hjátrú að halda að það geti orsak- að rigningu ef hrífuteinum er snú- ið til himins. Eða að það sé fyrir dauða einhvers nákomins að spenna upp regnhlíf inni í húsi. Það verður að gera greinarmun á hjátrú og rangri skoðun. Það getur til dæmis verið skoðun ein- hvers að það sé gott fyrir blóm ef þau eru vökvuð á klukkustundar fresti. Húsmæður og blómasér- fræðingar vita að þetta er alrangt, en það gerir ekki þessa skoðun eða trú að hjátrú. Nema þá skoðunin byggist á því að rétt sé að vatna blómálfum þetta oft svo þeir drep- ist ekki úr þorsta eða taki upp á því að drekka vatn frá blóminu! Hjátrú verður vafalaust til með ýmsum hætti, en oftast nær vegna þess hve mannshugurinn er fljót- ur á sér að mynda „lögmál" út frá tilfallandi tengslum tveggja at- burða. Og það er erfitt að slíta sundur hugtengsl sem einu sinni er búið að koma á. Hjátrú má gróflega skipa niður í fjóra flokka: fyrirboða, forboð, ýmsar táknrænar athafnir eða helgisiði (rituals) og trú á mátt talna og hluta. Fyrirboðar Fyrirboðar eru fæstir í mann- legu valdi. Þeir eru nokkuð sem kemur yfir okkur eða verður á vegi okkar. Eitt dæmi er áðurnefndur svartur köttur, sem gengur þvert í veg fyrir okkur án þess að maður geti nokkuð við gert (nema þá snúa við ef það dugir þá, sam- kvæmt hjátrúnni). Eins er það góðs viti ef hundur fylgir manni heim, eða að finna hestaskeifu á förnum vegi. Það er fyrir rifrildi að klæja í nefið og boðar heimsókn að missa hníf á gólfið (sumir segja að það sé fyrir karlmannsheim- sókn missi menn hníf á gólfið , en fyrir því að kona knýi dyra ef gaffall fer sömu leið). Stundum er hægt að snúa á fyrirboðana, ef þeir eru fyrir ein- hverju neikvæðu, og er þá algeng- ast að spýta þrisvar yfir vinstri öxl. Það er ólukkumerki að missa salt niður á borð, en það má vinna á móti ógæfunni með því að fleygja hluta saltsins með hægri hendi yfir vinstri öxl — líklega til að hræða djöfulinn, sem er iðulega settur í samband við vinstri hlið- ina. Forboð Forboð kveða á um eitthvað sem ekki má gera — að viðlagðri ógæfu, annað hvort almennt og yf- irleitt eða einhverri sérstakri, eins og veikindum, dauða, tjóni o.s.frv. Að ekki megi spenna upp regnhlíf innandyra er skýrt dæmi, eins að varasamt sé að ganga undir stiga. Það er fróðlegt að velta fyrir sér uppruna slíkra siða. Maður gæti látið sér detta í hug að þessi boð og bönn séu upphaflega til komin af hreinni hagsýni: Bannið við að opna regnhlíf inni til að fyrir- byggja brot á húsmunum, og víst er það skynsamlegt að ganga ekki undir stiga vilji maður ekki fá málningarslettur í fötin sín eða uppþvottavatn yfir höfuðið. En það er engin slík „köld skynsemi" sem liggur að baki þessari hjátrú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.