Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 26 ____________________ Áttræður á morgun: Hjálmar Vilhjálms- son fv. ráðuneytisstjóri Hjálmar Vilhjálmsson fyrrum ráðuneytisstjóri er áttræður á morgun. Hann fæddist 16. júlí 1904 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Árnason útvegsbóndi á Hánefs- stöðum og Björg Sigurðardóttir kona hans, en þau bjuggu þar stórbúi. Vilhjálmur afi minn var sonur Árna Vilhjálmssonar bónda að Hofi í Mjóafirði, en Björg amma dóttir Sigurðar Stefánsson- ar bónda á Hánefsstöðum. Þegar Hjálmar var að alast upp voru mikil umsvif á Hánefsstöð- um. Húsakynni voru stórt og reisulegt íbúðarhús, vel búið inni við miðað við þá tíma, svo og myndarleg og vel gerð útihús. Niður við sjóinn stóðu fiskverkun- arhús, beitningaskúrar og stórt geymsluhús. Þar var allstórt íshús og smiðja og bryggja fyrir tvo til þrjá dekkbáta og legufæri. Að sjálfsögðu var allur afli fullverk- aður á staðnum. Afi gerði jafnan út marga báta, fyrst róðrarbáta og síðar bættust við vélbátar. Þaðan voru og gerðir út stærri bátar. Rán, 43 tonna bát- ur, sem fórst í Hornafjarðarósi í fárviðri árið 1925, en Árni faðir minn var formaður. Mannbjörg varð. Síðar Faxi, 57 tonna bátur, sem Þórhallur bróðir Hjálmars var formaður á. Þá var og verulegur landbú- skapur, kýr, sauðfé, hestar og garðrækt. Fjölskyldan var æði fjölmenn. Það voru fimm bræður, sem allir eru látnir, nema Hjálmar. Sigurð- ur, kaupfélagsstjóri og síðar bóndi á Hár.efsstöðum, Árni, útvegs- bóndi síðar erindreki Fiskifélags íslands og skipaeftirlitsmaður, Þórhallur, skipstjóri og síðar hafnarstjóri í Keflavík, Hermann, útvegsbóndi og síðar skipaaf- greiðslumaður á Seyðisfirði og er- indreki Fiskifélags íslands og yngstur var Hjálmar. Systurnar eru Sigríður, kona Einars heitins Stefánssonar frá Mýrum, búsett á Egilsstöðum og Stefanía, skrif- stofustúlka, búsett í Reykjavík. Þá var og fóstursonurinn Vilhjálmur Emilsson, vélgæslumaður á Eg- ilsstöðum. Allt þetta fólk ásamt skylduliði vann á yngri árum viö útgerðina og búskapinn. Vegna mikilla umsvifa var Há- nefsstaðaheimilið mjög fjölmennt, einkum á sumrum þá allt upp i 50—60 manns. Allt snerist um at- vinnulífið til sjós og lands. í þessu umhverfi ólst Hjálmar upp og það mótaði að sjálfsögðu viðhorf hans. Hann var við hey- skap á sumrin, en vandist þó nokkuð sjávarstörfum jafnhliða. Snemma bar á frábærum gáfum Hjálmars og gekk hann mennta- veginn eins og það var kallað. Hann tók gagnfræðapróf utan- skóla við Menntaskólann í Reykja- vík árið 1922. Settist svo í mennta- skólann og lauk stúdentsprófi árið 1925 með hæstu einkunn. Eg hygg að uppáhaldsnámsgrein Hjálmars í menntaskóla hafi verið stærð- fræðin. Þaðan lá leiðin í lögfræði- deild Háskólans. Alla tíð stundaði Hjálmar nám af mikilli samvisku- semi eins og honum var í blóð bor- in. Hann tók því lögfræðipróf vor- ið 1929 með miklum glæsibrag og mjög hárri einkunn. Hugur Hjálmars stefndi austur á land og hóf hann þegar störf sem fulltrúi sýslumanns Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði. Áður en lengra er haldið ber að geta mesta gæfuspors, sem Hjálmar sté á lífsleiðinni. Þegar hann kom austur að loknu emb- ættisprófi kom unnusta hans með honum og þau gengu í heilagt hjónaband á Hánefsstöðum 12. apríl 1930. Kona Hjálmars, Gyð- ríður Sigrún Helgadóttir, smiðs á Fossi á Síðu Magnússonar og konu hans Gyðríðar Sigurðardóttur, er einhver ágætasta kona, sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Heimili þeirra hefir ávallt verið menningar- og rausnarheimili. Þau Hjálmar eignuðust fjögur börn. Elst er Björg, gift Reimari Charlessyni, framkvæmdastjóra, þá Helgi arkitekt kvæntur Maríu Andreu Hreinsdóttur, Vilhjálmur arkitekt kvæntur Borghildi ósk- arsdóttur og Lárus ókvæntur. Þann 1. janúar 1930 var Hjálm- ar ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði og gegndi því starfi um sex ára skeið. Þá var heimskreppan í al- gleymingi og því mjög erfiðir tím- ar. Rækti Hjálmar starf sitt með þeim hætti að hann hlaut allra manna traust. Vorið 1936 var Hjálmar skipað- ur sýslumaður Rangárvallasýslu. Bjuggu þau Sigrún stórbúi í Gunnarsholti rúmt ár, en i júní- mánuði 1937 var Hjálmar skipað- ur sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Fluttu þau því enn austur á land og nú til langdvalar. Seyðfirðingar fengu Hjálmar til að taka að sér bæjarstjórastarfið á Seyðisfirði, jafnhliða sýslumannsembættinu. Varð hann á ný bæjarstjóri rúm- lega ár. Þetta sýnir hve mikið traust sveitungar hans báru til hans. Hjálmar hefir alla tíð verið framsóknarmaður og áhugasamur um landsmál. Hann er og mikill samvinnumaður, en sjálfstæður í skoðunum, gagnrýninn og rökfast- ur. Enginn vafi er á, að hann átti kost á þingmennsku, ef hann hefði kært sig um það. Sýslumannssetrið á Vesturvegi 8 á Seyðisfirði var hið mesta myndarheimili. Þar voru einnig skrifstofur embættisins til húsa lengst af. Ákaflega gestkvæmt var á Vesturveginum. Nálega látlaus straumur, en öllum gerður hinn besti beini. Mér er það nær óskilj- anlegt hvernig Sigrún komst yfir að stjórna stóru heimili, ásamt öllum gestaganginum. En allir voru velkomnir, andrúmsloftið óþvingað og létt yfir öllu. Hjálmar var vinsæll og vel lát- inn sýslumaður, réttsýnn, mjög reglusamur og naut almenns trausts, enda hefir mér verið sagt, að embættið hafi verið óvenjuveí rekið. Á þessum árum var Hjálmar öðru hvoru veikur og lá stundum langar sjúkralegur. Það mun hafa ráðið nokkru um, að hann lét af embætti eftir tæplega 16 ára dygga þjónustu og flutti til Reykjavíkur, þar sem hann hafði aðgang að sérfræðingum. En 1. feþrúar 1953 var hann ráðinn skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu og skipaður ráðuneytis- stjóri 6. janúar 1970. Hjálmar gegndi því raunverulega starfi ráðuneytisstjóra i félagsmálum um 20 ára skeiö, en á miðju ári 1973 fékk hann lausn frá embætti að eigin ósk. Hjálmar naut óvenjumikils trausts í embætti, ekki sist allra ráðherra, sem hann starfaði fyrir. Hann er vandvirkur og ráðvandur, kynnti sér vel þau mál sem hann fékkst við, skipulagði starf sitt, hélt sér við efnið og hafði jafnan hreint borð. Hjálmar vann mjög að samn- ingu margra grundvallarlaga um félagsmál. Hann var t.d. formaður í nefndum til endurskoðunar al- mannatryggingalaga á tímabilinu 1954— 1970, formaður nefndar, sem samdi frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar 1955— 1956, formaður í nefndum, sem endurskoðuðu sveitarstjórn- arlögin, formaður nefndar um sameiningu sveitarfélaga, formað- ur nefnda sem sömdu frumvarp um vinnuvikuorlof, alhliða vinnu- vernd og launajöfnun, formaður nefndar til endurskoðunar laga um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins. Hjálmar var formaður stjórn- ar Atvinnuleysistryggingasjóðs um 20 ára skeið. Um langt árabil formaður í stjórn Islenskrar endurtryggingar og fleira mætti telja. öll þessi störf vann Hjálmar af mikilli samviskusemi og vand- virkni. Hann er án efa einn af fremstu sérfræðingum þjóðarinn- ar í félagsmálalöggjöf og hefir átt ríkan þátt í að móta íslenskan rétt um félagsmál. Sem formaður stjórnar At- vinnuleysistryggingasjóðs lagði Hjálmar áherslu á að ávaxta fé sjóðsins til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Hann var mjög laginn að laða menn til samstarfs. Hjálmar var formaður Styrktarfélags van- gefinna frá stofnun félagsins árið 1958 til 1975. Þessi félagsskapur stóð að hreinni byltingu í málefn- um vangefinna og lagði grundvöll að því þjóðþrifa- og mannúðar- starfi, sem unnið er í þessum mál- um. Sem formaður vann Hjálmar skipulega eins og venja hans var, og fylgdi fast eftir samþykktum stjórnarinnar. Hjálmar vann mjög umfangsmikil störf sem formaður stjórnarinnar. Þá hefir hann setið í stjórn hússjóðs ör- yrkjabandalagsins frá upphafi. Hjálmar hefir fengist talsvert við ritstörf og skrifað ritgerðir og greinar um lögfræðileg efni, sögu og landsmál. Hann hefir verið mikill áhugamaður um setningu nýrrar stjórnarskrár fyrir lýð- veldið og skrifað um þau mál, sér- staklega hér fyrr á árum, þegar hann stóð að útgáfu Gerpis, mán- aðarrits Fjórðungsþings Austfirð- inga, sem var merkilegt rit. Þá skrifaði hann m.a. gagnmerkt heimildarrit um hernámsárin á Seyðisfirði. Þegar þau hjón fluttu suður festu þau kaup á íbúð í Drápuhlíð 7 í Reykjavík, en þar hafa þau bú- ið síðan. Þótt húsakynni væru ólík þeim sem var á Seyðisfirði, var sama reisn og myndarskapur yfir heimilinu. Hjálmar frændi minn er hár maður vexti, fríður og fyrirmann- legur, glaðlyndur og glettinn og heiðarlegur fram í fingurgóma. Hann er vanafastur og heimakær, enda ekki i kot vísað. Hann er mikill starfsmaður og embættis- maður. Hann hefir verið áhuga- samur um íþróttir, stundaði gönguferðir, nokkuð laxveiðar og golf á efri árum. Náði hann t.d. ágætum árangri í golfíþróttinni af svo fullorðnum manni. En ekki má gleyma þeirri íþrótt, sem hann hefir haft mesta ánægju af, en það er skákíþróttin. Hann er ágætur skákmaður, en marga glímuna höfum við frændur háð við skák- borðið í nær 40 ár. Þau Hjálmar og Sigrún hafa verið hamingjurík í hjónabandi og sinnar gæfu smiðir. Þau eru vin- sæl og virt af öllum vinum og ætt- ingjum. Við sem höfum verið meira og minna heimagangar á heimili þeirra um áratugi eigum ekki orð til að þakka gestrisni og góðvild. Það hafa jafnan verið hamingjustundir. Þessi heiðurs- hjón eru í besta lagi ern miðað við aldur, virt og metin af samtíð og samferðamönnum. Þau geta með góðri samviku litið yfir jákvætt og vel heppnað lífsstarf, en í slíku felst mikil hamingja. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum þeim Sigrúnu og Hjálm- ari áratuga tryggð og vináttu sendum við hugheilar hamingju- óskir á þessum merkisdegi og óskum að ævikvöldið verði þeim áfram friðsælt, bjart og fagurt. Veit ég að allir vinir og ættingjar þeirra hjóna taka undir þessi orð og óskir. Tómas Árnason Fáir menn núlifandi munu eiga að baki sér fjölbreyttari feril á sviði sveitarstjórnarmála hér á landi en Hjálmar Vilhjálmsson, fv. ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, sem verður áttræður mánudaginn 16. júlí. Á Alþingis- hátíðarárinu 1930 kom hann svo til beint frá prófborði í lagadeild í embætti bæjarstjóra á Seyðisfirði, og gegndi því starfi öll kreppuár- in, erfiðustu ár í búskap sveitarfé- laganna og hjá almenningi á þess- ari öld. Eftir sex ár sem bæjar- stjóri varð hann sýslumaður Rangæinga, en hvarf á ný eftir rúmt ár á æskuslóðirnar austur á Seyðisfjörð og varð bæjarfógeti kaupstaðarins og sýslumaður Norður-Múlasýslu samfellt í sex- tán ár. Á þessum síðari Seyðis- fjarðarárum var hann fulltrúi ís- lenzkra stjórnvalda í samskiptum við brezka og síðan bandaríska herliðið, sem var fjölmennt á Seyðisfirði á þessum viðburðaríku árum, en um þau hefur hann skrifað í bók sinni „Seyðfirskir hernámsþættir". í embætti sýslu- manns þurfti Hjálmar að nýta nánast hvern þann samgöngu- máta, sem tíðkazt hefur á landinu. f suma hreppa varð ekki öðruvísi komizt en á báti, í aðra varð að fara ríðandi, og í enn aðra langar og torsóttar leiðir á bíl. í umdæmi hans voru ellefu hreppar, einum fleiri en nú eru, auk kaupstaðar- ins. Jafnframt bæjarfógetaemb- ættinu varð Hjálmar bæjar- fulltrúi i eitt kjörtímabil. Með þessa reynslu að baki sem bæjarstjóri í sex ár, sýslumaður sunnanlands og austan í sautján ár, bæjarfulltrúi og bæjarfógeti, gerðist hann skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu árið 1953 og síðan ráðuneytisstjóri með nafn- breytingu embættisins á árinu 1970. Fljótlega, eftir að Hjálmar kemur í félagsmálaráðuneytið, bar honum að höndum flókin verkefni til úrslausnar á félagslegum um- brotatímum. Sem embættismaður átti hann mikinn þátt í endur- skoðun almannatryggingalaga, undirbúningi lagafrumvarps um atvinnuleysistryggingar og síðar lagafrumvarpa um styttingu vinnutíma, orlof og ýmis önnur mál á sviði félagsmála. f tvo ára- tugi átti hann drýgstan þátt í að semja drög að öllum þeim lögum og reglugerðum, er nú gilda um sveitarstjórnarmálefni í landinu, t.d. núgildandi sveitarstjórnarlög- um og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, svo dæmi séu nefnd. Þeim, sem með Hjálmari hafa starfað, mun flestum eftirminni- legt, hversu mikla natni hann sýndi í starfi sínu bæði við að samræma ólík sjónarmið, og ekki síður hversu mikla nákvæmni hann sýndi við samningu ritaðs máls, hvort sem um var að ræða lagafrumvörp eða reglugerðir. Hann mundaði meitil sinn af leikni, kom efninu til skila, en snérist síðan í hlutverk andmæl- anda og leitaði snöggra bletta á eigin texta. Að því loknu lagði hann kapp á að leita umsagnar og athugasemda frá öllum þeim, er málið gat varðað. Hann lét sér ekki lynda, fyrr en allir gátu vel við unað, eftir því sem efni stóðu tll. Það er að sjálfsögðu hlutverk stjórnmálamannanna að móta stefnuna á hverjum tíma. Hlutur þeirra er þó í engu rýrður, þótt minnt sé á, hversu mikilsvert það er við framkvæmd hvort heldur laga eða reglugerða, að þar sé skýrt að orði kveðið um efni máls. Orðskrúð og málalengingar eru ekki að skapi Hjálmars. Ungur að árum skipaði Hjálmar sér í hlutverk oddvita þeirrar hreyfingar, sem vildi sinna stjórn- skipan landsins í tengslum við stofnun lýðveldis árið 1944. Þar bar hann sérstaklega fyrir brjósti áhrif hinna ýmsu héraða á stjórn eigin málefna, vildi dreifa valdinu til héraðanna eftir því sem bezt hentaði hinum einstöku viðfangs- efnum og efla grunneiningar sam- félagsins til aukinna forráða. Til þess að koma þessum málstað á framfæri, átti hann þátt í að stofna Fjórðungsþing Austfirð- inga á árinu 1943 og að gefa út tímaritið Gerpi, sem Fjórðungs- þingið gaf út á árunum 1947 til 1951. Skrif hans í Gerpi og víðar um þessi efni tala sínu máli um framsýni Hjálmars. Tillögugerð hans um aukna heimastjórn hér- aðanna, landshluta eða fylkja, eða hvað menn vilja kalla heimavett- vang íbúanna, og um eflingu grunneininga þjóðfélagsbygg- ingarinnar með stækkun hrepp- anna byggðust allar á sömu ein- lægu viðleitninni, til þess að færa þjóðfélagsvaldið nær fólkinu, að þegnar samfélagsins ættu kost á að móta þá þjónustu, sem nærtæk- ust þarf að vera. Það eru fjórir áratugir síðan Hjálmar setti fram þessa skoðun í rökföstu máli. Á öðrum vettvangi félagsmála hefur Hjálmar lagt lóð sitt á vog- arskálarnar, svo um hefur munað. Er þar átt við störf hans að mál- efnum fatlaðra. Hann var meðal stofnenda Styrktarfélags vangef- inna á árinu 1958 og var formaður þess til ársins 1975. Hann hefur átt sæti í hússtjórn öryrkja- bandalagsins frá stofnun hennar á árinu 1966 til þessa dags, en hún hefur staðið fyrir byggingu stór- hýsanna við Hátún í Reykjavík, sem margir munu njóta um langa framtíð. Af þessum orðum er ljóst, að þeir eru margir, sem hafa ástæðu til að hugsa af hlýhug, virðingu og þökk til Hjálmars Vilhjálmssonar, konu hans, Sigrúnar Helgadóttur, og fjölskyldu á áttræðisafmæli hans á morgun. Þar má nefna hinn stóra hóp sveitarstjórnar- manna, sem njóta starfa hans að málefnum sveitarfélaganna, í annan stað alla þá mörgu, sem njóta verka hans á sviði félags- legra réttinda hins almenna borg- ara, og loks þá, sem vegna fötlun- ar á einn eða annan hátt standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Á því er naumast vafi, að reynsla sú, er Hjálmar hlaut við bæjarstjóra- starfið á kreppuárunum á Seyðis- firði, hefur orðið honum gott veganesti á meira en hálfrar aldar starfsferli, ekki aðeins með mótun laga og reglugerða heldur einnig, og ekki síður, við úrlausn hinna ýmsu viðfangsefna, hvort heldur var í stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs eða í hinum ýmsu störf- um öðrum á vettvangi félagsmála. En því aðeins kemur slík reynsla að gagni, að upplagið sé gott og maðurinn sjálfur móttækilegur fyrir henni, hagnýti hana og miðli öðrum af henni. Þá mannkosti á Hjálmar Vilhjálmsson til að bera og að auki lagni og lipurð til að ná fram sínum málum og að láta gott af sér leiða. Þess vegna segja svo margir í tilefni afmælisins: Heill þér Hjálmar Vilhjálmsson, lifðu vel og lengi og njóttu þess sem bezt að líta yfir farinn veg og sjá árangur verka þinna. Unnar Stefánsson ★ Hjálmar tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar í Rituhólum 10, Reykjavík milli kl. 15 og 19 mánudaginn 16. júlí. Húsavík: Næg atvinna en afli tregur llusavík. 13. júlí. ÞRÁTT fyrir veðurblíðu og góðar gæftir hefur afli báta, sem róið hafa frá Húsavík í vor og sumar verið mjög tregur, en betur hefur gengið hjá togurunum. Afli settur á land í júnílok var samtals 4.586 (4.981 í fyrra). Þar af voru 370 (140) rækja, 63 (5) tonn af grá- sleppuhrognum. Þrátt fyrir þetta telst atvinnuástand í bænum gott eins og er. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.