Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 Útgefandi nMáiþíiíþ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintaklö. Sjóflutnmgar milli Bandaríkjanna og íslands essa dagana er stödd hér á landi bandarísk sendinefnd, skipuð nokkrum embættismönnum til þess að ræða við íslenzka aðila um siglingar með flutninga á vegum varnarliðsins til og frá Bandaríkjunum. Það er út af fyrir sig ástæða til að fagna því, að bandarísk stjórnvöld sýni þó þann vilja til þess að finna lausn á mál- inu að senda fulltrúa sína hingað. Á hitt er þó að líta, að nú þegar hafa miklar um- ræður farið fram um málið milli íslenzkra og banda- rískra stjórnvalda og efnis- leg rök málsins ættu að vera ljós öllum aðilum. Með þetta í huga hljótum við íslend- ingar að vona að koma hinna bandarísku sendimanna sé til þess að flýta fyrir af- greiðslu málsins, en ekki sviðsetning til þess að telja okkur trú um, að kappsam- lega sé unnið að málinu. Nú þegar er nokkur reynsla komin á siglingar hins bandaríska skips og áhrif þess á flutninga ís- lenzku skipafélaganna. Niðurstaðan er sú, að banda- ríska skipið tekur allt, sem það getur tekið, sem líklega nemur nálægt 80% þeirra flutninga, sem til hafa fallið frá því að siglingar þessar hófust. Það er óumdeilanlegt að haldi þessi þróun áfram mun það hafa mjög neikvæð áhrif á siglingar íslenzkra skipafélaga á þessari sigl- ingaleið. Augljóslega mun draga mjög úr þeim, þar sem þau sigla ekki lengi með tóm skip eða lítt arðbæra flutn- inga á milli landa. Það væri mikill skaði, ef verulegur samdráttur yrði í siglingum okkar á þessari flutninga- leið. Það hefur geysilega þýðingu fyrir almenn tengsl okkar við Bandaríkin, að samgöngur á milli landanna séu tíðar. Flutningar ís- lenzku skipafélaganna á vegum varnarliðsins stuðla að því, að samgöngur á sjó séu fullnægjandi, þótt bandarískt skipafélag eigi þar hlut að máli. Því er hins vegar til að svara, að við ís- lendingar höfum langa reynslu af því, að við getum ekki byggt samgöngur okkar við umheiminn á duttlung- um annarra þjóða, sem geta hætt þeim fyrirvaralaust. Varnarstöðin í Keflavík er ekkert einkamál Banda- ríkjamanna. Hún er hér vegna þess, að við íslend- ingar teljum það sameigin- legt hagsmunamál okkar og aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins að hér séu varnir, sem við getum ekki annazt sjálfir vegna smæðar okkar. Bandaríkjamenn hafa tekið að sér þessar varnir. En í ljósi þeirra sam- eiginlegu hagsmuna, sem um er að tefla er ekki óeðli- legt, að íslendingar komi við sögu m.a. í flutningum til og frá varnarstöðinni. Og með tilvísun til þessara sameig- inlegu hagsmuna getum við ekki fallizt á forréttindi bandarískra aðila í skjóli bandarískra laga. íslendingar hafa ekki far- ið fram á forréttindi í þess- um flutningum. Bandarískt skipafélag annaðist þá í eina tíð en hætti þeim siglingum. Við teljum eðlilegt, að við eigum hér jafnan rétt á við Bandaríkjamenn. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar bera fyrir sig bandarísk lög. Það er ekki okkar að benda Bandaríkja- mönnum á, hvernig þeir eigi að leysa þetta mál heima fyrir. Það er hins vegar ljóst, að íslenzka ríkisstjórn- in leggur þunga áherzlu á málið, eins og bezt sést af því, að Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, hefur rætt það sérstaklega við bæði utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hljóta að átta sig á því, að þegar svo mikil áherzla er lögð á málið af íslendinga hálfu verður það þrándur í götu eðlilegra samskipta þessara tveggja þjóða, þar til viðunandi lausn hefur fundizt, sem tryggir jafn- rétti í þessum siglingum. Aþessum árstíma leita margir landsmenn til út- landa sér til hvíldar, af- þreyingar og endurnær- ingar. Sólarstrendur Miðj arðar haf slandanna hafa lengi verið einna vinsælastur áfangastaður íslenzkra ferðamanna. Þetta er skiljanlegt. Veður- far er með þeim hætti hér á Islandi, að það er beinlínis nauðsynlegt fyrir fólk að komast í burtu um tíma og njóta sólar og blíðlegra veðurfars en hér ríkir. Þrátt fyrir miklar framfarir er Island enn fyrst og fremst verstöð og það er stundum gott að komast í burtu frá verstöðinni. Sól- arstrendur Spánar hafa lengi verið vin- sælar meðal ferðalanga héðan að heiman. En hversu oft leiðum við Islendingar hug- ann að þjóðinni sem landið byggir og menningu hennar? Samtal við spænskan blaðamann frá hinu virta spænska dag- blaði E1 Pais varð til þess að beina at- hygli höfundar Reykjavíkurbréfs að því, hversu lítil tengsl okkar Islendinga eru við Spán og hversu lítil þekking okkar er á Spáni, þótt þangað hafi kannski komið fleiri íslendingar en til flestra annarra landa í Evrópu. Spænsk tunga er töluð af um 300 millj- ónum manna í heiminum og er því eitt af heimsmálunum, eitt þeirra tungumála, sem flestir jarðarbúar tala. Spánverjar eru 3.-4. mesta fiskveiðiþjóð heims og hafa því á margan hátt svipaðra hags- muna að gæta og við Islendingar að því er þá atvinnugrein varðar. Spánn er mesti tengiliður Evrópuþjóða við íbúa Mið- og Suður-Ameríku. Tengsl Spánverja við ríki Rómönsku Ameríku eru jafn mikil og tengsl okkar Islendinga við Norðurlöndin eða Bandaríkjamenn og Breta. Þessi tengsl eru svo sterk, að þegar Castró tók völdin á Kúbu var ríkisstjórn Francos á Spáni sú eina, sem viðurkenndi ríkis- stjórn Castrós. Spænska flugfélagið var eina vestræna flugfélagið sem hélt uppi flugferðum milli Kúbu og vestrænna landa. Á sama tíma og langflestar, ef ekki allar aðrar Evrópuþjóðir studdu Breta í Falklandseyjastríðinu, var stuðningur Spánverja við Argentínumenn algjör, hvort sem menn voru til vinstri eða hægri í pólitík. Á Spáni hefur blómstrað hámenning um aldir, sem er svo sterk og mikil, að hún er í fremstu röð í heimssögunni. Er ekki full ástæða til þess að menn hugi að fleiru en sólinni einni á Spáni? Flugvélamál Flugleida Stjórnendur Flugleiða hafa um alllangt skeið fjallað um endurnýjun flugvélaflota félagsins, en engar ákvarðanir hafa verið teknar enn. Fjárskortur setur þeim vafa- laust þröngar skorður við ákvarðanatöku. Mikill taprekstur hefur veikt félagið svo mjög, að fjárhagslegt bolmagn þess til að afla nýrra flugvéla er mjög lítið, svo ekki sé meira sagt. Flugvélakaup Flugleiða skipta þjóðina alla hins vegar miklu máli. Fólksflutn- ingar milli landa fara að langmestu leyti fram á vegum Flugleiða og félagið er burðarásinn í innanlandsflugi. Það er ekkert álitamál, að DC-8-þoturnar, sem félagið rekur enn, standast ekki lengur samkeppni við flugvélar sem önnur flug- félög hafa fyrir löngu tekið í notkun. Þeir, sem dragast aftur úr í tækjakosti í þess- ari atvinnugrein eins og öðrum, eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Stjórnendur Flugleiða hafa gefið til kynna, að óska- kostur þeirra væri sá, að setja hljóðdeyfa á hreyfla DC-8-þota félagsins og halda áfram rekstri þeirra enn um sinn. Vissu- lega verður að horfast í augu við fjár- hagslegar staðreyndir, veika stöðu félags- ins og aðra þætti málsins. Jafnljóst er, að það félag verður ekki í sókn í Norður- Atlantshafsfluginu á næstu árum, sem flýgur með þann flugvélakost. Þess vegna eru það ánægjuleg tíðindi, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, föstu- dag, að stjórnendur Flugleiða beini nú athygli sinni að nýjum flugvélategundum, sem hafa komið á markaðinn á síðustu misserum frá Boeing-verksmiðjunum og nefnast 767 og 757. Þetta eru hvarvetna taldar mjög fullkomnar vélar og hag- kvæmar í rekstri. Áform um kaup á slíkri vél mundu ýta mjög undir starfsemi Flugleiða og trú manna á framtíð og vel- gengni fyrirtækisins. Þegar á móti blæs, eru það stundum stórhuga ákvarðanir, sem verða til bjarg- ar. Og vel má vera, að það sé einmitt ákvörðun af þessu tagi, sem Flugleiðir þurfa nú á að halda. Svo virðist, sem hlutabréf ríkisins í Flugleiðum séu býsna eftirsótt, þrátt fyrir veika fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Er það fráleit hugsun fyrir Flugleiðamenn að fylgja fordæmi Arnar- flugs og leita lausnar á fjárþörf fyrirtæk- isins vegna flugvélakaupanna með hluta- fjárútboði? Ný skattalög hafa gjörbreytt aðstöðu hlutafélaga til þess að afla fjár með sölu hlutabréfa. Mikill áhugi á hluta- bréfum í Iðnaðarbankanum sýnir, að áhugi fólks er að vakna á því að fjárfesta í hlutabréfum. Framtíðin hlýtur að vera sú, að íslenzk fyrirtæki fari æ meir út á þá braut. Kaupa laxveidi- flotann I gær, föstudag, birtist athyglisverð frétt í Morgunblaðinu um laxveiðar við Kyrrahafsströnd Kanada. Þar sagði m.a.: „Kanadíska ríkisstjórnin hefur nú í hyggju að verja 100 milljónum dala til að kaupa 40% af laxveiðiflota landsmanna á Kyrrahafsströndinni. Ástæðan er sú, að sögn Fishing News International, að flot- inn er of stór fyrir dvínandi veiði. Fræði- lega eru hinir 4.500 laxveiðibátar færir um að veiða þrisvar sinnum meira á ein- um sólarhring en öllum flotanum er heimilt á einu ári. Hefur blaðið eftir sjáv- arútvegsráðherranum, að þetta sé mesti umfram sóknarmáttur í heimi.“ Ástæða er til að staldra við þessa frétt. Mesti vandinn í sjávarútvegi okkar er sá, að við höfum keypt of marga togara. Veiðarnar standa ekki undir þeirri miklu fjárfest- ingu. Við getum veitt sama magn með mun færri skipum. I þessum miklu tog- arakaupum felast gífurleg fjárfestingar- mistök. Það er engin einföld leið til að bæta úr þeim. Líklega er hvergi í heiminum mark- aður fyrir þessi skip, þótt við vildum selja þau. Auðvitað er spurning, hvort hægt sé að finna verkefni fyrir þau annars staðar, en hvarvetna í heiminum hefur þrengt mjög að úthafsveiðum annarra þjóða. Fróður maður, erlendur, um sjávarút- vegsmál, sagði, bæði í gamni og alvöru, við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, að eina ráðið væri að leggja þeim eða sökkva þeim! Þau væru ekki til annars nýt. Otgerðarfyrirtækin hafa ekki efni á að leggja skipunum, þótt þau hafi heldur ekki efni á að gera þau út. Fyrir tæpum tveimur áratugum voru sett í landinu lög, sem gerðu ríkisvaldinu kleift að kaupa jarðir, sem bændur vildu selja til þess að hætta búskap. Þetta var gert í því skyni að ýta undir bændur að hætta búskap, sem augljóslega var og er hagstætt, þar sem offramleiðsla er í landbúnaði. Er sú leið til í vanda sjávarútvegsins, að ríkið eða aðili á þess vegum kaupi skip og leggi þeim? Hér er auðvitað um gífurlega fjár- muni að ræða, en það kostar þjóðarbúið líka mikla peninga að reka sjávarútveg og fiskvinnslu við núverandi aðstæður. Háskólar og atvinnulíf I Bandaríkjunum er sagt, að mest gróska sé í atvinnulífi í námunda við há- skóla, annars vegar í Kaliforníu og hins vegar við Boston. I Kaliforníu hefur raf- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 25 REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 14. júlí Morjfunblaöið/Friöþjófur. eindaiðnaður blómstrað í svonefndum Silicon Valley, skammt frá San Francisco í námunda við Stanford-háskólann. Þegar Bandaríkjamenn eru spurðir, hvers vegna þessi atvinnulífsbylting hafi orðið einmitt þarna, er svarið jafnan, að ástæðan sé tengslin við háskólann. Þau hafi lagt grundvöllinn að því ævintýri, sem gerzt hefur í Silicon Valley. Svipaða sögu er að segja um Boston og háskólana þar. Greinilegt er, að kennarar og nemend- ur við þessa háskóla starfa í mjög nánum tengslum við fyrirtækin og þykir alveg sjálfsagt. Vafalaust mundi heyrast hljóð úr horni, ef prófessor við Háskóla íslands ætti náið samstarf við íslenzkt atvinnu- fyrirtæki og hagnaðist verulega á þvi samstarfi sjálfur. Hér mundu rísa upp menn, sem segðu þetta misnotkun að- stöðu og að það væri óeðlilegt og óheil- brigt að gróðamenn í atvinnulífinu gætu hagnýtt sér þekkingu prófessora á laun- um hjá ríkinu. Háttsettur brezkur sjóliðsforingi, sem hér var á ferðinni á dögunum, sagði við höfund Reykjavíkurbréfs, að sama þróun væri að verða í Bretlandi. Þar væru tengsl ákveðinna háskóla við atvinnulífið að styrkjast og skila sama árangri og í Bandaríkjunum. Þegar ungt fólk í Banda- ríkjunum er spurt hvert það vilji fara, þegar það leggur út í lífið, er svarið: Kali- fornía eða Boston. Þar er gróskan mest. Þar er allt í deiglu. Þar eru hlutirnir að gerast. Þar er frjósamur jarðvegur fyrir ungt fólk með nýjar hugmyndir. Við Is- lendingar erum í ákveðinni hugmynda- legri kreppu um þessar mundir. Okkur skortir hugmyndir til þess að takast á við og leysa alvarleg vandamál í atvinnulíf- inu. Er hugsanlegt, að þær hugmyndir leynist í Háskóla íslands, en finni sér ekki farveg út í atvinnulífið vegna þröngsýni og afturhaldssemi samfélags- ins? Hvenær verdur gluf- an stækkuð? Snemma á þessu ári opnaði Seðlabank- inn ofurlitla glufu til þess að auka sam- keppni í bankaviðskiptum. Þessi pínulitla glufa hefur nú þegar valdið byltingu í fjármálalífi þjóðarinnar, gerbreyttum viðhorfum og veitt nýju og fersku and- rúmslofti inn í þjóðlífið. En hvenær verð- ur glufan stækkuð? Hversu lengi ætlar Seðlabankinn að sitja á þeim samkeppn- isöflum, sem nú hafa verið leyst úr læð- ingi? Er eftir einhverju að bíða? Bankaviðskipti eru hvarvetna að breyt- ast í hinum vestræna heimi. Bankar eru að breytast og verða alhliða þjónustufyr- irtæki á fjármálasviðinu. Hjá nágranna- þjóðum okkar á Norðurlöndum er þróun- in i þessum efnum mjög ör. Það þarf að auka svigrúm bankanna til þess að keppa um innlánin og það þarf að veita þeim frelsi við ákvörðun vaxta á útlánum eftir efnum og ástæðum. Hver eru t.d. rökin fyrir því, að íslenzkt fyrir- tæki fær leyfi til að taka lán í dollurum og borga bandarískum sparifjáreigendum mun hærri vexti en þetta sama fyrirtæki fengi að borga íslenzkum sparifjáreigend- um, ef það tæki lánið á innlendum mark- aði? Það er ekki hægt að sjá nokkur efn- isleg rök fyrir því, að lántakandinn hér eigi að greiða sparifjáreigandanum í Bandaríkjunum hærri þóknun fyrir láns- féð en þeim islenzka. Eða hvað finnst Seðlabankanum? Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð- herra, hefur tekið ákvarðanir, sem hafa gjörbreytt fjármálalífinu á einu ári. Hann þarf að fylgja þeim eftir með frek- ari ákvörðunum. Eitt af því, sem er eðli- legt að gera er t.d. það að heimila íslenzk- um fyrirtækjum, sem hyggja á viðamikla fjárfestingu, að bjóða út skuldabréfalán á hinum almenna fjármagnsmarkaði með bakstuðningi viðskiptabanka, sem tekur að sér að undirbúa útboðið og sölu á því og skuldbindur sig til að kaupa þau bréf, sem ekki seljast á opnum markaði. Eins og venjulega skapar ríkið sér forréttindi. Lögum var breytt til þess að ríkið gæti boðið út ríkisvíxla. Hvers vegna skyldi atvinnulífið ekki öðlast sama rétt? Reynslan af heilbrigðri samkeppni í bankakerfinu er nú þegar svo góð, að nauðsynlegt er að halda áfram á þessari braut. Þess vegna bíða menn í ofvæni eft- ir næstu ákvörðunum viðskiptaráðherra og Seðlabankans. Með nokkrum sanni má segja, að með umbótum á þessu sviði sé verið að ljúka þeirri Viðreisn, sem hófst á árinu 1960. Það er verðugt verkefni fyrir viðskiptaráðherra sem hóf þingferil sinn í upphafi Viðreisnar. Þegar á móti blæs, eru það stundum stór- huga ákvarð- - anir, sem verða til bjargar. Og vel má vera, að það sé ein- mitt ákvörðun af þessu tagi, sem Flugleið- ir þurfa nú á að halda. Er sú leið til í vanda sjávar- útvegsins, að ríkið eða aðili á þess vegum kaupi skip og leggi þeim? Hér er auðvit- að um gífur- lega fjármuni að ræða, en það kostar þjóðarbúið líka mikla peninga að reka sjávar- útveg og fisk- vinnslu við núverandi að- stæður. Við íslend- ingar erum í ákveðinni hugmynda- legri kreppu um þessar mundir. Okkur skortir hugmyndir til þess að takast á við og leysa alvarleg vandamál í at- vinnulífinu. Er hugsan- legt, að þær hugmyndir leynist i Há- skóla íslands, en finni sér ekki farveg út í atvinnulífið vegna þröng- sýni og aftur- haldssemi samfélagsins?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.