Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 Minning: Jón Sigurðsson fv. forseti Sjórganna- sambands íslands Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasambands íslands, var einn þeirra manna sem ruddi íslenskri verkalýðshreyfingu braut og átti ríkan þátt í að móta stefnumið hennar og starfshætti. Hann var helsti forustumaður sjómanna- samtakanna í meira en mannsald- ur og jafnframt einn áhrifamesti forustumaður Alþýðusambands- ins og starfsmaður þess í nærri tvo áratugi, þar af framkvæmda- stjóri þess í rúman áratug. Jón Sigurðsson vann af atorku og lagni að uppbyggingu verka- lýðsfélaga vítt og breitt um landið, stóð að stofnun nýrra, endurreisti fallin félög og lagði á ráðin um eflingu starfsins. Sem erindreki Alþýðusambandsins rak hann málin af festu og kom þeim í höfn. Innan verkalýðshreyfingarinn- ar og úti í þjóðfélaginu naut Jón ótvíræðs trausts. Þó óhjákvæmi- legt væri að ýmislegt sem hann gerði ylli deilum, leiddu þær sjald- an tií persónulegra illdeilna og Jón var virtur jafnt af pólitískum stuðningsmönnum sem andstæð- ingum. Ég kynntist Jóni Sigurðssyni fyrst þegar ég hóf störf hjá Al- þýðusambandinu 1974 en þá var hann kominn á áttræðisaldur. Þá var hann enn í fullu starfi, ern og kraftmikill. Hörð og illvíg barátta hafði ekki fyllt hann beiskju og hörku. Þvert á móti var sá Jón sem ég kynntist yfirvegaður og mildur, fjarri því að vera eins stressí.ður og yngri mennirnir. Spor Jóns Sigurðssonar sjást víða í sögu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Ég ætla ekki að rekja feril hans hér en ég vil fyrir hönd Alþýðusambands íslands þakka ómetanlegt framlag hans til ís- lenskrar verkalýðsbaráttu. Fórn- fýsi hans og dugnaður skilaði árangri sem við búum öll að í dag. Um leið þakka ég þær góðu minn- ingar sem ég á um persónuleg samskipti okkar þann áratug sem við þekktumst. Eftirlifandi konu Jóns, Jóhönnu Guðmundsdóttur, flyt ég samúð- arkveðjur. Ásmundur Stefánsson Við andlát Jóns Sigurðssonar, fyrrv. formanns og forystumanns Sjómannasamtakanna í landinu, rennur upp fyrir manni óvenju- lega langur og viðburðaríkur starfsdagur verkalýðsforingja, sem nú er að kvöldi kominn. Vegna aldursmunar okkar eru mér bernskuár Jóns að sjálfsögðu lítt kunn, nema þó helst af frá- sögnum hans sjálfs á góðra vina fundum, þegar tækifæri gáfust til þess að líta upp frá óvæginni bar- áttu hversdagsins, oft nótt sem nýtan dag. Fyrstu fundir okkar Jóns voru á „síldarplani" suður í Keflavfk, en Jón kom þar með flokk útlendinga sem síldarmatsmaður. Sjálfur mun ég þá hafa verið innan við fermingaraldur og þóttist vera að aðstoða móður mína, sem vann að síldarsöltun. Ég tel mig muna efn- islega enn fyrsta ávarp Jóns til min þegar hann sagði „Þú ert nú fullstuttur lagsi í þetta starf (en ég vó salt á tunnulögginni) varaðu þig á að detta ekki ofan í tunn- una.“ Þegar Jón sá að mér varð svarafátt og ég niðurlútur, þá sagði hann í hughreystingartón, „vertu bara rólegur vinur það tognar úr þér og áfram nú.“ Ekki hefði þetta litla og venju- lega atvik í slíkum vinnustað festst í huga mínum, nema af því að 7 til 8 árum síðar áttu leiðir okkar Jóns Sigurðssonar eftir að liggja saman á ný og nú á gjör- ólíkum vettvangi. í árdaga Iðnnemasambands ís- lands, snemma á 5. áratug aldar- innar, var ákveðið af þáverandi stjórn sambandsins að efna til námskeiða í fundarstjórn og ræðumennsku. Leiðbeinandi þessa námskeiðahalds var ráðinn Jón Sigurðsson. Hann hafði þá um langt árabil á kreppuárunum fyrir síðari heims- styrjöld verið erindreki Alþýðu- sambands fslands. Aðalhlutverk hans í þessum störfum var að endurreisa og stofna ný verka- Iýðsfélög um landið þvert og endi- langt. Þeir, sem þekkja eða hafa kynnt sér af spjöldum sögunnar, þær aðstæður, sem fyrir hendi voru um vöxt og viðgang verka- lýðsfélaga á þessum tímum at- vinnuleysis og sárrar fátæktar al- mennings, hljóta að sannfærast um að vart var unnt fyrir ung og nánast nýstofnuð félagasamtök að fá sem leiðbeinanda mann með traustari og haldbetri eldskírn en Jón Sigurðsson hafði þá hlotið í störfum sínum á þeim vettvangi. Ekki gerist ég hér dómari um ávöxtinn af þessu starfi Jóns fyrir INSÍ, til þess er mér málið of skylt. Staðreynd er þó að úr þess- um hópi ungra iðnnema kom all- álitlegur hópur manna sem lengi þar á eftir áttu eftir að gegna margskonar trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök sín og verka- lýðshreyfinguna í heild. Það óeigingjarna starf sem Jón lagði þarna fram og miðlaði af reynslu sinni verður seint full- þakkað, þóknun eða laun fyrir slík störf voru þá óþekkt. Því gerist ég svo fjölorður um þennan þátt í starfi Jóns Sigurðs- sonar að sjálfum finnst mér það hafa um of legið í láginni á hátíð- is- og tyllidögum í lífi hans og starfi, sem nú er lokið. Svo sem að líkum lætur lifði Jón Sigurðsson persónulega marga merkisdaga enda kominn á níræð- isaldur þegar hann kveður þetta tilverustig. — Á slíkum tíma- mótadögum í sínu persónulega lífi, lék hann á als oddi. Aldrei sá ég hann þó eins hjartanlega ánægðan og þegar hann samfagnaði félög- um sínum í verkalýðsfélögunum með áfangasigra, oft eftir lang- vinn og hörð átök og hann sá árangur af eigin störfum. Á slíkum starfsferli sem Jón Sigurðsson átti fór þó ekki hjá því að vonbrigði yrðu á vegi hans, en með fádæma þrautseigju og óvenjulegu starfsþreki yfirvann hann slíkt mótlæti. Jóni Sigurðssyni voru falin hin margvíslegustu trúnaðarstörf, sem glögg grein er gerð fyrir i rit- unum íslenskir samtiðamenn og Æviskrár samtíðarmanna. Þessi æviágrip sanna svo ekki verður um villst það álit og tiltrú sem Jón Sigurðsson naut hjá sam- ferðafólki sínu. Ekki er sá sem þetta ritar þó í vafa um, að þau störf hans, sem tengdust verka- lýðshreyfingunni, og þó sér í lagi Sjómannasamtökin, voru honum næst hjarta, ásamt erindrekstri og framkvæmdastjórnarstörfum hans hjá Alþýðusambandi Islands. Það er stundum sagt, að fáir njóti eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Persónulega tel ég að þessu hafi verið á annan veg farið með vin minn Jón Sigurðsson. Vegna hins óvenjulega langa starfsaldurs naut hann þess að sjá margar hugsjónir sinar rætast, og árangur baráttu sinnar og sam- herja. Fyrir það var hann hjart- anlega þakklátur, þó aldrei fynd- ist honum nóg að gert i þágu skjólstæðinga sinna. Um mann í slikum störfum stóð eðlilega oft mikill styrr og öldur tortryggni og sundurlyndis hlutu að brotna á honum. Eftir slíka ágjöf æðraðist Jón aldrei, jafnvel brosti að sliku hnútukasti. Eins og titt er meðal okkar fs- lendinga, hljóta slikir menn oft ýmiskonar viðurnefni eða auk- nefni. Vegna erindrekastarfa síns hjá ASÍ hlaut Jón t.d. nafnið Jón „Dreki”. í vinahópi heyrði ég hann segja að þetta nafn líkaði sér best og oft hefði hann óskað sér þess að geta orðið sannur dreki, — þá hefðu framfaramál verkalýðs- hreyfingarinnar náð hraðar fram að ganga. Eftir rúmlega 40 ára kunn- ingsskap og síðar vináttu mína við Jón Sigurðsson og fjölskyldu, er skylt að þakka fyrir allar sam- veru- og leiðbeiningastundir, jafnt í starfi verkalýðshreyfingarinnar sem í stjórnmálastarfi innan Al- þýðuflokksins, en þar varð að dómi Jóns ekki í sundur slitið, ef árangur átti að nást. Eftirlifandi eiginkonu og dóttur þeirra ásamt aðstandendum öllum votta ég dýpstu samúð við fráfall hins trausta heimilisföður, sem mitt í eldlínu óvæginnar baráttu átti ávallt þá ósk æðsta að komast heim í öryggi og var. Þær óskir lýsa ef til vill best því heimili, sem honum var búið. Alúðarþakkir fyrir ómetanlega samfylgd. Eggert G. Þorsteinsson Kveðja frá Sjómanna- félagi Reykjavík Á morgun, mánudaginn 16. júlí, verður til moldar borinn Jón Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómannasambands Islands. Það eru ekki margir íslendingar sem eiga jafn langan og um margt merkilegan feril að baki í þágu ís- lenskrar alþýðu sem Jón Sigurðs- son. Það hefur þurft áræði til, eftir að hafa verið á skútum, bátum og togurum, að axla sjópoka sinn og halda á þau mið í landi sem ókönnuð voru meðal dreifbýlisins, sem erindreki ASÍ 1934, ferðast um landið og stofna verkalýðsfé- lög við misjafnar undirtektir og í andstöðu við ráðandi menn. Jón var ritari Sjómannafélags Reykjavíkur 1932—1934 og 1951—1960, formaður félagsins frá 1961—1972 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Hann fann hvar skórinn kreppti í mál- efnum íslenskra sjómanna og til að styrkja stöðu þeirra stofnaði hann Sjómannasamband fslands 1957 og var formaður þess í nær 20 ár. Jón var gerður að heiðursfélaga Sjómannafélags Reykjavíkur árið 1980. Um leið og stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur þakkar Jóni Sig- urðssyni góða samfylgd, óeigin- gjarnt en heilladrjúgt starf í þágu íslenskrar sjómannastéttar og Sjómannafélags Reykjavíkur, vottum við eiginkonu hans, frú Jó- hönnu Guðmundsdóttur, börnum hans og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Hallvarðsson Enn hverfur af jarðsviðinu einn af eftirminnilegum félögum úr hópi þeirrar kynslóðar sem gjarn- an er kennd við aldamótin síðustu. Þeirrar kynslóðar, sem á fyrra helmingi þessarar aldar skipti um gólf og jók lofthæð íveruhúsanna, tók um stjórnvöl nýrra atvinnu- tækja og heimti í hendur sínar sjálfstæði þjóðarinnar. Kynslóð- arinnar, sem grundvallaði velferð- arþjóðfélag á því harðbýla og hnjóskótta landi, sem við byggj- um, íslendingar. Kynslóðar, sem bergði bikar atvinnuleysis og ör- birgðar á leiðinni til framfara og frelsis, en bar samt uppi kyndla þeirrar þjóðmenningar, er dug- mestu einstaklingarnir kveiktu, héldu á lofti og báru fram með krafti orðs og athafna á breyt- ingaskeiði atvinnulifsins. Unnið var hörðum höndum, en jafnframt þrinnaður sá sterki þráður þjóð- menningar, sem er hlutur launa- fólksins í landinu. Félaginn Jón Sigurðsson, sem við kveðjum nú, átti þar drjúgan hlut að. Lífsferill hans verður ekki rakinn í þessum rituðum orðum, en bernska hans og æska bar svipmót samtíðarinnar. Vinna og aftur vinna við misjöfn kjör. Menntun, nám í barnaskóla en síð- an sjálfsnám í skóla lífsins, reynsluskólanum, er jafnan reyn- ist hollur þeim er prófin stenst, en kennslan ekki veitt með silkitung- um. Jón fæddist í Hafnarfirði, en að nokkru sleit hann barnsskónum i Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Sumum mun e.t.v. þykja táknrænt að i leiktímum bernskunnar lifðu þeir saman um litla stund, Jón og Einar Olgeirsson, báðir þekktir í sögu verkalýðshreyfingarinnar, er aldursárum þeirra fjölgaði. Jón Sigurðsson mun hafa tekið fyrsta bekk í starfsskóla sinum á sjónum sem bátasjómaður, fram- haldið á skútum og síðan á togara. Félagsmálaskólinn var því hafinn í samtökum sjómanna, þar valdist hann þrítugur i stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur, gegndi ritara- störfum í tvö ár, en var þá ráðinn til erindreksturs hjá Alþýðusam- bandi íslands. Síðar varð hann að nýju ritari félagsins um 10 ára skeið og formaður þess 1967 til '71. Framkvæmdastjóri ASÍ var Jón árin 1940 til 1944 og aftur 1949 til 1954 eða í 10% ár alls. Fyrir for- göngu hans var stofnað Sjó- mannasamband íslands 1957 og var hann kjörinn formaður þess og æ síðan til ársins 1976 og jafn- framt starfsmaður að undantekn- um árunum 1968 til ’72. Kjör Jóns í stjórn Sjómannafél. Rvíkur varð upphaf að lifsstarfi hans í þágu islenskrar verka- lýðshreyfingar. Fyrstu spor sin steig hann i fylgd með því fólki er stofnaði stéttarfélög verkafólksins á íslandi, og lagði hornsteininn að heildarsamtökum þeirra, Alþýðu- sambandi Islands. Nemandinn i félagsmálaskóla alþýðunnar gerðist leiðsögumað- ur, einarður forystumaður og full- hugi í baráttusveit launafólks. Kjörorð frönsku byltingarinnar, frelsi, jafnrétti, bræðralag, voru eins og öllum mun kunnugt ein- kunnarorð jafnaðarmanna og verkalýðsfrömuða. Þau mótuðu pólitísk viðhorf og kjarabaráttu verkafólks um vesturlönd öll. Hljómur þeirra kveikti á fyrstu áratugum þessarar aldar þann hugsjónaeld íslenskrar æsku, er ásamt vaxandi þjóðernisvitund, skóp þá menningu er við búum við nú. Menningu sem m.a. skipaði verkafólki til samhentra starfs- hátta í sókn til betra lífs. Jón Sigurðsson tileinkaði sér þessa hugsjón jafnaðarstefnunnar eins og svo margir æskumenn aðr- ir, er skipuðu þá framvarðarsveit verkalýðssamtakanna, er færði þeim sigra í áföngum. I störfum Jóns, sem talin eru hér að framan, fólst eðlileg og sjálfsögð viðleitni til að bæta mannlífið, með því að draga úr hverskonar misrétti, skapa líf- vænlega afkomumöguleika, tryggja frelsi til að tala, rita og ráða söluverði vinnu sinnar. Stofnun stéttarfélaga, efling starfsemi þeirra, viðurkenning samningsréttar með gerð kjara- samninga. Þetta voru verkefni er- indreka og framkvæmdastjóra ASÍ, formanns og framkvæmda- stjóra Sjómannasambands Is- lands. I þessu starfi reynir á hæfileika til að gera sér ljósa grein fyrir umhverfinu, aðstöðunni efna- hagslega, viðhorfi og vilja um- bjóðenda sinna og viðsemjenda, sem og hvers mætti vænta um samstöðu annarra félaga ef til vinnustöðvana kæmi. Kröfugerð skyldi styðjast við þessi sjónar- mið. Fyrsta boðorð samninga- mannsins er: að vera þolinmóður, þrautseigur, fylgja eftir málstað sínum með festu og jafnaðargerði. Aðal Jóns Sigurðssonar við samn- ingagerð voru einmitt þessir kost- ir. Kostir sem koma skýrt fram í vinnubrögðum og viðskiptum við Ægi konung, enda talið að hverf- ult veðurfar og harðræði valdaað- ila gegnum aldirnar hafi styrkt þessa eiginleika í fari þjóðarinnar. Jóni lá ekkert á að skrifa undir samninga við fyrsta gagnboð við- semjenda. Hann var vökumaður á vettvangi verkalýðsmála og hann baðst aldrei undan langri .vinnu- vöku. Hann var jafnan reiðubúinn til starfa fyrir hugsjón sína, jafn- aðarstefnuna, ósérhlífinn og harð- fylginn í sókn fyrir réttindamál- um alþýðu. Vart mun finnast sterkari maður í samningum en hann var, einmitt vegna þessara kosta hans. Kjarabarátta sjómanna undir forustu Jóns verður ekki rakin hér en við hverja samninga áunnust kjarabætur til stórra muna. Hann gekk að því með oddi og egg að sameina sjómenn í einum heild- arsamtökum og tókst það. Áhrifa hans um málefni sjómanna innan ASÍ gætti oft til mikilla muna í sambandi við efnahagslegar að- gerðir stjórnmálamanna. Stjórn- völd sáu sig knúin oftar en einu sinni til að sveigja frá ætlun sinni við setningu löggjafar, vegna sjón- armiða Jóns. Þótti ekki ráðiegt að eiga von á andstöðu sjómanna- stéttarinnar undir forystu hans. Jón átti sæti i flokksstjórn Al- þýðuflokksins í 40 ár, og hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf- um á vettvangi stjórnmálanna, einkum þar sem hagsmunir verka- fólks voru til umfjöllunar og e.t.v. í hættu. Nægir að minna á eftir- talin trúnaðarstörf: I Verðlagsráði sjávarútvegsins frá stofnun þess, 1961, til 1977, og gegndi hann þar formennsku í 3 ár (1966—68), í verðlagsnefnd sem fulltrúi ASl (þ.e. neytenda), í rúm 20 ár skrifstofustjóri hjá verðlags- stjóra, 1961 til 1966, og aftur 1968 til 1972, er hann náði aldurshá- marki ríkisstarfsmanna. Um skeið var hann í hafnarstjórn Reykja- víkur og stjórn SR, þ.e. Síldar- verksmiðja ríkisins. Fleira skal ekki talið en mörgum öðrum trún- aðarstörfum gegndi Jón á opinber- um vettvangi og innan alþýðu- samtakanna. Á erlendum vettvangi var Jón eðlilega mættur sem fulltrúi sinn- ar stéttar, bæði á Norðurlöndum og á fundum Alþjóðasambands flutningaverkamanna. Á vegum Alþýðuflokksins mætti Jón sem fulltrúi á þing Sameinuðu þjóð- anna 1971. I starfi sínu á vegum ASf hlaut Jón oft þakklæti og viðurkenning þeirra félaga sem hann veitti að- stoð í vinnudeilum og á annan hátt. T.d. var hann heiðursfélagi í Verkalýðsfélagi Hólmavíkur og Bifreiðastjórafélaginu Frama, sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsráðs og fyrir félagsmálastörf sin hlaut hann Fálkaorðuna 1973. Vitanlega fór hann ekki var- hluta af þeim óþægindum sem fylgja þátttöku í stjórnmálum. Bar þar mest á ýmiss konar árekstrum við menn úr „vinstri" armi verkalýðshreyfingarinnar, er létu ekki ónotuð tækifæri til ágreinings, ef líklegt þótti til póli- tísks framdráttar. Barátta flokk- anna um yfirráð í verkalýðshreyf- ingunni leiddi oft til missagna og jaðraði stundum við sögufölsun í rituðu máli. Eru enn óleiðrétt rangmæli um atburði og afstöðu Jóns í ýmsum málum, sem sögu- könnuðir skyldu gjalda varhuga við, en verður æ óhægara um leið- réttingar eftir því sem samtíma- mönnum fækkar, er þekktu til málavaxta. Jón var að því leyti gæfumaður í einkalífi að kynnast konu, sem eins og hann, hafði hugsjón frelsis og jafnréttis að leiðarljósi og skildi þýðingu alþýðusamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.