Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 41

Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ1984 4t Lítill árangur í Stokkhólmi HLÉ HEFUR verið gert á öryggis- ráðstefnu Evrópu eftir sex mánaða rsðuhöld, sem fljótt á litið hafa lít- inn árangur borið. Þátttökuríkin gátu jafnvel ekki komið sér saman um form áframhaldandi umraeðna. Umræðunum lauk eins og þsr hóf- ust — með gagnrýni. Vestrænir stjórnarerindrekar og fulltrúar hlutlausra ríkja telja hins vegar að nokkur framtíðar- markmið Sovétríkjanna hafi skýrst í síðustu lotu viðræðnanna. Þeir telja enn fremur að Rússar séu farnir að móta afstöðu sína til nokkurra vestrænna tillagna í nokkrum einstökum atriðum. Viðræðurnar í Stokkhólmi hafa til skamms tíma vakið minni at- hygli en eldflaugaviðræðurnar í Genf og viðræðurnar um fækkun herja í Vín. En nú er svo komið að Stokkhólms-ráðstefnan er svo til eini vettvangurinn þar sem ríki austurs og vesturs geta ræðst við formlega. Rússar hættu við þátt- töku sína í Genfar-viðræðunum í fyrra þegar hafist var handa að koma fyrir stýriflaugum og Persh- ing 2-eldflaugum í Vestur-Evrópu. Vínar-viðræðurnar eru einnig í ógöngum. Ágætu viðskiptavinir Lokaö frá og meö 16. júlí — 1. ágúst vegna sumarleyfa. RAFTÆKJAVERKSTÆÐI SAMBANDSINS ÁRMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900-685585 Tilgangur Rússa hefur verið sá að endurvekja anda „slökunar- stefnunnar" détente án þess að það kosti þá fórnir og hvetja þannig ríki Vestur-Evrópu til að fjarlægjast Bandaríkjamenn. Fulltrúi Svía á ráðstefnunni, Carl Lidgard, hefur látið svo um mælt að jafnvel þótt ráðstefnan sendi aðeins frá sér yfirlýsingu með al- mennu orðalagi mundi það hafa áhrif á almenningsálitið i Vestur- Evrópu og að það yrði auðveldasta leið þeirra til að hverfa aftur til détente. Annað langtímamarkmið Rússa hefur komið i ljós: að koma til leiðar samkomulagi er geri Rúss- um kleift að hafa nokkur áhrif á ákvarðanir vestrænna ríkja i varnarmálum. Þeir vilja víkka út merkingu hugtaksins „öryggi Evr- ópu“ þannig að hömlur verði sett- ar á æfingar herflugvéla og her- skipa Bandaríkjamanna, t.d. á Miðjarðarhafi. Með þessu vilja þeir einnig hafa áhrif á hernaðar- umsvif Bandarikjamanna í Miðausturlöndum að sögn banda- ríska fulltrúans, James Goodbys. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200 <iTi------^ Pú færö gjaldeyrinn í utanlandsferöina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvaliö aö opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðaitankinn Aöalbanki og öll útibú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.