Morgunblaðið - 03.08.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984
Skeljungur setur
aukaefni í bensínið
Esso íhugar málið
OLÍUFÉLAGIÐ Skcljungur hefur í
undirbúningi að sctja aukaefni í
bensín og díselolíu, sem seld er á
útsölustöðum félagsins og er gert
ráð fyrir að búið verði að blanda
aukaefnum í vörur félagsins eftir
helgina. Þá hefur OHufélagið hf.
þetta mál í athugun.
í Morgunblaðinu í gær er birt
frétt frá OLlS þess efnis að auka-
efni verði hér eftir í bensíni fé-
lagsins og segir ennfremur að eft-
ir reglubundna notkun í 4—6
Morgunblaðift/Júlíus
Frá upphafi samningafundar í dag. Taldir frá vinstri: Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Þorsteinn
Geirsson, settur ráðuneytisstjóri f sjávarútvegsráðuneytinu, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari og Björn
Arnþórsson, hagfraeðingur BSRB.
Ríkisvaldið hafnar alfarið kröfum BSRB á fyrsta samningafundi deiluaðila:
80 % verðbólga myndi af hljótast
næðu kröfur BSRB fram að ganga
- segir Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra
„Við fengum þau svör hjá samn-
inganefnd ríkisins, að þeir væru
ekki tilbúnir til viðræðr.a um annað
en samið var um í febrúii síðastliðn-
um,“ sagði Haraldur Uteinþórsson,
varaformaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja í samtali við
blm. Morgunblaðsins, en fyrsti
fundur með samninganefndum
BSRB og ríkisins hjá ríkissáttasemj-
Veðrið í Reykjavík:
Meira en tvöföld
meðalúrkoma í júlí
„VEÐRIÐ í júlí var ákaflega milt
um allt land. Hér suð-vestanlands
var þó ekki verulega hlýtt nema
fyrstu níu dagana, en síðan var
lengst af dumbungsveður eða rign-
ing og þoka mjög tíð, þó áfram væri
milt,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir,
veðurfræðingur, f samtali við Mbl.
aðspurð um veðurfar f júlí. Hún
sagði að meðalhiti í Reykjavík hefði
verið 11,2 stig, sem væri jafnt meðal-
tali fyrir árin 1931 til 1960.
„Það sem var afbrigðilegt var
hins vegar úrkoman, sem reyndist
vera 113 millimetrar í Reykjavík.
Það er meira en tvöföld meðalúr-
koma og það mesta sem hefur
mælst í júli frá 1926, en þá mæld-
ust 118 millimetrar.
Meðalhitinn á Akureyri var 12,7
stig í júlí, en þar komst hitinn yfir
20 stig í sex daga. Þetta er 1,8
stigum fyrir ofan meðaltalið fyrir
1931 til 1960 og 2,4 stigum fyrir
ofan meðaltalið frá 1961 til 1980.
Þetta var hlýjasti júlímánuður á
Akureyri frá 1955, að sögn öddu
Báru.
ara var í gær. Fundinum lauk án
þess að boðað væri til nýs fundar.
„Þeir gáfu þá skýringu, að það
væru engar forsendur fyrir hendi
til launahækkana og þeir sæju
ekki möguleika á breytingum á
launakjörum ríkisstarfsmanna á
næstunni," sagði Haraldur enn-
fremur.
„Fjármálaráðherra hafnaði
kröfugerð BSRB alfarið og fram
kom að hann væri ekki til við-
ræðna um neitt umfram það sem
samið var um í febrúar í vetur,"
sagði Geir H. Haarde, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, sem
sæti á í samninganefnd ríkisins.
Geir sagði að 3% launahækkun-
in, sem umsamin hefði verið 1.
september, kæmi ekki til fram-
kvæmda nema samið væri um
hana á nýjan leik og kröfugerð
BSRB væri vægast sagt óraunhæf.
„Miðað við að það verði 30% al-
menn launahækkun í landinu 1.
september, er því spáð að verð-
bólguhraðinn verði 80%, í stað
þeirrar 10% verðbólgu, sem spáð
var að óbreyttu ástandi. Svona
kröfugerð er alveg út i bláinn og
gerir engum gagn og stefnir efna-
hagsárangrinum sem náðst hefur í
verulega hættu,“ sagði Geir.
„Þegar lengra er litið, til dæmis
til næsta árs, og að meðtalinni
þeirri 5% hækkun, 1. janúar 1985,
sem BSRB gerir kröfu um þá, sýn-
ist okkur, að um kaupmáttarrýrn-
un verði að ræða, þegar á næsta
ári vegna þessarar verðbólgu. Ég
trúi því ekki að almenningur vilji
kalla yfir sig slíka óðaverðbólgu
eftir þær fórnir, sem búið er að
færa, og enginn ábyrgur fjármála-
ráðherra getur fallist á slíkt,"
sagði Geir Haarde að lokum.
skipti, muni aukaefnið hindra út-
fellingar og sótmyndun í vélinni.
Af þeim sökum muni vélin ganga
léttar, afköstin batna og oktan-
þörf vélarinnar minnka og þar
með eldsneytiseyðslan.
Indriði Pálsson, forstjóri olíufé-
lagsins Skeljungs, sagði að þeir
hjá Skeljungi myndu nota auka-
efni, sem hefði verið notað hjá
Shell víða um heim með góðum
árangri á undanförnum árum.
„Fyrir einu ári var okkur boðið
einkaumboð fyrir þetta efni,
„orobis", sem OLÍS setur í bensín-
ið hjá sér. Við leituðum okkur
upplýsinga erlendis og okkur var
ráðlagt að nota annað efni, sem
framleitt er í Þýskalandi," sagði
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Olíufélagsins hf., í samtali við
blm. Morgunblaðsins.
Vilhjálmur sagði að það væri í
athugun hjá þeim að setja auka-
efni í bensínið sem þeir seldu.
Hins vegar væri mikið af aukaefn-
um í olíum á markaðnun og
mönnum bæri ekki saman um
gagnsemina, sumir héldu því jafn-
vel fram að í sumum tilfellum
gætu aukaefni valdið skemmdum
á vélunum. I því sambandi benti
Vilhjálmur á að sumir vélafram-
leiðendur felldu niður ábyrgð á
vélum sínum, væri aukaefni notað
í smurolíu þeirra véla, sem þeir
framleiddu.
„Þess vegna höfum við verið
svolftið ragir við að fara út í þetta,
en við höfum það til athugunar,"
sagði Vilhjálmur, og benti jafn-
framt á, að þeir hefðu til sölu
bætiefni á útsölustöðum sínum, ef
menn kærðu sig um að setja það í
bensínið.
Trésmiðir óskast
MIKIL VINNA
Óskum aö ráöa 5—6 trósmiöi í mótauppslátt í 2—3
mánuöi í Garöabæ strax. Mikill vinna fyrir duglegan
menn. Ákvæðisvinna og eöa bónus. Þeir sem hafa
áhuga fyrir þessum störfum vinsamlega hafiö sam-
band viö Trausta í síma 68-73-70 á daginn og á
kvöldin í síma 72391.
AFSAKIÐ^
SAGA
FILM
MIÐ FÖRUNVI TIUDAGkFRI FRk 3.-13. AGÚST
L