Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 14

Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 14
14 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Blásið í herlúðra Lundúnum, ágúst AP. BLÁSIÐ VAR í herlúðra í bókstaflegum skilningi á uppboði hjá Christie’s í Lundúnum fyrir skömmu, en meðal gripa á uppboðinu var lúður sá er sjá má varðmanninn vígalega þeyta á meðfylgjandi mynd. Siðast var blásið í lúður þennan er gefin var skipun um að riddaralið Breta skyldi ráðast til atlögu í orrustunni við Omdur- man í Súdan árið 1898. Uppboðshaldarinn sagði atburðinn „síðasta riddaraliðsáhlaup Breta". Lúðurinn seldist á 4200 sterlingspund. Mondale vill mæta Reagan 6 sinnum i sjonvarpsum- ræðum fyrir for- setakosning- arnar í haust Jarkson. Missúnippi, 2. ágúst. AP. WALTER F. Mondale bar að nýju fram þá kröfu í gær, að þeir Ronald Reagan forseti ættu saman sex kapp- ræðufundi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um í haust. Þá stakk Mondale enn- fremur upp á því, að frú Geraldine Ferraro sem varaforsetaefni hans og George Bush varaforseti ættu einnig saman kappræðufundi. Reagan forseti hefur fallizt á að mæta Mondale tvisvar sinnum í sjónvarpi, en hins vegar látið svo um mælt, að hugmynd Mondales um að þeir héldu þar sex kapp- ræðufundi, gæti orðið til „þess að Mondale drepa áhorfendur úr leiðindum". Mondale gerði grin að þessari at- hugasemd forsetans á útifundi, sem hann og frú Ferraro efndu til i Jackson í Mississippi, en þar sagði Mondale: „Ég álít ekki, að forsetinn hafi áhyggjur út af þvi, að fólki eigi Reagan eftir að leiðast og það slökkvi á sjónvarpinu. Ég tel aftur á móti, að hann sé hræddur við, að fólk kunni að fá áhuga með þeim afleiðingum, að það láti vera kveikt á sjónvarp- inu og verði þannig nokkurs vís- ari.“ „Khomeini vikið frá innan tveggja ára“ Kuwait, 2. ágÚNt. AP. LEIÐTOGI íranskra stjórnarand- stæðinga, sem eru til vinstri í stjórn- málum, Massoud Rajavi, hefur strengt þess heit að steypa stjórn Khomeinis í íran innan tveggja ára. Hann sagði ennfremur að Khomeini yrði dreginn fyrir sér- dómstól eftir að honum verður vikið frá völdum. Rajav sagði þetta í viðtali við óháð dagblað í Kuweit, sem tekið var í París, þar sem hann hefur verið í útlegð þrjú ár. Rajav er leiðtogi herskárra vinstri Múhameðstrúarmanna, sem staðið hafa að sprengingum i íran. Er talið að nokkur hundruð íranir, sem heyra þessum hópi til, hafi nýlega verið tekin af lífi í íran. Khomeini f viðtalinu segir Rajav að stuðn- ingsmenn hans í íran séu á góðri leið með að kollvarpa harðstjórn landsins. Hann segir þar ennfremur að bráðabirgðastjórn muni vera við völd í landinu sex mánuði eftir fall Khomeinis, en síðan yrðu frjálsar kosningar í íran. Gavle DIPLOM ÞAK DIPLOM — Einfalt, fallegt, ódýrt. DIPLOM-þakefniö er frá Gavle Verken í Svíþjóö. DIPLOM-þakefniö jafnast á viö tígulsteinsþak í út- liti, en hefur ótrúlega marga kosti umfram þau. DIPLOM er létt og allir fylgihlutir eru fáanlegir og því er DIPLOM auövelt og einfalt í uppsetningu. DIPLOM-þak hefur mikið veörunarþol og endist því vel, jafnvel í okkar norölæga veöurfari. Síðast en ekki síst er veröið á DIPLOM mjög hag- stætt. O NJ BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO K0PAV0GS SF NÝBÝLAVEGI 6 SÍMI:41000 Fjöldamorðingi á ferðinni á Ítalíu: „Ófreskjan frá Flórens" myrðir ungt kærustupar VINIR og kunningjar, sem farid höfðu að leita að ungu kærustupari, er horfið hafði á Flórens-svæðinu á ít- alíu, fundu lík þeirra i bíl á hliðarvegi skammt frá bænum Vicchio di Mug- ello. Þau höfðu verið myrt og er talið víst, að skelfilegur fjöldamorðingi, sem gengið hefur undir nafninu „Ófreskjan frá Flórens**, hafi verið þama að verki. Stúlkan, sem hét Pia Rontini, var fædd í Danmörku og hafði verið þar við nám á húsmæðraskóla i vetur. Hún var 18 ára gömul. Vinur henn- ar, Claudio Stefanacci, var 21 árs. Þau höfðu verið skotin með skammbyssu af örstuttu færi. „ófreskjan frá Flórens" er snúin aftur, sagði blaðið La Nazione í sér- útgáfu. Samkvæmt frásögn lögregl- unnar líkjast morðin nú þeim morð- um, sem áður hafa verið eignuð þessum fjöldamorðingja. öll fórn- arlömbin hafa verið ungir elskend- ur, nema tveir þýzkir piltar. Telur lögreglan, að þar hafi morðinginn ekki áttað sig, að annar þeirra var með sítt hár og haldið, að þar færi ung stúlka. Hafa 14 manns verið myrtir með þessum hætti á þessu svæði á undanförnunm 16 árum. Pia Rontini var fædd í Dan- Ungu elskendurnir, sem myrtir voru: hennar, Claudio Stefanacci, 21 árs. mörku, eins og áður segir, en faðir hennar, sem er ítalskur, og móðirin, sem er dönsk, settust fyrir 17 árum að á ítaliu. Pia hafði að mestu leyti gengið i skóla á Ítalíu og talaði bæði dönsku og ítölsku reiprenn- andi. Pia Rontini, 18 ára gömul, og vinur Auglýsing Stofnun fiskeldisstöðvar í Grindavík íslenskir aöilar hafa í samstarfi meö norsku fyrirtæki og áhugamönnum ákveöiö aö stofna hlutafélag um fiskeldi á islandi, Sjávargull hf. Hlutafé er áætlaö 50 milljónir íslenskra króna. Gert er ráö fyrir sjóeldi á landi. Lax veröur í byrjun aöalframleiöslan en einnig er gert ráö fyrir eldi á urriöa, þorski og fleiri fisktegundum. Framleiöslustærö stöövarinnar veröur í byrjun 500 tonn af laxi á ári. Frá upphafi fram- kvæmda þar til fyrsta framleiösla er tilbúin tekur þrjú ár. Framleiðsluverömæti 500 tonna af laxi er um 80 mllljónir króna. Hluthafar geta búist viö verulegri arðsemi hlutafjár síns. Bygginga- og framleiöslukostnaöur er eftir fyrstu þrjú árin um 160 milljónir króna. í allri skipulagningu er gert ráö fyrir stækkunarmöguleikum í 2000 tonna framleiöslumagn á ári. Áætlaö er aö auka framleiöslumagnið í 2000 tonn á ári innan 10 til 15 ára. Sjávargull hf. mun fá leigt land undir starfsemi sína í Grindavík. Markmiö er aö nota íslenskar vörur og þjónustu eins og hægt er. Norskir meðstofnendur vilja aöstoöa Sjávargull hf. tæknilega varöandi byggingar og rekst- ur stöövarinnar ásamt útvegun á nauösynlegum fjárfestingalánum og rekstrarfjármagni. Allir áhugamenn og fyrirtæki á fslandi sem vilja leggja sitt af mörkum svo aö fiskeldi veröi þýöingarmikill atvinnuvegur og öölist efnahagslega þýöingu fyrir ísland er velkomiö aö gerast hluthafar í Sjávargulli hf. Þeir sem óska eftir aö gerast hluthafar í Sjávargull hf. geri þaö skriflega, fyrir 15. ágúst 1984, til fulltrúa félagsins á íslandi sem er: Valdimar Þorvaröaraon Vallargeröi 39 200 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.