Morgunblaðið - 10.08.1984, Side 5

Morgunblaðið - 10.08.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 37 iö bráönar innan úr mótinu. Bronssteyp- unni, sem er í fljótandi formi er svo hellt í mótiö. Þaö er Málmsteypan Hella, sem bræöir bronsiö og hellir því í mótin. Ég gæti hugsanlega gert þaö sjálfur,“ segir Helgi, „en þá þyrfti ég aö koma mér upp málmbræösluaðstööu og hafa fjóra menn mér til aðstoðar. Þaö eru mjög flínkir menn niöur í Hellu, sem sjá um þetta fyrir mig. Á þennan hátt bý ég til hina ýmsu hluta myndarinnar, sem ég síöan logsýö saman. Þannig aö myndirnar mínar eru ekki bara afsteypa. Ég held áfram meö þær, þó aö búiö sé aö steypa þær.“ Eftir aö sjálfri formgeröinni lýkur þá er sem sagt mikiö handverk eftir segir blaöa- maöur. „Já þetta er helv ... langur og þungur „process". Ég vinn aö myndgerö- inni í langan tíma. Safna myndhlutum i vatnstunnur. Svo þegar ég á ekki fleiri ílát fer ég í aö steypa, sem er hreint handverk og i sjálfu sór ekkert gaman. Þaö væri gott að geta stytt handverksþáttinn,“ segir Helgi svolítiö þreytulega, en bætir svo viö: „Annars er þessi eilífi barningur viö efniö svo stór þáttur í myndgeröinni aö ég veit ekki hvort hann má missa sín.“ Aður en viö höldum samræöunum áfram er viö hæfi aö segja örlítil deili á viömæl- Hér setur Helgi leirinn utan um vaxeiningarnar. og nota mannslíkamann, sem formrænan útgangspunkt. Þar stend ég og þeir, sem horfa á myndirnar á sama grunni. Síöan fer ég mínar eigin leiöir í túlkun." Helgi stendur upp og gengur um gólf, horfir niður fyrir sig meöan hann kemur oröum aö því, sem hann hann vill segja. Hann viröist þögull maöur líkt og myndirn- ar hans, og þegar ruöst er svona inn i kyrrlátt líf hans og hann krafinn svara þá koma þau ekki áreynslulaust. „Þessar myndir eru árangur áralangrar “modelstúdíu", segir hann og bendir í átt til myndar, sem hann hefur gert af hálfum mannslíkama, sem eins og hangir upp á þráö.-„Og ennþá er ég aö vinna meö manninn, því mér finnst ég ekki hafa full- komnaö þessa myndgerö“. Viö spyrjum hvernig hann vinni myndir sínar, hvort hann geri skyssu af þeim áöur en hann byrjar eöa.... „Stundum veröur til örlítil teikning, eins og þessi,“ segir Helgi og ýtir í átt til mín hvítu, krumpuöu pappírsblaöi, sem rissaö hefur veriö á. „En oftast byrja ég beint á myndinni og þaö er því óvíst í hvaöa átt hún þróast. Ég vinn myndirnar mínar fyrst í vax,“ útskýrir hann, „síðan bý ég til keramikmót af vaxinu, sem er hitaó upp þannig aó vax- Verið er að hella bronaataypunni ( mótið. Deiglan mað fljótandi málminum tekin upp úr ofninum. Myndirnar soðnar saman. andanum. Helgi er fæddur árið 1947. Hann stundaöi nám í Myndlista- og handíöaskól- anum á árunum 1965—69, í kennaradeild, en þá var engin höggmyndadeild til. Þaö var þó til vísir aö henní því Jóhann Eyfells, sem þar var kennari, lagöi töluveröa áherslu á þrívíddina, aö sögn Helga. Áfram héit Helgi námi og var í eitt ár í frjálsri myndlistardeild, sem var starfandi meðan Höröur Ágústsson var skólastjóri. Þeir voru þrír í deildinni þetta áriö og höföu vinnu- stofu til afnota og litu kennarar skólans til þeirra eftir þörfum. Svo var þaö árið 1971 aö Helgi hélt utan meö fjölskyldu sinni til Svíþjóöar og nam viö Valands konstskola í Gautaborg í fimm ár. Undanfariö hefur hann kennt myndlist í Fjölbrautaskólanum í Breiöholti. „Ég byrjaöi aö fást örlítiö viö bronsiö í Gautaborg. Svo þegar ég kom heim fékk ég þaö verkefni aö gera minnismerki um Sigvalda Kaldalóns. Ég vildi steypa þaö í brons — og þaö haföist í lokin og nú stendur myndin niöur viö Tjörn. Ég skrifaöi eftir meiri upplýsingum um bronssteypuna, því áhuginn var vakinn. Þá var mér boöið af Valandsskóla aö koma á þriggja vikna bronssteypunámskeiö. Þar læröi ég tækn- ina endanlega. Helgi veltir vaxmola á milli fingra sér. „Ég tel gott aö þessi þekking skuli vera komin inn í landiö, viö þurfum þá ekki aö leita út fyrir landsteinana," segir hann svo eftir nokkra þögn. Meðan á viöræöum okkar stendur hvarfla augun um vinnustofuna, þar sem er hátt til lofts og vitt til veggja. Þar gefur aö lita hin margvíslegustu tæki, sem Helgi not- ar viö vinnu sína. Rafsuöutæki, logsuóu- tæki. Langur gaskútur stendur á gólfinu. Handverkfæri liggja á boröum. Neöan úr loftinu gengur eins og grár rani, sem liggur niöur á vinnuborð, sem stendur í miðrl vinnustofunni. Hvaö er þetta? spyrjum viö og bendum á ranan, sem er meö eins kon- ar trekt á endanum. „Þetta er loftræsting. Hún er nauðsynleg, þegar ég er aö log- sjóöa. Ég ætla aö lifa lengi, segir Helgi og hlær en bætir við í öllu alvarlegri tón: „Þaö hefur veriö nokkuö algengt aö listamenn hafi notað ýmis efni í verk sín, sem eru manninum fjandsamleg og beinlínis hættu- leg frá heilbrigðissjónarmiöi. Þetta er þó aö breytast held ég og menn eru aö hverfa aftur til náttúrulegra efna“. Viö tökum eftir því aö Helgi bregöur stundum fyrir sig oröinu skúlptúr, þegar hann talar um verk sín, hann notar líka oröiö höggmynd þó aö myndir hans verði til úr fljótandi efni og hamar og meitill komi þar hvergi nærri. „Þaö er rétt aö hugtakið höggmynd er heldur þröngt miöaö viö hvaö hefur veriö aö gerast í greininni á undanförnum árum. Þess vegna nota menn mikið oröiö skúlp- túr. En ég held aö þessi „traditionella" höggmynd sé aö koma aftur. Um tíma vék hún fyrir tilraunum í „concept“-list“. En auövitaö var þessi formræni skúlptúr alltaf til staöar eins og viö sjáum í myndum Ás- mundar Sveinssonar og Sigurjóns Clafs- sonar. Skýring á þessu? Ég veit ekki. Krefst ekki tímin sífelldrar endurskoöunar viö- horfa og gildismats á mannanna verkum? Þaö liggur oft langur og erfiður „process“ aö baki höggmyndarinnar og hún krefst mikillar líkamsorku, sem gerir þaö ef til vill aö verkum aö þessi grein er ekki eins vin- sæl. Þaö gæti komiö aö því aö ég hvíldi mig á bronsinu og færi aö vinna með efni, sem hafa styttri vinnsluferil eins og tró og leir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.