Morgunblaðið - 10.08.1984, Page 20

Morgunblaðið - 10.08.1984, Page 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 53 Um skrif Nadine Gord- imer, höfundar „Sagna frá Suöur-Afríku“ og annarra suður-afrískra rithöfunda gegn_aö- skilnaöarstefnu heima- landsins Mannlegi þátturinn sem skiptir máli Nadine Gordimer, rithöfundur. Samantekt: Vilborg Einarsdóttir n Aðskilnaöarstefnan og kynþáttamisrétti er ekki meginviðfangsefni mitt sem rithöfundar. Það er mál pólitískra fréttaskýrenda eöa blaða- manna aö eiga viö. Fyrir rithöfund er þaö mannlegi þátturinn sem skiptir máli.“ Svo fórust suöur-afríska rithöfundinum Nadine Gordimer orö í sjónvarpsviötali sem nýlega var sýnt hérlendis vegna sýninga sjón- varpsins á þáttunum „Sögur frá Suöur- Afríku", sem eru byggöir á smásögum eftir hana. Aöskilnaöarstefna stjórnvalda í Suöur-Afríku er eigi aö stöur rauöi þráöur- inn í sögum Gordimer, eöa öllu heldur ör- lagavaldurinn í lífi þeirra persóna sem hún dregur upp, eins og flestir aörir nafnkunnir rithöfundar frá Suður-Afríku gera. Gordimer er ein af fáum suður-afrískum rithöfundum sem hafa fengiö aö skrifa bækur sínar tiltölulega afskiptalaust af stjórnvöldum og ritskoöun. Þrjár bóka hennar hafa veriö settar á bannlista stjórn- valda í 4 mánuöi til 12 ár en síðan veriö teknar af honum. Sjónvarpsþættirnir feng- ust hins vegar ekki sýndir í Suður-Afríku. Af hverju ekki? Því svarar höfundur svo: „Ástæöan felst í því aö fjöldinn sem sjónvarp nær til er afskaplega stór. Fólk sem les bækur í Suöur-Afrtku er mikiö færra, enda margir ólæsir. Og þeir sem á annaö borö lesa bækur okkar tilheyra yfir- leitt þeim hópi manna sem þegar hefur gert sér grein fyrir ástandi mála, gagnrýnt þaö og efast um gildi aöskilnaöarstefnunnar.“ „Lýöræöi hefur aldrei ríkt í Suður- Afríku,“ sagöi Gordimer í viðtali 1981, en hún hefur aldrei tekiö opinberiega þátt í stjórnmálum né veriö flokksbundin. „Þrátt fyrir aö mennirnir sem sitja viö stjórnvölinn hampi því aö þeir séu „vestrænir" og land- inu sé stjórnað á „vestrænan“ hátt.“ Þjóð- félagiö í Suöur-Afríku er rotiö og viö verð- um aö breyta því,“ sagöi hún í ööru viötali. Nadine Gordimer fæddist 20. nóvember 1923 í litlum bæ austur af Jóhannesarborg. Faöir hennar var kaupmaöur og móöir hennar, sem var af enskum uppruna, hjálp- aöi til í versluninni á milii þess sem hún sinnti góögeröarstarfsemi í þágu fátækra. Gordimer hóf aö skrifa sem barn og fyrsta smásagan hennar birtist á prenti þegar hún var 15 ára gömul. Frá þeim tíma hefur hún skrifaö 8 bækur og yfir 200 smásögur, sem allar fjalla á einn eöa annan máta um stjórnmálaleg og félagsleg áhrif aöskilnaö- arstefnu heimalandsins, Suöur-Afríku, þar sem 5 milljónir hvítra stjórna og ríkja yfir rúmlega 22 milljónum blökkumanna, sem hafa hvorki kosningarétt né rétt til aö eiga landskika, 2,7 milljónum kynblendinga og 850.000 Asíuættaöra manna. AD ENDURFÆDAST SEM SUDUR-AFRIKANI En hvernig byrjar hvít stúlka aö gera sér grein fyrir umhverfinu, þegar aö hún til- heyrir hinni „ríkjandi stétt“? „Sem barn skrifaöi ég og dansaöi fyrir sjálfa mig og eigin ánægju,“ sagöi Gordimer. „Með tím- anum tóku skrifin alfariö viö af dansinum og ég byrjaöi aö skrifa á mjög eölilegan hátt. Skrifaöi út frá hugarheimi barnsins sem er aö uppgötva lífiö og tilveruna. Ég held aö ég hafi í upphafi ekki gert mér grein fyrir því aö ég bjó í þjóöfélagi sem var skipulagt á annan hátt en önnur, þjóöfélagi sem mótaöist af aöskilnaöarstefnunni. Heimurinn er búinn til af fullorönum. Hvort sem barn er hvítt eöa svart spyr þaö ekki „af hverju?”. Barniö fellur inn í um- hverfi sitt eins og þaö er, og trúir því aö þannig eigi þaö aö vera. Hvíta barniö lítur á þaö sem sjálfsagöan hlut og eölilegan þátt í umhverfinu aö svarta barniö búi viö aörar og lakari aöstæður. Rétt eins og þaö aö sólin kemur upp á morgnana og sest á kvöldin. Síöan kemur sá tími í lífinu þegar barnið breytist í fulloröna manneskju og augun opnast fyrir lífinu í kringum þaö. Fyrst þá rennur upp fyrir því aö félagslegar aöstæöur eru ekki geröar af Guöi almátt- ugum, eins og gangur sólarinnar. Þær eru mannanna verk og þá vaknar spurningin Af hverju? Þegar þessi tími kemur endur- fæöist maöur sem Suöur-Afríkani í allt annan heim.“ SJÁ SUÐUR AFRÍKU ÚR FJARLÆGD Gordimer, sem hlaut menntun sína aö öllu leyti í Suöur-Afríku, hefur hlotiö ýmis viöurkennd verðlaun fyrir verk sín, m.a. „Booker Prize“-verölaunin bresku áriö 1974. Þau verölaun féllu einnig í skaut suöur-afrísks rithöfundar í ár, 1984, J.M. Coetzee, fyrir bók hans „The Life and Tim- es of Michael K.“, þar sem dregin er upp framtíðarmynd af venjulegum blökku- manni í skæruhernaöi gegn hvíta minni- hlutanum. Coetzee hefur, ásamt Gordimer, Athol Fugard og Alan Paton veriö talinn fremsti rithöfundur Suöur-Afríku, en verk þeirra byggja öll aö meira eöa minna leyti á áhrifum og afleiöingum aöskilnaöarstefn- unnar. Andre Brink er annar suöur-afrískur rit- höfundur sem mikiö hefur kveöiö aö og hefur aöskilnaöarstefnan mótaö bækur hans frá 1960. Þaö ár dvaldist hann í París og las um morö lögreglumanna á 67 blökkumönnum í Sharpville ’59, verknaö- inn sem beindi heimsathyglinni að Suöur- Afríku. Brink sagöi seinna í viötali: „Þaö sem ég þurfti var aö sjá Suður-Afríku úr fjarlægð, til aö gera mér grein fyrir þeirri staöreynd aö ég og fólkiö mitt bárum ábyrgö á því sem var aö gerast." Brink fluttist síöar til Suöur-Afríku og stofnaöi m.a. hóp afrískra rithöfunda. Stjórnvöldum var lítiö um heimkomu hans gefiö og enn í dag sætir hann ritskoðun, bæöi á bókum sínum og persónulegum bréfum. Þá eru flestar bækur hans á bannlista ritskoöun- arnefndarinnar. Brink telur aö ritskoðun Suöur-Afrískra stjórnvalda hafi haft allt önnur áhrif en ætl- unin var. í grein sem hann skrifaöi fyrir „The Observer“ í júní sl. segir hann m.a.: „Tilgangur meö ritskoöun er aö einangra rithöfunda meö hótunum og ógnum. í Suður-Afríku hefur hiö gagnkvæma gerst. í gegnum árin hafa þrír aðskildir bók- menntastraumar tíökast, svartur, afrískur og enskur. En á síöastliönum árum hafa augu manna opnast fyrir samkennd svartra, afrískra og hvítra rithöfunda. Þessi samkennd hefur skapaö einingu í hópi menntaöra og sameinaöra í baráttunni gegn óvini okkar allra." ÓJAFNVÆGI ENDURSPE GLA D Gordimer hefur mjög ákveönar skoðanir á ritskoöuninni. Þrátt fyrir aö hafa fengiö aö gefa út bækur sínar óáreitt hefur hún ekki veriö talin „æskilegur” rithöfundur og ritskoöunarnefndin sakaö hana um aö sjá einungis svörtu hliðina á Suður-Afríku og um aö hagnýta sér aðskilnað svartra og hvítra í stjórnmálalegum tilgangi. „Ég held aö ritskoöunarnefndin hafi búist viö því aö ég myndi afsaka stjórnvöld og þeirra aö- gerðir,“ sagöi Gordimer í viðtali. „En ég er rithöfundur, ekki áróöursritari. Og þaö er ekki hægt aö ætlast til þess af rithöfundi aö hann leitist viö aö draga upp jafnvægi í ritum sínum, ef slíkt jafnvægi er ekki fyrir hendi í umhverfinu. Rithöfundur skrifar allt- ént um þjóöfélagiö í kringum sig. Staö- reyndin er sú aö í lífi Suöur-Afríkubúa og í suður-afrísku þjóöfélagi er ekkert til sem heitir jafnvægi. Valdiö er allt öðru megin og andspyrnan hinu megin. Ég get ekki búið til jafnvægisþjóöfélag sem er ekki fyrir hendi. Ég get aöeins endurspeglaö ójafn- vægiö sem ríkir." EKKI LENGUR TALAD UPP TIL HVÍTRA Kynþáttamisrétti hvítra og svartra í Suöur-Afríku endurspeglast á vettvangi suöur-afrískra samtímabókmennta. Þar eiga svartir rithöfundar mun erfiöara upp- rdráttar en hvítir starfsbræður þeirra, m.a. vegna ritskoöunarinnar. Rithöfundar stofn- uöu fyrir nokkrum árum félag sín á meöal, jafnt fyrir hvíta, afríska og svarta. Félagiö var aöeins viö lýöi um tveggja ára skeiö. Ein skýringin á því kann aö vera sá munur sem virðist vera á því hvernig suður-afrískir rithöfundar hafa tekiö á sama viöfangsefni í verkum sínum. Hvítir rithöfundar hafa oftar dregiö upp dæmisögur, leitaö viöfangsefnanna í for- tíðinni eöa í framtíöinni. Skrif svartra rithöf- unda hafa á hinn bóginn miðast við „líö- andi stund", og endurspeglaö „kvalafulla meövitund um aö eitthvaö þarf aö gera strax“, eins og einn þekktasti rithöfundur- inn í hópi blökkumanna, Ezekiel Mphah- lele, sagöi í fyrirlestri. „Burtséö frá því sem viö erum aö skrifa um, þá tölum viö, svartir rithöfundar, ekki lengur „upp“ til hvíta mannsins. Viö reynum ekki lengur aö höföa til þess sem hann kallar „almenna velsæmd." Nei, viö skrifum til þess aö styrkja hver annan og okkar fólk í and- spyrnunni," sagöi Mphahlele. Síöasta bók hans sem kom út í júní sl. undir heitinu „A Round Trip to Liberty“, en þar lýsir hann eigin lífi sem ungur svartur rithöfundur. ÞJÓDFÉLAG ADSKILN- ADARSTEFNUNNAR Á OF TRAUSTUM GRUNNI Jeremy Cronin, 35 ára, er sá af ungum hvítum skáldum sem hvaö mest hefur þurft aö líöa vegna verka sinna og afskipta af þjóðfélagsmálum Suöur-Afríku. Cronin, sem er útskrifaöur frá Sorbonne-háskólan- um í París, kom úr suöur-afrísku fangelsi í mai sl. eftir að hafa verið þar í sjö ár, fyrir aö dreifa ritum og bókum á bannlistanum. í fangelsinu orti hann Ijóö, en skáldskapur er reyndar bannaöur samkvæmt fangelsis- lögum. Ljóöin voru gefin út fyrr á þessu ári undir titlinum „Inside". Á blaöamannafundi sem haldinn var vegna útgáfu Ijóðabókarinnar sagöi Nad- ine Gordimer „Þaö sem við höfum hér er sérstakt. Verk manns sem hefur reynslu af daglegu lífi sem frjáls Suður-Afríkubúi og reynslu af fangelsisvist, sem er ekki svo lítill þáttur í lífinu í Suöur-Afríku.“ Sex mánuöum eftir aö Cronin var settur á bak viö lás og slá lést eiginkona hans. „i gustukaskyni fékk tengdamóöir mín aö heimsækja mig í 15 mínútur til aö færa mér fréttina. Beiöni minni um leyfi til aö vera viöstaddur jaröarförina var hins vegar synjaö,” sagöi Cronin í viötali. Gordimer var ein þeirra sem hjálpaöi Cronin aö þrauka fangelsisvistina. Bókum hennar var smyglaö inn í fangelsið og Cronin, ásamt öörum föngum, þannig gert kleift aö fylgj- ast meö skrifum frjálsra rithöfunda. Cronin, sem um þessar mundir er aö undirbúa útgáfu á annarri Ijóöabók, sagöi nýlega í viötali: „Suöur-Afrikanar líta horfur í þjóömálum bjartari augun og eru óhræddari viö aö sýna þaö nú, en á árun- um fyrir 1976. Hins vegar er ég ekki í hópi þeirra sem þora aö láta sig dreyma um nýja Suður-Afríku á næstu árum. Þjóöfélag aöskilnaöarstefnunnar stendur enn á of traustum grunni.“ Hvort nýtt suöur-afrískt jafnréttisþjóöfé- lag mun rísa upp af rústum aöskilnaöar- þjóöfélagsins á þessari öld veröur ósagt látiö, en viö Ijúkum þessu yfirliti meö orö- um J.F. Smith, fréttaskýranda AP: „Hlutur suöur-afrískra rithöfunda, hvítra og svartra, í baráttunni um þjóöfólag án kyn- þáttafjötra er ekki lítill." (Heimildir: The öbserver, AP, DRUM og fleiri.) Vinmenn og Róbert í heimsókn Færeyska hljómsveitin „Robert og vinmenn" eöa Robert og vinir, eins og hún heitir á íslensku, hefur dvaliö hér á landi í 12 daga. Lék hún meöal annars tvö kvöld í Broadway og eitt kvöld í húsi Karlakórsins í Keflavík og annaö í sam- komuhúsinu í Sandgerði. Hljómsveitin, sem starfaö hefur í tvö ár er vel þekkt í Færeyjum ekki síst forsprakki hennar Rob- ert Mc Bernie. Robert, sem er aö hálfu enskur, var áöur meðlimur í hljómsveitinni „Faroe boys“, sem kom hingaö til lands árin 1964 og 1966 en sú hlómsveit naut mikilla vinsælda einkum fyrir lagiö „Rasm- us“, sem hálf þjóöin sönglaöi. Robert hefur starfaö í hljómsveitarbransanum i 25 ár og meöan hann dvaldl hér var tekinn upp eins konar afmælisplata r tilefni þessa langa starfsaldurs. Var ptatan tekin upp i stúdíót Geimstöns me<r aöstoó þeirra Þóris Bald- urssonar og Rúnars Julíussonar. Viö hittum einn meölima hljómsveitarinnar, Ronnie Bernie aö nafni, á förnum vegi rétt áöur en hann hélt heim á leiö, en þá voru aörir sveitarmeölimir þegar farnir til Færeyja. Viö spjölluöum stuttlega við Ronnie og birtum þaö á færeysku, enda þótt þaö sé ekki venja Morgunbiaösins aö birta texta ööruvísi en á íslensku. En færeyskan er okkur nær og auövelt aö skilja máliö, svo viö gerum undantekningu í þetta skipti, aö gamni. Við spuröum Ronnie fyrst aö því, hvernig tónlist hljómsveítin spilaöi. „Dansemusikk, mest útlensk lög.“ — Eigið þiö ekki fnreyska dansmúsik? „Nokk. Teir mest kenndi tónleikarar í Föroyum geröa sjálvir srni lög. O^orkestr- an okkara geröa allir uttan etn tcP>“ — Hver er þekktasta hljómsveitin í Færeyjum nú? „Vestmenn og Tinganest. Vestmenn spæla “Country rnusik" og Tinganes spæla popp." — Er „Country" og “pop“ vinsælasta tónlistin í Færeyjum um þessar mundir? „Ja, beint nú.“ — Hafió þió einhverja skýríngu á þvt afhverju „Country tónlist“ er svona vín- sæl? „Taö hevur taö alltiö veriö. Taö er betra at dansa eftir.“ — Skíptir dansinn svona miklu máli? „Meira har enn her og taö er mest dansa enskan dans.“ — Dansið þiö ennþá mikiö færeyska dansa? „Ja um hátíöir, menn taö er mest eldra fólki.“ — Svo vió víkjum aö veru ykkar hór. Finnst þér einhver munur á aó spila hér og í Færeyjum? „Engin munur men fólki her eru meira opin.“ — Hvernig er platan, sem veriö var aó taka upp hér? „Country, popp og rokk.“ — Eru einhver lög é skífunni, sem þió hafið samió sjálfir? „Ongi. Lögini á platuni eru ígjögnum 25 ár í tónleiki." Aó lokum spurðum viö Ronnie hvort honum heföi þótt gaman aó dveljast hér á landi. „Ja, taö var stutttigt og ég havi lært nógv í studlonum.“ Þorgeir irinnur að nýrri kvHunynd Já, ég fékk styrk úr kvikmyndasjóöi í ár, til aö skrifa handrit. Ég hef hugsaö mér aö Ijúka viö þaö fyrir áramót, en er lítiö farin aö hugsa um framkvæmdahliöina," sagöi Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, er viö spuröum hann um nýja kvikmynd hans, sem viö höföum heyrt aö væri í burðarliönum. „Ég stíg eitt skref í einu eins og börnin, þegar þau byrja aö ganga,“ bætti hann svo viö. Við sögöumst hafa heyrt aö hann væri þegar búinn aö tala viö leikara. „Ég hef talaö viö einn leikara en þaö er gott aö hafa þá hliö klára." Veröur þá aöeins einn leikari í þessari nýju kvikmynd? „Einn aöalleikari og ef til vill einhverjir fleiri.“ Viö vildum líka forvitnast um efnisþráö en Þorgeir varöist svara og sagöi: „Hugmyndina vann ég úr tónlist eftir Tjaikovsky nánar tiltekiö sjöttu sinfóníu Tjaikovskys og öræfalandslagi. — Þetta er efni, sem ég er búinn aö vera aö hugsa um í mörg ár en vantaöi næöi til að vinna úr.“ „Eins og ég sagöi upphaflega þá er ég rétt aö byrja og ég veit ekki einu sinni hve myndin veröur löng, 20 mínútur eöa einn klukkutími." Þorgeir hefur gert nokkrar stuttar kvikmyndir meöal annars myndina “Maður og verksmlöja", sem er á mörkum þess aö vera heimildarmynd og Ijóö eins og hann oröaöi þaö sjálfur. En nú eru liöin 15 ár síöan Þorgeir geröi sína síöustu mynd, hvernig finnst honum tilhugsunin viö aö gera kvikmynd á ný? „Þaö er ósköp gaman aö vera farinn aö fást viö þetta aftur. Ég hef alltaf hugsaö um kvikmyndir og finnst gott aö hafa eitthvaö ákveöiö milli hand- anna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.