Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
Innflutta grænmetið:
Var á „neyðarleyfi“
og er að mestu selt
GRÆNMETI það sem Eggert
Kristjánsson & co. flutti inn í byrjun
mánaðarins, og landbúnaðarráðu-
neytið neitaði að árita innflutings-
skjöl fyrir, var dreift í verslanir og
að verulegu leyti selt áður en ráðu-
neytið neitaði fyrirtsekinu um inn-
flutning þess. í yfirlýsingu sem
Morgunblaðinu hefur borist frá
Gísla V. Einarssyni framkvæmda-
stjóra hjá Eggerti Kristjánssyni
kemur fram að grænmetið var af-
greitt til fyrirtækisins á svokölluðu
„neyðarleyfi", það fór strax í sölu og
var að verulegu leyti selt þegar reynt
var að fá áritun tollskjala.
í yfirlýsingu Gísla kemur fram
að fyrirtækið telur að ekki hafi
verið settar þær reglur um inn-
flutning grænmetis sem um var
rætt að gert yrði sameiginlega af
landbúnaðarráðuneytinu og við-
skiptaráðuneytinu. Það hefði ör-
ugglega verið aðalorsök þess að
upp hafi komið misskilningur og
mistúlkun á milli hlutaðeigandi
aðila um framkvæmd mála. Segir
hann að ekki hafi verið venja að
veita innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi fyrir innflutningi á grænmeti
og þar af leiðandi hafi bréf ráðu-
neytisins frá 16. júlí ekki verið
skilið þannig að verið væri að
setja ákveðin tímamörk vegna
innflutnings á nýju grænmeti,
heldur eingöngu á kartöflum.
Síðan segir orðrétt í yfirlýsing-
unni: „Þegar fyrirtækinu barst
bréf ráðuneytisins frá 16. júli 1984
voru engu að síður afturkallaðar
allar pantanir til fyrirtækisins á
nýju grænmeti, sem ræktað er
hérlendis og hægt var að stöðva
afgreiðslu á. Hinsvegar bárust
fyrirtækinu tvær sendingar á
grænmeti eftir þann tíma, og urðu
þær síðar tilefni umræddra blaða-
skrifa. Voru þær afgreiddar til
fyrirtæksins á svokölluðum „neyð-
arleyfum" eins og algengt er um
viðkvæma matvöru, sem þolir illa
geymslu. Getur varan þá farið
strax í sölu, en tollskjöl eru af-
greidd síðar. Svo var farið að í
þessu tilviki en fjarvistir vegna
sumarleyfa, bæði í fyrirtækinu og
í landbúnaðarráðuneytinu, urðu
þess valdandi að áritun á tollskjöl
dróst og var loks hafnað. Var þá
sölu vörunnar hætt. En birgðaat-
hugun hefur síðar leitt í ljós að
minna var eftir af grænmetinu en
ætlað var í fyrstu, þegar áritun-
inni var hafnað. Fyrirtækið verð-
ur því ekki fyrir verulegu tjóni af
þessum sökum, né heldur innlend-
ir framleiðendur þar sem græn-
metið var selt áður en framboðs á
framleiðslu þeirra fór að gæta á
markaðnum."
Guðmundur Sigþórsson skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu sagði, þegar álits hans á
þessum áli var leitað, að ráðuneyt-
ið hefði nýlega fengið upplýsingar
um hvernig málinu væri komið og
hefði það ekkert verið rætt 1 ráðu-
neytinu. Kvaðst hann því ekkert
geta um málið sagt, hann þyrfti
fyrst að ræða það við ráðherra og
fleiri. Sagði hann að grænmetis-
innflutningur hefði haft áhrif á
markaðinn, því það hefði tekið
upp markað sem innlent grænmeti
hefði annars setið að.
Morgunblaðii/Árni Sæberg
Við upphaf fundar þeirra Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og
Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í gær.
Stjórnarflokkarnir:
Vidræður halda
áfram næstu daga
„VIÐ MUNUM hittast tveir saman
á fundi á nýjan leik á morgun, og
eftir helgi reikna ég svo með að
skriður komist á viðræðurnar,"
sagði Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins í samtali við
blm. Mbl. í gær er hann var spurður
fregna af fundi hans og Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra í
gær, þar sem þeir ræddu endurskoð-
un stjórnarsáttmálans.
Þorsteinn vildi ekki tjá sig efn-
islega um viðræðurnar og þegar
blaðamaður ræddi við forsætis-
ráðherra, tók hann í sama streng,
og sagði að þeir hefðu gert um það
samkomulag að ræða ekki efnisleg
atriði viðræðnanna við fjölmiðla.
Að öðru leyti sagði Steingfimur
að þetta hefði verið ágætur fund-
ur, og það lægi nú ljóst fyrir hvað
það væri sem setja þyrfti niður á
blað og ganga frá. „Ég er bjart-
sýnn á að við getum unnið þetta
fljótt og vel og að niðurstöður liggi
fyrir innan fárra vikna," sagði for-
sætisráðherra jafnframt.
Flugvélarflakið af Eiríksjökli:
Borgfirðingarnir
fengu flak og mótor
%
- flugmaðurinn kærður fyrir að þjófkenna
loftferðaeftirlit og björgunarsveitamenn
Mbl./RAX.
Björgunarmenn við flak bresku flugvélarinnar á Eiríksjökli að morgni 22.
júní sl.
„MÁLINU er lokið hvað okkur varð-
ar. Flugmaðurinn fékk í dag þau
tæki úr vélinni, sem hann taldi sig
geta notað aftur og lét okkur hafa
afsal fyrir flakinu og mótornum,“
Norræna húsið:
Herman Hebler sýnir grafíkverk
LAUGARDAGINN 18. ágúst verð-
ur opnuð í sýningarsölum Norræna
hússins sýning á grafíkmyndum
eftir norska myndlistarmanninn
Herman Hebler.
Herman Hebler er fæddur í
Fredrikstad árið 1911. Hann
stundaði m.a. nám í Essen árin
1937 til 39 auk þess sem hann fór
námsferðir til ýmissa landa,
einkum í Evrópu. Eins og ýmsir
aðrir þekktir norskir listamenn
hlaut hann fyrst viðurkenningu
utan heimalandsins eftir að hafa
búið við heldur kröpp kjör heima
fyrir, en hann fékk verðlaun við
Riverside museum í New York
árin 1957 og 1958.
Herman Hebler er einkum
þekktur sem grafíklistamaður og
vinnur mest í silkiþrykk, en sú
tækni hæfir myndmáli lista-
mannsins mjög vel. Hann hefur
þróað ákveðna tækni í sambandi
við þrykk sem gefur uppbygg-
ingu myndflatarins meira líf. Á
sýningunni í Norræna húsinu
eru aðeins grafíkverk, en mál-
verk Heblers minna um margt á
silkiþrykk hans.
Sýningin í Norræna húsinu
verður opin daglega kl. 14—19 til
sunnudagsins 2. september.
(Úr frétUtilkynnini;u)
sagði Þorsteinn Kristleifsson I
Húsafelli, einn þeirra sem náði til
byggða flaki bresku flugvélarinnar
er brotlenti á Eiríksjökli í sumar.
Eins og fram kom í Mbl. á miðviku-
daginn hafði flugmaður og eigandi
vélarinnar gert kröfu um að fá flakið
og öll tæki, sem í því voru, framselt
sér án þess að á móti kæmi nokkuð
til þeirra, er björguðu því af jöklin-
um. Hyggjast Borgfirðingarnir nú
kanna hvort eitthvað í mótor vélar-
innar sé nýtilegt.
Flugmaðurinn, Michael Dukes,
kom til landsins í fyrrakvöld og
gerði sér ferð í Húsafell í gær-
morgun, þar sem hann fékk afhent
þau tæki er hann óskaði eftir.
Áætlað andvirði þeirra tækja er
um 300 þúsund krónur. Fyrr um
morguninn hafði hann komið á
skrifstofu Loftferðaeftirlitsins og
fengið þar afhentan talstöðvar-
búnað, sem rannsóknarnefnd
flugslysa hafði fjarlægt úr flakinu
á slysstað 21. júní sl. Neyðarsend-
irinn úr vélinni, sem ekki hafði
farið í gang við slysið, er enn í
Ernst sigraði á
í Gausdal með
SKÁKMÓTINU í Gausdal lauk í
gær, fimmtudag, með sigri Svíans
Ernst sem hlaut 7 vinninga.
Karlson, Svíþjóð, var í öðru sæti
með sex og hálfan vinning. Guð-
mundur Sigurjónsson, Margeir
Pétursson, Bandaríkjamaðurinn
Lein, Ungverjinn Sax og Tékkinn
Jansa voru í þriðja til sjöunda
sæti með sex vinninga hvor. Arn-
rannsókn hjá tæknimönnum Pósts
og síma.
Á skrifstofu Loftferðaeftirlits-
ins taldi Dukes sig sakna fleiri
tækja úr flakinu og kom til orða-
hnippinga þar á staðnum. Hvarf
hann þá á brott en síðar í gær
óskaði Grétar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Loftferðaeftirlits-
ins, eftir því við Rannsóknarlög-
reglu ríkisins að rannsakaður yrði
„áburður Dukes þess efnis að
Flugmálastjórn/loftferðaeftirlit
og björgunarsveitir í Borgarfirði
hafi stolið verðmætum (tækjum
og búnaði) úr flaki flugvélarinn-
ar“. Var sérstaklega óskað eftir
því að málið yrði rannsakað á
meðan Dukes væri staddur hér og
áður en hann færi með einhver
tæki og búnað úr landi. Þegar til
átti að taka var flugmaðurinn á
leið til Englands með áætlunarvél
Flugleiða.
Loftferðaeftirlitið hefur jafn-
framt óskað eftir því við Lloyd’s
tryggingafélagið í London, sem
skv. upplýsingum Mbl. mun hafa
greitt tryggingafé vélarinnar að
fullu, að þurfa ekki framvegis að
eiga samskipti við flugmanninn.
— Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
tókst blm. Mbl. ekki að ná tali af
Michael Dukes í gær.
skákmótinu
sjö vinninga
þór Einarsson hlaut fjóra vinn-
inga, Árni Árnason þrjá vinninga
og Guðmundur Halldórsson tvo
vinninga, en hann á biðskák.
Síðustu skákir mótsins voru
tefldar í morgun og bar Margeir
Pétursson sigurorð af Lein, en
Guðmundur Sigurjónsson gerði
jafntefli við Norðmanninn S.
Agdestein.