Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 Walter Mondale á kosningaferðalagi Memphis, 15. ájfÚHt. AP. WALTER Mondale, for- setaframbjód- andi demó- krata í Banda- ríkjunum, hélt í gær í tveggja daga kosninga- ferð til Suður- ríkjanna. Hóf hann för sína með loforðum um að efla herstyrk Bandaríkjanna á sviði hefðbundinna vopna fram yfir kjarnorkuvopn og hét að endurskipuleggja yfirher- stjórn landsins, ef hann yrði kosinn forseti. Mondale lagði áherzlu á þá stað- hæfingu, að Reagan forseti hefði orðið til þess að veikja herstyrk Bandaríkjanna með því að leggja megináherzlu á kjarnorkuvopn. Sagði hann, að það væri mikil spurning, hvort Bandaríkjamenn réðu yfir hernaðarmætti, sem væri í samræmi við það, „sem við borgum fyrir hann“. Mondale hugðist heimsækja Kentucky í dag en fara síðan til Arkansas og Tennessee. Reagan sigraði með naumum meirihluta í öllum þessum ríkjum f forseta- kosningunum 1980. Dularfullur hlut- ur finnst í Ohio Leifar af sovézkri eldflaug? Fairborn, Ohio, 16. igúsl. AP. DULARFULLUR hlutur úr málmi fannst í gær á afviknu svæði í Ohio, einu af Miðvesturríkjum Bandaríkj- anna. Hlutur þessi var sýnilega hluti af eldfiaug, sem notuð hafði verið til þess að skjóta upp sovézkum geimhnetti á braut umhverfis jörðu. Skýrði Ron Joy, talsmaður banda- ríska flughersins, frá þessu í dag. Hlutur þessi var sívalur í lögun og bar áletrun á rússnesku. Fannst hann þremur dögum eftir að sovézk geimflaug hafði gefið frá sér ljósmerki, er hún kom inn í gufuhvolf jarðarinnar. Samkvæmt samningi frá 1968 eiga Sovétmenn rétt á að fá hlut þennan afhentan. Joy kvaðst hins vegar ekki vita, hvort þeir ættu eftir að krefjast hans. Það lá við stórslysi á Vesturport-brautarstöðinni í Kaupamnnahöfn, þegar 10.000 lítrar af bensíni fossuðu úr niðurgröfnum bensíngeymi, sem orðið hafði fyrir skemmdum af völdum vinnuvéla. Kaupmannahöfn: Sprengihætta í Vesturporti UM TÍU þúsund lítrar af bensíni streymdu fram á Vesturport- brautarstöðina í Kaupmannahöfn í síðustu viku og ollu gífurlegri sprengihættu. Var það aðeins fyrir snðr handtök lögreglu og slökkviliðs, sem tókst að afstýra stórslysi, að sögn danska blaðsins Politik- en. Leki kom að gömlum, niður- gröfnum bensíngeymi, þegar vinnuvélar voru að grafa fyrir leiðslum. Lögregla og slökkvilið lokuðu þegar í stað aðliggjandi götum, og lestarferðir voru stöðvaðar. — Málið er í rannsókn. 194 saknað eftir að bát hvolfdi Kuala Lumpur, 15. ágúst. AP. 194 ER saknað eftir að bát frá Indó- nesíu hvolfdi skammt fyrir utan Borneo-eyju. Alls voru 200 manns með bátn- um, sem auk heldur var hlaðinn timbri. Sex var bjargað af sjó- mönnum, sem voru á veiðum ná- lægt slysstaðnum. :4 Komin til Suez Egypzkur sjóliði virðir fyrir sér brezkan tundurduflaslæðara, sem kominn er til Súezflóa og taka mun þátt í hreinsunaraðgerðum þar. Persaflóastrfðið: skipum nem- millj. dollara Tjón á ur 500 Loodon, 15. ágúst AP. ÍRAN og írak hafa ráðizt á 81 skip á Persaflóa síðan stríðið milli ríkjanna brauzt út fyrir fjórum árum og hafa tryggingaðilar orðið að greiða meira en 500 millj. dollara vegna þeirra skipskaöa, sem orðið hafa. Árásir á kaupskip og olíuflutningaskip hafa aldrei verið tíðari en nú, en á þessu ári hafa alls 38 skip orðið fyrir fiugskeytum í loftárásum eða rekizt á tundurdufl. írak hefur lýst yfir ábyrgð sinni á mun fleiri árásum en íran. Hafa írakar heitið því að eyða Kharg- eyju, aðalolíuútflutningshöfn ír- ana, til þess að koma í veg fyrir frekari olíutekjur, en þær eru grundvöllurinn undir stríðsrekstri þeirra. Tryggingaaðilar víða um heim halda því fram, að útgerðarfyrir- tæki olíuskipanna, sem tekið hafa þá áhættu að fara til Persaflóa, hafi ekki tapað fé. Þvert á móti hafi mörg þessara fyrirtækja grætt stórfé vegna snarhækkandi farmgjalda og þá einkum eftir að írak reyndi að loka höfnum í íran í marz sl. Farmgjöld fóru á ný lækkandi í júlí og hafa haldizt óbreytt síðan þrátt fyrir tíða skipskaða i síðustu viku. Síðast varð flutningskipið Cebu frá Singapore fyrir spreng- ingu í vélarrúmi. Gerðist það á sunnudag, er skipið rakst á tund- urdufl fyrir utan Bandar Khom- eini. Tilboðin berast til Mary Lou Retton ('harleston, VeHtur-Virj;iníu, 16. ágúst. AP. MARY Lou Retton, fimleikastjörn- unni ungu, sem vann hug og hjörtu landa sinna með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum, standa nú allar dyr opnar. Virðist gullmedalían henn- ar vera sömu náttúru og Draupnir, sem gat af sér nýjan hring jafn höfg- an hverja níundu nótt. „Á 72 klukkustundum hafa okkur borist 70 tilboð," sagði John Tra- etta, umboðsmaður Mary Lou, „en við ætlum þó ekki að hrapa að neinu." Meðal tilboðanna er að Mary Lou komi fram í sjónvarps- þáttum og jafnvel, að saminn verði sérstakur þáttur fyrir hana. Bóka- útgefendur vilja, að hún leggi nafn sitt við bækur um fimleika og sum- ir hafa áhuga á að gefa út ævisögu hennar, sem yrði þá líktega bara lítið kver því að Mary Lou er aðeins 16 ára gömul. Síðustu dagana hefur Mary Lou skreytt forsíður tímaritanna „Newsweek", „Time“ og „Sports Illustrated", komið fram í kunnum sjónvarpsþætti, „Tonight Show“, og hitt Reagan, forseta. önnur fyrirtæki bíða svo eftir því í langri lest, að henni þóknist aö auglýsa vöru þeirra en Mary Lou ætlar að vanda valið og kynna aðeins það besta og aðeins það, sem við á. Ekki t.d. áfengi eða tóbak. Frumkraftur náttúr- unnar er aöeins einn - segja vísindamennirnir sem fundu sjötta kvarkinn VÍSINDAMENN við Evrópsku rannsóknastöðina í öreindaeðlisfræði, Cern, hafa fundið T-top kvarkinn, sem þeir hafa leitað að um hríð. Hefur talsmaður að nú séu allir hornsteinar náttúr- stöðvarinnar þau orð um uppgötvunina, unnar kunnir. í fyrra fundu vísindamenn við rannsóknastöðina fiseindina og Omega-ögnina og var það merk- asta uppgötvun í 25 ár í þá átt að skýra út frumeðli efnisins. Fundur T-top kvarksins er ekki minna virði og sagði Roger Anthoine, talsmaður Cern, að „fræðileg mynd af gerð alls efnis I alheimi er nú fullkomnuð". T-top kvarkurinn er einn af hornsteinum efnisins en vísinda- menn höfðu sagt fyrir um, að þeir væru 12 talsins. sex kvarkar og sex létteindir. Áður höfðu fimm kvarkar fundist og fundur þess sjötta virðist staðfesta kenningar þeirra. Kvarkar og létteindir mynda frumeindina, atómið, sem er síðan grunneining alls efnis að öðru leyti. Kvörkunum fimm, sem áður fundust, hafði verið gefið nafn og heita þeir „Upp“, „Niður", „Skrítni", „Þokki“ og „Botn“. Uppgötvun vísindamannanna við Cern er ekki síst mikilvæg fyrir það, að hún styður þá kenn- ingu, að í náttúrunni sé aðeins einn frumkraftur að verki. Til þessa hafa eðlisfræðingar hallast að því, að þeir væru fjórir: Þyngd- arkrafturinn, sterki kjarnakraft- urinn, sem heldur prótónunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.