Morgunblaðið - 17.08.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.08.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 25 Sovétmaðurinn Droov er efstur á HM í skák Skák Karl Þorsteins Nú þegar 3 umferöir eru eftir á heimsmeistaramóti unglinga undir 20 ára í skák hér í Kiljava í Finn- landi, hafa línur þegar skýrst tölu- vert. Sovétmaðurinn Dreev, tvö- faldur heimsmeistari undir 16 ára, trónir einn í efsta sæti með 8 vinn- inga af 10 mögulegum. I síðustu umferð átti hann í höggi við hinn sovéska keppand- ann á mótinu, 011 að nafni, og sigraði Dreev heldur auðveld- lega. Reyndar eru margir, bæði keppendur og aðstoðarmenn, á þeirri skoðun að um þau úrslit hafi verið samið fyrirfram. Einnig þykir það undarlegt að landar geti teflt saman svo seint í mótinu að úrslit skákar þeirra geti ráðið úrslitum mótsins. Slíkt er einmitt mjög sennilegt nú þar sem Dreev hefur þegar teflt við alla hættulegustu and- stæðinga sína. Nóg um það. I öðru sæti eins og stendur er Daninn Curt Hansen með 7,5 vinninga en á hæla honum, í 3.-5. sæti, fylgja þeir Georgiev (núverandi heimsmeistari undir 20 ára), Tékkinn Stohl og undir- ritaður, Karl Þorsteins, með 7 vinninga. Síðan síðasti pistill birtist hafa skipst á skin á skúrir í tafl- mennskunni hjá mér. í 6. umferð átti ég í höggi við Georgiev frá Búlgaríu og stjórnaði hvítu mönnunum. Lentu þeir menn mínir fljótlega í þrengingum enda er þekking heimsmeistar- ans í byrjunum afburðagóð. Eft- ir því sem umhugsunartími minn minnkaði, sem hann gerði ansi ört, virtist Georgiev fara að spila meira upp á að fella and- stæðing sinn á tíma en að hugsa um raunveruleg vandamál stöð- unnar. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, og vaknaði Búlg- arinn því upp við vondan draum er mér tókst að ljúka tilskildum leikjafjölda og koma skákinni í bið með létt unnið tafl. Skákin fór síðan raunar í bið á ný en það reyndist auðvelt verk að hala inn vinning úr því. Curt Hansen frá Danmörku var andstæðingur minn næsta dag. Riðu íslend- ingar ekki feitum hesti frá þeirri viðureign og tapaði undirritaður eftir að skákin hafði farið í bið. Var ég því búinn að hleypa helstu andstæðingum mínum V% vinningi upp fyrir mig á stiga- töflunni þegar ég settist við reit- ina 64 andspænis Sovétmannin- um Dreev í upphafi 8. umferðar. Nú átti að seíja sig dýrt og kom á daginn að ég gerði þau mistök að ætla mér um of í stað þess að sætta mig við örlitla stöðuyfir- burði. Mátti ég bíta í það gall- súra epli að tapa eftir að hafa ekki getað fylgt eftir mannsfórn sem hleypti skákinni upp. Má e.t.v. einnig kenna þreytu um, því 3 undangengnar skákir höfðu allar farið í bið auk þess að vera mjög erfiðar. Andstæðingar mínir í 9. og 10. umferð, þeir Sandstrem frá Svíþjóð og Hickl frá V-Þýskalandi, reyndust mun þægilegri viðureignar og tókst mér að sigra þá báða öruggega. Ég læt hér fljóta með skák mína úr 6. umferð gegn heimsmeistar- anum Georgiev frá Búlgaríu. Hvítt: Karl Þorsteins SvarL- Kyril Georgiev (Búlgaríu) 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 Bb4+, 4. Bd2 — c5, 5. g3? (Fram- rás svarta c-peðsins er algengari eftir framhaldið. 3. — b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — c5. Ég gætti þess nú ekki að svartur er ekki tilneyddur að beina skákinni í þann farveg, heldur lumar á snjallri áætlun.) 5. — Db6! (Hugmynd svarts er einfaldlega að vinna peð með 6. — cxd4 og halda því til streitu.) 6. a3 — Bxd2+, 7. Dxd2 — Rc6, 8. dxc5 — Dxc5, 9. e3 (Þó byrjunartafl- mennska hvíts sé ekki til eftir- breytni er staða hans ekki jafn slæm og ætla mætti.) 9. — 04), 10. Rc3 — b6, 11. b4 — Dh5, 12. Be2! (Hvítur hyggur á sóknarað- gerðir á kóngsvæng og hér þjón- ar biskupinn því hlutverki betur en á g2-reitnum.) 12. — Bb7, 13. e4! (Hvítur er aftur kominn í leikinn. Það var eftirtektarvert að nú fyrst virtist andstæðingur minn þurfa umhugsunar við því leikir hans höfðu hingað til kom- ið rétt eins og á færibandi.) 13. — Hfc8, 14. Hgl! (Leikur með tvíþætta hugmynd. Hann undir- býr framrás g-peðsins og í fram- haldinu 14. — Re5, 15. Rxe5 — Dxe5,16. f4 — Dc7 er e-peð hvíts ekki lengur hreyfihamlað sökum hróksins á hl.) 14. — a5? (Ein- föld yfirsjón eða hvað? 14. — Re5 var hið eðlilega framhald) 15. g4! — Dg6 (15. - Rxg4,16. b5 var einnig ófullnægjandi.) 16. b5 — Rxe4 (Mannstap var óumflýj- anlegt. Hvita staðan er að sjálf- sögðu unnin, en sökum tíma- skorts er framhaldið ekki teflt eins og best væri á kosið.) 17. Rxe4 — Rb4 (Andstæðingi mín- um sem venjulega er rólegheitin uppmáluð leið greinilega ekki sem best í þessari stöðu og var farinn að ókyrrast og jafnvel berja á klukkuna.) 18. axb4 — axb4, 19. Hdl — Bxe4, 20. Re5 — Df6, 21. Rxd7 — Dd8, 22. Dxb4? (Hræðilegur leikur sem kastar yfirburðunum á glæ í einu vet- fangi. 21. Hg3 vinnur auðveld- lega.) 22. — Bc2! (Svartur vinnur nú skiptamun gjörsamlega að óþörfu.) 23. Dd2 — Bxdl, 24. Dxdl — Dc7 (24. - Ha7, 25. Re5 — Df6, 26. Dd4 var annar mögu- leiki.) 25. Hg3 — h6, 26. c5!? — bxc5, 27. b6 - Df4, 28. Dbl (Ekki 28. b7? - Db4+.) 28. - Dd6, 29. Hd3 (29. b7 hefði e.t.v. verið ráð- legra en að hleypa svörtu drottn- ingunni í hvítu peðin, þó vinning- urinn liggi ekki lengur á lausu.) 29. — Dxh2, 30. b7 — Dhl+, 31. Bfl — De4+, 32. Be2 — Dhl+, 33. Bfl — De4+, 34. Kdl — c4 (34. — Dxg4 var annar möguleiki og vafa- laust ekki síðri, en andstæðingi mínum var meira umhugað að gefa mér engan tíma til umhugsunar en að finna sterkustu leikina.) 35. f3 — Dc6, 36. bxc8=D4+ (36. Hd4 var sterkara) 36. — Hxc8, 37. Hd4 — c3? (37. — Hd8! ynni ein- faldlega mann.) 38. Kc2 — Dxf3, 39. Del — Ha8, 40. Bc4 (Hvítur átti einungis örfáar sekúndur eftir á klukkunni er hann náði 40 leikja markinu.) 40. — Dg2+, 41. Kxc3 - Ha3+, 42. Kb4 (Skákin fór hér í bið og má fullyrða að hvíta staðan sé unnin, þó það taki sinn tíma að innbyrða vinn- inginn.) 42. — Db2+, 43. Kc5 — Ha8, 44. Rb6 — Hb8, 45. Da5 — Df2, 46. Dd2 — Dgl, 47. Ddl (Hvítur verður að varast gildr- una 47. Kc6? — Hxb6+, 48. Kxb6 — c5 með jafnteflisstöðu.) De3, 48. Dd3 — Df2, 49. De2 — Dg3 (49. — Dgl, 50. De5 var engu skárra.) 50. Kc6 — Dgl, 51. De6 — He8 (Báðir keppendur voru nú aftur komnir í mikið tímahrak og er leikið sem hendi er næst.) 52. Kb7 — Dal, 53. Db5 — Dhl+, 54. Dc6 — Hb8+, 55. Kc7 — Dgl, 56. Dd6 — Hf8, 57. Rd7 - Ha8, 58. Rb6 — Hf8, 59. Rc8! (Riddar- inn er á leið á c6-reitinn þar sem hann brýtur niður allt mótspil svarts auk þess sem hann nú set- ur einfalda gildru fyrir svartan.) 59. - Dcl?? (59. - g6, 60. Re7+ — Kg7, 61. Rc6 var þvingað þó úrslitin hefðu vafalaust orðið sömu.) 60. Dxf8+! og svartur gafst upp enda er hvíta drottn- ingin friðhelg sökum hróksmáts ád8. — Pað er flókið og kostnaðarsamt mál að rífa I sundur og hreinsa bensínkerfi bílsins í hvert skipti sem útfellingarefni taka að hamla eðlilegum gangi vélarinnar. Pess vegna lögðu vísindamenn Shell hart að sér við leit á bætiefni \ bensín sem annars vegar hreinsaði burt útfellingarefnin sem setjast í blöndunga og ventla ocj hins vegar hefur engin áhrif á aðra eiginleika bensínsins. Utkoman varð ASD. Að loknum 20 viðamiklum tilraunum, eftir að hafa ekið 497 mismunandi bílum í samtals um 5 milljón km, birti Shell niðurstöður sínar um áhrif ASD bensínsins: • Útfelling í blöndunga mlnnkað að meðaltali um 60%. • Útfelling á ventla minnkaði að meðaltali um 70%. • Kolmonoxíð (CO) í útblæstri minnkaði að meðaltali um 15%. • Bensíneyðsla mlnnkaði að meðaltali um 4% í bílum með óhreint bensínkerfi en um 1 % í nýrri gerðum bíla. • ASD hefur engin skaðleg áhrif á bensín með eða án annarra bætiefna. Skeljungur h.f. Við vinnum fyrir þig! úm'- ■ T^ktu eftir merkinu á næstu bensínstöð Skeljungs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.