Morgunblaðið - 17.08.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 17.08.1984, Síða 26
26 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 t Stjúpmóöir okkar og systir, JÓNÍNA HELGA ERLENDSDÓTTIR, sjúkraþjálfari, Skipasundi 65, lést i Borgarspítalanum þann 15. ágúst. Arndís S. Hjaltadóttir, Hulda Hjaltadóttir, Aóalheióur Erlendsdóttir, Anna Erlendsdóttir. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegi 46, lést i Borgarspítalanum 14. ágúst. Frióberg Kristjánsson, Edda Frióbergsdóttir Bakke, Geir Frióbergsson, Guðni Friöbergsson, Kristjón Friöbergsson. Konan mín, t ÞORBJÖRG HÓLMGEIRSDÓTTIR, Snorrabraut 35, Reykjavfk, andaöist 15. ágúst. Halldór Guójónsson. t Eiginkona mín, MARÍA ELÍSABET HELGADÓTTIR, tést i Borgarspitalanum aö morgni 15. ágúst. Haraldur A. Einarsson. t Faöir minn, HARALDUR SIGURÐSSON, prófessor, andaðist í Gentofte Amtssygehus 14. ágúst. Sigríóur Haraldsdóttir. t Bróöir okkar, MAGNÚS STARDAL KRISTJÁNSSON frá Litlalandi, andaöist í Landspítalanum 14. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Petrea Kristjánsdóttir. t Maöurinn minn, VALVES KÁRASON, Litla-Árskógssandi, sem lóst i Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 12. ágúst, verö- ur jarösunginn frá Stærra-Árskógskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 2.00 e.h. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Ágústa Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SNÆBJÓRN TRYGGVI ÓLAFSSON, skipstjóri, Erluhólum 4, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vllja minnast hlns látna, eru vinsamlega beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Sigríöur Jóakimsdóttir, Jóakim Snæbjttrnsson, Guöfinna Snæbjörnsdóttir, Margrát Snæbjttrnsdóttir, Helga Snæbjttrnsdóttir, Anna S. Snæbjörnsdóttir, Guórún Snæbjörnsdóttir, Ólafur T. Snæbjörnsson, Brynjólfur Aöalsteinsson, Björn Birnir, Birgir Guómundsson, Kristján Birgir Kristjánsson, Guðni S. Gústafsson, Oddný Sigurðardóttir. Minning: Snœbjörn T. Ólafs son skipstjóri Fæddur 2. aprfl 1899 Dáinn 9. ágúst 1984 Snæbjörn Tryggvi ólafsson skipstjóri lést 10. ágúst 1984 á Landakotsspítala 85 ára að aldri. Hann var fæddur 2. apríl 1889 og yngstur barna ólafs Bjarnasonar útvegsbónda í Gesthúsum í Bessa- staðahreppi og fyrri konu hans, Guðfinnu Jónsdóttur frá Deild á Álftanesi. Af þrem alsystrum Snæbjörns lifir ein, Sigríður Ólafsdóttir, 89 ára ekkja á DAS í Reykjavík. Guðfinna systir Snæ- björns lést árið 1924 en Oddný 1964. ólafur í Gesthúsum átti þrjú börn með síðari konu sinni Sigríði Sigurðardóttur, ekkju eftir Ketil bróður hans: Guðfinnu í Gerðukoti á Álftanesi. Einar í Gesthúsum og óla Björn ólafsson, sem lést 1947. ólafur ól upp tvö börn Ketils bróð- ur síns, Fjólu og Sigurbjarna Óskar, sem lést í eldsvoða sem varð á togaranum Haliveigu Fróðadóttur 1969. Kristin Vig- fúsdóttir, uppeldissystir Snæ- björns, ekkja Guðna Jónssonar bátsmanns, sem lengi starfaði til sjós með Snæbirni, lifir hér í bæ. Magnús Magnússon, bræðslumað- ur, var uppeldisbróðir Snæbjarnar og sonur Ingibjargar föðursystur hans, sem fór með önnur börn sín til Kanada 1913. Bjarni Magnús- son skipstjóri, sonur Arnleifar, föðursystur hans, var einnig upp- eldisbróðir hans. Báðir voru þeir Magnús og Bjarni um áratuga skeið til sjós með Snæbirni. Fleiri heimilismenn í Gesthúsum voru lengi í skipsrúmi með Snæbirni. Jón Jónsson, bóndi á Deild, móðurafi Snæbjörns og móður- bróðir hans, Sigurður í Deildar- koti, stunduðu sjó af kappi, segir Erlendur Björnsson, útvegsbóndi á Breiðabólsstöðum í endurminn- ingabók sinni, Sjósókn. Móður- amma Snæbjörns var Guðfinna Sigurðardóttir á Deild, Grímsson- ar, ættuðum frá Ormsstöðum í Grímsnesi, og konu hans, Vilborg- ar Jónsdóttur frá Stóru-Mástung- um í Gnúpverjahreppi í Árnes- svslu. Guðfinna á Deild var systir Ástu Sigurðardóttur, móður Sig- urðar í Görðunum, útvegsbónda á Grímsstaðarholti. Snæbjörn hóf sjómennsku á unglingsárum með föður sínum, Ólafi, sem gerði út opið fiskiskip til þorskveiða á Faxaflóa, bæði frá Álftanesi og Garðinum á Suður- nesjum um hávertíðina. Það má því segja að Snæbjörn hafi byrjað sinn sjómannsferil með sama brag og forfeður hans Mölshúsabræður á Álftanesi höfðu gert öld á undan honum. Um þá og föður þeirra segir Gísli Konráðsson sagnarit- ari: „Jón formaður Ketilsson í Mölshúsum þótti einna mestur sjósóknari á sínum dögum og þó lengra liði. Var hann og mestur hlutamaður þar á nesinu og annar hluta-Torfi í Garðahverfi. Jón Ketilsson átti Herdísi Stein- grímsdóttur úr Skagafirði. Voru þeirra synir: Ketill í Kirkjuvogi og (Kotvogi), Steingrímur hrepp- stjóri á Hliði á Álftanesi, vel fjár- eigandi og hlutamenn miklir, einkum Steingrímur og Bjarni, er drukknaði frá Hausastöðum í Garðahverfi, Ásgrímur og ólaf- ur.“ Steingrímur, sem Gísli nefnir þarna, var langafi Snæbjarnar. En það átti fyrir Snæbirni að liggja að verða mesti aflamaður sinnar ættar eins og mörgum öðr- um skipstjórum, sem fengu skip- stjórnarréttindi á 1. og 2. áratug þessarar aldar og urðu brautryðj- endur nýrrar veiðitækni togara- aldarinnar. Togaraaflinn var löngum svo mikill að fyrir flestum var hann óskiljanleg stærð. í huganum varð hann helst metinn þegar maður sá saltfiskstaflana úr einum togara- farmi rísa af gólfi fiskverkunar- húsanna á Þormóðsstöðum í Skerjafirði, þar sem maður leysti af mömmu meðan pabbi var f landi. Þá sá maður fyrir sér hví- líkur óhemju matur gat borist á land úr einni veiðiferð. Og þegar maður fékk að vita að eitt síldar- mál var V/z tunna af síld, vissi maður líka að síldarmálið gat ver- ið ársfóður af fiskmeti fyrir full- orðinn. Það þýddi t.d. að síldarafli Tryggva gamla, sem var rúm 28.000 mál 1941 eftir 3ja mánaða vertíð, gat dugað sem fiskmeti fyrir næstum alla Reykvíkinga á þeim tlma í næstum heilt ár. Lærisveinar Krists voru fiski- menn og það hefði án efa verið skráð í Nýja testamentið, ef hverj- um og einum þeirra hefði tekist að metta 1.000 manns í heilt ár með þriggja mánaða veiðum, eins og stéttarbræður þeirra á Tryggva gamla gátu tæpum 2.000 árum síð- ar. Með öðrum hætti skynjuðu flest alþýðuheimili togaraafla á fyrstu áratugum aldarinnar. Langai- gengasta máltíðin var tros, saltað- ur undirmálsfiskur, sem ekki þótti hæfur til sölu á erlendum mark- aði. Enginn slapp við að borða þorsk-, ýsu- eða keilubútung, hvort sem hann var í borg eða sveit. Bændum, sem jafnframt voru togaramenn á vertíðum þótti gott að hafa trostunnur með heim sem björg í bú. Talað hefur verið um, að nokkuð hafi stundum skort á kristilegt hugarfar stórútgerðarinnar í garð sjómanna. Það hefur þó sannar- lega sagt til sín i verki með hlunn- indum þeim, sem sjómenn hafa notið af hinum ágæta trosfiski. Sæbjörn var um skeið á skútu Duus-verslunarinnar, Ásu, sem var frægt aflaskip undir stjórn Friðriks ólafssonar, hins spak- vitra skipstjóra. Að komast í skipsrúm til hans þótti afar mikils virði til að öðlast dýrmæta reynslu í sjómennsku. Þar kynnt- ist Snæbjörn föður mínum og tel ég víst að vinátta þeirra þá hafi leitt til kynna pabba og mömmu minnar, Sigríðar, systur Snæ- björns. Hann lauk farmannaprófi 1918 19 ára gamall og fyrstu kynni af togaraveiðum fékk hann, þegar hann réð sig á togara Alliance- útgerðarfélagsins, Jón forseta. Snæbjörn var skipstjóri 25 ára að aldri á togaranum Ver frá Hafn- arfirði. Það skip var fengsælt og skipaði Snæbjörn sér fljótt í hóp þeirra togaraskipstjóra, sem voru fundvísastir á gjöfulustu veiðihólf Selvogsbankans á þorskvertíðum. Það vakti oft furðu manna á þess- uma árum, hve fljótt það gekk hjá Snæbirni og áhöfn hans að fylla Ver af góðfiski á „Bankanum". Þessi velgengni leiddi til þess að hann komst fljótt í góð efni og byggði myndarlegt steinsteypt hús við Túngötu 32 í Reykjavík. Þar var um 25 ára skeið heimili Snæbjarnar og konu hans, Sigríð- ar Jóakimsdóttur Pálssonar út- vegsbónda í Hnífsdal. Snæbjörn hafði kynnst Sigríði, þessari gull- fallegu gæðakonu, á heimili frænda síns, Kristins Péturssonar blikksmiðs, og konu hans, Guðrún- ar Ottadóttur skipasmiðs, sem lengi bjuggu á Vesturgötu, en hjá þeim dvaldi hann á Stýrimanna- skólaárum sínum. í æsku var það mikið tilhlökkunarefni að fá að koma í heimsókn til Snæa frænda og Sigríðar vestur á Túngötu og sjá ríkmannlega húsmuni á heim- ili þeirra og undurfagurt málverk af Hnífsdal í stofu. Og frá þeim fengum við stærstar gjafir. Snæbjörn og Sigríður eignuðust átta börn: Guðfinnu f. 15.06. 1929, giftist Össuri Sigurvinssyni, sem lést 1965, Jóakim f. 03.04. 1931 kvæntist Rósu Guðbjörnsdóttur, Margrét f. 20.03.1933, gift Birni B. Birnir, Ólafur f. 1934, lést ársgam- all, Helga f. 02.08 1937, gift Birgi Guðmundssyni, Anna Sigríður f. 21. 07. 1939, gift Kristjáni Birgi Kristjánssyni, Guðrún f. 04.06. 1941, gift Guðna Steinari Gúst- afssyni og Ólafur Tryggvi f. 14.11. 1944, kvæntur Oddnýju Sigurðar- dóttur. Árið 1933 tók Snæbjörn við skipstjórn togarans Tryggva gamla, sem gerður var út af All- iance hf. I Reykjavík. Með sömu samhentu áhöfninni af Ver, sem fylgdi honum, var ekkert lát á velgengni hans. Auk þess að vera farsæll og fengsæll á veiðum með botnvörpu gat hann sér og áhöfn- inni frægðarorð á síldveiðiárunum á 3. og 4. áratugnum. Snæbjörn varð þrivegis aflakóngur á síld- veiðunum 1937, 1940 og 1941. Okkur bræðrum þótti mikið til um að eiga móðurbróður og föður og frændur á slíku happaskipi sem Tryggvi gamli var og það voru mörg tilefni til fagnaðar yfir vel- gengni Snæbjarnar og áhafnar hans á löngum skipstjóraferli hans. Svo sem tfðkaðist áður var kjarni áhafnarinnar oft að djrúg- um hluta skyldmenni og vensla- menn og sá hluti fjölskyldnanna, sem í landi var, varð tilfinninga- lega sterkt tengdur fastakjarna áhafnarinnar um langt árabil. Faðir minn var um 17 ára skeið á Ver og Tryggva gamla með Snæ- birni og bræður mínir, Ketill og Guðbjörn, voru báðir til sjós með honum. Naut Guðbjörn lengst dýrmætrar reynslu og leiðsagnar Snæbjörns til undirbúnings skip- stjórnarstarfi. Stuðning Snæ- björns mat Guðbjörn mest meðan honum entist heilsa til að vera með skip. Bræðrum mínum fannst löng- um, að ég gerði óeðlilega mikið úr reynslu minni í tveimur fiskveiði- túrum á Halamið með Snæbirni á Tryggva gamla í september 1946. Það voru fyrstu túrar, sem farnir voru á skipinu eftir stríðið til veiða í salt. Mér er ennþá í fersku minni, hve vel var mannað skipið hjá Snæbirni og veitti sannarlega ekki af til að taka á móti 4—8 pokum í hali af vænum þorski og karfa (sem öllum var fleygt) eftir 20—30 mínútna togtíma. Það tók 3‘At dag að fylla skipið í fyrri túrn- um en 6 daga í hinum síðari. Án þess að hækka mikið rödd- ina gaf hann skipanir úr brúnni til hinnar þaulvönu áhafnar. En hann hækkaði röddina svo vel heyrðist, þegar hann gaf mér og öðrum viðvaningum viðvaranir til að við færum okkur ekki að voða. Viðvaranir hans voru síðan árétt- aðar duglega af skipsfélögunum, með átakanlegum sögum af slys- um manna, sem ekki höfðu gætt sín á mörgum slysagildrum sem eru á þilfari togara. Þekking Snæ- björns á þeim og árvekni hans og sivakandi auga með viðvaningum er ein skýringin á því, hve fá skakkaföll hentu áhöfn hans þau 34 ár sem hann var skipstjóri. Nýsköpunartogarinn Hvalfell var 3. togarinn sem Snæbjörn stýrði til veiða frá 1948 og þar til hann hætti á sjónum árið 1958. Hann starfaði síðan lengi eftir það við Síldar- og fiskimjöls- vinnsluna Klett hf., eða fram til 80 ára aldurs. Það var langt frá því, að Snæ- björn fengi áhuga sinn fullmettan af veiðiskap, hvorki meðan hann var með togara né eftir að hann hætti á sjó. Um tíma tók hann sér til skemmtunar þátt í útgerð 10 tonna mótorbáts frá Reykjavík með nokkrum skipsfélögum af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.