Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
27
Nesinu. Og áhugi hans var sívak-
andi á hverskonar veiðiskap eins
og hrognkelsaveiðum, þyrsklings-
veiðum, að ekki sé talað um sil-
ungs- og laxveiði. Um árabil fyrir
stríð átti hann hluta af Laxá í
Kjós ásamt Eggert Kristjánssyni
stórkaupmanni og fleirum.
í kaffiboðum heima er mér
minnisstæðast hvað hann og
pabbi og aðrir frændur og vensla-
menn af skipinu gátu án afláts og
af óþrjótandi ánægju rabbað sam-
an um veiðiskap og aflabrögð af
öllu mögulegu tagi og veiðarfæri,
fiskibáta, veðurfar og ástand sjáv-
ar.
Við systkinin stöndum í mikilli
þakkarskuld við hjónin Snæbjörn
og eftirlifandi konu hans, Sigríði,
fyrir vináttu, tryggð og hjálpsemi
við okkur og foreldra okkar alla
tíð. Ég sendi henni og allri fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Við andlát Snæbjörns Tryggva
Ólafssonar, frænda mins, finnst
mér hafa lokið miklu ævintýri og
meira en 40 ára glíma hans og
áhafnar hans við Ægi konung sé
dæmigerð íslensk Odysseifskviða
okkar tíma.
Ólafur Jensson
í dag, föstudaginn 17. ágúst
verður til moldar borinn tengda-
faðir minn og mikill vinur, sóma-
maðurinn Snæbjörn Tryggvi
ólafsson.
Kvaddur er með mikilli virðingu
og þakklæti heiðursmaður sem ég
var svo lánsamur að eiga að sam-
ferðarmanni i hartnær 30 ár.
f Snæbirni fóru saman flestir
þeir mannkostir sem prýtt geta
góðan dreng. Hann var greindur
og úrræðagóður, einstaklega
tryggur og áreiðanlegur. Sam-
viskusemi og vinnusemi voru hon-
um í blóð bornar. Hann var hjálp-
samur í meira lagi og vildi öllum
vel.
Vegna mannkosta sinna vegnaði
honum vel í þem störfum sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
var skipstjóri í tæp 35 ár. í því
starfi var hann farsæll svo af bar,
enda var hann afburða góður sjó-
maður. Hann var fiskimaður góð-
ur, veðurglöggur með afbrigðum
og bar öryggi áhafnar sinnar mjög
fyrir brjósti. Árið 1957 var hann
heiðraður með verðlaunaveitingu
úr Minningarsjóði systkinanna frá
Hrafnabjörgum, fyrir lofsverða
umhyggju um öryggi skipverja
sinna.
Öll störf sín bæði til sjós og
lands, vann hann af einstakri alúð
á sinn hljóðláta og farsæla hátt.
Stærsta gæfuspor lífs síns steig
Snæbjörn árið 1927, þegar hann
kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Jóakimsdóttur frá
Brekku í Hnífsdal við ísafjarð-
ardjúp. Reyndist hún honum eins
góður lífsförunautur og frekast
verður á kosið. Þeim hjónum varð
átta barna auðið og eru sjö þeirra
á lífi.
Árið 1956 kynntist ég Sigríði og
Snæbirni. Allar götur síðan hafa
kynni okkar verið mér ómetanleg.
Frá árinu 1975 hafa fjölskyldur
okkar búið undir sama þaki. Börn
og barnabörn okkar hjónanna
urðu þeirra gæfu aðnjótandi að
hafa ömmu og afa og langömmu
og langafa á sama heimili. Á þess-
um tæplega 9 árum voru sam-
skipti okkar bæði góð og mikil og
þá kynntist ég Snæbirni best. Frá
þessum árum og reyndar fyrr, á ég
margar góðar minningar, bæði í
starfi og leik. Hin jákvæðu áhrif
frá Snæbirni eru og verða mér og
mínum ómetanleg.
Á þessari kveðjustundu er mér
efst í huga þakklæti fyrir allt sem
Snæbjörn var mér. Ég þakka hon-
um allar samverustundirnar og
alla vináttuna, um leið og ég kveð
hann og óska honum Guðs bless-
unar í þeirri höfn sem hann hefir
nú tekið.
Þér Sigríður mín, börnum ykkar
hjóna og öðrum vandamönnum
votta ég mfna dýpstu samúð.
Guðs blessun fylgi minningu um
góðan dreng.
Guðni Steinar Gústafsson
í dag er við kveðjum vin okkar
og tengdaföður, Snæbjörn
Tryggva Ólafsson, langar okkur að
minnast hans með fáeinum orð-
um.
Snæbjörn var fæddur að Gest-
húsum á Álftanesi árið 1899, son-
ur hjónanna Guðfinnu Jónsdóttur
og Ólafs Bjarnasonar útvegs-
bóhda.
Þar sem Ólafur faðir Snæbjörns
var mikill aflamaður og stundaði
sjóinn stíft, var eðlilegt að hugur
Snæbjörns beindist að sjósókn
þegar í æsku, enda byrjaði hann
snemma að róa til fiskjar með föð-
ur sínum.
Eftir barnaskólanám, lá leið
Snæbjörns í Flensborgarskóla og
síðan í Stýrimannaskólann og
brautskráðist hann þaðan árið
1918, þá 19 ára gamall. Næstu tvo
árin er Snæbjörn í farmennsku, en
ræðst þá sem háseti og síðar stýri-
maður á togarann „Jón forseta".
Þessu næst er hann stýrimaður á
togaranum „Baldri" frá Reykja-
vík. Árið 1924 tekur hann við skip-
stjórn á togaranum „Ver“ frá
Hafnarfirði, þá aðeins 25 ára gam-
all og er með hann til ársins 1934,
er hann ræðst til útgerðarfélags-
ins Alliance og tekur við togaran-
um „Tryggva gamla“ sem hann
stjórnar til ársins 1946. í upphafi
nýsköpunar togaraflotans árið
1947, tekur Snæbjörn við togaran-
um „Hvalfelli", þá nýju skipi.
„Hvalfellið" er hann síðan með til
ársins 1958, er hann hættir sjó-
mennsku.
Ekki sat Snæbjörn auðum hönd-
um er í land kom, því þá hóf hann
störf hjá Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni hf. í Reykjavík og
vann þar óslitið fram í ársbyrjun
1983, þá 84 ára gamall.
Allan sinn skipstjórnarferil var
Snæbjörn einstaklega farsæll
skipstjóri og mikill aflamaður.
Hann var einstaklega veðurglögg-
ur og hefur það vafalaust verið
sterkur þáttur í aflasæld hans og
velgengni.
Prúðmennska og góðvild voru
helstu einkenni Snæbjörns, eng-
inn kom meiri auðfúsugestur á
heimili okkar en hann. Börnum
okkar og barnabörnum var það
einstakt lán að fá að kynnast afa
sínum. Snæbjörn þreytti ekki lífs-
hlaup sitt einsamall, því árið 1927
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Jóakimsdóttur, sem
studdi hann ávallt til allra góðra
verka, og í hennar hlut kom að
annast stóran barnahóp á meðan
Snæbjörn stundaði sjóinn.
Heimili þeirra Sigríðar og Snæ-
björns var alla tíð með miklum
rausnarbrag og hjónaband þeirra
einkar hamingjurikt.
Sigríður er ættuð frá Hnífsdal,
dóttir hjónanna Margrétar Krist-
jönu Þorsteinsdóttur og Jóakims
Pálssonar útvegsbónda. Snæbirni
og Sigríði varð átta barna auðið,
en eitt barna þeirra lést í bernsku.
Afkomendahópur þeirra Sigríðar
og Snæbjörns er orðinn stór.
Um leið og við kveðjum tengda-
föður okkar og þökkum honum
samfylgdina, biðjum við Guð að
blessa konu hans og afkomendur.
Tengdabörn
Snæbjörn Tryggvi Ölafsson,
sem fæddist 2. apríl 1899 að
Gesthúsum á Álftanesi, lést á
Landakotsspítala 9. ágúst 1984.
Snæbjörn eyddi sínum æsku- og
uppvaxtarárum á Álftanesi og
mun hafa byrjað sjósókn með föð-
ur þar ungur að aldri. Snæbjörn
lauk farmannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1918.
Skipstjórn sína byrjaði hann árið
1924 og stundaði þá erfiðu atvinnu
óslitið til 1958, eða í þrjátíu og
fjögur ár. Munu ekki margir hafa
leikið það eftir honum. Allan
Minning - Guðni
Svavar Kristjánsson
Fæddur 20. nóvember 1954
Dáinn 7. ágúst 1984
Nú er genginn Guði á vald mæt-
ur og kær vinur minn og frændi,
Guðni, sonur Kristjáns bróður
míns. Að okkur, sem eftir lifum, er
harmur kveðinn.
Guðni var, allt frá barnæsku,
mér einkar kær. Og allar minn-
ingar mínar um hann eru sveipað-
ar gleði og hlýju, því ég fann og
vissi, að þar fór góður drengur,
sem hvarvetna gat sér gott orð og
naut hylli og virðingar allra, sem
kynntust honum.
Hann var sjálfum sér og öðrum
trúr.
í starfi sínu kynntist hann auð-
vitað margskonar fólki, sem nú, að
honum látnum, lýkur á hann ein-
róma lofsorði, og saknar þar
manns í stað.
Snemma ævi sinnar kynntist
hann eftirlifandi konu sinni, Sól-
eyju Gunnarsdóttur, og giftust
þau ung að aldri. Þau eignuðust
tvö börn.
Allan sinn starfsaldur vann
Guðni sem rafvirki. Og margir eru
þeir, sem votta, að hvað eina, sem
honum var falið að vinna, rækti
hann með einstakri vandvirkni og
trúmennsku.
Það segir sig sjálft, að á svo
skammri ævi vinna sér fæstir
nokkuð til varanlegra minna. En
gott er okkur, sem honum voru
nákomin og sem mátum hann sem
sannan mannkostadreng, að vita
nú, við brottför hans, að okkur
hefur í engu skeikað.
Sagt er, að það þurfi sterk bein
til að þola góða daga. En skyldi
ekki líka þurfa sterk bein til að
þola það áfall, sem í einu vetfangi
leggur lífið, með öllum þess áætl-
unum og vonum, í rúst. — Fyrir
rúmum 5 árum lenti Guðni í bíl-
slysi svo að nánasti förunautur
óvissrar framtíðar verður hjóla-
stóllinn. Eftir það varð heimili
hans að Hátúni 12, hér í bæ.
Manni, sem þannig er komið
fyrir, verður fátt til yndisauka. —
Én stöðugt samneyti hans við for-
eldra sína og börn, var honum
ósegjanlega mikils virði. Fór hann
um hverja helgi til foreldra sinna
og dvaldi þar.
Þegar hann kvaddi mánudags-
kvöldið þann 6. ágúst sl. datt eng-
um í hug, að þetta væri hans
hinsta kveðja, en að morgni var
hann allur.
Vitanlega verðum við öll að
deyja. — Og nú er lokið þrauta-
ferli frænda míns, en mínu lífs-
hlaupi ólokið. En þegar þar að
kemur, vonast ég til að finna hann
hressan og glaðan. —
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi og blómstrið frítt,
reyr, stör og rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(Hallgr. Pétursson)
Að lokum þakka ég honum öll
okkar samskipti.
Haraldur Gíslason
þennan tíma var hann í fremstu
röð íslenskra togaraskipstjóra.
Ég kynntist Snæbirni og fjöl-
skyldu hans fyrst er ég giftist
systursyni hans fyrir rúmum
þrjátíu árum. Maðurinn minn
áleit það ómetanlegan skóla fyrir
sig að hafa verið stýrimaður og
háseti hjá honum fjölmörg ár, því
þar lærði hann hagsýni, stjórn-
semi og aðgæslu ásamt ótalmörgu
fleira sem að góðu haldi kom, þeg-
ar Guðbjörn heitinn seinna tók við
skipstjórn. Svo skemmtilega vildi
til að þá unnu þeir saman hjá
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni Kletti. Samvinna þeirra þar
var með afbrigðum góð og enginn
gladdist innilegar, en Snæbjörn
þegar vel gekk og taldi í minn
kjark, er á móti blés. Snæbjörn
var afar traustur og góður maður
og þegar slys og veikindi bar að
höndum, var hann alltaf fyrsti
maður að gefa öðrum styrk og
hjálp. Þannig var hann t.d. fyrsti
maðurinn sem heimsótti manninn
minn, eftir hörmulegt slys, 5.
mars 1969. Og enginn hefði betur
sagt það sem segja þurfti við þess-
ar aðstæður. Ég mun alltaf minn-
ast þessara stunda með innilegu
þakklæti og virðingu. Snæbjörn
var mikill gæfumaður í einkalífi
sínu, átti mjög góða konu, Sigríði
Jóakimsdóttur frá Hnífsdal, og
áttu þau 8 börn; 7 komust til full-
orðinsára. Öll hafa þau komið sér
vel áfram í lífinu og orðið foreldr-
um sínum til sóma.
Svo einkennilega vildi til að
þrjú börn Snæbjarnar urðu ná-
grannar okkar Guðbjörns á Álfta-
nesi. Það eru mér vissulega
ógleymanlegar stundir þegar þau,
þessi ástúðlegu hjón, lögðu leiðir
sínar um þessar kæru slóðir. Og
ófáar voru ferðirnar sem hann
gerði til að heimsækja börnin sín,
sá maður þá hve mjög Snæbjörn
hafði unnað æskuslóðum sínum.
Að lokum þakka ég Snæbirni og
Sigríði allar þær góðu stundir sem
við hjónin áttum með þeim og fjöl-
skyldu þeirra. Guð veri með þér,
Sigríður mín, og veiti ykkur öllum
aðstandendum hans styrk og stoð.
Viktoría Skúladóttir
+
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Öndveröarnesi,
fer fram frá Selfosskirkju, þriöjudaginn 21. ágúst kl. 13.30.
Jarösett verður í Kotstrandarkirkjugaröi.
Halldóra Bjarnadóttir,
Anna Bjarnadóttir,
Bjarni K. Bjarnason,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
ÞÓRHALLUR SÆMUNDSSON,
fyrrverandi bæjarfógeti á Akranesi,
verður jarösunginn frá Akraneskirkju þriöjudaginn 21. ágúst kl.
14.30.
Þeir, sem vildu heiöra minningu hins látna, vinsamlegast láti
Sjúkrahús Akraness njóta þess.
Fyrir hönd aöstandenda,
Elísabet Guömundsdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdafööurs og afa,
SKARPHÉDINS MAGNÚSSONAR,
Hraunbæ 92.
Aóalheióur Siguróardóttir,
Magnús Skarphóóinsson,
Reynir Skarphóðinsson,
Sigrún Jónsdóttir Kundak, Omer B. Kundak,
Sig. Ægir Jónsson, Helga Guómundsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
JÓNATANS VALGARDSSONAR,
Framnesvegi 17, Reykjavík.
Margrót Jónsdóttir,
Þórlaug Bjarnadóttir
og systkini.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarö-
arför bróður okkar,
FLOSA HALLDÓRSSONAR
frá Bakkafirði.
Systkini hins látna.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu,
ÞORBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Keldulandi 11.
Gísli Kristjánsson,
Gísli Már Gíslason, Kristín Hafsteinsdóttir,
Halldóra Gísladóttir, Eiríkur Líndal.
Anna Gísladóttir, Kjartan örn Ólafsson
og barnabörn.