Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
47
Klofakerling Héraskógar, fundin árið 1981. Raufin rísar Norður-Suður eins
og helztu frjótákn íslendinga samkræmt RÍM.
björgin klofna og menningu forn-
aldar blasa við.
Skýringar
fornleifafræðinga
Fjöldi steina með raufum og
rennum („med riller og revner")
hefur fundizt í Danmörku. En með
afbrigðum illa hefur fornleifa-
fræðingum tekizt til við túlkun
þeirra steina, ef marka má K.
Kristiansen. Skýrir hann til dæm-
is frá því, að þar til fyrir fáum
árum hafi fornleifafræðingar eins
og t.d. Vilhelm Glob túlkað hinar
höggnu raufar í stein sem mis-
lukkaðar tilraunir forfeðra okkar
til að kljúfa steina í þeim tilgangi
að eiga auðveldara með að færa þá
úr stað. Hafi svo barnalegar skýr-
ingatilraunir blómstrað og úr sér
breitt, enda þótt menn sem höfðu
þekkingu á steinum og steinhöggi
hefðu þegar í stað bent á, að þann-
ig hefðu menn aldrei unnið að því
að kljúfa steina, ef þeir hefðu haft
>blot et minimum af kendskab til
stenenes struktur" (s. 84). Og nú
vill svo til, að það er einmitt það
sem Danir vita — að forfeður
þeirra voru ekki aðeins vel að sér í
eðli grjóts og steinhöggi, heldur
meistarar, sem vart hafa átt sinn
líka.
En, sem sagt, þetta var túlkun
fornleifafræðinnar þar til fyrir ör-
fáum árum. Gekk sú túlkun þvert
á allar líkur málsins að sögn
þeirra sem bezt kunnu til verka.
Mætti margur maðurinn af
læra.
Vandalar
Augljóst sýnist fornleifafræð-
ingum, að vandalar síðari tima
hafi ráðizt á ýmsa mikilvægustu
„raufar-steina" Danmerkur og
klofið niður í rót. Má sjá þetta af
ummerkjum. Beint eyðilegg-
ingarstarf var þar unnið. Þykir
flestum sýnt, að kristnir menn
hafi ráðizt að þessum helgistöðum
heiðinna manna og eyðilagt til að
in forna trú fengi eigi lifað. Eyði-
leggingin fór m.ö.o. fram með
þeim hætti, að steinn, sem rauf
var í höggvin, var að fullu klofinn,
og verður sú ályktun af þessu
dregin, að þar með hafi helgimátt-
ur raufar-steinsins þorrið.
Hins vegar eru orð Kristensens
í lokin e.t.v. hvað athyglisverðust
fyrir afstöðu margra sem um
fornöldina fjalla:
„Men alt det med frugtbarheds-
kult og konssymboler og kamp
mellem hedenskab og kristendom
er kun teorier. Skal vi være helt
negterne má vi med Palle Lauring
udbryde et: „Vi ved det ikke!““
Nei, við vitum það ekki. Við vit-
um ekki neitt. Aðgát skal höfð i
nærveru sálar.
Þó hafa sjaldan fundizt jafn
glögg tákn í Danmörku. Og þegar
rannsókn hugmyndafræðinnar
segir svo nákvæmlega fyrir um
hvað finnast muni, verður vænt-
anlega einhverjum á að hugsa, að
óþarfi sé að gera vanþekkingu ein-
ráða yfir rannsóknarefninu.
Goðaveldið — 4000 ár?
Tilgáta RÍM um Klofakerlingu
og Staf, sem samsvaranir Héra-
skógar hafa nú staðfest svo eftir-
minnilega, varðar Þingvelli. Upp-
haflega var hugmyndafræðin
reiknuð út af Steinkrossi á Rang-
árvöllum, en Miðja Miðjunnar var
hér sem annars staðar sjálft sæti
frjókonungs. Helgidómur Héra-
skógar gefur því fullt efni til hlið-
arályktunar.
Allar líkur benda til, að ið
Helga Brúðkaup, tafl kven- og
karlmáttar í heimi hér, hafi verið
haldið að Jalangri (konungssetr-
inu danska), Uppsölum (konungs-
setrinu sænska) og að Þingvöllum
(„konungs“-setrinu íslenzka).
Þetta verður augljóst • þegar af
þeirri ástæðu einni, að það var
hugmyndafræði þessara Miðja
sem svo var út reiknuð — áður en
hliðstæðan fannst. Dæminu má
þannig snúa við.
Þar sem ég hef nú þegar fundið
tengsl Alþingis við hliðstæður
Miðjarðarhafslanda, kom mér
fundurinn í Héraskógi á óvart.
Reiknaöi ég áður með för þessarar
hugmyndar norður síðasta árþús-
undið fyrir Krists burð — um
Bretlandseyjar. Nú stöndum við
skyndilega á nýjum útsýnishól. Sá
möguleiki er fyrir hendi, að hug-
myndafræðileg stjómskipan
Goðaveldisins hafi veri til á Norð-
urlöndum um 2000 f. Kr. Þetta er
furðuleg — en með afbrigðum
töfrandi — umbreyting á rann-
sóknarstöðunni. Sjálfa hug-
myndafræðina að baki má lesa í
RIM.
Lífsins lind
Hvað gerðist þá á Þingvöllum,'
er þing var helgað?
Ýfirgnæfandi líkur benda í eft-
irfarandi átt: Sett voru upp Klofa-
kerling og Stafur er miðuðu út há-
norður og hásuður. Umhverfis var
raðað tólf steinum er hver merkti
30 gráðu geira, og voru þrír goðar
um hvern stein. Þannig urðu þrír
goðar um hvert Hús Dýrahrings:
saman komnir mynduðu þeir tí-
undirnar 36 — eitt heilagt korn-
konungdæmi. Hugsanlega röðuðu
þeir upp 36 byggkornum og stigu
fæti í jörð til að skilgreina kvarða
„réttlætisins". Réttlætið byggðist
á rétt sköpuðum manni, réttu feti,
réttum Hring, réttum mælingum.
Tafl manns og konu er lind lífs-
ins. Þaðan sprettur ætt vor.
Fimmtardómur átti sér hug-
myndafræðilega forsendu í því
tafli: réttri sköpun æðri afla til-
verunnar. Talan 5 var notuð um
tafl kynjanna.
Vafalaust stóðu Freysgyðlingar
fyrir þessari hlið helgunarinnar.
Það sem teflt var saman var Freyr
og Freyja. Hugsanlega var sjálf
helgun Alþingis í því fólgin, að
Allsherjargoði lýsti mörkun Al-
þingis í samræmi við Fet 36
byggkorna og Níu Feta Þórs (þ.e. 9
rasta, 9x24000 feta). Er sennilegt
að þá hafi bál verið kveikt að
Bergþórshvoli og Stöng. Síðan má
ætla að Heilagt Brúðkaup manns
og konu hafi orðið að Miðju Miðj-
unnar og goðarnir 36 staðið um-
hverfis. Sú var helgunin — lind
lífsins — sem markaði öllu tíma
og rúm í heimi hér. Stofnað var til
nýs manns, nýs árs, réttra laga,
frjósemi, árs og friðar.
Geysisterkar líkur benda til, að
Svínafell í Öræfum og Berg-
þórshvoll í Landeyjum tengist
mörkun Alþingis. Sama máli
gegnir um Ingólfshöfða. Þarna er
allt eitt. Það er engin tilviljun, að
gjárnar tvær sín hvorum megin
við Spöngina á Þingvöllum voru
kenndar við hugtök Njáls og
Flosa.
F0RUMIFRI
FERÐUMSrMH)
FERÐAMmÖÐINNI
L0ND0N
Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum
Hótelum í London eða sumarhúsum í
Bretlandi, flug og bátur.
Vikuferð verð frá kr. 10.909,-
FRANKFURT
Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða
sumarhús 1,2, 3, 4 vikur.
Verðfrákr. 10.044.-
PARIS
Flug og bíll / flug og gisting.
Vikuferð frá kr. 9.322,-
FLUG*BÍLL
SUMARHÚS
Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4
vikur. Brottför alla laugardaga.
Verðfrákr. 12.724,-
LUXEMB0RG
Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga.
Vikuferð verð frá kr. 10.350.-
KAUPM.HÖFN |
Flug- gisting- bíll. Brottför alla föstudaga.
Verðfrákr. 11.897,-
ST0KKHÓLM
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verðfrákr. 13.428.-
10.909.
10.044.
9.322.
12.724.
10.350.
11.897.
13.428.
OSLÓ
10.943.
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verðfrákr. 10.943,-
★
OFANGREIND VERÐ ERU PR.
MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL
BENIDORM
í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september
14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting.
ELDRI BORGARAR
Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta
flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og
hjúkrunarkona á staðnum.
Fáðu upplýsingar og leiðbeiningar hjá okkur um ferðamátann
sem hentar þér.
FERDA
11MIDSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
BJARNl OAGUR AUGl TEIKNIST0FA