Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 47 Klofakerling Héraskógar, fundin árið 1981. Raufin rísar Norður-Suður eins og helztu frjótákn íslendinga samkræmt RÍM. björgin klofna og menningu forn- aldar blasa við. Skýringar fornleifafræðinga Fjöldi steina með raufum og rennum („med riller og revner") hefur fundizt í Danmörku. En með afbrigðum illa hefur fornleifa- fræðingum tekizt til við túlkun þeirra steina, ef marka má K. Kristiansen. Skýrir hann til dæm- is frá því, að þar til fyrir fáum árum hafi fornleifafræðingar eins og t.d. Vilhelm Glob túlkað hinar höggnu raufar í stein sem mis- lukkaðar tilraunir forfeðra okkar til að kljúfa steina í þeim tilgangi að eiga auðveldara með að færa þá úr stað. Hafi svo barnalegar skýr- ingatilraunir blómstrað og úr sér breitt, enda þótt menn sem höfðu þekkingu á steinum og steinhöggi hefðu þegar í stað bent á, að þann- ig hefðu menn aldrei unnið að því að kljúfa steina, ef þeir hefðu haft >blot et minimum af kendskab til stenenes struktur" (s. 84). Og nú vill svo til, að það er einmitt það sem Danir vita — að forfeður þeirra voru ekki aðeins vel að sér í eðli grjóts og steinhöggi, heldur meistarar, sem vart hafa átt sinn líka. En, sem sagt, þetta var túlkun fornleifafræðinnar þar til fyrir ör- fáum árum. Gekk sú túlkun þvert á allar líkur málsins að sögn þeirra sem bezt kunnu til verka. Mætti margur maðurinn af læra. Vandalar Augljóst sýnist fornleifafræð- ingum, að vandalar síðari tima hafi ráðizt á ýmsa mikilvægustu „raufar-steina" Danmerkur og klofið niður í rót. Má sjá þetta af ummerkjum. Beint eyðilegg- ingarstarf var þar unnið. Þykir flestum sýnt, að kristnir menn hafi ráðizt að þessum helgistöðum heiðinna manna og eyðilagt til að in forna trú fengi eigi lifað. Eyði- leggingin fór m.ö.o. fram með þeim hætti, að steinn, sem rauf var í höggvin, var að fullu klofinn, og verður sú ályktun af þessu dregin, að þar með hafi helgimátt- ur raufar-steinsins þorrið. Hins vegar eru orð Kristensens í lokin e.t.v. hvað athyglisverðust fyrir afstöðu margra sem um fornöldina fjalla: „Men alt det med frugtbarheds- kult og konssymboler og kamp mellem hedenskab og kristendom er kun teorier. Skal vi være helt negterne má vi med Palle Lauring udbryde et: „Vi ved det ikke!““ Nei, við vitum það ekki. Við vit- um ekki neitt. Aðgát skal höfð i nærveru sálar. Þó hafa sjaldan fundizt jafn glögg tákn í Danmörku. Og þegar rannsókn hugmyndafræðinnar segir svo nákvæmlega fyrir um hvað finnast muni, verður vænt- anlega einhverjum á að hugsa, að óþarfi sé að gera vanþekkingu ein- ráða yfir rannsóknarefninu. Goðaveldið — 4000 ár? Tilgáta RÍM um Klofakerlingu og Staf, sem samsvaranir Héra- skógar hafa nú staðfest svo eftir- minnilega, varðar Þingvelli. Upp- haflega var hugmyndafræðin reiknuð út af Steinkrossi á Rang- árvöllum, en Miðja Miðjunnar var hér sem annars staðar sjálft sæti frjókonungs. Helgidómur Héra- skógar gefur því fullt efni til hlið- arályktunar. Allar líkur benda til, að ið Helga Brúðkaup, tafl kven- og karlmáttar í heimi hér, hafi verið haldið að Jalangri (konungssetr- inu danska), Uppsölum (konungs- setrinu sænska) og að Þingvöllum („konungs“-setrinu íslenzka). Þetta verður augljóst • þegar af þeirri ástæðu einni, að það var hugmyndafræði þessara Miðja sem svo var út reiknuð — áður en hliðstæðan fannst. Dæminu má þannig snúa við. Þar sem ég hef nú þegar fundið tengsl Alþingis við hliðstæður Miðjarðarhafslanda, kom mér fundurinn í Héraskógi á óvart. Reiknaöi ég áður með för þessarar hugmyndar norður síðasta árþús- undið fyrir Krists burð — um Bretlandseyjar. Nú stöndum við skyndilega á nýjum útsýnishól. Sá möguleiki er fyrir hendi, að hug- myndafræðileg stjómskipan Goðaveldisins hafi veri til á Norð- urlöndum um 2000 f. Kr. Þetta er furðuleg — en með afbrigðum töfrandi — umbreyting á rann- sóknarstöðunni. Sjálfa hug- myndafræðina að baki má lesa í RIM. Lífsins lind Hvað gerðist þá á Þingvöllum,' er þing var helgað? Ýfirgnæfandi líkur benda í eft- irfarandi átt: Sett voru upp Klofa- kerling og Stafur er miðuðu út há- norður og hásuður. Umhverfis var raðað tólf steinum er hver merkti 30 gráðu geira, og voru þrír goðar um hvern stein. Þannig urðu þrír goðar um hvert Hús Dýrahrings: saman komnir mynduðu þeir tí- undirnar 36 — eitt heilagt korn- konungdæmi. Hugsanlega röðuðu þeir upp 36 byggkornum og stigu fæti í jörð til að skilgreina kvarða „réttlætisins". Réttlætið byggðist á rétt sköpuðum manni, réttu feti, réttum Hring, réttum mælingum. Tafl manns og konu er lind lífs- ins. Þaðan sprettur ætt vor. Fimmtardómur átti sér hug- myndafræðilega forsendu í því tafli: réttri sköpun æðri afla til- verunnar. Talan 5 var notuð um tafl kynjanna. Vafalaust stóðu Freysgyðlingar fyrir þessari hlið helgunarinnar. Það sem teflt var saman var Freyr og Freyja. Hugsanlega var sjálf helgun Alþingis í því fólgin, að Allsherjargoði lýsti mörkun Al- þingis í samræmi við Fet 36 byggkorna og Níu Feta Þórs (þ.e. 9 rasta, 9x24000 feta). Er sennilegt að þá hafi bál verið kveikt að Bergþórshvoli og Stöng. Síðan má ætla að Heilagt Brúðkaup manns og konu hafi orðið að Miðju Miðj- unnar og goðarnir 36 staðið um- hverfis. Sú var helgunin — lind lífsins — sem markaði öllu tíma og rúm í heimi hér. Stofnað var til nýs manns, nýs árs, réttra laga, frjósemi, árs og friðar. Geysisterkar líkur benda til, að Svínafell í Öræfum og Berg- þórshvoll í Landeyjum tengist mörkun Alþingis. Sama máli gegnir um Ingólfshöfða. Þarna er allt eitt. Það er engin tilviljun, að gjárnar tvær sín hvorum megin við Spöngina á Þingvöllum voru kenndar við hugtök Njáls og Flosa. F0RUMIFRI FERÐUMSrMH) FERÐAMmÖÐINNI L0ND0N Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum Hótelum í London eða sumarhúsum í Bretlandi, flug og bátur. Vikuferð verð frá kr. 10.909,- FRANKFURT Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða sumarhús 1,2, 3, 4 vikur. Verðfrákr. 10.044.- PARIS Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferð frá kr. 9.322,- FLUG*BÍLL SUMARHÚS Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4 vikur. Brottför alla laugardaga. Verðfrákr. 12.724,- LUXEMB0RG Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga. Vikuferð verð frá kr. 10.350.- KAUPM.HÖFN | Flug- gisting- bíll. Brottför alla föstudaga. Verðfrákr. 11.897,- ST0KKHÓLM Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verðfrákr. 13.428.- 10.909. 10.044. 9.322. 12.724. 10.350. 11.897. 13.428. OSLÓ 10.943. Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verðfrákr. 10.943,- ★ OFANGREIND VERÐ ERU PR. MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL BENIDORM í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september 14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting. ELDRI BORGARAR Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og hjúkrunarkona á staðnum. Fáðu upplýsingar og leiðbeiningar hjá okkur um ferðamátann sem hentar þér. FERDA 11MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARNl OAGUR AUGl TEIKNIST0FA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.