Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 56

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 56
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTt 22 INNSTRÆTI. SÍMI 11340 SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Heyin hlaðast upp fyrir norðan Veðurguðirnir hafa gert upp á milli landsins þegna það sem af er þessu sumri. Á meðan að heyin hrekjast í stórrigninum dag eftir dag á suðvesturlandi fylla Norðlendingar hlöður sínar af ilmandi heyi. Sigurður Sigmundsson tók þessa mynd á Ríp í Skagafirði fyrir skömmu, en þar voru bændur að hlaða böggunum upp til geymslu í vetur. Jens Gfelason kartöflubóndi: Ráðstafa framleiðslu minni þangað sem ég vil Er að brjóta stéttina niður, segir formaður kartöflubænda „ÉG HLÝT að mega ráðstafa fram- leiðslu minni þangað sem ég vil. I»að er ég sem á landið og hef lagt pen- inga í ræktunina. Mér skilst líka að lögin banni einungis heildsöludreif- ingu kartaflna án leyfis Framleiðslu- ráðs. Þetta er engin heildsala og aldrei hefur tíðkast að telja fram- leiðanda vöru heildsala, hvað sem nú verður gert,“ sagði Jens Gíslason kartöflubóndi á Jaðri í Þykkvæbæ í samtali við Morgunblaðið en Jens hefur ákveðið að selja Hagkaup hf. kartöflur án milligöngu Grænmet- isverslunar landbúnaðarins. Hag- kaup hefur sölu á þeim á mánudag eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Forsvarsmenn Hagkaups telja einnig að þessi viðskipti brjóti ekki í bága við Framleiðsluráðs- lðgin. Magnús Sigurðsson formað- ur Landssambands kartöflubænda og Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs telja hinsvegar að verslunum og kartöflubændum sé ekki heimilt að eiga bein viðskipti með kartöfl- ur. Gunnar segir þessi viðskipti heildsöludreifingu sem ekki sé heimil nema með leyfi Fram- leiðsluráðs en það hafi ekki verið veitt. „Vilja þeir bara ekki setja sín eigin lög til að fara eftir?" sagði Gunnar þegar þetta mál var rætt við hann. Jens Gíslason ræktar kartöflur á um 19 hekturum og er einn af stærstu einstöku kartöflurækt- endunum í Þykkvabænum. Á með- an á uppskerutímanum stendur mun hann senda nýuppteknar kartöflur daglega til Reykjavíkur, eitt tonn á dag til að byrja með. Hagkaup mun selja kartöflurnar undir skráðu verði en greiða Jens þó fullt verð fyrir þær. Verslunin telur sig geta gert þetta með því að sleppa við þann millilið sem Grænmetisverslunin er annars í kartöfluviðskiptunum. „Það verða engin undirboð frá minni hálfu. Ég sel kartöflurnar á því verði sem opinberlega er ákveðið enda frekar ástæða til að hækka það en lækka,“ sagði Jens um verðlagn- inguna. „Kartöfluneyslan er alltaf að minnka og mér hefur fundist Grænmetið ganga rösklega fram í því að gera hana sem allra minnsta, bæði með innkaupum og framkomu í garð okkar kartöflu- bænda, kaupmanna og neytenda. Ég tel að með því að gera þessi viðskipti frjálsari, sem auðvitað verður að vera innan ákveðinna takmarka svo sem hvað varðar verðlagningu og mat, þá myndi neyslan aukast aftur um 30%,“ sagði Jens. „Við kartöflubændur viljum standa saman sem stétt en það er auðvitað hjá okkur eins og til dæmis í verkalýðsfélögunum að alltaf eru einhverjir einstaklingar tilbúnir til að reyna að brjóta stéttina niður. Þetta gera menn fyrst og fremst i eiginhagsmuna- skyni. Það er þægilegt fyrir þá að geta ef til vill losnað við sína framleiðslu á undan öðrum en það kemur bara niður á heildinni. Við viljum að bændur sitji sem mest við sama borð,“ sagði Magnús Sig- urðsson bóndi í Birtingaholti, formaður Landssambands kart- öflubænda, þegar álits hans var PÓLLINN hf. á ísafirði hefur nú gert samning við fyrirtækið Micro Tools í Fitchburg, Massachusetts í Banda- ríkjunum, um framleiðsluleyfi Micro Tools á vogum fyrir fiskiðnað. Nær framleiðsluleyfið yfir alla Norður- Ameríku, en Micro Tools er í eigu íslendingsins Þorsteins Þorsteins- sonar, er áður starfaði hjá Coldwat- er. Ásgeir Erling Gunnarsson, fjár- málastjóri Pólsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í þessu fælist leitað. Sagði hann að ekkert hefði verið ákveðið um aðgerðir vegna slíkra brota, menn vildu fyrst sjá hvernig mál þróuðust. Síðan yrði tekið á þessu á einhvern félagsleg- an hátt. Kvaðst hann vonast til að bændur sýndu félagslegan þroska og stæðu saman um sín mál. að Micro Tools fengi leyfi til fram- leiðslu á vogum Pólsins á um- ræddu svæði, fengi aðgang að tækniþekkingu og vöruþróun Póls- ins og greiddi Pólnum þess í stað ákveðinn hundraðshluta af sölu- tekjum voganna. Micro Tools hefði þegar hafið framleiðslu á einni af þeim vogum, sem Póllinn hefði þróað og framleitt. Hann gerði sér vonir um, að þetta væri byggt á raunverulegum grunni og væri því stór áfangi í sögu Pólsins. Ásgeir Erling sagði ennfremur, OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Mjög alvar- legt ástand - segir bæjarstjór- inn á Seyðisfirði „ÞAÐ er alveg Ijóst að þegar í þús- und manna bæ standa hundrað manns atvinnulausir um hábjarg- ræðistímann, þá er ástandið mjög al- varlegt," sagði Þorvaldur Jóhanns- son, bæjarstjóri á Seyðisfirði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, um at- vinnuástand á Seyðisfiröi. „Það verður að leysa þessi mál sjávarút- vegsins og fiskvinnslunnar á viðun- andi hátt. Ef það verður ekki gert, þá þarf ekki að spyrja eftir þessum sjávaútvegsplássum, þau hverfa ein- faldlega," sagði Þorvaldur. Aðspurður um hvernig á því stæði að togarar Seyðfirðinga sigldu með afla, þrátt fyrir að fólk stæði atvinnulaust í landi, sagði Þorvaldur að viðkomandi útgerð- arfyrirtæki yrði að svara fyrir það, en hann byggist við að rekstr- arafkoman gerði það að verkum. Það væri erfitt að fjármagna tap- rekstur endalaust. Um 2.000 selir veiddir Hringormanefnd hefur alls greitt veiðilaun fyrir um 1.500 seli það sem af er þessu ári. Hins vegar er talið, að þegar hafi um 2.000 selir verið veidd- ir. Að sögn Björns Dagbjarts- sonar, formanns Hringorma- nefndar, taka umboðsmenn nefndarinnar við tilkynning- um um veidda seli og tekur síðan nokkurn tíma þar til veiðilaun eru greidd. Björn sagði, að nú væri aukin eftir- spurn meðal loðdýrabúa eftir selskrokkum, einkum vegna þess, að refayrðlingar gerast nokkuð frekir til fóðursins á haustin. Því gengi vel að koma skrokkunum í fóður. Veiðin nú væri svipuð og undanfarin tvö ár og gengi bæði hún og vinnsla skrokk- anna vel. að þessi samningur félli mjög vel inn f myndina hjá Pólnum hvað varðaði markaðssetningu erlendis. Fyrirtækið byggi ekki yfir því bolmagni að geta annað fleiri mörkuðum nú, en þeim, sem væru nær okkur eins og Færeyjum, Danmörku, Noregi og Grænlandi auk Islands sjálfs. Áhugi fyrir vogunum væri að aukast, en það væri talsvert fyrirtæki að koma kerfinu upp og því færu menn sér fremur hægt í þessum efnum. Vogir frá Pólnum á markað vestan hafs Samid við fyrirtæki Þorsteins Þorsteinssonar, Micro Tools, um framleidsluleyfi í Norður-Ameríku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.