Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Kostaði óhemju yinnu að hafa í sig og á Rætt við Guðrúnu Valdimarsdóttur ljósmóður „Ég er fædd 1897 í Strandseljum í Ögurhreppi en þegar ég var á öðru ári fluttust foreldrar mínir, Valdimar Jónsson og Elín Hannibalsdóttir, til Arnardals við Skutulsfjörð. Þar bjuggu þau í rúmlega áratug. Búið var ekki stórt og dugði okkur ekki til framfærslu eitt sér. Faðir minn sótti sjó, oft útí Bolungavík. Stundum kom hann með klyfjar heim af fiski og hafa þær kostað hann mikið erfiði. Hann þurfti að bera þær á sjálfum sér fyrir Óshlíðina en svo fór hann á bát frá ísafirði út í Arnardal. Þetta voru erfiðir tímar en við komumst alltaf af án sveitarhjálpar.“ Viðmælandi okkar er Guðrún Valdimarsdóttir ljósmóðir 87 ára að aldri. Hún man tímana tvenna, ólst upp í Arnardal við ísafjarð- ardjúp þar sem stundaður var búskapur að fornum hætti. Guð- rún var ljósmóðir fyrir þrjú um- dæmi á Vestfjörðum, fyrst Auð- kúluhreppsumdæmi og svo Bol- ungavíkur- og Hnífsdalsumdæmi. Síðar flutti Guðrún til Reykjavík- ur og stofnaði þar fæðingarheim- ilið að Stórholti 39 sem hún rak allt til ársins 1961. Ég byrja á því að spyrja Guðrúnu út í heimilis- hagi í Arnardal. Það var nokkuð fjölmennt á bænum og við undum okkur vel. Við vorum sex systkinin og svo foreldrar okkar. I efri bænum sem var áfastur húsinu okkar bjó móð- ursystir mín með manni sínum og áttu þau fimm fósturbörn. Tuttugu manns í heimili Uppi á lofti hjá okkur bjuggu svo gömul hjón í húsmennsku, Jens og Sæunn, með son sinn en dóttir þeirra, sem var jafnaldra mín, bjó hjá okkur. Þá bjó afi hjá okkur og einnig gömul blind kona sem okkur börnunum þótti ákaflega vænt um. Þarna á bænum hafa því um tutt- ugu manns verið til heimilis, og að sumrinu miklu fleiri. Foreldrar mínir höfðu mest um 30 kindur þarna og 4 kýr. Afurðirn- ar fóru mest til heimilisins en þó var nokkuð af mjólk selt til ísa- fjarðar að sumrinu. Þangað var farið á bátum en stundum var líka gengið inneftir. Þá var yfirleitt gengið inn að Naustum, sem er bær beint á móti Norðurtanganum á ísafirði, og þaðan er tiltölulega skammt að róa yfir á báti. Þau voru mörg handtökin við búskapinn þó búið væri ekki stórt. Þá var enn fært frá og hver kind mjólkuð kvölds og morgna. Það var misjafnt hvernig mönnum geðjað- ist að sauðamjólkinni en hún er þykkari og ostmeiri en kúamjólkin. Sauðamjólkin var líka unnin í skyr, osta og smjör. Mjólkin var þá skilin þannig að hún var sett í trog í búr- inu þar sem rjóminn var iátinn Strokkur og bulla setjast ofaná. Undanrennunni var svo hleypt undan rjómanum — úr henni var gert skyr og ostur en rjóminn strokkaður I smjör. Þá varð ekki hlaupið í búð að kaupa hleypi og var hann líka heimatilbú- inn. Til þess að hleypa var notaður sérstaklega unninn kálfsmagi — kálfsmaginn var hafður í söltu vatni, geymdur í glasi og tekið af honum eftir þörfum. Rjóminn var strokkaður í bullustrokkum og þannig voru öll tæki er notuð voru við mjólkurvinnsluna heimagerð. Það þótti hátið þegar við fengum skilvindu, verkið varð ólfkt léttara eftir að hún var komin, því hinni aðferðinni fylgdi svo mikill þvottur á trogum. — Hvernig voru þessi ílát þveg- in? Þau voru þvegin í brunnhúsi sem pabbi hafði komið upp við bæjar- lækinn. Vatnið úr læknum var leitt í stokk inn í brunnhúsið og voru ílátin þvegin undir bununni. Til þess voru notaðar tuskur og var ærin vinna að þvo þessi flát. Gólfin inni í bænum voru hins vegar þveg- in með sandi. Það var einfaldlega gert þannig að sandinum var dreift í hverja færu fyrir sig og svo sópað upp jafn óðum. Taðkálfur (laupur) Guðrún Valdimarsdóttir Ullarvinna Sápa var þá komin til að þvo föt en til þess var hitað vatn 1 stórum potti sem hafður var á hlóðum. Ull- in var hins vegar þvegin úr keytu er safnað var í tunnu við brunnhús- ið. Vatnsblönduð keyta var hituð f stórum potti á hlóðum við brunn- húsið en ofan á pottinum hafður meis sem ullin var hafin uppf eftir að hún hafði legið í keytunni. Síðar var hún skoluð vandlega f læknum og síðan breidd til þerris á lækj- arbakkann. Ullin var svo öll unnin heima. Fyrst var hún flokkuð, togið tekið af henni og þelið flokkað sér. Þelið, sem er það fínasta í ullinni, var Taðkvfsl (úr tré og járni).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.