Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 7 Sjónvarp mánudag kl. 20.35 Hernaðarleyndarmál Á mánudag verður sýnd í sjón- varpi bresk heimildamynd sem ber heitið „Hernaðarleyndarmál" og er í henni svipt hulunni af fjörutíu ára gömlu leyndarmáli úr síðari heimsstyrjöldinni. Vorið 1944, nokkrum vikum fyrir innrásina í Normandí, fór- ust sjö hundruð og fimmtíu bandarískir hermenn við heræf- ingar við suðurströnd Englands, þegar þýskir kafbátar sökktu tveimur landgönguprömmum með tundurskeytum. Fleiri bandarískir hermenn létu þar lífið en við innrásina sjálfa í Normandí á D-degi. Af ýmsum ástæðum var þess- um atburðum haldið vandlega leyndum og hafa þeir að mestu legið undir huliðshjálmi þar til að þessi mynd var gerð. Hún seg- ir okkur söguna af stríðsleik sem breyttist óvænt í harmleik. Sjónvarp kl. 21.45: Hljómleikar á Holmenkollen í kvöld verður tæplega tveggja klukkustunda langur þáttur á dagskrá sjónvarpsins, frá sumar- tónleikum Fílharmóníusveitarinn- ar í Osló á Holmcnkollen. Á tónleikunum leikur Fíl- harmóníusveitun, undir stjórn Mariss Jansons, verk eftir Edward Grieg, Hugo Alfvén, Harald Sæverud, Ragnar Söder- lind, Jean Sibelius og Eyvind Al- næs. Einleikari á píanó er Eva Knardahl, en hún lék með Fíl- harmóníusveitinni í Minneapolis í Bandaríkjunum og var nýlega útnefnd prófessor við Músík- háskóla Noregs. Einsöngvari á tónleikunum er Edith Thallaug, messósópran, sem fræg er orðin víða um heim fyrir túlkun sína á „Carmen". Róbert Arnfinnsson í hlutverki sínu. Sjónvarp kl. 21.05: SIGUR Á mánudagskvöld verður endur- sýnt í sjónvarpinu sjónvarpsleikrit- ið „Sigur“ eftir Þorvarð Helgason en leikstjórn annaðist Hrafn Gunnlaugsson. Leikritið gerist meðal æðstu manna í einræðisríki og var áður sýnt í sjónvarpinu vorið 1976. Nú eru liðin nær tíu ár síðan að Hrafn Gunnlaugsson vann þetta verk en það var upphaflega skrifað fyrir útvarp. Leikritið „Sigur" var sýnt á Norðurlönd- unum á sínum tíma og fékk tölu- verða umfjöllun í þarlendum dagblöðum. „Dagens Nyheter" kallaði verkið „alvöru sjón- varpsleikrit frá íslandi," að sögn Hrafns. „Fyrir mig var þetta prófraun sem leikstjóri," sagði Hrafn, „og án „Sigurs" hefði ég trúlega aldrei gert „Blóðrautt sólarlag" sem var mitt næsta verkefni. Mér hefur alltaf verið hlýtt til þessa verks, svona eins og til fyrstu kærustunnar." Leikendur í „Sigri" eru Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Sigurður Karlsson, Baldvin Halldórsson, Guðjón Ingi Sig- urðsson, Bryndís Pétursdóttir, Valur Gíslason og Steinunn Jó- hannesdóttir. Hin landsfræga Herrahús Útsala Ótrúlegur afsláttur Nú Áöur Jakkaföt m/vesti 4.500.- 6.490.- 6.980.- Jakkaföt án vestis 3.900.- 6.200.- 6.590.- Frakkar 2.600.- 3.980.- 4.690.- St. jakkar, þunnir 990.- 2.980.- 3.490.- St. jakkar 1.890.- 3.890.- 4.200.- St. buxur, þunnar 690.- 1.290.- 1.590.- St. buxur ullar 990.- 1.790.- Sumarblússur 990.- 1.790.- 2.980.- Vetrarblússur, Lee Cooper 990.- 1.980.- Vetrarjakkar Melka 1.290.- 2.490.- 2.980.- V.-þýskar herraskyrtur 490.- 690.- 980.- Valin merki vandaöur fatnaöur vtsa Adaistræti 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.