Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
55
Kristinn Snæland:
Hópakstur Forn-
bílaklúbbsins
Fornbílaklúbbur íslands efnir til nokkurra hópakstra á ári
hverju. Þekktastur mun akstur klúbbfélaga sem farinn er 17.
júní í Reykjavík enda er þátttaka þá yfirleitt mjög góð, mikill
fjöldi bifreiða. Aðrar ferðir eru vor-, sumar- og haustferð, en þá
er farið í styttri ferðir um nágrenni Reykjavíkur eða lengri um
Suðurnes, Suðurland eða til Þingvalla. Þær myndir sem hér
fylgja eru af nokkrum bílanna sem óku með í vorferð klúbbsins á
þessu ári, en þá var ekið um Selfoss til Stokkseyrar og Eyrar-
bakka.
Ford A. írgerð 1930 vél 4 strokka m/síðuventlum. Eigandi Rudolf Krist-
insson. Bfllinn sem er eitt af fallegustu ökutækjum fri þessum tíma, kom
til landsins frá Danmörku um Luzemborg. Rudolf og sonur hans við
bflinn. Eyrarbakkakirkja í baksýn.
Studebaker árgerð 1947 vél 6 strokka m/síðuventlum. Eigandi Ólafur Betúelsson sem átt
hefur bflinn frá bví að hann kom nýr til landsins.
Chevroiet Impala S5. árgerð 1965 vél 8 strokka V. Eigandi Örn Guðjónsson.
Ford Mercury árgerð 1947 vél 8 strokka V. Eigandi Pétur Kristófersson.
Chevrolet Bel Air árgerð 1957 vél 6 strokka m/toppventlum. Eigandi Pétur Pétursson.
Bfllinn var áður í eigu Kaupfélags Árnesinga. Pétur stendur við bflinn.
Chrysler Royale árgerð 1941 vél 6 strokka m/síðuventlum. Eigandinn, Haukur Einarsson,
stendur við bflinn sem nú mun vera til sölu, ef góður og nærgætinn kaupandi fæst.