Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. ÁGÚST 1984
W KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNNAR
Bananar Del Monte — Appelsínur Outspan — Epli rauö
T.A.S.M. — Epli rauö NZ — Epii gui frönsk — Epli gul A.A.
— Eply Grammy Smith S.A. — Sítrónur Outspan — Grape-
fruit rautt Ruby Read — Vatnsmelónur — Hunangsmelónur
— Vinber græn — Vínber blá Italía — Perur franskar —
Perur spánskar — Avocado — Plómur dökkar — Plómur
Nektarínur — Ferskjur — Döölur — Kiwi — Llme
KRISTJANSSOIU HF
4, sími 685300.
Sameignarfélag
um læknishús-
ið á Sauðár-
króki stofnað
ÞANN 1. ágúst sl. stofnuðu áhuga-
menn um varðveislu gamla læknis-
hússins á Sauðárkróki sameignarfé-
lag til að bjarga húsinu frá því að
verða rifið en núverandi eigendur
höfðu gefið húsið til brottflutnings.
Baejaryfirvöld á Sauðárkróki
hafa nú gefið lóð við Skógargötu
undir húsið. Félagið ætlar nú í
haust að láta steypa nýjan kjall-
ara undir húsið við Skógargötu og
flytja það síðan þangað.
Síðar verður rætt um hvernig
viðgerðum verði háttað og fram-
tíðarnotkun hússins.
Verkið verður unnið í samráði
við þjóðminjavörð en húsfriðunar-
nefnd getur veitt styrki til við-
gerða á húsi sem þessu. Áhuga-
menn um þátttöku í félaginu geta
snúið sér til stjórnar félagsins
„Gamla læknishúsið á Sauðár-
króki sf.“. Stjórnina skipa, Nanna
Hermansson, Stefán Jónsson arki-
tekt, Auður Torfadóttir, Arnór
Sigurðsson og Ingólfur Geir Ing-
ólfsson.
(Fréttatilkynning)
Tímaritið
Sveitarstjórn-
armál komið út
Sveitarstjórnarmál, 4. tbl. þessa
árs, er nýkomið út. Það flytur meðal
annars samtal við Hjálmar Vil-
hjálmsson, fv. ráðuneytisstjóra, átt-
ræðan.
Jón Eiríksson, oddviti Skeiða-
hrepps, skrifar grein um endur-
byggingu Reykjarétta. Þorvarður
Jónsson skrifar um nýjungar í
símtækni og Ágúst Guðmundsson
skrifar um notkun loftmynda.
Birtar eru greinar um orkusparn-
aðarátakið, sem nú stendur yfir,
um boðveitur sveitarfélaga, varnir
gegn tannskemmdum með flúor-
skolun, og meðal fastra efnisliða
er Frá almenningsbókasöfnum,
Fjármál sveitarfélaga, Á lögbergi,
Frá landshlutasamtökunum og
Kynning sveitarstjórnarmanna. A
kápu þessa tölublaðs er litprentuð
ljósmynd úr Skeiðaréttum.
Hryðjuverka-
menn krefj-
ast 30 millj-
óna franka
París, 17. ígúst. AP.
í DAG lýsti dularfullur hópur
hryðjuverkamanna ábyrgð á
hendur sér vegna tveggja
sprengjutilræða, sem átt hafa sér
stað í þessari viku, og krafðist
þess, að franska stjórnin reiddi
fram 30 milljónir franka, eða
andvirði u.þ.b. 112,5 milljóna
króna, til þess að stöðva „þá
sprengilotu sem nú er hafin“.
Maður nokkur sem hringdi
til frönsku fréttastofunnar
AFP og sagðist vera félagi í
þessum hópi, sem hann nefndi
„M5“, hótaði „miklu blóðugri
aðgerðum í framtíðinni“.
Á fimmtudag særðust fimm
manns, þar af ein kona alvar-
lega, þegar sprengja sprakk í
menningarmiðstöð í Suðvest-
ur-Frakklandi. Tveir fengu
taugaáfall þegar sprengjan
sprakk í farangursgeymslu á
brautarstöðinni í Lyon á
mánudag.
Wterkur og
hagkvæmur
auglýsingamióill!