Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
Stálfélagið fái rík-
isábyrgð en ríkið
verði ekki hluthafi
RÍKISKTJÓRNIN afgreiddi á fundi
sínum í gær beiðni Stálfélagsins hf.
um 45 milljón króna ríkisábyrgð,
með þeim hætti að ákveðið var að
leggja málið fyrir Alþingi þegar Al-
þingi kemur saman, og jafnframt var
samþykkt að hlutast til um að breyt-
ingar verði gerðar á lögum sem í
gildi eru og heimila ríkissjóði að ger-
ast hluthafi og veita ríkisábyrgð, en
þau lög hafa verið túlkuð þannig að
ríkisábyrgðin sé bundin því að ríkis-
sjóður sé hluthafi.
„Ríkissjóður hefur ekki áhuga á
því, í þessu tilviki, að gerast
hluthafi að Stálfélaginu hf., en við
erum hins vegar reiðubúnir að
veita ríkisábyrgð, ef Alþingi heim-
ilar það,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, er
blm. Mbl. ræddi þetta mál við
hann í gær, „og þess vegna þarf að
breyta þessum lögum, þannig að
heimilt sé eftir sem áður að veita
ríkisábyrgð, án frekari þátttoku
ríkisins í tilteknum fyrirtækjum."
Talsmaður Stálfélagsins hf.,
sem blm. náði tali af í gær, sagðist
fagna þessari niðurstöðu ríkis-
stjórnarinnar, en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið að svo
stöddu.
Eldspýtnafikt olli bruna
Eldspýtnafikt fimm ára barns
olli verulegum brunaskemmdum á
risíbúð við Mávahlíð í Reykjavík í
gærmorgun. Eldur varð laus og
brann nær allt lauslegt inni í íbúð-
inni. Þar býr kona með tveimur
börnum sínum, sluppu þau öll
ómeidd.
Ríkisstjórnin áréttar mótmælin vegna
loðnuveiðanna við Jan Mayen:
Afstaða Norðmanna
jafngildir veiðiheim-
ildum á svæðinu
ÍSLENZKA ríkisstjórnin áréttaði í
gær fyrri mótmæli sín vió rfkisstjórn-
ir Danmerkur og Noregs vegna
loðnuveióanna á Jan Mayen-svæðinu.
Sendiberrar íslands í Osló og Kaup-
mannahöfn, Páll Ásgeir Tryggvason
og Einar ÁgúsLsson, afhentu þessi
nýju erindi í gær ríkisstjórnum við-
komandi landa, en f þeim er þess
getið að málið sé til hnjóðs norrænni
samvinnu. í erindinu til Norðmanna
er þess getið, að afstaða þeirra jafn-
gildi því, að þeir hafi gefið veiðiheim-
ildir á svæðinu. Erindi þessi eru sam-
in í samvinnu við utanríkismáladeild-
ir Alþingis.
í erindinu til Dana eru ítrekuð
vonbrigði yfir veiðum danskra og
færeyskra skipa, samkvæmt heim-
ild frá Efnahagsbandalaginu, og að
þær skuli hafa haldið áfram austan
miðlínunnar milli Jan Mayen og
Grænlands og harmað að Danir
skuli hafa fylgt fram af slíkri
óbilgirni kröfum sínum til um-
deilda svæðisins austan miðlínunn-
ar. í því sambandi er rifjað upp, að
þegar lögsaga íslands var færð út í
200 sjómílur, hafi henni ekki verið
framfylgt nema að miðlínu gagn-
vart Jan Mayen í byrjun og staðið
svo um nokkurra ára skeið. Mál
þetta hafi þróazt þannig, að íslenzk
stjórnvöld telji það til hnjóðs nor-
rænni samvinnu og óhjákvæmilegt
sé, að ríkisstjórnir landanna taki
höndum saman um að ná skjótri og
sanngjarnri niðurstöðu.
1 erindinu til Norðmanna eru
áréttuð fyrri mótmæli vegna þess,
að ekki skuli vera haldið uppi raun-
hæfri löggæzlu á Jan Mayen-mið-
unum og tekið fram, að (slendingar
geti að sjálfsögðu ekki unað slíku
til lengdar, þegar mikilvægum
hagsmunum þeirra á sameiginlegu
nýtingarsvæði sé þannig stofnað í
hættu. Þar er einnig áréttað, að þar
sem afstaða Norðmanna jafngildi
því, að veiðiheimildir hafi verið
veittar á svæðinu, sé ekki hjá því
komizt að halda fast við að afli
Dana og Færeyinga verði dreginn
frá 105.000 lesta kvóta Noregs. Rétt
sé að það gerist þegar á þessu veiði-
tímabili, þar sem hluti Noregs í
heildarkvótanum nú sé mjög hár.
Þá er bent á, að verði ekki farið
svona að, muni þessar veiðar bitna
á (slendingum og það sé bæði rang-
látt og óviðunandi. Þar sem ekki
hafi náðst samkomulag um fram-
tíðarskiptingu heildarloðnukvót-
ans, þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir, sé nauðsynlegt að ríkis-
stjórnir Islands og Noregs fjalli um
málið. Það sé Ijósara en nokkru
sinni fyrr hve brýnt er að fá niður-
stöðu í deilunni um mörkin á svæð-
inu milli Jan Mayen og Grænlands.
(sland eigi aðild að því máli vegna
hinna varanlegu nýtingarréttinda
á Jan Mayen-svæðinu, sem kveðið
sé á um í samkomulagi landanna
um svæðið frá 1980.
f \ l \ 1 m I i
! *-*• i ■ mmi J p a, vi
Morgunblaðift/Júllus
Á túninu á Möðruvöllum í Kjós (talið frá vinstri): Ingimundur Kárason, Árni Markússon, Rakel Jóhannesdóttir,
Þorgeir Jónsson, Jón Þorgeir Sigurðsson og Jónmundur Jónsson.
Kjalarnes og Kjós:
Hamast við heyskapinn
eftir þriggja vikna óþurrk
„Þetta er búið að liggja flatt
hérna í 20 daga og má vel nota í
hross," sagði Gísli Ellertsson,
bóndi á Meðalfelli í Kjós, þegar
Morgunblaðsmenn litu við hjá
honum í gær, þar sem hann var
ásamt heimilisfólki sínu að hirða
bagga á engjum við Laxá, svoköll-
uðum Hrosshólma.
Gísli sagðist ná öllu gamla
heyinu inn og þeim 3.000 böggum
sem hann hefði heyjað síðan á
mánudag, ef hann héldist þurr á
morgun, föstudag. Ætti hann þá
einungis eftir að slá smá blett
sem hann ætlaði að geyma til
næsta þurrks. Gísli lét ekkert
illa af sumrinu, sagði að hey-
skapurinn hefði gengið ágætlega
hjá sér. Hann hefði sett um
helminginn í vothey, en auk þess
væru túnin á Meðalfelli tiltölu-
lega þurr, þannig að hann hefði
alltaf komist strax af stað i
þurrkunum. Sagði hann að vel
hefði sprottið, aldrei hefði verið
meira gras í sinni búskapartíð.
Aðspurður um nágrannana
sagði Gisli að þeim gengi mis-
jafnlega. Sums staðar hefði ekk-
ert verið slegið i þessum þurrk-
kafla vegna bleytu. Hann sagðist
oft hafa verið seinni með hey-
skapinn en núna. Hér áður fyrr
hefðu menn verið að þessu fram
undir réttir.
Breytir um á
höfuðdaginn
„Þetta er búið að vera heldur
stirt, það finnst okkur. Ekki hef-
ur komið nokkur þurrkdagur f
þrjár vikur fyrr en í þessari
viku,“ sögðu bræðurnir Þorgeir
og Jónmundur Jónssynir á
Möðruvöllum í Kjós, þegar þeir
voru spurðir hvernig heyskapur-
inn hefði gengið. Þeir voru þá
ásamt vinnufólki sínu og gest-
komandi að hirða hey af túni
skammt frá bænum.
Þorgeir sagði, að eftir rign-
ingarnar væri varla hægt að
komast um fyrir bleytu, hvorki
um túnin né að hlöðunum. Þó
sagðist hann búast við að þeir
næðu töluvert miklu heyi inn
þessa dagana og bjargaði það
miklu, en ennþá meiri þurrka
vantaði til að bjarga meiru.
„Maður er að vona að það skipti
um á höfuðdaginn (29. ágúst) og
september verði betri. Það gerði
það i fyrra. Maður verður að
vera bjartsýnn, það skánar ekk-
ert þó maður sjái bara svart,“
sagði Þorgeir.
„Þetta hey er búið að liggja í
görðum i þrjár vikur,“ sagði Þor-
geir þegar talið beindist að hey-
inu sem þeir voru að hirða og var
auðsjáanlega orðið nokkuð hrak-
ið. „Það getur svo sem verið
verra, því það sér þó í grænt í
því. Það vantaði aðeins einn
þurrkdag fyrir þremur vikum
þegar það var garðað,“ sagði
Þorgeir einnig.
Heyjað í hrossin
„Þetta hefur gengið hálfbrös-
uglega hjá okkur. Túnin eru orð-
in svo blaut að við megum þakka
fyrir að fara ekki með vélarnar
niður úr,“ sögðu bræðurnir ólaf-
ur G. og Reynir Jósefssynir á
Hjarðarnesi á Kjalarnesi þegar
þeir voru spurðir hvernig hey-
skapurinn hefði gengið. Þeir
voru hinir vígalegustu við hey-
skapinn, en heyið á túninu var
greinilega illa hrakið. Þeir sögð-
ust vera frístundabændur, ættu
heima í Reykjavík, en heyjuðu
fyrir hrossin sín, sem þeir væru
með í Hjarðarnesi.
„Jú, þetta er búið að hrekjast i
hálfan mánuð og við höfum ekki
náð nema litlu af toppheyjum í
sumar. Við höfum líka misst
mikið af heyi af þessu túni, sem
hreinlega hefur fokið i burtu í
sumar. Við getum notað eitthvað
af þessu í hestana, en einhverju
verðum við þó að henda,“ sögðu
ólafur og Reynir. Þeir sögðu að
það sem þeir ættu eftir að slá
væri orðið úr sér sprottið, en
yrði að bíða þar til túnin þorn-
uðu betur.
Á engjunum á Meðalfelli í Kjós: Gísli Ellertsson (lengst til vinstri), Dagný Gísladóttir, Bjartmar Freyr Jóhannes-
son og Steinar Gíslason.